Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
46 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁGÆTU Ölfusingar.
Þ-listinn, listi Sam-
fylkingar og óháðra
hefur nú kynnt og lagt
fram framboðslista og
opnað kosningaskrif-
stofu á Selvogsbraut, í
tilefni sveitarstjórnar-
kosninganna 25/5 nk.
Í upphafi voru kann-
aðir möguleikar á sam-
eiginlegu framboði við
B-lista, til betri nýting-
ar atkvæða og aukinna
áhrifa félagshyggju-
fólks í sveitarfélaginu,
en var hafnað af B-
lista. Þ-listinn er hins-
vegar opinn öllum og
þarf ekki að slá um sig skjaldborg
eins og um hagsmunapot B-listans
og sérhagsmuni og auðhyggju D-
listamanna.
Þ-listinn leggur áherslu á lýðræði
íbúanna m.a. við ákvarðanatöku
sveitarstjórnarmanna í hinum ýmsu
málaflokkum, því þótt ýmislegt hafi
gengið sæmilega í stjórnartíð fráfar-
andi meirihluta, og annað hvort væri
nú, verður meirihlutinn seint vænd-
ur um íbúalýðræði.
Þorlákshöfn byggðist upp í núver-
andi bæ á hálfri öld, af fiskveiðum
og vinnslu sjávarafurða, framan af
við frumstæð hafnarskilyrði. Höfnin
blandaði sér í slaginn við Eyjar og
Grindavík um efstu sæti yfir lönd-
unarhafnir á vetrarvertíð, enda var
þá blómleg útgerð á Eyrarbakka og
Stokkseyri. Mönnum bregður því í
brún, síðustu árin, og einkum nú í
lok lélegrar vertíðar. Þótt Snorra-
búð sé ekki enn orðin stekkur eru
viðbrigðin ógnvekjandi. Sem betur
fer gera menn ennþá
út, og hér er fiskur
unninn á 3?4 vinnslu-
stöðvum og nýuppgerð
loðnuverksmiðja malar
drjúgt þegar gefur og
atvinna næg miðað við
núverandi aðstæður.
Öll nýliðun í útgerð og
vinnslu er stöðnuð og
framtíð byggðar í
vanda vegna skorts á
aflaheimildum. Þetta
er afleiðing rangláts
fiskveiðistjórnunar-
kerfis, en senn eru lið-
in 20 ár frá setningu
kvótalaganna, sem áttu
að bjarga fiskistofnun-
um frá hruni. Með lögum nr. 38 frá
1990, um frjálst framsal, var stuðlað
að hruni landsbyggðarinnar, sem
studdist við dýrmætar sjávarbyggð-
ir í öllum landsfjórðungum, sem nú
hafa misst aflaheimildir sínar í
hendur örfárra stórfyrirtækja, sem
flest eru í stærstu og blómlegustu
byggðarkjörnunum, svona rétt til að
auka enn á ójöfnuðinn. 
Flóttinn af landsbyggðinni til höf-
uðborgarsvæðisins er vandamál
beggja, en feimnismál núverandi
valdhafa Davíðs og Halldórs. Þeir
keppast við hvers konar fjárglæfra
og framkvæmdir í hrjóstrugum
landshornum á kostnað alþjóðar
meðan láglaunasvæði eins og Árnes-
og Rangárvallasýslur fá ekki krónu
til t.d. stækkunar hafnar í Þorláks-
höfn né annars sem nútíminn krefst
að sé til staðar ef meðal eða stóriðja
léti á sér kræla í fjórðungnum. Þing-
menn okkar í meirihlutanum þegja
þunnu hljóði, þakklátir bæjarstjórn-
unum sem misst hafa málið. Ef
stjórn fiskveiða yrði færð til rétt-
látrar markaðsvæðingar og réttlæt-
is, væri flóttinn af landsbyggðinni
stöðvaður. 
Gallar núverandi fiskveiðikerfis
eru uggvænlegir:
a) Rýrnun fiskveiða blasir við :
Minnkun í þorski er yfir 35% miðað
við 1983/84. Ýsuafli hefur minnkað
um 40% og ufsaafli um 60%.
b) Fleiri skip, stærri og dýrari,
fiska minna og skuldir aukast og nú
sýnist fjárbinding í útgerð vera 300
milljarðar króna í stað 150 milljarð-
ar, sem var talin eðlileg. Framleiðni
skipanna hefur því minnkað.
c) Gjaldeyrir fyrir sjávarvörurnar
fer í auknum mæli í skuldir útgerða
vegna nýrra skipa og alls konar véla
og tækjakaupa vinnslurisanna.
d) Neikvæð áhrif á byggðarlög
þegar kvótinn flyst eru gríðarleg.
Eignir manna verða verðlausar og
atvinna dregst saman. Nýir aðilar
sölsa undir sig eignirnar, selja leigu-
liðum kvóta við okri og ganga svo út
úr útgerð með hundruð milljóna,
sem aldrei eru skattlagðar.
Innan fárra ára myndu nokkur
fjölveiðiskip 4?5 stórfyrirtækja sitja
ein að nýtingu sjávarauðlindarinnar
og þjóðarbúið stefna í þrot vegna
þeirrar rányrkju sem þessi stóru
verksmiðjuskip stunda og er þegar
að koma í ljós. Þorskurinn svamlar
um á stórum svæðum án fæðu vegna
ofveiði á loðnu m.a. og nærist á eigin
afkvæmum. LÍÚ-klíkan spyr hvar
stórþorskurinn sé á meðan þeir vita
manna best að smá- og ungfiskurinn
er kvistaður niður í gloríutrollum
ryksuguskipanna. Hann nær aldrei
fullum þunga, þroska né aldri.
Óbreytt stjórnarstefna Davíðs og
Dóra býður enga sátt í þessu máli,
en þeir munu ekki komast upp með
það, ef kjósendur nú og á næsta ári
ná vopnum sínum og áttum og neita
að láta þjóðareign sína og auðlind í
hendur fárra útvaldra. Í skjóli þing-
meirihlutans hefur framkvæmda-
valdið í raun valtað yfir löggjafar-
og dómsvald, hornsteina lýðræðisins
og útkoman bananalýðveldi eins og
er.
Ágæti kjósandi. Er ekki að verða
nóg komið af hremmingum lands-
byggðarinnar! Látum þennan þing-
meirihluta lesa það út úr okkar bæj-
arstjórnarkosningum að við ætlum
ekki að láta þá hafa af okkur það
litla sem eftir er af eigum okkar, né
svipta okkur þeim smávotti af sjálfs-
virðingu sem enn mætti leynast með
oss.
Þorlákshöfn byggðist
upp á hálfri öld
Benedikt
Thorarensen
Ölfus
Þ-listinn leggur áherslu
á lýðræði íbúanna, segir
Benedikt Thorarensen,
m.a. við ákvarðanatöku. 
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri
Meitilsins hf. og skipar 14. sæti á Þ-
lista til sveitarstjórnarkosninga 2002
í sveitarfélaginu Ölfusi.
ÞESSA dagana
keppast framboðin í
Reykjavík við að kynna
stefnu sínu fyrir kjós-
endum. Það vantar
ekki að allir vilja ljá
góðum málum lið og
virðast flestir vera með
svipuð mál í forgangi.
Fyrir hinn almenna
kjósanda er því spurn-
ingin einfaldlega,
hverjum treysti ég
best til að standa við
það sem hann segir.
Trúverðugleiki fram-
bjóðenda skiptir höfuð-
máli.
Skoðanakönnun Fé-
lagsvísindastofnunar sem birt var í
Morgunblaðinu sl. laugardag kemur
nokkuð á óvart. Það var að vísu vitað
að um 40% Reykvíkinga kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn hvað sem á dynur.
Þrátt fyrir fádæma ólýðræðisleg
vinnubrögð í aðdraganda kosning-
anna, þegar flokksmenn voru þving-
aðir til að hætta við leiðtogapróf-
kjörið, þar sem Björn virtist líta of
stórt á sig til að taka þátt í slíku.
Þrátt fyrir að flokkurinn standi að
því að gefa út ríkisábyrgð fyrir 20
milljarða handa einu fyrirtæki.
Þrátt fyrir Árna Johnsen, Þjóð-
menningarhús og aðr-
ar uppákomur, kýs
stór hópur flokkinn, af
því að hann hefur alltaf
gert það. Það sem
kemur á óvart í könn-
uninni er að 60% af ald-
urshópnun 25 til 34 ára
skuli ætla að kjósa
þennan flokk. 
Hvernig var 
ástandið?
Trúir fólk á þessum
aldri því að Sjálfstæð-
isflokkurinn sé betur
fallinn til þess að koma
til móts við þarfir
barnafólks en Reykja-
víkurlistinn? Við sem erum komin á
miðjan aldur munum hvernig
ástandið var hér fyrir átta árum og
mig langar til að fara enn lengra og
rifja upp hvernig hér var fyrir tutt-
ugu árum. Einungis einstæðir for-
eldrar eða fólk í háskólanámi átti
möguleika á að fá heilsdagspláss
fyrir börnin sín. Fólk í sambúð þótti
heppið ef það kom 5 ára börnum að
hálfan daginn. Grunnskólar voru tví-
og þrísetnir. Konur unnu utan heim-
ils, en samfélagið kom engan veginn
til móts við þá staðreynd og þáver-
andi valdhafar höfðu engan skilning
á málinu. Þá gerðist það að konur
buðu fram sérstakan lista og fengu
tvo fulltrúa í borgarstjórn. Annar
þessara fulltrúa var Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir. Nú kvað við alveg
nýjan tón í umræðum um borgar-
málefni. Krafan var að stórauka
framlög til leikskóla og annarra mál-
efna sem vörðuðu hag kvenna og
barna. 
Fulltrúar kvennaframboðsins
máttu þola að talað væri niður til
þeirra og þeim bent á að tala um
eitthvað annað en barnaheimili, ef
þær ætluðust til að vera teknar al-
varlega í pólitík. Í dag gera allir sér
grein fyrir því að aðbúnaður barna
er alvörupólitík, þökk sé Ingibjörgu
Sólrúnu og fleiri konum sem létu
ekki karlana, sem þá réðu, segja sér
hvað skipti máli. Mér finnst ástæða
til þess að rifja þetta upp því kosn-
ingar snúast ekki síst um trúverð-
ugleika. Ingibjörg Sólrún hefur ver-
ið samkvæm sjálfri sér í orðum og
gerðum frá því hún var fyrst kosin í
borgarstjórn. 
Eftir að Reykjavíkurlistinn komst
til valda varð bylting í leikskólamál-
um. Það veit fólk sem til þekkir. Sem
betur fer var grunnskólinn færður
yfir til sveitarfélaganna svo nú hefur
verið unnið af krafi við að einsetja
skólana og bæta aðstöðuna. Á öllum
sviðum sést að það ríkir önnur hugs-
un nú en fyrir átta árum. Konum
hefur fjölgað í stjórnunarstöðum hjá
borginni og reynt að bæta lægstu
laun, þó þar megi gera enn betur.
Allir flokkar hafa haft jafnrétti
kynjanna á stefnuskrá sinni, en
munurinn hjá Reykjavíkurlistanum
er sá að þar er stefnunni fylgt eftir í
reynd. Það myndi ekki gerast nema
vegna þess að við erum með borg-
arstjóra sem finnst jafnrétti
kynjanna skipta raunverulegu máli.
Þið sem erum á aldrinum 25 til 34
ára, ég bið ykkur að hugsa ykkur vel
um áður en þið trúið málflutningi
sjálfstæðismanna, sem reyna að
sannfæra fólk um að þeir geti leyst
hvers manns vanda. Þeir ætla að
lækka skatta, ekki taka nein lán, en
samt á að eyða biðlistum á leikskól-
um og eftir hjúkrunarheimilum aldr-
aðra. Þetta kostar milljarða og svör-
in sem gefin eru þegar spurt er
hvernig eigi að fjármagna þetta eru
vægast sagt óljós. 
Blekkingar 
Björns Bjarnasonar
Eldra fólkið sér í gegnum blekk-
ingarnar. Það fólk veit að ef Sjálf-
stæðisflokkurinn bæri raunverulega
umhyggju fyrir öldruðum hefðu þeir
getað bætt kjörin. Þeir stjórna jú
bæði forsætisráðuneyti og fjármála-
ráðuneyti. Meirihluti yngsta aldurs-
hópsins, 18?24 ára, ætlar samkvæmt
skoðanakönnuninni að kjósa
Reykjavíkurlistann. Sá aldurshópur
þekkir of vel til ?afreka? Björns
Bjarnasonar í menntamálaráðuneyt-
inu til þess að treysta honum fyrir
borginni.
Gerum góða borg betri stóð í
bæklingi frá sjálfstæðismönnum. Ég
er sammála þeim í því að enn er
hægt að gera góða borg betri. Til
þess treysti ég engum betur en nú-
verandi borgarstjóra og hennar fólki
í Reykjavíkurlistanum.
Kosningarnar snúast um traust
Jóhanna S.
Eyjólfsdóttir
Reykjavík
Kosningar snúast 
ekki síst um trúverð-
ugleika, segir Jóhanna
S. Eyjólfsdóttir. 
Ingibjörg Sólrún hefur
verið samkvæm sjálfri
sér í orðum og gerðum
frá því hún var fyrst
kosin í borgarstjórn. 
Höfundur er skrifstofustjóri. 
NÚ ER u.þ.b. vika í
kosningar og Vinstri
hægri snú, yngsta og
framsæknasta stjórn-
málaafl í Evrópu, tek-
ur nú þátt í kosningum
í fyrsta skipti. Krafta-
verk þarf að gerast ef
Vinstri hægri snú á að
ná góðri kosningu því
Reykvíkingar hafa enn
ekki mikla vitneskju
um tilveru þessa nýja
stjórnmálaflokks. En
við í Vinstri hægri snú
trúum á kraftaverk og
að allt sé hægt ef vilji
er fyrir hendi. Fylgi-
saukningin er mikil og
við erum bjartsýn á góð úrslit og ég
geri mér miklar vonir um að verða
borgarstjóri í Reykjavík.
Borgarbúar hafa tekið okkur
opnum örmum og við höfum fengið
góðar undirtektir hvarvetna og er-
um því þakklát. Til er fólk sem
heldur að við séum eitthvert ?grín-
framboð? en sannleikurinn er að við
erum langt á undan okkar samtíð
og þess vegna dálítið misskilin. 
Kosningasjóðir okkar eru ekki
digrir og gerir það okkur erfitt fyr-
ir, en VHS er flokkur sem trúir á
drauma sína og það er fátt sem
stoppar okkur í að láta þá rætast.
Þetta er fyrsti kosningaslagur sem
við tökum þátt í og margt kemur
okkur á óvart og þá helst hversu
ósvífnir andstæðingar okkar eru.
Það er ljóst að þeir kalla yfir sig
harm og skömm með þessu hátta-
lagi sínu og það er þeirra að upp-
skera það. Reyndar verðum við
kjósendur að hafa augun opin því
hægt er að blekkjast af fagurgala ef
athyglisgáfunni er ekki beitt.
Ég hlakka mikið til að verða
borgarstjóri því þá hefur langþráð-
ur draumur minn ræst og ég er
með gráblá augu og hjartað á rétt-
um stað. Við í VHS höfum haft
áhyggjur af niðurníðslu borgarinn-
ar og ætlum því að hefjast handa
við að hreinsa Tjörnina af drullu og
óæskilegum fuglategundum strax á
fyrsta degi. Það er virkilega and-
styggilegt að sjá hvað sum hús hafa
verið látin grotna niður og því er
lögð áhersla á að Valhöll verði mál-
uð og fleiri hús sem eru lýti á ynd-
islegu borginni okkar.
Vinstri hægri snú ætl-
ar að beita sér fyrir
bættri andlegri og lík-
amlegri líðan borgar-
búa, til að búa þá und-
ir ævintýri
framtíðarinnar.
Það eru stórkostleg-
ir tímar í nánd og
Reykvíkingar sem og
aðrir landsmenn verða
að klæða sig í bún-
ingana, því annars er
hætta á að við verðum
af góðum tækifærum.
R-listinn á heiður
skilinn fyrir betrum-
bót í leikskólamálum,
en þau eru þó ekki enn leyst. Sjálf-
stæðisflokkurinn með Björn
Bjarnason í fylkingarbrjósti þykist
ætla að gera enn betur ? en allir
hugsandi menn sjá í gegn um slíkar
rangfærslur og fagurgala. 
En eru allir kjósendur hugsandi
menn? Til eru kjósendur sem kjósa
eins og pabbar og mömmur þeirra,
eða jafnvel afar og ömmur. Það er
gott og blessað þegar gamall temur
og ungur nemur, en kosningar eru
á fjögurra ára fresti og í hvert sinn
bætist við nýr hópur kjósenda,
þjóðfélagið á hraðri leið, svo hraðri
leið að sumir foreldrar, afar og
ömmur missa af lestinni, neita jafn-
vel að læra á tölvur og hræðast
framtíðina.
Við eigum okkur draum, látum
hann rætast!
Setjum okkur sjálf í fyrsta sæti
og kjósum Æ-lista Vinstri hægri
snú. Aðrir framboðslistar eru
hlægilegir!
Látum
drauminn
rætast
Snorri
Ásmundsson
Reykjavík
Setjum okkur
sjálf í fyrsta sæti, segir
Snorri Ásmundsson, 
og kjósum Æ-lista
Vinstri hægri snú. 
Höfundur er borgarstjóraefni
Vinstri hægri snú. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76