Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Dagbjört Hann-essína Níelsdóttir fæddist á Þingvöllum í Helgafellssveit 6. febrúar 1906. Hún lést á St. Franciskus- spítala í Stykkis- hólmi 14. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Dag- björt H. Jónsdóttir og Níels Breiðfjörð Jónsson Sellátri. Systkini Dagbjartar voru Bæring, Magða- lena, Jón Breiðfjörð og Kristín. Hinn 19 apríl 1936 giftist Dag- björt Jónasi Pálssyni frá Höskuld- sey. Það sama ár hófu þau búskap í Elliðaey á Breiðafirði. Eignuðust þau fjórar dætur. Þær eru: 1) Ást- ríður Helga, f. 14.11. 1930, maki Jón E. Einarsson, búsett í Borg- arnesi. Börn þeirra eru Jónas Hólm, Bragi, Sigurður Páll og Einar Helgi. 2) Unnur Lára, f. 30.3. 1935, maki Eggert Th. Björnsson, búsett í Stykkishólmi. Börn þeirra eru Guðrún Birna, Jó- hann Garðar, Unnsteinn Logi. Sonur Unnar er Ásgeir Árnason. 3) Jóhanna, f. 6.6. 1937, maki Hrafnkell Alexandersson, búsett í Stykkishólmi. Börn þeirra eru: Ríkharður, Dagbjört, Kristjana, Hrafnhildur og Alexander. 4) Ás- dís, f. 4.6. 1941, maki: Friðþjófur M. Karlsson, búsett á Sauðárkróki. Börn þeirra eru: Sigur- laug Regína og Jón- as Gauti. Afkomend- ur Dagbjartar og Jónasar eru 52. Fyrstu fimm árin bjuggu þau ásamt Jóni bróður Dag- bjartar og Kristínu systir Jónasar. Hinn 14. des 1935 ferst Jón við annan mann í miklu óveðri á Breiðafirði. Þau héldu áfram bú- skap í Elliðaey allt til ársins 1948 er þau flytja í Stykkishólm, lengst af á Víkurgötu 8. (Staðarfelli). Jónas lést 13. sept. 1988. Árið 1991 flytur Dagbjört í íbúð fyrir aldraða á Skólastíg 14a. Hún tók virkan þátt í félagsstörfum. Hún var heiðursfélagi í Kvenfélaginu Hringnum og Skógræktarfélag- inu auk þess var hún félagi í verkalýðsfélagi Stykkishólms. Þau unnu bæði í fiskvinnu hjá Sig. Ágústssyni hf. allt þar til eftir- launaaldri var náð. Þá starfaði Dagbjört í Kristniboðsfélagi kvenna í Stykkishólmi. Útför Dagbjartar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag er kvödd frá Stykkishólms- kirkju tengdamóðir mín Dagbjört Níelsdóttir frá Sellátri í Breiðafirði, síðar húsfreyja í Elliðaey á Breiða- firði, þar sem maður hennar Jónas Pálsson frá Höskuldsey var bóndi og vitavörður, og stundaði auk þess fiskveiðar. Hann lést árið 1988. Þau hjón höfðu þá lengi búið í Stykk- ishólmi. Kynni mín af þessum hjónum urðu vegna þess að ég kynntist elstu dóttur þeirra, Helgu, sem þá var í húsmæðraskólanum á Varma- landi. Þau kynni leiddu af sér trú- lofun og hjónaband. Þegar við Helga fórum að búa í Borgarnesi voru Dagbjört og Jónas flutt til Stykkishólms og keyptu þar húsið Staðarfell. Þar dvöldum við oft í sumarfríum og helgarfríum. Voru þau hjón með heyskap fram í eyj- um og var oft ævintýri að fylgja þeim þangað. Á síðari árum vorum við einnig oft með þeim í Elliðaey, þar sem tengdasonur þeirra var þá vitavörður. Dagbjört, sem nú er kvödd, var mjög samviskusöm sem móðir, amma og húsmóðir. Þess fengum við að njóta með dvöl í Stykk- ishólmi og frammi í eyjum. Á seinni árum eftir að Eggert Björnsson tengdasonur Jónasar og Dagbjart- ar varð vitavörður í Elliðaey dvöld- um við oft tíma af sumri þar frammi við veiðar og leiki, eins og áður segir. Ég vil að lokum þakka Dagbjörtu fyrir hennar góðvild og umhyggju, sem hún sýndi okkur og reyndar öllu samferðafólki. Jón Einarsson, Borgarnesi. Látin er í Stykkishólmi aldin kona, Dagbjört Níelsdóttir. Hún fæddist á Þingvöllum í Helgafells- sveit 6. febrúar 1906. Foreldrar hennar voru Níels Breiðfjörð Jóns- son og Dagbjört Jónsdóttir og var hún eitt fimm systkina sem nú eru öll látin. Hún ólst upp í Sellátri sem er eyja á Breiðafirði ásamt fjölskyldu sinni. Hún missti föður sinn árið 1923 er hann veiktist skyndilega og dó á góðum aldri og missti þá fjölskyldan kæran föður og fyrirvinnu. Dagbjört giftist Jón- asi Pálssyni frá Höskuldsey 1930. Þau bjuggu lengst af í Elliðaey á Breiðafirði til ársins 1947 en bjuggu síðan alla tíð í Stykkis- hólmi. Jónas lést á árinu 1988. Þau eignuðust fjórar dætur, Ástríði Helgu, Unni Láru, Jóhönnu og Ás- dísi sem allar lifa foreldra sína. Á búskaparárum sínum í Elliða- ey bjó móðir Dagbjartar hjá dóttur sinni og reyndar einnig í Stykk- ishólmi uns hún lést 1955. Þá bjuggu einnig í eyjunni um tíma systkini húsráðenda, Höskuldur og Kristín, og Jón og Kristín ásamt fleira fólki. Á þessum árum hagaði þannig til að systkinahóparnir frá Sellátri og Höskuldsey giftust inn- byrðis þannig að úr urðu fjögur pör, þ.m.t. ofanrituð. Þótt gleðin hjá unga fólkinu þá hafi eflaust verið rík þá eins og nú knúði sorgin dyra, og þannig varð einnig í eyj- unni á fjórða áratug aldarinnar. Höskuldur og Kristín misstu unga dóttur sína Brimrúnu þar og Jón bróðir Dagbjartar drukknaði og varð öllum harmdauði. Jónas var vitavörður í Elliðaey og stundaði þaðan róðra til fiskjar og hafði sjálfsþurftabúskap, hélt kindur og hafði kýr í fjósi. Dagbjört sinnti börnum og búi eins og gekk þá. Eftir að þau fluttu til Stykkishólms stundaði Jónas lengst af sjóinn á eigin trillu en Dagbjört vann hús- móðurstörf auk þess að taka vinnu við frystihúsið af og til. Jónas hélt sér til skemmtunar og gagns alltaf eitthvað af kindum og átti einnig kýr inni í Stykkishólmi þar sem þau bjuggu við Víkurgötu á Stað- arfelli og voru þar með útihús eins og gekk á þeim tíma. Nú þegar Dagbjört er fallin frá fer síðasta systkinið úr Höskuldseyjar- og Sel- láturshópnum. Sérstakri lífsbók er lokað. Þegar undirritaður kom til sög- unnar og fór að fara í Hólminn og minnist helst á síðari hluta sjötta áratugarins og byrjun hins sjöunda búa þau góðu hjón á Staðarfelli þar í bæ. Dagbjört hafði það gagn- merka hlutverk að vera amma mín og er mér kært að minnast hennar. Það er alltaf einhver birta yfir þessum dögum og bæjarbragur var hressilegur, mikið af frændfólki á alla kanta. Maður flaut þarna með í lífinu, fór út í eyjar, var niðri á bryggju að veiða, hjálpa afa að beita eða heima í skjóli hjá ömmu. Heima hjá henni ríkti góður andi og gaman var að spjalla við hana um heima og geima. Hún talaði við okkur sem jafningja og af áhuga á okkar velferð og málum. Best væri að lýsa henni með orðunum mildi og æðruleysi. Hún var gagntrúuð og bar keim af meistara sínum. Sumt fólk var hér áður það tillits- samt að það vildi ekki styggja náunga sinn eða valda honum sárs- auka, menn gætu e.t.v. eitthvað af því lært í hraða nútímans í dag. Hún var afburða samviskusöm við gæslu og umönnun fjölskyldu sinn- ar, barna og barnabarna og með henni og afa voru sérstakir kær- leikar. Fyrir tæpum 14 árum stóð hún við dánarbeð bónda síns og við kistulagninguna fór hún með vers- in, sem þau höfðu farið með á kvöldin saman. Styrkurinn og æðruleysið einkenndu hana þá í fullvissu þess sem trúir og má mað- ur lengi muna það. Lengi mætti rifja upp góðar minningar en læt þessi minningabrot nægja. Við fel- um hana nú í umsjá skapara himins og jarðar. Ég þakka henni alla um- hyggjuna og elskuna og árin gömlu og góðu. Ég fór að kistulagningu hennar ömmu á dögunum og gekk þá um við Staðarfell við Víkurgötu síðar þann dag. Þar eru garðar sem um- luktu húsið fallnir, búið að stýfa brekkuna sem gekk niður að aðal- götunni, hluti útihúsa fallinn og stífræktaður garður fyrir bí. Glott tímans birtist manni og segir ekki lengur, ekki lengur. Jónas Hólm Jónsson. Elskuleg amma mín Dagbjört H. Níelsdóttir lést á St. Fransiskus- spítalanum í Stykkishólmi í faðmi fjölskyldu sinnar hinn 14. maí sl. 96 ára að aldri. Amma mín var af þeirri kynslóð dætra Íslands sem lifði meiri hluta ævi sinnar í nánum tengslum við náttúruna. Lífsbar- áttan í eyjum Breiðafjarðar var hörð, þar sem sjórinn bæði gaf og tók. Amma lifði eitt heilt líf með allri þeirri gleði og sorg sem lífið býður upp á og hennar leiðar- stjörnur voru trúin á Guð og kær- leikur Guðs. Amma, sem frá barnsaldri var kölluð Birta, ólst upp í Sellátri á Breiðafirði. Hún giftist Jónasi Páls- syni frá Höskuldsey 24 ára gömul og þau hófu búskap í Elliðaey. Dæturnar fjórar, Helga, Unnur, Jóhanna og Ásdís, áttu sína barn- æsku í Elliðaey en þegar þær yngri komust á skólaaldur fluttist fjöl- skyldan í land, til Stykkishólms. Elliðaey hélt þó áfram að vera mik- ilvægur staður fyrir fjölskylduna, sérstaklega á sumrin og ekki síst fyrir barnabörnin fimmtán sem amma og afi eignuðust. Þegar ég kom í heiminn sem átt- unda barnabarn ömmu og afa voru þau komin yfir miðjan aldur. Mínar fyrstu minningar tengjast heyskap í Elliðaey með afa, ömmu, dætrum þeirra og tengdasonum svo og frændsystkinum mínum. Sem barn sótti ég mikið í það að fara frá Reykjavík á vorin vestur í Hólm og vera hjá ömmu og afa í Hólminum og úti í Elliðaey. Tíminn, reiknaður í klukkustundum og mínútum, hafði þar litla þýðingu. Dagurinn hófst með sólarupprás og fuglasöng og við sólsetur þegar kyrrð komst á fuglalífið, þá fór að koma að hátta- tíma. Það voru oft mörg barnabörn ásamt vinum og vinkonum á sama tíma frammi í Elliðaey. Amma tók á sig mikla ábyrgð og hafði vakandi auga með okkur öllum. Hún var verndarengillinn okkar. Hún vissi um hætturnar sem leyndust í klett- unum og við sjóinn. Amma var blíðlynd og hlédræg en hún hafði ánægju af þegar fólk gerði að gamni sínu og þá tindruðu augun og það var stutt í bjarta brosið. En að jafnaði tók hún lífinu alvarlega, því lífsreynsla hennar og lífsaðstæður höfðu gert það að nauðsyn. Hún tók því sem að hönd- um bar með hugrekki og streittist ekki móti gangi lífsins. Hún bar umhyggju fyrir öllu lífi, manneskj- um, dýrum og gróðri og hún var einstaklega vinnusöm. Amma fór með og söng fjöldann allan af kvæðum og söngvum sem hún hafði lært í æsku. Hún fylgdist með fólk- inu sínu af áhuga og tók öllum lífs- förunautum barnabarna sinna með hlýju og opnum örmum. Amma hafði gaman af að ferðast og m.a. lét hún sig ekki muna um að heim- sækja okkur Steffen og Birtu Marl- en til Svíþjóðar þegar hún var orð- in 87 og 90 ára að aldri. Ég er þakklát fyrir að hafa átt með henni ótal dýrmætar samveru- stundir, sem barn, unglingur og fullorðin. Margar eru minningarn- ar. Ekki síst er ég þakklát fyrir að dóttir mín, Birta Marlen, fékk tækifæri til að kynnast langömmu sinni síðustu ellefu árin. Það var margt sem Birta fékk að upplifa með henni þrátt fyrir háan aldur langömmu sinnar. Margir hafa hugsað vel um ömmu síðustu árin og allt frá því að afi dó fyrir tæpum fjórtán árum. Unnur Lára, móðursystir mín, tók móður sína til sín þegar hún hætti að geta búið ein. Síðar bjó amma á Dvalarheimili aldraðra í Stykkis- hólmi þar sem hún naut einstak- lega góðrar umönnunar starfsfólks- ins. Síðustu þrjár vikurnar lá amma á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi þar sem systurnar og starfsfólkið hugsaði vel um hana og líknaði henni. Þökk sé þeim öllum. Með sárum söknuði kveð ég ömmu mína í Hólminum. Mín huggun er að hún var sátt við lífið og dauðann og að hún var tilbúin að leggja upp í sitt síðasta ferðalag hér á jörðu. Megi hennar staðfasta trú um hvað biði hennar, hafa borið hana á áfangastað. Að síðustu læt ég fylgja þau orð sem hún ávallt kvaddi mig með: Guð veri með þér. Sigurlaug Regína. Á þriðjudaginn 14. maí síðastlið- inn var röðin kominn að henni ömmu minni, Dagbjörtu Hannes- sínu Níelsdóttur. Amma á Staðarfelli var amma sem bakaði pönnukökur á sunnu- dögum, stundum bæði fyrir og eftir hádegi, því það kom oft fyrir að við krakkarnir stóðum yfir henni þegar fyrsta uppskriftin var bökuð og þegar síðasta pönnukakan var bök- uð voru allar horfnar. Ég var eitt af fimm systkinum á Melnum og fékk þar af leiðandi að- eins einn fimmta af þeirri athygli heima sem mér fannst ég þyrfti á að halda. Við þessu vandamáli var aðeins eitt ráð, fara yfir að Stað- arfelli til ömmu og afa. Þegar ég opnaði útidyrnar á Staðarfelli með náttföt í poka, heyrðist eftirfarandi spurning úr stólnum hans afa: „Er kominn næturgestur?“ Þessi næt- urgestur kom oft og gjarnan. Hjá afa og ömmu fékk ég óskipta at- hygli sem átti eftir að koma mér til góða síðar á lífsleiðinni. Amma vakti athygli mína á stærðfræði með því að kenna mér margföld- unartöfluna. Amma kenndi mér að prjóna. Amma kenndi mér bæn- irnar og að trúa á mátt hins góða í heiminum og sá Guð sem amma kynnti mér fyrir er sá umburðar- lyndasti sem ég hef frétt af síðar á lífsleiðinni. Amma þekkti fjölmörg, ef ekki öll örnefni við Breiðafjörðinn og á hinum mörgu ferðum fram í Elliða- ey kenndi hún okkur krökkunum þau og sagði sögur í kringum nöfn- in svo ekki var hægt annað en að muna þau. Nú er amma farin að hitta Jónas afa sem kvaddi þennan heim sum- arið 1988. Afi og amma náðu því miður ekki að koma og heimsækja mig til Þýskalands þar sem ég hef búið sl. sautján ár. Á aðfangadag sama ár og afi dó birtist hann í stofunni hjá mér á sjónvarpsskján- um í Þýska sjónvarpinu á röltinu niður á litlu bryggju í Hólminum þar sem var verið að sýna mynd um Ísland. Ég veit að um næstu jól verður amma líka hjá mér. Af samferðafólki ömmu voru margir farnir á undan henni. Öll 13 systkini afa og öll fjögur systkini ömmu voru dáin á undan henni. Þegar systkinabörn ömmu voru farin að falla frá háöldruð fannst ömmu sumir vera teknir fram fyrir sig í röðinni. Þessar fáu minningar um ömmu eru brot úr fyrstu árum í lífi mínu. Minningin um afa og ömmu lifir í huga mér því þau mótuðu mig hvað mest í bernsku og ég trúi því að þau fylgi og haldi ennþá vernd- arhendi yfir okkur barnabörnunum. Útför ömmu fer fram frá Stykk- ishólmskirkju í dag, hinn 24. maí. Þetta er síðasta skipti sem amma kallar okkur fjölskylduna saman til að kveðja hana. Þetta hafa verið yndislegir vordagar á Íslandi, fjöll- in skarta sínu fegursta með hvíta snjóskafla þegar jörðin er að byrja að grænka og veðrið eins og það er á Fróni, sýnishorn af öllu. Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir. Það hefur slitnað taug til fortíð- arinnar. Síðasti fulltrúi kynslóðar sem mundi eftir forfeðrum mínum og þekkti sporin þeirra og áratökin við og um Breiðafjörð og umhverfið sem ég og svo margir fleiri eru upprunnin í er fallin frá. Móður- systir mín Dagbjört H. Jónsdóttir frá Sellátri er látin í hárri elli. Þær voru samrýndar systurnar úr Sellátri, Magðalena sem er löngu látin, Kristín móðir mín sem einnig er látin og Dagbjört. Auk þess voru í Sellátri tveir bræður, þeir Bæring og Jón. Best þekkti ég Birtu, eins og Dagbjört var ávallt kölluð. Ég var mjög ánægð að vera nafna hennar. Þær voru ákaflega fallegar stúlkur allar þrjár. Því var ekki skrítið að ungu mönnunum í Höskuldsey þætti gaman að koma við í Sellátri. Þeir voru synir Páls Guðmundssonar og Helgu Jónas- dóttir. Enda fór svo að allar sóttu þær maka sína þangað. Og Jón bróðir þeirra sína konu í systk- inahópinn þar. Þetta hefur verið mikil rómantík. Jónas og Birta bjuggu lengi í Elliðaey. Þeir bræður Höskuldur og Jónas voru ávallt samrýndir og þær systur líka. Því var ekkert undarlegt að þar ættu foreldrar mínir skjól áður en þau eignuðust eigið heimili. Þau voru í Elliðaey þegar von var á elsta bróður mín- um, Jóni, í heiminn. Honum lá á og fæddist fyrir tímann. Var ekki fært til lands. Fæddist drengurinn í öruggum höndum Birtu sem var þá búin að eignast þrjár stelpur sjálf svo hún kunni vel til verka, Og fað- ir minn skildi á milli. Þau voru alla tíð rígmontin yfir þessu afreki sínu og Nonni stoltur af að eiga Birtu fyrir ljósu sína. Þetta hnýtti böndin enn fastar á milli þeirra systra. Ég man eftir Birtu fyrst á Stað- arfelli. Það var fallegasta húsið í bænum fannst mér. Þar fékk ég oft að vera meðan mamma var eitthvað að útrétta. Þar voru stelpurnar all- ar. Helga, Unnur, Jóhanna og Ás- dís. Helga flutti reyndar í Borg- arnes fyrir mitt minni en kom oft með strákana sína elstu. Þær voru mér allar svo góðar, sérlega dáði ég Dísu. Þegar ég tap- aði um stund af fóstursystur minni var ég ákaflega leið, en Birta sagði mér að ég mætti eiga Dísu fyrir systur. Á Staðarfelli hjá Birtu var líka Dagbjört amma mín. Birta tók móður sína til sín og annaðist hana af ást og hlýju meðan hún lifði. Ég vissi að systkini hennar voru henni mjög þakklát fyrir það. Dagbjört var af þeirri kynslóð sem þurfti mikið að vinna. Þær systurnar reru til fiskjar, hirtu hey og önnuðust um heimilisstörf í Sel- látri strax og þær höfðu aldur til. Þær fóru í mógrafir eins og karl- menn og var ekki hlíft. Því var ekki mikið svigrúm til mennta. Dagbjört studdi móður mína heilshugar í því litla sem hún reyndi til menntunar og veit ég að hún var henni ævarandi þakklát fyrir það. Það var mikill samgangur á milli heimilanna í Ási og á Staðarfelli. Þær systur voru miklar vinkonur. Þær stofnuðu saman félagskap sem hét Kristniboðsfélag kvenna. Þetta félag var innan vébanda KFUK og starfaði mikið. Alla vetur voru reglulegir fundir þar sem lesið var úr trúarlegum bókum og beðið til Guðs. Svo söfnuðu þær í bauk sem síðan var sendur til kristniboðs í Afríku. Þetta var góður félagsskap- ur. Þær voru trúaðar á þennan góða og sannkristna máta, þessar konur sem þarna hittust. Dagbjörtu fannst orðið óréttlátt að hún skyldi ekki fá að deyja eins og allir hinir af hennar kynslóð. Sá ekki tilganginn lengur með lífinu. Langaði að hitta Jónas sinn og systkini sín. Því er mikil gleði í hjarta mínu yfir því að hún skuli vera farin á fund þeirra. En sökn- uðurinn er samt í hjarta mínu og ég veit að dætur hennar og afkom- endur sakna hennar sárt. Dæturn- ar hafa alltaf verið henni um- DAGBJÖRT H. NÍELSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.