Morgunblaðið - 17.04.2002, Síða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segist ekki útiloka að gera
einhverjar breytingar á skipulagi
heilsugæslunnar, en þær breytingar
verði þá að vera á forsendum heilsu-
gæslunnar þannig að þjónustan
verði áfram skipulögð sem nærþjón-
usta og á sama verði. Heimilislækn-
ar hafa krafist þess að þeir fái að
opna stofur og að Tryggingastofnun
semji við þá, en Jón segist ekki vera
tilbúinn til að gefa grænt ljós á slíka
breytingu.
Heilsugæslulæknar á Suðurnesj-
um hafa sagt upp störfum vegna
óánægju með þá ákvörðun kjara-
nefndar að læknar eigi ekki rétt á
sérstökum greiðslum vegna útgáfu
heilbrigðisvottorða. Jón sagðist
gera ráð fyrir að lesa mætti út úr
þessum uppsögnum óánægju með
þetta vottorðamál. Heilbrigðisráðu-
neytið gæti hins vegar ekki tekið
ákvörðun í þessu máli. Það væri
kjaranefndar að gera það, en for-
maður nefndarinnar hefði lýst því
yfir að von væri á úrskurði í þessum
mánuði.
„Ég hef margsinnis lýst því yfir
að þó að útgáfa vottorðanna gangi
til heilsugæslustöðvanna en ekki til
þeirra beint eigi þeir ekki að gjalda
þess í launum. Kjaranefnd hefur
verið að skoða þetta mál, en það hef-
ur tekið alllangan tíma.“
Heilsugæslulæknar hafa sett
fram kröfur um að þeim verði heim-
ilað að setja upp stofur og að við þá
verði samið með sama hætti og sér-
fræðilækna.
„Ég er opinn fyrir því að ræða við
heilsugæslulækna um að þeir komi
að rekstri heilugæslustöðva með
þjónustusamningum eða útboði.
Þeir hafa hins vegar viljað gera út
stofur á sama hátt og sjálfstætt
starfandi sérfræðingar og semja við
Tryggingastofnun. Ég hef ekki sam-
þykkt slíka breytingu. Ef það yrði
gert yrði að gera það á forsendum
heilsugæslunnar. Við höfum viljað
skipuleggja hana sem grunnþjón-
ustu eftir hverfum. Við viljum að
heilsugæslan sé öllum aðgengileg og
á sama á verði. Ég hef ekki útilokað
breytingar en eigi að síður höfum
við ekki gefið grænt ljós á þetta. Við
erum að skoða allar þessar leiðir,“
sagði Jón og bætti við að forystu-
menn heimilislækna hefðu rætt við
embættismenn í ráðuneytinu um
þessi mál í gær.
„Ég vona að við náum sameig-
inlegri niðurstöðu um þessi mál og
ekki komi til átaka innan heilsu-
gæslunnar,“ sagði Jón.
Heilbrigðisráðherra á í viðræðum við heilsugæslulækna
Útilokar ekki breytingar á
skipulagi heilsugæslunnar
ÞESSU skemmtilega sjónarhorni
náði ljósmyndari Morgunblaðsins á
leið sinni um ganga Kjarvalsstaða,
en þar stendur yfir 30 ára afmæl-
issýning Myndhöggvarafélagsins í
Reykjavík. Örn Egilsson örygg-
isvörður tyllti sér á stól við hlið
höggmyndar eftir Þorbjörgu Páls-
dóttur, eins stofnenda félagsins,
sem nú sýnir verk sín ásamt Ás-
mundi Ásmundssyni. Það er öllu
léttara yfir Erni heldur en stytt-
unni, sem er í þungum þönkum.
Enda nefnist verkið Þunglyndi.
Morgunblaðið/Ásdís
Líf og list á Kjarvalsstöðum
ENGIN aukning hefur orðið á salm-
onellusýkingum á Íslandi á síðustu
misserum. Sigurður Örn Hansson að-
stoðaryfirdýralæknir segir því ekkert
benda til að salmonellusmit, sem
greinst hefur í svínabúum, hafi borist
í fólk sem neytt hefur svínakjöts.
Sigurður Örn sagði að salmonella
hefði greinst á níu svínabúum frá því
að þessi baktería fór fyrst að greinast
en það var fyrri hluta sumars í fyrra.
Enn hefði ekki tekist að losna við
hana á sex búum. Sigurður Örn vildi
ekki svara því hvaða bú þetta væru
eða hvort tveir stærstu framleiðend-
urnir, sem eru með um 70% mark-
aðarins, væru í þessum hópi.
Sigurður Örn sagði að orsakir
þessa smits hefðu ekki fundist. Salm-
onellubaktería væri í umhverfinu og
hún gæti hafa borist þaðan. Grunur
hefði beinst að fóðrinu vegna þess að
smitið hefði komið upp á búunum á
svipuðum tíma. Hann sagði að það
væri búið að rannsaka fóðrið en ekk-
ert hefði fundist í því. Þessi kenning,
að orsökina mætti rekja til fóðursins,
væri því ekki staðfest.
Sigurður Örn sagði að viðamiklar
aðgerðir væru í gangi á svínabúunum
við að reyna að uppræta þetta smit.
Stöðug vöktun væri í sláturhúsunum.
Sýni sem tekin hefðu verið úr skrokk-
um í sláturhúsunum hefðu reynst já-
kvæð, en kjöt af þessum skrokkum
fengi ekki að fara á markað nema
hafa farið í gegnum suðu fyrst, þ.e.
vinnslu. Hann sagði að markmið
dýralæknisembættisins væri í fyrsta
lagi að mengað kjöt færi ekki á mark-
að og í öðru lagi að uppræta smitið á
búunum. Þótt gripið hefði verið til
margvíslegra aðgerða í þeim tilgangi
að koma í veg fyrir að smitað kjöt færi
á markað væri ekki hægt að fullyrða
að salmonellusmitað kjöt hefði ekki
farið á markað.
Sigurður Örn sagði að nauðsynlegt
væri fyrir almenning að virða þær al-
mennu leiðbeiningar sem settar hefðu
verið fram um meðhöndlun á kjöti,
þ.e. að gegnumsteikja kjötið og passa
að ekki ætti sér stað krossmengun.
Sjöfn Sigurgísladóttir, hjá mat-
vælasviði Hollustuverndar ríkisins,
tjáði Morgunblaðinu að nú stæði yfir
rannsókn á svínakjöti á vegum stofn-
unarinnar og heilbrigðiseflitsemb-
ætta landsins. Henni myndi ljúka um
miðjan maí og þá yrðu niðurstöður
kynntar úr þeim 100 sýnum sem tekin
yrðu. Kæmi fram salmonella í sýnum
yrði það hins vegar tilkynnt strax.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra segir að ráðuneytið muni fylgj-
ast náið með rannsókn embættis yf-
irdýralæknis og Hollustuverndar á
upptökum salmonellusýkingar í
svínabúum á suðvesturhorni landsins
að undanförnu. Um leiðindamál sé að
ræða.
Guðni segir að sænskur sérfræð-
ingur sé væntanlegur til landsins til
að aðstoða starfsbræður sína við að
finna ástæðuna fyrir viðvarandi sýk-
ingu í umræddum svínabúum. Grun-
ur hafi beinst að fóðri en ekkert fund-
ist enn í því sem bendi til sýkingar
þaðan. „Við höfum ráðið vel við þetta í
gegnum tíðina en nú eru menn alveg
strand,“ segir landbúnaðarráðherra.
Engin aukning á salmon-
ellusýkingum í fólki
PERSÓNUVERND hefur úrskurð-
að að Ríkisútvarpinu sé heimilt að
samkeyra eigin viðskiptamanna-
skrár yfir eigendur viðtækja við upp-
lýsingar sem fengnar eru úr þjóð-
skrá Hagstofu Íslands.
Þetta gerði Persónuvernd í fram-
haldi af tölvubréfi þar sem óskað var
álits stofnunarinnar á þessu máli.
Bréfritari sagði að svo virtist sem
RÚV bæri saman þjóðskrá og við-
skiptamannaskrá til að bera saman
hverjir væru með sjónvarp og hverj-
ir ekki. Spurt var hvort það væri
ekki skýrt brot á lögum um persónu-
vernd að þjóðskráin væri nýtt í við-
skiptalegum tilgangi.
Í svari RÚV segir að á afnotadeild
RÚV sé lögð sú lagaskylda að kanna
og fylgjast með hvort allir þeir sem
nota viðtæki greiði af því lögboðið af-
notagjald. Ofangreind vinnsla sé
nauðsynleg til að fullnægja þeirri
lagaskyldu. Byggt sé m.a. á ákvæði í
lögum um persónuvernd sem heimili
vinnslu persónuupplýsinga ef hún sé
nauðsynleg til að uppfylla laga-
skyldu sem hvíli á viðkomandi
ábyrgðaraðila.
Fram kemur að RÚV framkvæmir
umrædda vinnslu með þeim hætti að
eftir samtengingu viðskiptamanna-
skrár við þjóðskrá er tilteknum ein-
staklingum send fyrirspurn um
tækjaeign þeirra og þar með um
gjaldskyldu. Komi í ljós að viðkom-
andi er ekki gjaldskyldur er nafn
hans afmáð en ella bætt á viðskipta-
mannaskrá.
Í úrskurði Persónuverndar segir
að RÚV hafi heimild til þeirrar
vinnslu persónuupplýsinga sem fyrr-
nefnd vinnsla felur í sér og er fallist á
að vinnslan sé nauðsynleg til að full-
nægja lagaskyldu stofnunarinnar og
við meðferð opinbers valds.
Páll Hreinsson, prófessor og for-
maður Persónuverndar, Valtýr Sig-
urðsson héraðsdómari, Haraldur
Briem sóttvarnalæknir og Óskar B.
Hauksson verkfræðingur kváðu upp
úrskurðinn.
Persónuvernd úrskurðar RÚV í vil
Heimilt að samkeyra þjóð-
skrá og viðskiptamannaskrá
SJÓSLYSANEFND telur ástæðu
þess að eikarbáturinn Gunni RE 51
fórst á siglingu vestur af Akranesi í
febrúar 2000, vera þá að haldið var í
róður við slæm veðurskilyrði og að
stöðugleika bátsins var ábótavant.
Einn maður fórst með bátnum en
skipstjórinn komst um borð í björg-
unarbát og var bjargað af þyrlu
Landhelgisgæslunnar.
Breytingar voru gerðar á bátnum
árið 1995 og fór hallaprófun fram að
því loknu. Búnaði var síðar bætt við
en Siglingastofnun Íslands gerði
engar athugasemdir í haffærisskír-
teini.
Í skýrslu sjóslysanefndar segir að
ítarleg rannsókn á bátnum fyrir og
eftir breytingar og samanburður á
systurskipum, leiði í ljós að tölur um
þyngd hans, sem lagðar voru til
grundvallar stöðugleikamati, fengj-
ust ekki staðist. Þyngdarpunktur
bátsins var mun aftar og 3-4 senti-
metrum ofar en niðurstaða hallapróf-
unar árið 1995 gaf til kynna. Búnaður
sem settur var um borð síðar hafi síð-
an fært þyngdarpunktinn upp um ná-
lægt 2 sentimetra. Stöðugleiki báts-
ins í hallaprófun var því ofmetinn,
þyngd bátsins talsvert meiri en
reiknað var með, þyngdarpunktur
reiknaður of framarlega og of neð-
arlega. Þá voru veiðarfæri á þilfari
mun þyngri í reynd en stöðugleika-
gögn gerðu ráð fyrir eða tæplega 1,8
tonn í stað 0,7 tonna. Olíutankar voru
ekki fullir og enginn ís í lest en gögn
gera ráð fyrir 0,5 tonnum af ís. Þegar
báturinn lagði úr höfn að morgni 14.
febrúar 2000 stóðst stöðugleiki hans
því engan veginn kröfur.
Varað var við stormi
Þann dag hafði Veðurstofa Íslands
varað við stormi á miðunum sem
bátnum var stefnt á. Í niðurstöðum
skýrslunnar segir að sjóferðinni hafi
verið haldið áfram þótt sjólag færi
versnandi eftir því sem utar dró.
Veður of slæmt og
stöðugleika ábótavant
Skýrsla vegna Gunna RE 51