Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR

2 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ

Morgunblaðinu í dag fylgir

auglýsingablaðið ?Út í heim?

frá Flugleiðum. Blaðinu verður

dreift um allt land.

FYRIRTÆKIÐ Sjávarleður hf. á Sauðárkróki

sútar fiskroð úr laxi, hlýra og nílarkarfa, sem er

fluttur inn alla leið frá Afríku, og býr til leður sem

fremstu tískuhús heims hafa notað í hönnun sína.

Stærstu viðskiptavinir Sjávarleðurs síðustu 12

mánuði hafa verið tískuhúsin Christian Dior,

Prada og John Galliano, að sögn Friðriks Jóns-

sonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 

Hann segir að mikið hafi verið fjallað um fyr-

irtækið og framleiðslu þess í frönskum fjölmiðlum

að undanförnu. Farið verði með framleiðsluna á

sýningu í Frakklandi í september og mikils sé

vænst í framhaldinu af því. ?Ýmislegt bendir til

þess að markaðurinn muni vaxa og taka enn betur

við þessu efni en hann hefur gert. Fiskroð er í

tísku. Við náðum inn hjá Dior og Galliano, sem eru

virtustu tískufyrirtækin og segja mikið til um hvað

verður í tísku á næstunni. Hærra kemst maður

ekki og nú bíðum við eftir því að áhrifin fari að

dreifast til hliðanna. Þegar fyrirmyndirnar eru

farnar að viðurkenna þetta efni geta hin fyrirtæk-

in farið að nota það líka,? segir Friðrik. Undanfar-

in tvö ár hafi tískuheimurinn hneigst að náttúru-

legum efnum. ?Það er að ganga yfir bylgja þar

sem hönnuðir vilja fá meira af náttúrulegum efn-

um og við höfum svolítið flotið á þeirri bylgju,?

segir Friðrik.

Nílarkarfi fluttur inn frá Afríku

Leðrið er notað í töskur, skó og fatnað og segir

Friðrik að efnið hafi fengið góðar viðtökur. Sjáv-

arleður vinnur úr laxa-, hlýra- og nílarkarfaroði.

Nílarkarfinn lifir í Viktoríuvatni í Afríku og segir

Friðrik að um 15-17 tonn af frystu nílarkarfaroði

séu flutt inn á ári í framleiðsluna og það muni

hugsanlega aukast. Laxaroðið kemur frá Færeyj-

um. ?Það er einfaldlega roð sem hentar okkur vel,

við fáum ekki jafnstórt roð hér heima og við fáum

frá Færeyingum,? segir Friðrik.

Aðferðina við verkun roðanna þróuðu Skagfirð-

ingar sjálfir og hófst þróunarvinnan upp úr 1990.

Sjávarleður hf. var stofnað árið 1995 og hófst

framleiðslan ári síðar. ?Frá þeim tíma hefur verið

unnið markvisst að því að koma þessari vöru á

markað, það hefur verið einblínt á að koma okkur

inn á tískumarkaðina. Má segja að sú vinna hafi

byrjað að skila sér fyrir alvöru í fyrra, en þá tók

salan kipp.? 

Veltan í ár um 30 milljónir

Þetta er þriðja árið sem fyrirtækið tvöfaldar

veltuna og er stefnt að því að velta fyrirtækisins í

ár verði um og yfir 30 milljónir, að sögn Friðriks.

Nýsköpunarsjóður og sveitarfélagið Skagafjörður

eiga samanlagt um 90% hlut í Sjávarleðri hf. Frið-

rik og Eggert Jóhannsson feldskeri eiga um 10%.

Auk Friðriks starfa þrír í Sjávarleðri sem vinna

við framleiðsluna. Þá er Sigrún Úlfarsdóttir,

hönnuður í París, í hlutastarfi en hún er ráðgjafi

fyrirtækisins í markaðsmálum.

Hefur eftirspurn eftir leðri verið það mikil að í

vor var um tveggja mánaða afgreiðslufrestur, sem

Friðrik segir fullmikið. ?Við erum að huga að því

núna að stækka fyrirtækið og fjárfesta í nýjum

framleiðslutækjum.? Einnig komi til greina að

flytja í stærra hús og fjölga starfsmönnum.

Sjávarleður á Sauðarkróki áformar að stækka fyrirtækið á næstunni

Framleiðir skinn fyrir

stærstu tískuhús í heimi

Jakki frá tískuhúsinu La Perla úr nílarkarfa-

roði sem unnið var á Sauðárkróki. Friðrik

Jónsson, framkvæmdastjóri Sjávarleðurs,

segir að roðið sé sterkara en venjulegt leður

og mjög endingargott.

JÓN G. Tómasson, formaður stjórn-

ar Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-

grennis, segist vænta þess að stjórn

SPRON komi saman til fundar á

mánudag þar sem tillaga Sveins Val-

fells, stofnfjáreiganda í SPRON, um

vantraust á stjórn verður rædd.

Hann segist jafnframt reikna með

viðbrögðum frá stjórninni í kjölfarið.

Sveinn sendi stjórninni bréf á

föstudag þar sem hann óskaði eftir

að á fyrirhuguðum fundi stofnfjár-

eigenda 12. ágúst næstkomandi yrði

tekin fyrir tillaga um vantraust á

stjórn sjóðsins. Verði tillagan sam-

þykkt verður ný stjórn kjörin. 

Lýst yfir vantrausti fyrir að

neita að brjóta lög

Ástæðan er sögð sú, eins og Jón

bendir á að fram komi í bréfinu, að

stjórn SPRON hafi lýst því yfir að

hún myndi ekki samþykkja framsal

á stofnfé sem gert verður á grund-

velli samnings þessara fimmmenn-

inga og Búnaðarbankans frá 25.

júní. ?Þá segi ég með öðrum orðum

að það eigi að lýsa vantrausti á

stjórn Sparisjóðsins fyrir að neita að

brjóta lög vegna þess að í greinar-

gerð Fjármálaeftirlitsins kemur

skýrt fram að stjórninni er ekki

heimilt að samþykkja slík viðskipti.

Það eigi sem sagt að sparka mönn-

um út úr stjórn fyrir að neita að

brjóta lög eða lýsa því yfir að þeir

vilji fara að lögum,? segir Jón enn

fremur.

Hann segist vænta þess að stofn-

fjáreigendur í Sparisjóði Reykjavík-

ur neiti að taka þátt í slíkum leik.

Hann bendir á að í tillögunni komi

einnig fram að það eigi að kjósa nýja

menn í stjórn Sparisjóðsins sem fara

vilji að vilja stofnfjáreigenda. Hann

telur furðu sæta að Búnaðarbanki

Íslands skuli enn og ítrekað vilja

stuðla að því að víkja mönnum frá

sem vilja fara að lögum og fá til þess

aðra sem eru tilbúnir að sölsa undir

sig Sparisjóðinn fyrir bankann. ?Þá

vek ég enn og aftur athygli á að

þetta er banki í meirihlutaeigu rík-

isins,? bætir Jón við.

Vantrauststil-

lagan rædd í

stjórn SPRON

á mánudag

GAMLA varðskipið Þór, sem lengi

þjónaði Landhelgisgæslunni, hefur

heldur betur tekið stakkaskiptum.

Verið er að breyta skipinu en það

er á leið til Bretlands þar sem það

mun m.a. gegna hlutverki skemmti-

staðar. Skipið, sem um tíma hét Sæ-

björg og var notað af Björg-

unarskóla sjómanna, verður málað

í gylltum litum. Sem kunnugt er

eru varðskip Landhelgisgæslunnar

máluð í gráum lit.

Breytingar

gerðar á

gamla Þór

Morgunblaðið/Jim Smart

17 ÁRA ölvaður ökumaður var hand-

tekinn í Hnífsdal um fjögurleytið í

fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á

Ísafirði sinnti maðurinn ekki stöðv-

unarskyldu lögreglu og ók í burtu.

Lögreglan veitti honum eftirför og

ók utan í bíl mannsins til þess að

stöðva hann. Bíll ökumannsins er

talsvert skemmdur eftir atvikið.

Þá var rúmlega þrítugur maður

tekinn höndum fyrir innbrot í Ís-

borgina við höfnina á Ísafirði á föstu-

dagskvöld. Hann hafði brotið upp

lyfjaskáp í bátnum þegar að var

komið og gerði vaktmaður í næsta

skipi lögreglunni viðvart. Maðurinn

gistir fangageymslur lögreglu. 

Lögreglan á Ísafirði handtók enn

fremur rúmlega tvítugan karlmann

sem hefur undanfarnar tvær helgar

skrúfað númeraplötur af bílum í

bænum. Honum tókst að skrúfa tvær

númeraplötur af bílum um liðna

helgi.

Innbrot og 

ölvunarakstur

á Ísafirði

EIGENDUR Bonus Stores Inc. hafa

samþykkt að stefna að því að auka

hlutafé félagsins um sjö milljónir

dala, jafnvirði 597 milljóna íslenskra

króna. Tryggvi Jónsson, forstjóri

Baugur Group, segir að það verði

væntanlega einkum Bandaríkjamenn

sem koma munu að hlutafjáraukning-

unni en hún sé í höndum Kaupthing

New York. 

Eignarhluti Baugur Group 

niður fyrir helming

Í tilkynningu til Kauphallar Ís-

lands segir að Baugur Group muni

ekki taka þátt í þessari hlutafjáraukn-

ingu þar sem ekki liggi fyrir ákvörðun

um ráðstöfun hlutar Baugs í Arcadia

og vegna frekari fjárfestingar félags-

ins í sameinuðu félagi Þyrpingar og

Stoða. Þá segir að við fyrirhugaða

hlutafjáraukningu muni eignarhluti

Baugur Group fara niður fyrir 50% og

hann verði því ekki hluti af samstæðu-

uppgjöri frá þeim tíma. Hagnaður

Bonus Stores fyrir afskriftir og fjár-

magnsliði (EBIDTA) nam sextán

milljónum króna á tímabilinu 1. mars

til 31. maí.

Aðspurður segir Tryggvi Jónsson,

forstjóri Baugur Group, að það hverj-

ir koma munu að hlutafjáraukning-

unni sé í höndum Kaupthing New

York en gert sé ráð fyrir að það verði

einkanlega Bandaríkjamenn. Baugur

Invest, sem er 100% í eigu Baugur

Group, á 56% í Bonus Stores en að-

spurður segir Tryggvi aðra eigendur

koma í gegnum Kaupþing og aðila á

þeirra vegum. Hann segir að stefnt sé

að hlutafjáraukningunni á næstu vik-

um og mánuðum en það sé gert til

þess að flýta umbreytingu á verslun-

um Bill?s Dollar Stores í Bonus Su-

percenters. ?Þetta er spurning um

uppbyggingu á stórmörkuðunum og

við erum með fund um miðjan ágúst

þar sem teknar verða frekari ákvarð-

anir um málið.?

Kaupréttur starfsfólks

hluti af launakostnaði

Í tilkynningu til Kauphallar Ís-

lands kemur fram að Baugur hefur

ákveðið að færa framvegis kauprétt-

arsamninga starfsfólks til gjalda í

rekstri Baugur Group en almennt er

þetta fært í gegnum eigið fé fyrir-

tækja. Tryggvi segir að það hafi oft

verið gagnrýnt erlendis, sérstaklega í

Bandaríkjunum, að færa slíka samn-

inga í gegnum efnahagsreikning en

ekki rekstrarreikning. ?Nokkur fyr-

irtæki í Bandaríkjunum hafa tekið

ákvörðun um að gjaldfæra kauprétt-

inn á rekstur vegna þess að þetta sé

einfaldlega ekki annað en hluti af

launatengdum kostnaði. Við höfum

ákveðið að stíga þetta skref líka þar

sem við teljum eðlilegra og heilbrigð-

ara að færa þetta til gjalda eins og

annan kostnað vegna starfsmanna.

Við teljum líklegt að innan fárra ára

verði þetta sú leið sem fyrirtæki fara. 

Áhrifin af þessari breytingu,? segir

Tryggvi, ?eru óveruleg fram að þessu

en munu án efa skipta meira máli á

komandi árum. Þetta hefur þó þau

áhrif að afkoman verður lakari en ella

en um leið raunhæfari að okkar mati.?

Erlendir fjárfestar með

nýtt hlutafé í Bonus Stores

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56