Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.2002, Blaðsíða 1
165. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 17. JÚLÍ 2002 PALESTÍNUMENN, dulbúnir sem ísraelskir hermenn, urðu sjö Ísraelum að bana og særðu að minnsta kosti nítján í árás á rútu nálægt Emmanuel, byggð gyðinga á norðurhluta Vesturbakkans, í gær. Embættismenn í Ísrael sögðu að sprengjur hefðu sprungið undir rút- unni og árásarmennirnir hefðu síð- an hafið skothríð á farþega hennar þegar þeir reyndu að flýja og fólk í öðrum bifreiðum. Árásarmennirnir flúðu af staðn- um og herþyrlur veittu þeim eft- irför. Að sögn ísraelskra fjölmiðla og björgunarmanna voru mennirnir þrír og í hermannabúningum. Fyrsta mannfallið meðal Ísraela í tæpan mánuð Heimildarmenn á sjúkrahúsi í grennd við árásarstaðinn sögðu að nítján hefðu særst, þar af átta al- varlega. Á meðal þeirra sem létu lífið í árásinni voru tveggja ára barn, tvær tólf ára stúlkur og van- fær kona. Tíu Ísraelar biðu bana í samskonar árás á sama stað í des- ember. Er þetta í fyrsta sinn í tæpan mánuð sem Ísraelar bíða bana í árás Palestínumanna. Talsmaður Ísraelsstjórnar sagði að blóðsúthellingarnar í gær sýndu að ekkert væri að marka loforð Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu- manna, um að koma á umbótum og binda enda á hryðjuverkin. „Mikið hefur verið talað um breytingar og umbætur, kosningar og lýðræði. Þetta tal er einskis virði.“ Þrjár palestínskar hreyfingar lýstu árásinni á hendur sér; Hamas, Lýðræðisfylkingin fyrir frelsun Pal- estínu (DFLP) og Al-Aqsa-her- sveitirnar sem tengjast Fatah- hreyfingu Arafats. Palestínska heimastjórnin for- dæmdi allar árásir á saklausa borg- ara án þess að minnast sérstaklega á árásina í gær. Heimastjórnin hef- ur sjaldan fordæmt árásir á land- nemabyggðir gyðinga á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu og segir að Palestínumenn hafi rétt til að berjast gegn þeim. Árásin var gerð nokkrum klukkustundum áður en fulltrúar Bandaríkjanna, Evr- ópusambandsins, Rússlands og Sameinuðu þjóðanna hófu viðræður í New York um leiðir til að binda enda á átök Ísraela og Palestínu- manna. Fulltrúar SÞ, ESB og Rússlands studdu þá tillögu George W. Bush Bandaríkjaforseta að stofnað yrði palestínskt ríki innan þriggja ára en gagnrýndu þá ákvörðun hans að ræða ekki framar við Arafat. Sjö Ísraelar bíða bana í sprengju- og skotárás Emmanuel. AFP, AP. SEX ára afganskur drengur hreinsar gulrætur í menguðu ár- vatni í grennd við Kabúl. Afg- önsk börn fá eina eða tvær gul- rætur á dag í laun fyrir að hreinsa grænmeti. Um 6.000 manns hafa verið lögð inn á sjúkrahús í afgönsku höfuðborginni síðustu þrjár vikur vegna kóleru og annarra sjúk- dóma sem breiðast út með saur- menguðu vatni. AP Unnið fyrir gulrótinni LEIÐTOGAR stjórnarflokkanna þriggja í Tyrklandi ákváðu í gær að boða til þingkosninga 3. nóvember eftir að samsteypustjórn Bulents Ecevits forsætisráðherra missti meirihluta sinn á þinginu. Sex þingmenn sögðu sig í gær úr flokki Ecevits, Lýðræðislega vinstri- flokknum, og alls hafa 59 þingmenn sagt skilið við hann frá því á mánudag eftir að forsætisráðherrann neitaði að segja af sér vegna heilsubrests. Stjórnarflokkarnir eru nú aðeins með helming þingsætanna 550. Ece- vit hafði sagt að hann myndi segja af sér ef stjórnin missti þingmeirihlut- ann. Forsætisráðherrann er 77 ára gamall og hefur verið svo heilsutæpur síðustu tvo mánuði að hann hefur lítið getað komið fram opinberlega. Hafði hafnað kosningum Halda átti næstu þingkosningar í apríl 2004 en Ecevit féllst á að flýta þeim á fundi leiðtoga stjórnarflokk- anna í gær. Áður hafði forsætisráð- herrann hafnað kosningum í ár og sagt að þær myndu seinka umbótum, sem taldar eru nauðsynlegar til að blása lífi í efnahaginn, og viðræðum við Evrópusambandið um hugsanlega aðild Tyrklands að sambandinu. Samkvæmt stjórnarskránni þarf stjórnin ekki að víkja en sú venja hef- ur komist á að tyrkneskar ríkisstjórn- ir segi af sér eða boði til kosninga missi þær þingmeirihluta. Ecevit fellst á kosningar Ankara. AFP, AP. Stjórn Tyrklands missir þingmeirihluta ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem hann biðst í fyrsta sinn afsökunar á dráp- um á hundruðum óbreyttra borgara síðustu 30 árin. Leiðtogar IRA viðurkenndu einn- ig „sorg og þjáningu“ fjölskyldna lögreglumanna, hermanna og félaga í vopnuðum hreyfingum mótmæl- enda sem féllu í árásum IRA á Norð- ur-Írlandi. Írski lýðveldisherinn gaf út yfir- lýsinguna í tilefni af því að á sunnu- daginn kemur verða 30 ár liðin frá „föstudeginum blóðuga“ þegar níu manns biðu bana og fjölmargir særð- ust í sprengjutilræðum í miðborg Belfast. IRA bað fjölskyldur þeirra, sem biðu bana í þessum tilræðum og öðrum árásum, „innilega afsökunar“. „Þótt við hefðum ekki ætlað að særa eða drepa óbreytta borgara er reyndin sú að mannfall meðal þeirra var afleiðing aðgerða okkar.“ Talið er að 1.800 manns, þar af 650 óbreyttir borgarar, hafi fallið í árás- um IRA. Breska stjórnin fagnaði afsökun- arbeiðninni en lagði áherslu á að Írski lýðveldisherinn yrði að virða öll ákvæði friðarsamningsins á Norður- Írlandi frá 1998. IRA biðst í fyrsta sinn afsökunar á drápunum Belfast. AFP. FIMM manns fórust þegar þyrla hrapaði í Norðursjó undan strönd Norfolk-sýslu á Austur-Englandi í gærkvöldi. Sex annarra var saknað. Í þyrlunni voru starfsmenn ol- íuborpalls í Norðursjó. Hún var af gerðinni Super Puma og á leiðinni frá Norwich til borpallsins. Hún hrapaði 25 sjómílur frá bænum Great Yarmouth í Norfolk. Herþyrla og sjö skip leituðu í gær að þeim sem saknað var. Veð- ur var gott á þessum slóðum og talið var að mennirnir væru í flot- búningum. Ekki var vitað hvað olli slysinu. „Skyggnið var gott og lítill vindur. Ekkert bendir til þess að önnur flugvél hafi verið á svæðinu þegar slysið varð,“ sagði talsmaður breska flughersins. Mannskætt þyrlu- slys í Norðursjó London. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.