Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FÓLK Í FRÉTTUM
56 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KÍNVERSKI höfundurinn Mo
Yan er í miklum metum í heimalandi
sínu þó stíll hans og yrkisefni fari á
skjön við hreinlífissósíalismann sem
þar er allsráðandi. Yan er þekktast-
ur fyrir skáldsöguna Red Sorghum,
sem fræg kvikmynd var gerð eftir,
en í heimalandinu er hann margverð-
launaður fyrir skáldverk sín. Í bók-
inni sem hér er gerð að umtalsefni er
safn sagna eftir Yan sem gefur góða
mynd af hæfileikum hans, því sög-
urnar eru allar í senn snjallar og
skemmtilegar aukinheldur sem þær
eru mjög ólíkar að gerð og inntaki.
Í inngangi bókarinnar rekur Yan
hvers vegna hann hóf að skrifa á
skemmtilegan hátt, segist hafa tekið
á kvörðun um það þegar hann heyrði
að rithöfundar hefðu alltaf nóg að
éta, en hann segir að hungursneyðin
hafi orðið svo harkaleg þegar hann
var barn á dögum ?framfarastökks-
ins mikla? að börnin hefðu étið laufin
af trjánum og síðan nagað börkinn af
þeim. Allt nagið gerði að verkum að
tennur þeirra urðu eins og hnífar og
þegar kolasending kom til þorpsins
1962 vissi enginn hvað kol voru svo
börnin átu kolin líka, bruddu þau og
höfðu ekki áður komist í slíkt sæl-
gæti.
Upphafssaga bókarinnar, sem
safnið tekur nafn sitt frá, er bráð-
skemmtileg saga um Shifu sem sagt
er upp vegna þess að hann er
orðinn of gamall. Hann er
þó ekki af baki dottinn og
finnur frumlega leið til að
afla fjár, en gerð hefur ver-
ið kvikmynd eftir sögunni.
Sagan um ?járnbarnið? er
ævintýraleg og kallast á við
frásögn Yans af æsku sinni í
inngangi bókarinnar. Það ger-
ir sagan um lækninguna, The
Cure, reyndar líka, en í henni
er Yan að endursegja gamla
kínverska hryllingssögu með
talsverðum broddi.
Aðal Yans er kímnin, hann get-
ur sýnt fram á það spaugilega við
harmleikinn, dregið fram það bros-
lega í fordómum og heimsku. Hann
beitir líka fáránleikanum fyrir sig
eins og í sögunni Abandoned Child
þar sem sögumaður finnur ungbarn
á sólblómaakri og tekur það upp,
nokkuð sem hann átti ekki eftir að
gera í landi þar sem bannað er að
eignast börn. Nú situr hann uppi
með barnið, sem enginn vill taka við,
og allra síst hið opinbera, aukinheld-
ur sem hann verður sektaður fyrir
barnafjöldann, en hann átti eitt fyrir.
Mo Yan er afbragðshöfundur, eins
og þeir þekkja sem lesið hafa þekkt-
ustu bækur hans, en kemur á óvart
hversu fjölhæfur hann er. Það er svo
gaman að velta því fyrir sér hvort
það sé eitthvað sér-kínverskt hve
hann hefur fastar rætur í fortíðinni,
hve honum er gjarnt að leita minna
þangað, eða hvort hann sé að velja
sérstaklega í vestræna lesendur.
Forvitnilegar bækur
Kínverskar
smásögur
Shifu, You?ll Do Anything for a Laugh eftir
Mo Yan. Arcade gefur út 2001. 189 síður
innb. Kostar 3.295 kr. í Máli og meningu.
Árni Matthíasson
ÞEIR SEM sífellt sífra yfir að hafa
ekki tíma til að lesa ættu að geta
nýtt páskana vel, ekki síst ef þeir
skipuleggja tíma sinn vel. Á eftir
fer tillaga um páskalesninguna og
ef vel er að málum staðið má kom-
ast yfir býsna mikið.
Skírdagur
Dagurinn í dag hefst með því að
lesið er skemmtilegt kver Magnus
Mills Three to See the King. Magn-
us Mills ætti að vera íslenskum
bókavinum að góðu kunnur, bækur
eftir hann hafa komið út á íslensku
og sjálfur var Mills gestur á bók-
menntahátíð fyrir tveimur árum.
Three to See the King rambar á
mörkum hins fáránlega eins og
Mills er siður, dæmisaga um mann
sem býr einn í blikkhúsi, unir glað-
ur við sitt enda gerir hann engar
kröfur aðrar en að hafa skjól til að
sofa og éta. Engir gluggar eru á
húsinu enda er ekkert að sjá og
innbú ekkert nema það sem er
bráðnauðsynlegt. Þá gerist það
einn daginn að kona ber dyra og
segir ?hérna hefur þú þá falið þig?.
Upp frá því breytist allt því konan
flytur inn og fer smám saman að
breyta blikkhúsinu í heimili og þar
kemur að sögumaður þarf að taka
afstöðu.
Bók Mills er ekki
löng svo hún hent-
ar vel til að lesa
fyrir hádegi; um
kvöldið er hægt
að snúa sér að
glæpareyfara,
til að mynda
nýjustu bók
Anne Perry,
Funeral in
Blue. Vísast
þekkja
margir
Perry sem
skrifar glæpa-
sögur sem gerast í Lund-
únum á nítjándu öld. Flestar bóka
hennar segja frá lögreglumann-
inum Pitt og konu hans sem leysa
saman ýmis morðmál, en Perry
skrifar einnig bækur um William
Monk og hann er aðalpersóna nýj-
ustu bókar hennar. Monk er einka-
spæjari sem var eitt sinn lög-
reglumaður en missti minnið, en
minnisleysi hans er sífellt að koma
við sögu í bókunum um hann, þvæl-
ist oftar fyrir en hitt. Þrátt fyrir
ágalla eru glæpasögur Perry þó
ágæt lesning, hæfilega spennandi
og gefa vissa nasasjón af lífinu í
Lundúnum á þessum tíma.
Three to See the King eftir
Magnus Mills er 167 síðna kilja
sem kostar 1.825 kr. í Pennanum
Eymundsson. Funeral in Blue eftir
Anne Perry er 340 síðna kilja sem
kostar 1.535 í Máli og menningu.
Föstudagurinn langi
Föstudagurinn langi heitir svo
vegna þess að hann er svo langur
og tilbreyting-
arlítill, eða svo
leið manni í það
minnsta sem
barni. Tilvalið er
því að byrja á
þykkri bók og þó
ólíklegt sé að tak-
ist að klára hana
kemst maður lang-
leiðina. The
Corrections eftir
Jonathan Franzen
er verðlaunabók frá
síðasta ári, en hún
fékk Pulitzer-
verðlaunin banda-
rísku sem besta
skáldsagan 2001. Bók-
in er fjölskyldusaga
og það mikil fjöl-
skyldusaga, um hjónin
Edith og Albert Lam-
bert, hún orðin lang-
þreytt á innihalds-
lausu lífi og hann
smám saman að
hverfa sjónum þjak-
aður af Park-
insonveiki. Þau eiga
þrjú uppkomin börn
sem öll hafa brot-
lent eða eru í þá
mund að gera það,
hvert á sinn hátt.
Franzen er ekki
lipur penni, full
tilgerðarlegur
eins og til siðs er
meðal ungra rit-
höfunda vestan
hafs, en stíllinn er
engu að síður áhrifamikill og sagan
hreyfir við lesandanum. Á köflum
verður veruleikinn þrúgandi í bók-
inni en vonin sigrar að lokum.
The Corrections eftir Jonathan
Franzen er 568 síður innbundin.
Kostar 3.495 kr. í Máli og menn-
ingu.
Laugardagur 
fyrir páska
Ekki tekst öllum að ljúka við
The Corrections á einum degi,
kannski fæstum, en kemur ekki að
sök, það er alltaf gott að lesa aðrar
bækur meðfram. Þannig legg ég til
að menn lesi The Body Artist eftir
Don DeLillo að morgni laugardags
fyrir páska. DeLillo er for-
vitnilegur höfundur, maður sem
glímir við dýpstu rök tilverunnar,
og þó The Body Artist sé ekki mik-
il að vöxtum er hún veigamikil.
Bókin, sem segir frá ekkju kvik-
myndaleikstjóra sem kemst að því
að hún er ekki ein í húsinu, er eins-
konar draugasaga, sem er viðeig-
andi að lesa á þeim dögum sem
helgaðir eru annarri draugasögu.
Eftir lesturinn á DeLillo, og
hæfilegum tíma til að hugsa um
bókina, er gott að grípa til Ann of
the Word eftir Richard Francis, en
hún segir frá Ann Lee sem stofn-
setti Shakers trúarhreyfinguna
sem myndaðist upp úr kvek-
arahreyfingunni í Englandi á
átjándu öld. Ann fluttist síðar til
Bandaríkjanna og enn er fólk að
iðka Shaker-trú sem byggist á því
að menn hristast og skjálfa hams-
lausir af heilögum anda, en það
sem menn kalla kvekara hér á
landi heitir Quakers upp á ensku
sem þýðir reyndar það sama og
Shakers, heldur rólegra þó. Vel
skrifuð og merkileg saga eins
helsta kvenkyns
leiðtoga kristinnar
heittrúarhreyfingar
frá því Jóhanna af
Örk var uppi.
The Body Artist
eftir Don DeLillo,
124 síðna kilja.
Kostar 1.495 kr. í
Máli og menn-
ingu. Ann of the
Word eftir Rich-
ard Francis. 362
síðna kilja með
registri og
heimildaskrá.
Kostar 2.275
kr. í Pennanum
Eymundsson.
Páskadagur
Páskadag
verður að
teljast vel við
hæfi að lesa
bráð-
merkilega bók
Karenar
Armstrong,
The Battle for
God. Armstrong
er virt fyrir
bækur sínar um
trúarbrögð, hef-
ur meðal annars
skrifað bók um
guðshugmyndina,
íslam, ævisögu
Múhameðs, ævi-
sögu Búdda og svo
má telja. Í The
Battle for God rek-
ur hún sögu hrein-
trúarstefnu innan gyðingsdóms,
kristni og íslam, segir frá sögu-
legum aðdraganda hreintrúar-
hreyfinga, hverjar helstu slíkar
hreyfingar hafa verið í gegnum tíð-
ina og hvað sé á seyði nú um stund-
ir. Mjög fróðlegt er að fá yfirlit yfir
stöðu þessara helstu trúarbragða
heims í dag, ekki síst í svo skýrri
framsetningu, og hollt að átta sig á
því að til að mynda hreintrú dóms-
málaráðherra Bandaríkjanna er í
engu nýtískulegri og rökréttari en
þær hreyfingar sem sem mest ber
á í íslam í dag.
The Battle for God eftir Karen
Armstrong. 442 síður með registri.
Kostar 2.495 í Pennanum Ey-
mundsson.
Annar í páskum
Annan í páskum lesa menn sig
niður ef svo má segja, búið að
birgja sig upp af pælingum sem
endast fram á vor og gott að slaka
á með því að lesa reyfara. Mæli
með nýjustu bók Elmore Leonards,
sem flestir þekkja eflaust, en hún
heitir Tishomingo Blues. Sagan
segir frá manni sem hefur atvinnu
sína af því að stökkva af háum palli
niður í kerald, en eitt sinn sér hann
nokkuð ofan úr turninum sem hann
mátti ekki sjá. Persónurnar í bók-
inni eru meira og minna geggjaðar
eins og Leonards er siður, nóg af
hárbeittri kímni til staðar og end-
irinn ævintýralegur eins og jafnan.
Það er svo til að gera bókina enn
eigulegri að eintökin sem til eru í
Pennanum Eymundsson eru öll
árituð af höfundi.
Tishomingo Blues eftir Elmore
Leonard. 307 síður innbundin.
Kostar 2.995 í Pennanum Ey-
mundsson.
Lesið um páskana
Páskarnir eru ekki 
síst hátíð bókaunnenda 
því þá gefst loks tími 
til að lesa. Árni 
Matthíasson stingur
upp á nokkrum bókum.
FÁTT er bandarískara en vís-
indaskáldskapur og þó hann sé al-
mennt í litlum metum er rétt að
telja hann með merkilegustu bók-
menntaformum fyrri ára vestan
hafs. Á gullöld vísindaskáldsagn-
anna skrifuðu margir forvitnileg-
ustu rithöfundar Bandaríkjanna,
og nokkrir Bretar, bækur sem
margar voru tilraunakenndar í
meira lagi og stílbrögðin djarfleg.
Formið gaf færi á að glíma við yrk-
isefni sem almennt voru ekki við-
fangsefni hefðbundinna bókmennta
og þannig gátu menn meðal annars
falið beitta þjóðfélagsgagnrýni í
geimóperum um ófrýnilegar geim-
verur og hughraust valmenni. Enn
í dag eru menn að nýta sér formið
til að koma á framfæri skoðunum
sem þættu ókræsilegar umbúða-
lausar, sjá til að mynda tækni-
fasismann og kynþáttahyggjuna
sem gegnsýrir bækur Jerrys
Pournelles svo dæmi sé tekið af
vinsælum höfundi.
Thomas M. Dish er með helstu
höfundum vísindaskáldsagna og
nægir að nefna bókina Camp Con-
centration sem er merkilegt skáld-
verk. Hann hefur ákveðnar skoð-
anir á bókmenntaforminu sem
hann hefur starfað við í gegnum
árin og á síðasta ári kom út bráð-
skemmtileg bók þar sem hann rek-
ur stuttlega sögu vísindaskáld-
sagnaritunar.
The Dreams Our Stuff Is Made
of er kynnt á kápu sem einskonar
sagnfræðirit en réttara væri að
segja hana hugmyndasögu því
áherslan er ekki hver skrifaði hvað
hvenær heldur hvernig vísinda-
skáldskapur hefur tekið breyting-
um í takt við breytta heimsmynd
og breytt þjóðfélagsleg viðmið. 
Dish er skemmtilega frakkur og
liggur mikið á hjarta. Hann hakkar
í sig höfunda fyrir vafasamar
stjórnmálaskoðanir til hægri og
vinstri, tekur kynþáttahyggju og
fasisma-daður Roberts Heinleins
til að mynda vel fyrir og einnig
kven-fasisma Ursulu Le Guin og
fleiri, sem endurskrifa sögu grein-
arinnar til að jafna kynjahlutfallið. 
Bráðskemmtileg bók sem höfðar
vissulega best til þeirra sem áhuga
hafa á slíkum skáldsögum, enda
segir Dish sögur af persónulegum
samskiptum sínum við nokkra höf-
unda sem gefa oft nýja og jafnvel
býsna óvænta mynd af viðkomandi
höfundi. Það er kostur ef lesandi
þekkir vel til vísindasagna, ekki
síst ef hann hefur lesið slíkar bæk-
ur í áratugi og þekkir því ekki
bara seinni tíma höfunda. Flestir
bóka- og bókfræðavinir ættu þó að
geta haft gaman af.
Forvitnilegar bækur
Saga 
vísinda-
skáldsagna
The Dreams Our Stuff Is Made of : How
Science Fiction Conquered the World eft-
ir Thomas M. Disch. 320 síður innbundin.
Simon & Schuster gefur út. Fæst í Máli
og menningu.
Árni Matthíasson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64