Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 1
153. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 3. JÚLÍ 2002 SVISSNESK flugumferðarstjórn- aryfirvöld viðurkenndu í gær að svissneskur flugumferðarstjóri hefði gefið rússneskri farþegaþotu fyrirmæli um að lækka flugið innan við einni mínútu áður en vélin rakst á aðra þotu yfir Suður-Þýskalandi á mánudagskvöldið með þeim af- leiðingum að 71 maður fórst. Þegar vélarnar, rússnesk Tupo- lev 154 farþegaflugvél með 69 manns um borð og Boeing 757 fraktflugvél, skráð í Bahrain, með tveggja manna áhöfn, skullu saman voru báðar að lækka flugið úr 36 þúsund feta hæð til að forðast árekstur, rússneska vélin vegna fyrirskipana frá svissneska flug- umferðarstjóranum, og Boeing- vélin samkvæmt boðum frá árekstravarnabúnaði vélarinnar. Svissneska flugumferðar- stjórnin, Skyguide, hafði haldið því fram að rússneski flugstjórinn hefði fengið fyrirmæli um að lækka flugið um tveimur mínútum áður en áreksturinn varð, en hefði ekki orðið við því fyrr en fyrirmælin voru ítrekuð þrisvar. En í gær við- urkenndi Skyguide að það væri rétt sem þýsk yfirvöld segðu, að rússneska flugvélin hefði aðeins fengið fyrirmælin 50 sekúndum áð- ur en árekstur varð. Talsmaður Skyguide sagðist samt telja að fyrirmælin hefðu verið gefin nógu tímanlega. Sepp Moser, flugmálasérfræð- ingur í Sviss, sagði að ekki léki vafi á að rússnesku flugmennirnir hefðu brugðist seint við, „en þeir brugðust seint við aðvörun sem kom seint. Það er kjarni málsins“. AP Sérfræðingar vinna að rannsóknum á braki rússnesku Tupolev-flugvélarinnar í gær. Aðvörunin barst of seint Genf. AP.  Báðar voru/20 ABDULLAH Abdullah, utanríkis- ráðherra Afganistans, fordæmdi í gær árás bandarískra herflugvéla á þorp í suðurhluta Afganistans á sunnudag og sagði hann enga leið að afsaka eða réttlæta þennan verknað. Hann sagði að Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefði kallað fulltrúa Bandaríkjanna á sinn fund og greint þeim frá því að afgönsk stjórnvöld litu atvikið afar alvarlegum augum. Abdullah sagði að fjögur þorp í ná- grenni Kakrakai í Uruzgan-héraði hefðu orðið fyrir árásum Banda- ríkjahers. Fjörutíu hefðu látist – þar af 25 úr sömu fjölskyldunni – og hundrað til viðbótar særst, m.a. fólk sem hafði verið í brúðkaupi í Kak- rakai. „Grípa verður til róttækra ráðstafana til að koma í veg fyrir frekari atvik sem þetta,“ sagði Ab- dullah. Afganskir embættismenn sögðu á mánudag að gestir í brúðkaupinu hefðu hleypt af byssum upp í loftið, eins og venja er þegar efnt er til mannfagnaðar á þessum slóðum, og að Bandaríkjamenn hefðu misskilið þetta og varpað sprengjum á þorpið. Peter Pace, varaformaður banda- ríska herráðsins, útilokaði hins veg- ar þann möguleika í gær, að um sprengjuárás hefði verið að ræða. Sagði hann að eins tonns sprengja, sem Bandaríkjamenn höfðu viður- kennt að hefði misst marks í aðgerð- um á þessum slóðum á sunnudag, hefði sést lenda í óbyggðum. Pace sagði á hinn bóginn ekki úti- lokað að flugmenn flughersins hefðu skotið úr byssum sínum vegna þess að þeir hefðu talið, að verið væri að reyna að skjóta þá niður. Áður höfðu embættismenn fullyrt að skotið hefði verið á bandaríska könnunarflugvél með loftvarnarbyssum. Bandarískir og afganskir embætt- ismenn komu til Uruzgan í gær- kvöldi en þeim er ætlað að komast til botns í þessu máli, sem þykir hafa valdið Karzai forseta miklum ama. Hann hefur fram að þessu lagt bless- un sína yfir áframhaldandi hernað- araðgerðir Bandaríkjanna í Afgan- istan, sem miða að því að uppræta al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, þrátt fyrir að gætt hafi óánægju í röðum Afgana með þá stefnu. Afganar fordæma árás Bandaríkjamanna Kabúl, Washington. AFP, AP. BRESKA stjórnin hefur lagt til atlögu gegn foreldrum sem beita kennara ofbeldi og verður engin miskunn sýnd í þeim efn- um. Alls kvörtuðu 125 kennarar undan ofbeldi í skólanum í fyrra og voru foreldrar að verki í fimm af hundraði tilfellanna, að sögn talsmanns kennara- sambandsins breska. Stephen Twigg aðstoðar- menntamálaráðherra sagði að foreldrar sem hótuðu starfs- mönnum skóla gætu orðið að greiða 5.000 pund, um 700 þús- und krónur, í sekt eða fengið sex mánaða fangelsi. „Við mun- um styðja eindregið skólastjóra sem grípa til róttækra ráða í viðureign við foreldra sem ógna öryggi starfsliðsins,“ sagði Twigg og skýrði frá því að skólastjórar myndu senn fá í hendur reglur um meðferð slíkra mála. Hann sagði að flestir foreldrar hegðuðu sér vel en lítill minnihluti þeirra gæti grafið undan öllu því verki sem unnið væri í skólunum. Margir kennarar sögðu frá því á ráðstefnu í vor að foreldr- ar hefðu ráðist á þá með óbóta- skömmum og jafnvel látið hendur skipta. Að sögn BBC bætti Twigg því við að í und- antekningatilvikum, þar sem önnur ráð hefðu reynst gagns- laus, gæti farið svo að afkvæm- um ofbeldisfullra foreldra yrði vísað úr skóla. Agaleysi í skól- um hefur árum saman verið mikið vandamál í Bretlandi og kennarar hafa krafist úrbóta. Foreldrar í skamm- arkrókinn London. AP. ÞVÍ fer fjarri að sigur sé að vinnast í baráttunni við alnæmi, en meira en tuttugu milljónir manns hafa lát- ist af völdum sjúkdómsins á þeim tuttugu árum sem liðin eru síðan hann gerði fyrst vart við sig. Þvert á móti er útbreiðsla alnæmis skammt á veg komin og Alnæm- isstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNAIDS) spáir því að 68 milljónir manns muni látast af völdum sjúk- dómsins á árunum fram til 2020, verði ekki lögð mun meiri áhersla á að bæta umönnum og þróa fyrir- byggjandi aðgerðir. „Alnæmisfaraldurinn er enn á sínum upphafsstigum. Það vitum við að á við um Asíu og Sovétríkin fyrrverandi,“ segir Peter Piot, framkvæmdastjóri UNAIDS, en á sunnudag hefst ráðstefna um al- næmi í Barcelona á Spáni. „Því til viðbótar eru hins vegar engin merki um að útbreiðsla alnæmis sé í rénun í þeim löndum, sem hvað verst hafa orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum, þ.e. í suðurhluta Afríku.“ Kemur fram í nýrri skýrslu UN- AIDS að í lok síðasta árs hafi einn af hverjum þremur fullorðnum íbú- um Zimbabwe verið HIV-jákvæður, þ.e. verið greindur með veiruna sem veldur alnæmi. Hér er um verulega aukningu að ræða en í lok árs 1997 var einn af hverjum fjórum íbúum landsins HIV-jákvæður. Slær þetta á vonir manna um að draga myndi úr útbreiðslu vágests- ins í þeim löndum, sem hvað verst hafa orðið úti. Útbreiðsla alnæmis enn á upp- hafsstigum París. AFP. BRASILÍUMENN fögnuðu nýjum heimsmeisturum í knattspyrnu innilega í gær er þeir sneru heim úr frægðarför til Suður-Kóreu og Japans. Hér eru nokkrir aðdá- endur á flugvellinum í höf- uðstaðnum Brasilíu með hinum unga Ronaldinho sem var einn af lykilmönnum liðsins. Fernando Henrique Cardoso forseti ákvað að þriðjudagurinn skyldi vera opinber hátíðisdagur og máttu fyrirtæki og skólar ráða því hvort dyrunum yrði lok- að til að starfsfólk gæti tekið þátt í fögnuðinum. Fyrir keppnina voru væntingar litlar þrátt fyrir forna frægð þjóðarinnar á þessu sviði en liðinu tókst með naum- indum að vinna sér rétt til þátt- töku í lokakeppninni. AP Þjóðhetjum fagnað ÆVINTÝRAMAÐURINN Steve Fossett er kominn á spjöld sög- unnar en honum tókst í gær að verða fyrsti maðurinn til að fljúga einn umhverfis jörðina á loftbelg. Fossett, sem er 58 ára milljóna- mæringur frá Chicago, lagði af stað í flugið þann 19. júní en þetta var sjötta tilraun hans. „Þetta er stórkostleg stund fyr- ir mig,“ sagði Fossett í viðtali sem tekið var í gegnum gervihnatta- síma. Var gert ráð fyrir að hann lenti belg sínum síðar í gær í suð- urhluta Ástralíu. Ferðalag hans gekk vel að þessu sinni. Fossett er þekktur ævintýra- maður, hefur synt Ermarsundið og tekið þátt í Le Mans-kapp- akstrinum, svo dæmi séu tekin. Fossett náði settu marki Kalgoorlie. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.