Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Gjafabréf
Íslandsbanki
?flarsemgjafirnarvaxa!
Framtí?arreikningur
Íslandsbanka
Fermingargjöf
erframtí?arsjó?ur
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
VEGURINN milli Reykjavíkur og
Borgarness var lokaður í hátt í
fjóra tíma í gær vegna óveðurs
og blindu undir Hafnarfjalli og
víðar. Var nokkuð um að öku-
menn keyrðu út af vegna lélegs
útsýnis og þurftu lögregla og
björgunarmenn að koma fjöl-
mörgum til hjálpar. Að sögn lög-
reglunnar í Borgarnesi var tölu-
vert um að ökumenn stöðvuðu
bifreiðir sínar, bæði vegna þess
að ekkert sást út og í sumum til-
fellum drapst á bílunum. Var
veginum lokað laust fyrir klukk-
an eitt í þeim tilgangi að minnka
umferðarálagið, losa um þá um-
ferðarstíflu sem var á leiðinni og
koma í veg fyrir að fleiri lentu í
svipuðum aðstæðum. Var veg-
urinn opnaður aftur um fjög-
urleytið að sögn lögreglu. 
Björgunarsveitarmenn frá
Borgarnesi voru kallaðir til að
aðstoða við að flytja fólk úr kyrr-
stæðum bílum en engin slys urðu
á fólki. Lægja tók síðan um eft-
irmiðdaginn og var orðið skap-
legt veður á þessum slóðum um
kvöldmatarleytið.
Morgunblaðið/RAX
Vegurinn norður lokaður
L52159 Þúsundir/6
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að
lækka bensíngjald um 1,55 krónur,
eða úr 10,50 kr. í 8,95 krónur á hvern
bensínlítra. Þetta mun hafa í för með
sér rúmlega 1,90 króna lækkun á út-
söluverði bensíns. Morgunblaðið fékk
staðfest hjá olíufélögunum þremur í
gær að þau munu ekki hækka verð á
bensíni nú um mánaðamótin þrátt
fyrir hækkun á heimsmarkaði. 
Lækkun bensíngjaldsins 
kostar ríkissjóð 80 milljónir
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar gildir
til júníloka og er áætlað að lækkun
bensíngjaldsins muni kosta ríkissjóð
um 80 milljónir króna. 
Í frétt frá forsætisráðuneytinu í
gær segir að ríkisstjórnin telji mik-
ilvægt að allir leggi sitt af mörkum til
þess að tryggja áframhaldandi stöð-
ugleika á vinnumarkaði. Ákvörðun
um lækkun bensíngjalds sé tekin í
trausti þess að olíufélögin leggi jafn-
framt sitt af mörkum til þess að
tryggja verðlagsmarkmið kjarasamn-
inganna þannig að ekki komi til bens-
ínverðhækkunar um næstu mánaða-
mót. 
Taka þátt í þjóðarátaki 
með ríkisstjórn, SA og ASÍ
Olíufélögin munu ekki hækka verð
á bensíni nú um mánaðamótin en ekki
hefur enn verið tekin ákvörðun um
verð á öðrum olíutegundum hjá OLÍS
og ESSO. Hjá Skeljungi hefur verð-
inu verið breytt með tilliti til breyt-
inga sem orðið hafa á heimsmarkaði.
Verð á dísilolíu hækkar um 3 krónur
og 50 aura lítrinn og gasolía og skipa-
gasolía hækkar um 3,50 kr. lítrinn og
lítrinn af svartolíu um fimm krónur.
Einar Benediktsson, forstjóri OL-
ÍS, segir að þrátt fyrir um fjögurra
króna hækkunarþörf að mati félags-
ins, muni það ekki láta sitt eftir liggja
hvað varðar ákvörðun um bensínverð
og ekki hækka verðið um mánaða-
mótin. ?Við erum fyrir okkar leyti
mjög fúsir að taka þátt í þessu þjóðar-
átaki sem er í gangi en hvað aðrar
tegundir varðar munum við gefa það
út um mánaðamótin.? Kristinn
Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir
ástæðuna fyrst og fremst vera þá að
ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að hún
ætli að lækka vörugjald á bensíni og
hafi jafnframt beint þeim tilmælum til
olíufélaganna að þau taki þátt í því að
reyna að halda bensínverðinu eins
lágu og hægt er. ?Við höfum í sjálfu
sér lækkað verðið nú þegar í reynd og
verðið hefði þurft að hækka um fimm
til sex krónur miðað við þróun heims-
markaðsverðs frá áramótum. En rík-
isstjórnin,? segir Kristinn, ?hefur lýst
því yfir að hún sé tilbúin að lækka
vörugjaldið sem nemur helmingi
þessarar tölu og við ætlum, í trausti
þess að verð á heimsmarkaði hækki
ekki á næstunni, að taka þátt í þess-
um slag með Alþýðusambandinu,
Samtökum atvinnulífsins og ríkis-
stjórninni.? 
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Ol-
íufélagsins/ESSÓ, segir að félagið
hafi ákveðið að hækka ekki verð á
bensíni hjá sér að sinni í trausti þess
að olíuverð á heimsmarkaði muni ekki
hækka eða haldast óbreytt. ?En auð-
vitað höfum við þegar lækkað verðið
óbeint frá áramótum og líklega um
einar fjórar krónur,? sagði hann.
Ríkisstjórnin lækkar bensíngjald um 1,55 kr. á hvern lítra
Olíufélögin hækka
ekki bensínverðið VIÐSKIPTABANKARNIR,
Landsbanki, Búnaðarbanki og
Íslandsbanki, tilkynntu í gær
frekari lækkun óverðtryggðra
vaxta af inn- og útlánum.
Ákvarðanir þessa efnis koma í
kjölfar ákvörðunar bankastjórn-
ar Seðlabankans um 0,5% lækk-
un stýrivaxta og koma til fram-
kvæmda um næstkomandi
mánaðamót. Lækkun bankanna
nú er viðbót við áður tilkynntar
vaxtalækkanir þeirra um 0,25?
0,4% frá síðustu viku.
Lækkun óverðtryggðra útlána
bankanna er á bilinu 0,6?0,9% en
innlánsvextir lækka hins vegar
minna.
Um hvort vænta megi lækk-
unar á verðtryggðum vöxtum
segir Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbankans, að
þeir lækki í raun ekki nema
ávöxtunarkrafa verðtryggðra
skuldabréfa lækki á markaði.
Bankinn hafi spáð því að með
lækkandi skammtímavöxtum og
auknu jafnvægi eigi í framhald-
inu að geta komið til einhverrar
lækkunar á verðtryggðum vöxt-
um á markaði. Minnkandi verð-
bólga minnki greiðslubyrði verð-
tryggðra lána og komi þannig
skuldurum til góða.
Bankarnir 
ákveða frekari
vaxtalækkun
L52159 Frekari/B12
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst út á páskadag, sunnudag-
inn 31. mars nk. Fréttaþjón-
usta verður á fréttavef Morg-
unblaðsins, mbl.is, alla páska-
helgina. Þar er einnig að finna
minnisblað lesenda og upplýs-
ingar um kirkjustarf.
Fréttaþjón-
usta um páska
STEINPLATAN undir Íslandi er
þykkust undir Austurlandi ? rösk-
lega 100 km þykk. Næstþykkust er
platan undir Norðvesturlandi og
Vestfjarðakjálka, um 75 km þykk, en
undir miðju Íslands og norður-gos-
beltinu er steinplatan 65 km þykk. 
Dr. Ingi Þorleifur Bjarnason jarð-
eðlisfræðingur segir þykkt plötunn-
ar undir Austurlandi koma á óvart.
?Ein tilgáta mín er sú að undir Aust-
urlandi sé í raun ?meginlandsflís? af
Grænlandi af sama toga og er í Jan
Mayen-hryggnum,? segir hann.
Ingi segir að þetta gæti aukið líkur
á að olíu væri að finna á land-
grunninu utan Austurlands. 
Steinar Guðlaugsson, jarðeðlis-
fræðingur hjá Orkustofnun, segir að
það sé raunhæfur möguleiki að Jan
Mayen-hryggurinn teygi sig inn á
landgrunn Íslands. ?Mín fyrstu við-
brögð eru því þau að það er engin
ástæða til að ætla að við getum borað
á landi eftir olíu. En hins vegar er
þetta vísbending um að Jan Mayen
teygi sig langt í suður sem við vissum
ekki áður. Það getur hvatt menn til
að stunda olíuleitina sunnar á
hryggnum en menn ætluðu sér í upp-
hafi.? 
Tilgáta um ?meginlandsflís? af Grænlandi undir Íslandi
100 km þykk steinplata 
L52159 Eldhjartað/B1

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64