Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 37 , Eignin hefur verið mikið endurnýjuð og er í góðu ásigkomulagi, frábært útsýni og stór lóð. Íbúð á neðri hæð, sem er með sérinngangi, hefur verið í útleigu og gefur góðar leigutekjur. Gulla og Davíð verða með opið hús sunnudaginn 21. júlí milli kl. 14.00 og 17.00 og bjóða ykkur að koma og skoða eignina. Góð lán fylgja eigninni og getur hún losnað fljótlega. Einbýlishús með viðbyggðum bíl- skúr, mjög skemmtilega staðsett í bænum, rétt neðan við Sjúkrahúsið, með góðum sólpalli og fallegu útsýni yfir fjörðinn. Rósa verður með opið hús sunnudaginn 21. júlí milli kl. 14.00 og 17.00 og býður ykkur að koma og skoða eignina. Kaffi á könnunni. Fallegt 175 fm einbýlishús með bílskúr í grónu og friðsælu hverfi. Einstaklega vandað hús í alla staði. Góður og skjólgóður garður, 4 svefn- herbergi, eldhús og rúmgóð stofa. Íbúð með sérinngangi er í kjallara. Einstök eign í „gamla hverfinu“ inn á hæð. Hagstæð lán hvíla á eigninni sem er hægt að yfirtaka. Möguleiki er á skiptum á eign á Stór-Reykjavíkursvæðinu og er eigandinn opinn fyrir öllum möguleikum þar að lútandi. Tilboð óskast. Opið hús sunnudaginn 21. júlí milli kl. 14.00 og 17.00 og eru áhugasamir velkomnir að koma á þeim tíma og skoða eignina. Kaffi á könnunni. Snoturt timurhús á einkalóð með fallegu útsýni í rólegu umhverfi. Húsið er 157 fm með innbyggðum bílskúr sem er innangengt í. Góður grunnskóli og nóg pláss fyrir börnin í Leikskólanum í Fellabæ. Verð ca 11,5 millj. Áhvílandi 7,5 í lánum frá Íbúðalánasjóði sem hægt er að yfirtaka. 260 fm einbýlishús á tveim hæðum, með innbyggðum bílskúr og lítilli íbúð með sérinngangi á jarðhæð. Húsið er í alla staði í mjög góðu ástandi og allar innréttingar smekklegar. Garður með góðum sólpalli og fallegu útsýni. Hagstæð lán hvíla á eigninni sem er hægt að yfirtaka, möguleiki er á skiptum á eign á Stór-Akureyrarsvæðinu og er eigandinn opinn fyrir öllum möguleikum þar að lútandi. Einnig iðnaðarhúsnæði með miklum möguleikum fyrir alls konar starfsemi. Tilboð óskast. Fasteignasalan Hóll á Egilsstöðum býður þér og þínum í opið hús á sunnudaginn á eftirtöldum stöðum: Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is - www.holl.is Ólafía Herborg Jóhannsdóttir Tjarnarbraut 19, 700 Egilsstaðir Sími: 471 1600 Gsm: 863 1345 Fax: 471 2178 Tölvupóstur: cats@simnet.is Árskógar 9, 700 Egilsstöðum Breiðablik 7, 740 Neskaupstað Hjarðarhlíð 4, 700 Egilsstöðum Ullartangi 5, 701 Fellabæ. Kolbeinsgata 60, 690 Vopnafirði Nú er lag að fjárfesta í húsnæði á Austurlandi Bjartir tímar framundan! Nánari upplýsingar hjá umboðsskrifstofu Egilsstöðum Ótal fleiri eignir eru á skrá hjá umboðinu JÓN Baldvin Hanni- balsson er kominn í ár- lega sumarferð til Ís- lands og fékk sína hefðbundnu spurningu „Ert þú á leiðinni aftur í pólitík?“ Óvenjulegt er að fyrrverandi stjórnmálamenn séu þráspurðir um slíkt, enda hætta menn yf- irleitt ekki í pólitík fyrr en þeir eru rúnir pólitískum hugmynd- um, eða stuðningi, nema hvort tveggja sé. Því „stjórnmál eru banvænn sjúkdómur,“ sagði ágætur maður. Hvað sem segja má um Jón Bald- vin verður honum ekki brugðið um skort á hugmyndum eða hugsjónum og vitsmunalegan heiðarleika í því sambandi og augljóst er að hann hefur enn kraft og pólitískan áhuga. Og hann er spurður vegna þess, að margir sakna gagnrýnnar hugsun- ar hans, eldmóðs og heilbrigðra hugmynda um frjálslynda jafnaðar- stefnu. Samfylkingin, sem Alþýðu- flokkurinn stofnaði ásamt öðrum, er að slíta barnsskónum og hefur enn ekki tekist að skapa sér skýra hugmyndalega sérstöðu í íslenskum stjórnmálum. Það er heldur ekki létt verk, innan hennar eru ólík öfl, td. þingflokkur sem kemur úr fjór- um um margt ólíkum stjórnmála- flokkum. Áhuginn á Jóni Baldvin skýrist því einnig að nokkru af eðli- legum barnasjúkdómum Samfylk- ingarinnar. Við bætist að sósíal- demókratískir flokkar um allan heim eru að endurnýja hugmynda- grunn sinn, hugmynda-„sögunni er ekki lokið“ þótt sumir telji að svo sé. Samfylkingin – valkostur við Sjálfstæðisflokkinn Upphaflega viðfangsefnið, sem vinstri menn ætluðu að sameinast um, var að búa hér til stóran frjáls- lyndan sósíaldemókratískan flokk að evrópskri fyrirmynd. Flokk sem sameinar félagslegt réttlæti og efnahagslega hagkvæmni, með manninn, þroska hans og almenna velferð eina að leiðarljósi. Og ekki síst flokk sem almenningur treystir til að fara með stjórn landsins. Samfylkingin skyldi verða val- kostur við Sjálfstæðisflokkinn og ná þeirri stærð að geta sett mark sitt á íslenskt samfélag. Til þess þurfum við flokk sem hefur trú- verðugar hugmyndir um það sam- félag sem við viljum skapa, hvernig einstaklinga við viljum ala upp; hver sé mannúðarstefna nýrrar ald- ar, nýrra kynslóða. Flokk sem hef- ur framsæknari hugmyndir um mennta-, heilbrigðis- og velferðar- mál en þær einar, að þar vanti ann- að hvort meira fé eða frekari einka- væðingu. Flokk sem áttar sig á valdi sérhagsmunahópa, þorir að afhjúpa það og tefla fram hagsmun- um almennings gegn því. Flokk sem hefur ígrundaða stefnu hvað varðar samþjöppun valda og eigna í atvinnulífi og getur komið með trú- verðugan valkost við þá einokunar- og fákeppnistefnu sem í dag þreng- ir að íslenskum neytendum. Flokk sem hefur klárar hug- myndir um hlutverk ríkisins í þróun at- vinnulífs, en hrekst ekki undan söng tím- ans um að markaður- inn leysi þar öll mál. Flokk sem þorir að tala opinskátt um dýr- ustu landbúnaðar- stefnu heims og leitar samninga við bændur um kerfisbreytingar, þar sem á endanum al- menn lögmál um frjálst framtak og samkeppni verði látin gilda. Flokk sem lætur rannsaka þróun, or- sakir og afleiðingar stéttaskipting- ar í landinu, með það að markmiði að jafna aðstöðu og tækifæri fólks. Flokk sem leitar nýrra leiða til að útvíkka það fulltrúalýðræði sem við búum við, auka gagnsæi þess og þátt almennings í ákvarðanatöku. Flokk sem hefur burði til að ná ís- lenskri stjórnmálaumræðu upp úr því andlýðræðislega og lágkúrulega fari útúrsnúninga, hótfyndni og oft ruddaskapar, sem hún einkennist um of af. Flokk sem ekki fer í manngrein- ingarálit við sölu ríkiseigna. Flokk sem útrýmir flokkspólitískum ráðn- ingum hjá ríkinu. Flokk sem hefur t.d. þor til að afhjúpa og snúa við pólitískum mannaráðningum á Rík- isútvarpinu, einni mikilvægustu menningar- og fræðslustofnun landsins, eða hverjum dytti í hug að láta stjórnmálaskoðanir og -tengsl ráða við val á yfirmönnum Þjóðleik- hússins? Við þurfum að taka inní okkar stefnu nýjar rannsóknir á áhrifum félagsauðs þjóða (social capital) á heilsufar, menntun, vellíðan fólks, lýðræði og stéttaskiptingu. Stríðið um gjafakvótann, við útgerðarmenn og pólitíska fulltrúa þeirra á Al- þingi, tapaðist í sýndarmennsku- lausn núverandi valdhafa. En e.t.v. má leita leiða til þess að þjóðin nái aftur yfirráðum yfir þessari eign sinni og aðrir en útvaldir sægreifar og fjársterkir aðilar eigi þess kost að stunda hér fiskveiðar. Þetta eru ærin verkefni, en grunnhugsunin er alls staðar sú sama; að jöfn tækifæri, velferð og þroski einstaklinga haldist í hendur við efnahagslega hagkvæmni. Mörg þeirra krefjast töluverðrar upplýs- ingaöflunar um leiðir sem aðrar þjóðir hafa farið og rannsókna, s.s. á stöðu mála hér og mati á mögu- legum aðferðum. Traust í stjórnmálum – næsta ríkisstjórn En hugmyndavinna er eitt og framkvæmd þeirra annað. Traust er þar lykilatriði. Þú treystir ekki hugmyndum fólks ef þú treystir því ekki sjálfu. Þú færir fólki ekki póli- tísk völd ef þú treystir því ekki til að fara með þau. Traust og traust- vekjandi orðspor til orða og athafna er byggt upp á löngum tíma, en því er hægt að rústa á stuttum tíma, það er eins í stjórnmálum og í einkalífi. Margir frambjóðendur Samfylkingarinnar í kosningunum sl. vor hafa byggt upp og njóta slíks trausts kjósenda. Þeir unnu víða góða sigra, þótt þeir leiddu ekki alls staðar til meirihlutasamstarfs. Sveitastjórnarkosningarnar styrktu mjög innviði Samfylkingar- innar og sýndu að hugmyndin um sameinaðan breiðan vinstri flokk á mikinn hljómgrunn meðal lands- manna. En þær sýndu líka að miklu veldur, hver á heldur. Skoðanakannanir benda til þess að Samfylkingin muni ekki ná þeim árangri að geta átt frumkvæði við myndun næstu ríkisstjórnar, nema eitthvað verulegt breytist og stór kosningasigur vinnist. Ef Sjálf- stæðisflokkurinn getur einn mynd- að tveggja flokka stjórn mun hann gera það með Framsókn eða Vinstri grænum. Ingibjörg Sólrún Það er ekki bara Jón Baldvin sem er ítrekað spurður um sinn hlut í ís- lenskum stjórnmálum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er einnig spurð um það hvort og hvenær hún muni færa sig yfir í landsmálin. Formað- ur Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur fyrir löngu lýst þeirri skoðun opinberlega að hún eigi að leiða lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Margir, þar á meðal höfundur þess- arar greinar, eru honum sammála og binda miklar vonir við hlut Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur í landsmálum. Öflugir og trúverðugir leiðtogar eru ekki á hverju strái og við þurfum að hugsa stórt og tefla fram okkar besta fólki á öllum víg- stöðvum, ef við viljum hafa áhrif. Samfylkingin var stofnuð til þess. Þessu; hugmyndum og þeim er bera þær fram, og ekki síst hvað stuðlar að aðild okkar að næstu rík- isstjórn, ætti Samfylkingarfólk að velta fyrir sér í sumar. Ingibjörg Sólrún og verkefni Samfylkingarinnar Margrét S. Björnsdóttir Stjórnmál Margir binda miklar vonir, segir Margrét S. Björnsdóttir, við hlut Ingibjargar Sólrúnar í landsmálum. Höfundur er félagi í Samfylking- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.