Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 173. tölublaš 
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ERLENT
22 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LENGI hefur verið gert ráð fyrir
því að Jiang Zemin, forseti Kína,
setjist í helgan stein í haust en
margt bendir nú til þess að hann
vilji gegna áfram formennsku í
kommúnistaflokknum og berjist
fyrir því á bak við tjöldin að halda
völdunum, að sögn heimildar-
manna í flokknum. Takist Jiang að
halda völdunum gæti það leitt til
valdabaráttu milli tveggja kyn-
slóða frammámanna í komm-
únistaflokknum.
Áður en kínverski leiðtoginn
Deng Xiaoping lést árið 1997 hafði
hann ákveðið að Jiang, sem er 76
ára, viki fyrir Hu Jintao varafor-
seta. Þótt lítið hafi borið á Hu, sem
er 59 ára, hefur hann lagt mikið
kapp á að koma bandamönnum
sínum í mikilvægar valdastöður á
síðustu þremur árum.
Samkvæmt áætlun Dengs um
valdaskiptin átti svokölluð þriðja
kynslóð kínverskra leiðtoga að
víkja fyrir fjórðu kynslóðinni, ekki
aðeins á efsta þrepi valdastigans
heldur í öllu forystuliði komm-
únistaflokksins. Gert hefur verið
ráð fyrir því að um helmingur sjö
manna fastanefndar stjórn-
málaráðs kommúnistaflokksins og
annarra hátt settra embættis-
manna í flokknum og hernum
dragi sig í hlé.
Hu og fleiri stjórnmálamenn af
fjórðu kynslóðinni áttu að taka við
í haust á 16. landsþingi komm-
únistaflokksins, samkomu um
2.000-3.000 frammámanna í 32 hér-
uðum Kína, stórborgum, hernum,
ráðuneytum og stærstu ríkisfyr-
irtækjum. Stjórn Kína hefur sagt
að undirbúningur flokksþingsins
gangi vel en ýmislegt bendir til
þess að því verði frestað þar til í
nóvember vegna valdatog-
streitunnar og fyrirhugaðra ferða-
laga æðstu embættismanna flokks-
ins, meðal annars Jiangs, Zhus
Rongjis forsætisráðherra og Lis
Pengs, forseta þingsins.
Stendur stuggur af 
yngri kynslóðinni
Stuðningsmenn Jiangs beita sér
nú fyrir því að hann haldi völd-
unum með óvenju mikilli áróð-
ursherferð, meðal annars greinum
í dagblöðum í Hong Kong. Jiang
nýtur einkum stuðnings meðal
leiðtoga héraðanna, hersins og
æðstu embættismanna í ráðuneyt-
unum, að sögn heimildarmanna í
flokknum, vegna þess að þeir eru
andvígir valdaskiptaáætlun Dengs
og hafa beyg af fjórðu kynslóðinni.
Þessir embættismenn hafa látið
í ljósi áhyggjur af auknum áhrifum
bandamanna Hus á síðustu þrem-
ur árum og þeir óttast að upp-
stokkunin verði til þess að þeir
missi þau völd og hlunnindi sem
þeir hafa tryggt sér á þrettán ára
valdatíma Jiangs, að sögn heimild-
armannanna.
Yngri og lægra settir embætt-
ismenn óttast hins vegar að haldi
Jiang völdunum leiði það til auk-
innar andstöðu við alræði komm-
únistaflokksins. Sérfræðingar í
kínverskum stjórnmálum segja að
verði Jiang áfram formaður
flokksins leiði það til flokkadrátta í
kommúnistaflokknum í fyrsta sinn
frá því á níunda áratug liðinnar
aldar þegar valdabarátta skapaði
skilyrði fyrir mótmælin í Peking
sem herinn kvað niður með
grimmilegum hætti 1989. Þeir
segja að öll helstu umrótaskeiðin í
Kína eftir byltinguna 1949, meðal
annars menningarbyltingin 1966-
69, hafi verið afleiðing klofnings
innan kommúnistaflokksins.
Kínversku heimildarmennirnir
leggja þó áherslu á að ekki sé
öruggt að Jiang haldi völdunum og
hann kunni að láta undan takist
honum að koma helstu banda-
mönnum sínum í stjórnmálaráð
flokksins. Almenningsálitið er
helsta vopn Hus í valdabaráttunni
því talið er að kínverskur almenn-
ingur álíti nú tímabært að stokka
upp í forystusveit komm-
únistaflokksins eftir 13 ára valda-
tíma Jiangs.
Nýrri kenningu 
Jiangs hampað
Áróðursherferð stuðnings-
manna Jiangs snýst um nýja
stjórnmálakenningu hans sem kín-
verskir fjölmiðlar hafa lýst sem
nýju haldreipi kommúnistaflokks-
ins. Jiang segir hana vera nýja
?valdastoð flokksins? og ?öflugt
hugmyndafræðilegt vopn til að
fullkomna og þróa frekar sósíalískt
kerfi landsins?.
Kenning Jiangs hefur verið túlk-
uð þannig að kommúnistaflokk-
urinn eigi að leggja megináherslu
á að leita eftir stuðningi miðstétt-
arinnar, eigenda fyrirtækja og
hvítflibba og hætta að reiða sig á
skriffinna, bændur og verkamenn.
Jiang hefur beitt sér fyrir því að
kenningin verði sett í stefnuskrá
flokksins til að tryggja sér áhrif til
æviloka. Málgögn kommúnista-
flokksins hafa birt fjölmargar
greinar þar sem boðskap forsetans
er jafnað við kenningar Maós Ze-
dongs og Dengs Xiaopings.
Gallinn er hins vegar sá að það
litla sem vitað er um kenningu Ji-
angs virðist aðeins vera samsafn af
slagorðum.
Leiðtogar kínverska kommún-
istaflokksins hafa hingað til valið
eftirmenn sína. Maó tilnefndi Hua
Guafeng, sem var við völd í tvö ár,
og Deng valdi Jiang ? en einnig
Hu. Jiang átti engan þátt í því að
Hu var skipaður varaforseti og
hefur aldrei treyst honum full-
komlega, að sögn heimildarmanna
í flokknum.
Leiðtogar kommúnistaflokksins
í kínversku héruðunum tóku að
hvetja til þess að Jiang héldi völd-
unum á fundum sem hófust í jan-
úar. Yfirmenn hersins tóku undir
þetta og sögðu að Jiang ætti einnig
að vera áfram formaður hermála-
nefndar flokksins.
Ennfremur hefur verið gert ráð
fyrir uppstokkun í yfirstjórn hers-
ins. ?Næstum allir hershöfðingj-
arnir vilja að Jiang haldi völd-
unum,? sagði heimildarmaður í
hernum. ?En allir helstu ofurst-
arnir og lægra settir herforingjar
vilja að hann fari.?
Fjölskyldan bendluð 
við spillingu
Zhu forsætisráðherra, sem er
þriðji valdamesti maður Kína, hef-
ur ekki gefið neinar vísbendingar
um afstöðu sína í málinu. Li Peng
þingforseti, annar valdamesti mað-
urinn, hefur hins vegar hlaðið lofi á
kínverska forsetann.
Heimildarmennirnir segja að Li,
sem er 74 ára, styðji Jiang vegna
þráláts orðróms um að eiginkona
þingforsetans og þrjú börn þeirra
hafi hagnast á samningum ríkisins
við orkufyrirtæki á níunda ára-
tugnum þegar hann var orku-
málaráðherra.
Jiang hefur einnig ástæðu til að
hafa áhyggjur af fjölskyldu sinni
fái Hu og stuðningsmenn hans
mikil völd, að sögn heimildar-
mannanna. Einn sona forsetans
var á meðal stórra hluthafa í fjar-
skiptafyrirtækjum sem var ívilnað
fyrr á árinu þegar stjórn Kína stóð
fyrir endurskipulagningu í fjar-
skiptamálum.
Jiang Zemin tregur
til að láta af embætti
Horfur á mikilli
valdabaráttu í
kínverska komm-
únistaflokknum
Jiang Zemin 
?
Birtar eru grein-
ar þar sem boðskap
forsetans er jafnað
við kenningar Maós
Zedongs og Dengs
Xiaopings.
?
Peking. The Washington Post.
ÞESS verður minnst í Argentínu í
dag, föstudag, að hálf öld er liðin
frá andláti Evu Peron, eiginkonu
einræðisherrans Juans Perons sem
síðar var steypt af stóli. Eva Peron
lést aðeins 33 ára að aldri úr
krabbameini, hún var óvenju fögur
og varð goðsögn þegar í lifanda
lífi, einkum naut hún mikillar hylli
alþýðufólks. Er eiginmaðurinn
bauð sig fram til forsetakjörs 1946
tókst Evu með málflutningi sínum
að höfða sterkt til fátæklinganna
sem hún nefndi descamisados, hina
skyrtulausu. Fátæklingar líta
margir svo á að ?Evita? hafi verið
dýrlingur en páfinn hefur kurt-
eislega vísað því á bug að veita
henni þá upphefð. 
En Eva Peron, sem sjálf var af
lágum stigum og óskilgetin, var
einnig hart gagnrýnd og sögð vera
ómerkilegur lýðskrumari sem
skeytti ekkert um efnahagsmál og
lofaði öllum gulli og grænum skóg-
um ef þeir bara kysu Peron. Enn
aðrir gengu lengra og sögðu að
hún væri einfaldlega spillt hóra.
Hún var um hríð leikkona en
náði litlum árangri á þeirri braut,
það var ekki fyrr en stjórn-
málamaðurinn og hershöfðinginn
Juan Peron gerði hana að eig-
inkonu sinni að framinn var
tryggður. Bandaríska dagblaðið
The New York Times sagði á sín-
um tíma í minningargrein um
hana að Eva Peron hefði verið
?metnaðarfull, kaldrifjuð, óþreyt-
andi, snjöll og afburða fögur? og
þessir eiginleikar hefðu átt þátt í
lyfta henni úr djúpi umkomuleys-
isins upp í hæðir frægðar, auðæfa
og valda á nokkrum árum. 
Á áttunda áratugnum gerðu
Andrew Lloyd Webber og Tim
Rice söngleikinn Evitu sem byggð-
ist að nokkru á ævi Evu Peron þótt
frjálslega væri farið með stað-
reyndir. Lögin urðu vinsæl um all-
an heim og 1996 var gerð kvik-
myndin Evita með Madonnu í
titilhlutverkinu. Myndin hlaut
þrenn Golden Globe-verðlaun, enn
jókst áhuginn á goðsögninni, hvar-
vetna heyrðist Evita syngja til
þjóðar sinnar og biðja hana um að
gráta sig ekki. Könnun sem gerð
var nýlega í Bandaríkjunum sýndi
að forsetafrúin fyrrverandi var
þekktasti Argentínumaðurinn í
Bandaríkjunum. 
Eva Peron vann aldrei hylli 
yfirstéttarmanna í Argentínu,
þeim fannst hún ekki einvörðungu
vera af lélegum ættum heldur
gagnrýndu þeir stíl hennar og
fannst hún oft ruddaleg og sýna
jafnt valdafíkn og fégræðgi. Al-
þekkt var hneigð hennar til að
bera dýra skartgripi. Fyrir fjórum
árum var seld á uppboði í London
brjóstnæla hennar, skreytt fána
Argentínu, demanti og safír. Nær
milljón dollarar, um 80 milljónir
króna, fengust fyrir næluna.
Svo mikil voru áhrif Evu Peron
eftir dauðann að þegar Peron var
steypt af stóli 1955 létu herfor-
ingjar ræna smurðu líkinu og fela
það á óþekktum stað á Ítalíu. Síðar
var líkið sent til Spánar þar sem
Peron bjó þá í útlegð og loks sent
aftur til Argentínu 1974 er Peron
komst aftur til valda. 
Hálf öld frá
dauða 
Evitu Peron
AP
Maria Eva Duarte de Peron, öðru nafni Evita, veifar til stuðningsmanna sinna í Buenos Aires árið 1951. 
Forsetafrúin í Argentínu er enn
goðsögn í landi sínu 
Buenos Aires. AFP:

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52