Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 52
%   $           5   ++       5     ,               N3!31BN3!31B31 . % & %  !*  F ) 0 $"  ")/   , "(N;/   8 / 0  "    *N;/   + 0  )&" N;/   $#%' )"     )  . 0 MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku mamma mín, nú kveð ég þig hinstu kveðju í dag. Margt kemur upp í hugann, ég veit varla hvar ég á að byrja. Þú varst mér alltaf góð móðir og kletturinn í lífi mínu ef eitthvað bjátaði á. Ég minnist þess hve það voru mik- il viðbrigði að flytja í Landeyjarnar úr Reykjavík þegar ég var 11 ára og hvað við vorum ekki alltaf sáttar við flutninginn í byrjun. Við vorum að mörgu leyti svo líkar og miklar til- finningaverur og báðar litlar sveita- konur í okkur. Með tímanum yfir- steigst þú þetta með þínu létta skapi og meðfæddri bjartsýni sem alltaf einkenndi þig. Þú hjálpaðir mér að sætta mig við þetta með tímanum með þínum blíðu og föstu faðmlög- um. Hvað faðmlög elskandi móður geta verið ómetanleg og hlý og fylgt manni alla ævina. Við mættum öll læra af þessu að gefa okkur tíma að láta okkar nánustu finna þá ást sem við berum til þeirra. Þegar ég var 18 ára varð ég ófrísk að fyrsta barninu mínu. Ég fékk all- an þann stuðning frá þér og pabba sem hægt var að hugsa sér. Ég kom til ykkar komin fjóra mánuði á leið, ein og án stuðnings frá barnsföður mínum. Á þeim tíma var ekki fyrir hendi sú hjálp sem einstæðum mæðrum býðst nú. Þið tókuð syni mínum, Agnari Loga, sem ykkar væri og óluð hann upp með elsku og ást sem seint gleymist. Þegar Agnar Logi var eins árs fór ég suður að vinna og finna ráð til að geta haft hann hjá mér. Eftir eitt og hálft ár gekk það upp en þegar að því kom gátuð þið ekki hugsað ykkur að láta hann frá ykkur því hann var auga- steinninn ykkar. Ég var þá gift og átti von á okkar fyrsta barni. Fórnin var stór af minni hálfu, en þið höfðuð GUÐVEIG HINRIKSDÓTTIR ✝ Guðveig Hinriks-dóttir var fædd í Neðri-Miðvík í Aðal- vík 13. maí 1909. Hún lést á Elliheim- ilinu Grund 11. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 26. apríl. reynst mér svo góð að ég gat ekki annað en eftirlátið ykkur dreng- inn. Agnar Logi ólst upp sem ykkar sonur og veittuð þið honum alla þá ást og hlýju sem hægt er að gefa. Með ást og virðingu. Þín dóttir Erna. Hún Veiga á Bólstað er fallin frá í hárri elli og hefur trúlega verið hvíldinni fegin eftir langt og á köflum erilsamt líf. Ég var svo heppinn að vera eitt þeirra barna sem urðu þess aðnjót- andi að eiga sumardvöl á Bólstað í Landeyjum undir handleiðslu þeirra Gunnars og Veigu. Ég var ekki hár í loftinu, eða á sjöunda árinu, þegar foreldrar mínir komu með mig þang- að í fyrsta skipti til þess að ég fengi að anda að mér sveitaloftinu og kynnast sveitastörfum. Þau skildu mig eftir með kvíðablöndnum hug því ég hafði aldrei áður farið að heiman. Þar sem þau áttu leið austur í Mýrdal með eldri systur mína sama dag lá leið þeirra til baka daginn eft- ir og þótti þeim þá vissara að líta við til að aðgæta hvort allt væri í lagi með strákinn. Þeim til mikillar furðu hafði hann varla tíma til að heilsa þeim, svo gagntekinn var hann orð- inn af sveitalífinu, og fóru þau því heim létt í bragði. Þeim var því ljóst að ég var í góðum höndum enda ent- ist þessi sumardvöl í sex sumur sam- tals. Á Bólstað kynntist ég því sveitalífi sem lifað var á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar. Ekkert rafmagn í upp- hafi, hestar notaðir við heyskap og eina vélknúna farartækið á bænum gamli Farmal Cup sem notaður var við slátt og akstur. Vinnudagurinn var langur og allir, jafnt börn sem fullorðnir, þurftu að leggja sitt af mörkum. Þetta var einfalt líf en bauð upp á margar gleðistundir. Ég minn- ist sérstakleg kvöldanna á Bólstað að loknu dagsverki þegar við krakkarn- ir lásum eða hlustað var á útvarps- söguna. Í minningunni man ég ekki eftir Veigu öðruvísi en sívinnandi, hún var komin á fætur fyrir allar aldir og alltaf síðust að ganga til náða. Þótt eflaust hafi verið þröngt í búi hjá þeim hjónum varð ég aldrei var við það enda vel séð fyrir öllum nauð- þurftum. Matur var einfaldur en hollur og aldrei skorti matarlystina. Ekki er því að neita að stundum hungraði mann í ýmislegt eingöngu til að gleðja bragðlaukana og þegar kleinubakstur var í gangi kallaði Veiga gjarnan út um gluggann og laumaði til okkar aukakleinu. Hún bar mikla umhyggju fyrir þeim börnum sem henni var trúað fyrir og segja má að hún hafi gengið okkur í móðurstað á sumrin. Á hverju vori var mér fagnað eins og ég væri einn af hennar eigin börnum og ef eitt- hvað bjátaði á beið faðmur hennar opinn til að hughreysta. Æskustöðvar Guðveigar voru henni mjög hugleiknar og síðari árin barst gjarnan talið að uppvaxtarár- um hennar. Sérstaklega hlýjar minningar hafði hún frá fyrstu árum ævi sinnar þegar hún dvaldi hjá ömmu sinni og afa í Aðalvík en seinna fluttist hún til móður sinnar og fóstra í Hornvík. Einnig minntist hún oft á dvöl sína hjá ömmu minni og afa á Fríkirkjuvegi 3 en þar var hún í vist fyrst eftir að hún fluttist til Reykjavíkur og sérstakt dálæti hafði hún á ömmu minni, sem ég hygg að hafi verið henni fyrirmynd á margan hátt. Guðveig var einstaklega hlý manneskja og aldrei féll henni styggðaryrði úr munni hvorki við menn eða skepnur. Í umtali um aðra reyndi hún að koma auga á það góða frekar en að hneykslast. „Blessaður maðurinn“ var gjarnan orðtæki hennar þegar einhverjum varð á að hrasa í lífsins ólgusjó. Alltaf jók það á bjartsýni að koma í kjallarann í Álfheimunum, spjalla við þau Gunn- ar og þiggja kaffi og meðlæti hjá Veigu. Hún var af þeirri kynslóð sem aldist upp við æðruleysi og að van- meta ekki gjafir skaparans. Hún var þakklát fyrir það sem henni hafði hlotnast í lífinu og frá þeim Gunnari er kominn mikill og mannvænlegur ættbogi. Það sem best lýsir viðhorfi hennar til lífsins finnst mér vera orð hennar þegar hún kvaddi mig að hausti: „Við hittumst að sumri ef ég lifi.“ Ég færi börnum hennar og öðrum afkomendum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Egill Einarsson.  !           $621?1B631 %*  %( ) )%7 "(  &/   "  $ %   &' (    %      ) % $ %  7 &&' #   %  +        - (  6 (,   ) .$#  $# $    $#/#$#   $#%!   (/ $#   :$   */ $#     A    *$#   !" #       $#   /# $ #              0 % !           , *  $62?1$'26!    .+*.")) $/% " &" D ").   "      . (        %    2 %  4 &&'     5  %  " " ! ))  !/  &/#   "  ).') ! ))   $  $ ! ))  !" ) 5 /! ))  0 :   $         5           5                   ! 31 , E  KD 5".) &/ 0 !")    ! ))  "    +))! ))  !")  #           0             ,     5  11''1 63 ' 131  ).* <F $ # "          2  %  .3(             ;   %  ,  4 '' $# > )   $# 5     5 +   ## )5     " $"   # )!" # 5    )*5      5     5 +  $#*5     5 +$       (   0 %  $   $     5 ++   5                    131 .+1@ O5  )  "( 0 2"   $       +    6    # ) 3 "     .) () 0 ✝ Vilhjálmur Jóns-son fæddist á Merkurgötu 7 í Hafnarfirði 16. mars 1922. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. apríl síðastliðinn. Móðir hans var Rebekka Ingvadóttir og faðir hans var Jón Andr- ésson, bæði ættuð úr Hafnarfirði. Vil- hjálmur átti tvö al- systkini, Ingu Dóru, f. 1920, og Andrés, f. 1924, d. 1993, og uppeldissystir hans var Sonja. Vilhjálmur var kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur og eiga þau fimm börn, Jón Beck, Önnu Baldvinu, Kristján Þór, Lindu Björk og Sonju. Barnabörnin eru þrettán og lang- afabörnin fimm. Útför Vilhjálms fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þá er komið að kveðjustund, pabbi minn, og mig langar að kveðja þig með þessum orðum úr Spámann- inum eftir Kahlil Gibran: „Mál er nú að spyrja um dauðann. Og hann sagði: Þú leitar að leynd- ardómi dauðans. En hvernig ættir þú að finna hann, ef þú leitar hans ekki í æðaslögum lífsins? Uglan, sem sér í myrkri, en blindast af dagsbirt- unni, ræður ekki gátu ljóssins. Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins, því að líf og dauði er eitt eins og fljótið og særinn. Í djúpi vona þinna og langana felst hin þögla þekking á hinu yf- irskilvitlega, og eins og fræin, sem dreymir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið. Trúðu á draum þinn, því að hann er hlið eilífðarinn- ar. Óttinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengsins við konung, sem vill slá hann til riddara. Er smalinn ekki glaður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki konungsins? Og finnur hann þó ekki mest til ótt- ans? Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Takk fyrir allt, pabbi minn. Þín dóttir Linda Björk. VILHJÁLMUR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.