Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 1
170. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 23. JÚLÍ 2002 ÞJÓÐVELDISFLOKKURINN í Færeyjum styður sem fyrr ríkis- stjórnarsamstarfið þótt Tórbjørn Jacobsen, einn af þingmönnum flokksins, hafi í liðinni viku gagnrýnt harkalega Anfinn Kallsberg, lög- mann (þ.e. forsætisráðherra) og leið- toga Þjóðarflokksins, og sagt að hann væri óheiðarlegur í fjármálum. Vitnar þá Jacobsen til gamalla ásak- ana um að Kallsberg hafi á sínum tíma gerst sekur um misferli er hann vann hjá einkafyrirtæki. Svo getur farið að borin verði upp tillaga í Lög- þinginu um vantraust á Kallsberg. Er Kallsberg, sem er endurskoð- andi að mennt, var bókari hjá fyr- irtæki í Færeyjum árin 1977–1981 átti hann í viðskiptum sem sumum fannst vafasöm. Sátt náðist samt um málið milli fyrirtækisins og Kalls- bergs. Flokkur lögmannsins, Þjóðar- flokkurinn, sendi um helgina Þjóð- veldisflokknum bréf þar sem hann var spurður hvort þingmenn hans stæðu enn á bak við stjórnarsáttmál- ann sem nýlega var undirritaður, einnig var flokkurinn beðinn að út- skýra nánar hvað lægi að baki ásök- unum Jacobsens. Í svari Þjóðveld- ismanna í gær segir að Jacobsen verði að standa sjálfur fyrir máli sínu en ekki er beinlínis vísað á bug um- mælum hans um lögmanninn. Kalls- berg sagði í gær að Þjóðarflokks- menn myndu hittast á morgun, miðvikudag, og taka afstöðu til svars Þjóðveldisflokksins. Ásakanir í lesendabréfum Ásakanir Jacobsens komu fram í tilfinningaþrungnum lesendabréfum til dagblaða. „Fortíð Anfinns Kalls- bergs er svo slæm að hann gæti varla veitt forystu ríkisstjórn í nokkru öðru landi í heiminum,“ sagði Jacobsen. Alfred Olsen, varaformaður Sam- bandsflokksins, sem er í stjórnar- andstöðu, sagði að til greina kæmi að lögð yrði fram vantrauststillaga. „Það getur gerst ef lögmanninum tekst ekki að hreinsa sig af þessum alvarlegu ásökunum en það held ég að hann geti.“ Van- traust á Kalls- berg? Þórshöfn. Morgunblaðið. AÐ minnsta kosti tólf Palestínu- menn féllu, þ.á m. tvö börn, þegar ísraelsk herþota skaut eldflaug á Gazaborg í gærkvöldi. Hátt í hundr- að manns særðust í árásinni, að því er haft var eftir hjúkrunarfólki. Ísr- aelar sögðu árásinni hafa verið beint að vopnasmiðju Hamas-samtak- anna. Að sögn sjónarvotta eyðilögðust eða skemmdust fimm hús og ein skemma. Talið var að enn kynnu einhverjir að vera grafnir í rústun- um. Talsmaður Hamas hét því að árásarinnar yrði grimmilega hefnt. „Orrustan er hafin.“ Yasser Abed Rabbo, upplýsinga- málaráðherra í heimastjórn Palest- ínumanna, sagði árásina stríðsglæp er „miðaði að því að spilla stöðug- leika á svæðinu“. Væru Bandaríkja- menn meðsekir Ísraelum. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem Ísraelsher gerir árás á Gazasvæðið og hafa árásirnar að sögn hersins beinst að járnsmiðjum þar sem Ísraelar segja að Palest- ínumenn búi til sprengjukúlur og eldflaugar. Palestínumenn skjóta sprengjukúlum svo að segja daglega á ísraelskar landnemabyggðir á Gazasvæðinu. Tólf falla í sprengju- árás Ísraela á Gaza Gazaborg, Ramallah. AP, AFP. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum ákváðu í gær að hætta við að veita Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) 34 milljóna dollara framlag, um 2,9 milljarða króna, og báru því við að stofn- unin fjármagnaði áætlanir í Kína þar sem konur væru þvingaðar til ófrjósemisaðgerða og fóstureyð- inga. Talsmenn stofnunarinnar hörmuðu ákvörðunina og Kínverj- ar fordæmdu hana, sögðu stjórn George W. Bush forseta hafa látið innanlandspólitík stýra gerðum sínum. Margir bandarískir íhalds- menn leggja áherslu á að Banda- ríkin styðji ekki fóstureyðingar með fé. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti vonbrigðum sínum með ákvörðun Bandaríkjamanna og hrósaði UNFPA. „Hún gefur kon- um um allan heim góð ráð um heilsufar í tengslum við barnsfæð- ingar og vinnur gott starf um all- an heim, þar á meðal í Kína,“ sagði Annan. Hætta að styðja mannfjöldastofnun Washington. AP, AFP. REYNT verður að halda bandaríska fjarskiptarisanum WorldCom gang- andi þrátt fyrir að fyrirtækið hafi farið fram á greiðslustöðvun um sl. helgi, að því er aðalframkvæmda- stjóri fyrirtækisins, John Sidgmore, sagði á fréttamannafundi í gær. Gjaldþrot WorldCom er það stærsta sem um getur í sögu Bandaríkjanna. Kvaðst Sidgmore reikna með að fyr- irtækið nyti greiðslustöðvunar að minnsta kosti fram á fyrsta fjórðung næsta árs. Fregnirnar af greiðslustöðvunar- beiðni WorldCom ollu mikilli lækkun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Féll FTSE-vísitalan í London um tæp fimm prósent og hefur þá lækk- að um 26% á rétt rúmum tveimur mánuðum. Meiri lækkun varð í París og Frankfurt. Á Wall Street fór Dow Jones niður fyrir 8.000 stig í fyrsta sinn síðan í október 1998, og við lok- un nam lækkunin í gær 237 stigum, eða þremur prósentum. Nasdaq lækkaði um tæp þrjú prósent. „Við teljum svartsýni ekki hafa verið meiri í 40 ár,“ sagði Alfred Goldman hjá bandaríska ráðgjafar- fyrirtækinu A.G. Edwards. Rekstri haldið áfram WorldCom lagði fram greiðslu- stöðvunarbeiðni síðdegis á sunnu- daginn, en reglum samkvæmt getur það haldið áfram rekstri á meðan reynt er að finna leiðir til að greiða skuldir þess. Gjaldþrot WorldCom er tvisvar sinnum stærra en gjald- þrot Enron í desember. Í greiðslu- stöðvunarbeiðninni telur WorldCom upp eignir upp á 107 milljarða doll- ara, og skuldir upp á 41 milljarð. Til samanburðar taldi Enron upp eignir upp á 63,4 milljarða er það fór fram á greiðslustöðvun. Í lok júní viðurkenndi WorldCom að hafa vantalið útgjöld um 3,8 millj- arða dollara, en hefði fyrirtækið fært rétt til bókar hefði það orðið að við- urkenna taprekstur á síðasta ári og fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hluta- bréf í fyrirtækinu, sem voru metin á rúmlega 60 dollara hvert þegar fjár- festingar í hátæknifyrirtækjum voru hvað mestar 1999, eru nú verðlaus. Michael Baxter, lögfræðingur í Washington sem sérhæfir sig í gjald- þrotamálum, sagði líklegt að málið drægist á langinn. „Þetta verður sóðalegt. Þetta er ekki einfalt mál.“ WorldCom kom fram á sjónarsvið- ið 1997 með 37 milljarða dollara yf- irtöku á langlínusímafyrirtækinu MCI og varð fljótlega annálað fyrir einhvern glæsilegasta árangur sem náðist í efnahagsuppsveiflunni á tí- unda áratugnum. En halla tók undan fæti í lok apríl þegar aðalfram- kvæmdastjórinn sagði af sér og fyr- irtækið var að sligast undir gríðar- legum skuldum og stóð frammi fyrir opinberri rannsókn á fjárreiðum sín- um. Viðskiptaeftirlitsnefnd Banda- ríkjanna (SEC) birti fyrirtækinu ákæru fyrir bókhaldssvik 26. júní. Bush kveðst bjartsýnn George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagðist í gær viss um að allar grundvallarstoðir efnahagslífsins væru enn styrkar og spáði því að þau ráð sem þingið væri að grípa til myndu eyða allri óvissu á mörkuð- um. „Ég er bjartsýnn,“ sagði Bush. „Ég held að framtíðin sé björt.“ Aðspurður sagðist Bush ekki ótt- ast að gjaldþrot WoldCom myndi hafa áhrif á bandarískt efnahagslíf. „Ég held að markaðurinn hafi þegar gert ráð fyrir þessu,“ sagði Bush, og kvaðst hafa meiri áhyggjur af því að starfsfólk WorldCom myndi missa vinnuna. Gjaldþrot fjarskiptarisans WorldCom það stærsta í sögu Bandaríkjanna Mikil lækkun hlutabréfa í Evrópu og vestan hafs New York, London, Argonne. AFP, AP. Ráðgjafar segja svartsýni ekki hafa verið meiri í 40 ár AP Verðbréfamiðlari styður sig við símasúlu í Kauphöllinni í New York í gær. Fjárfestar voru í miklum vafa um hvort þeir ættu að kaupa eða selja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.