Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KAUPMÁTTUR almennings hefur aukist um 24,9% frá 1994–2000 en á sama tíma hefur kaupmáttur ellilauna, sem ellilífeyrir, tekju- trygging og eingreiðslur mynda, aukist um 12,5%. Þetta má lesa út úr tölum sem Félag eldri borgara hefur aflað sér. „Ellilífeyrisþegar hafa dregist aftur úr og við náttúrlega sættum okkur ekki við það því að það hefur sannarlega ekki orðið ódýrara að lifa,“ bendir Ólafur Ólafs- son, formaður Félags eldri borgara í Reykja- vík, á. Hann segir að fram til ársins 1994 hafi elli- laun fylgt lágmarkslaunum verkafólks en þá hafi tengslin verið rofin. Hann leggur áherslu á að þessi breyting hafi komið til framkvæmda 1995 og þá hafi bilið á milli kaupmáttar ellilíf- eyrisþega og almennings farið að breikka. „Vissulega hefur kaupmáttur ellilífeyrisþega aukist dálítið, menn eru sammála því að kaup- máttur þeirra hafi aukist um 12,5% frá 1994– 2000. En við sættum okkur ekki við það, þar sem kaupmáttur okkar breyttist áður í takt við lágmarkslaun. Um það stendur deilan,“ bætir hann við. Yfir 30% ellilífeyrisþega fá engar greiðslur úr lífeyrissjóðum Ólafur tekur fram að hópur þeirra ellilífeyr- isþega sem um ræðir séu þeir sem fá óskertar bætur en jafnframt engar greiðslur úr lífeyris- sjóðum. „Þetta er stór hópur, yfir 30% af öllum ellilífeyrisþegum. Það er rétt að lífeyrissjóð- irnir eru að koma sterkar inn. Fólk um fertugt í dag á ef til vill eftir að koma til með að hafa ágætis ellilífeyri eftir 25 ár. Þess er vænt að eftir kannski 20 ár komi hver og einn til með að hafa 60–70% af sínum launum en það tekur bara tuttugu ár og þessi tími er ekki kominn,“ undirstrikar Ólafur. Pétur Guðmundsson, gjaldkeri Félags eldri borgara í Reykjavík, bætir við að upplýsingar sem félagið hefur fengið frá ríkisskattstjóra fyrir tekjuárið 1999 hafi gefið til kynna að tekjur aldraðra hafi verið um 13 milljarðar frá tryggingunum og tekjur úr lífeyrissjóðum hafi verið um 12,5 milljarðar. „Þetta hlutfall breyt- ist væntanlega á næsta áratug en það tekur einn til tvo áratugi þangað til að lífeyrissjóð- irnir fara raunverulega að virka,“ ítrekar Pét- ur. Þarf að hækka skattleysismörkin Að sögn Ólafs kemur annar frábrugðinn þátt- ur inn í dæmið þegar litið er á ellilífeyrisþega sem fá lífeyrisgreiðslur. „Þótt menn séu með töluverðar lífeyrisgreiðslur halda þeir litlu eftir vegna mikilla skatta og skerðingar bóta. Skatt- leysismörkin eru svo lág, þau hafa hvorki fylgt launaþróun né verðlagi. Það er ein af okkar aðalkröfum að hækka skattleysismörkin,“ segir hann. Hann nefnir einnig að samspil lágra skattleysismarka og skerðingar bóta vegna tekna valdi því að einstaklingur sem fái 22.700 krónur á mánuði í lífeyrisgreiðslur haldi aðeins eftir 4.200 krónum af tekjum frá lífeyrissjóði. Ólafur ítrekar að Félag eldri borgara sé sam- mála því að kaupmátturinn hafi aukist. „En það er hálfsannleikur að tala um að kaupmáttur ellilífeyrisþega hafi hækkað þegar ekki er rætt um hvað kaupmáttur almennings hefur hækk- að. Hálfsannleikur er náttúrlega bara blekk- ing,“ leggur hann áherslu á. Einar Árnason, hagfræðingur og ráðgjafi Fé- lags eldri borgara, bendir jafnframt á að kaup- máttaraukningin sem hér er nefnd sé ekki kaupmáttur ráðstöfunartekna heldur eingöngu kaupmáttaraukning, þannig að þar sé ekki tek- ið tillit til skatta. „Við getum tekið dæmi um einstakling sem var með 54 þúsund krónur í tekjur á mánuði árið 1990, en hann var þá alveg við skattleysismörkin og greiddi því ekki tekju- skatt. Ef tekjur hans hefðu hækkað í samræmi við hækkun ellilauna frá árinu 1990 til janúar 2002 væru þær 92.815 krónur á mánuði. Vegna lægri skattleysismarka að raungildi greiddi hann nú 9.762 krónur í tekjuskatt á mánuði svo kaup- máttaraukning hans, sem var 13,2% fyrir skatt, minnkar í 1% þegar tekjuskattar hafa verið greiddir,“ segir Einar.                                                              !!    " #!  $%&'(       !  )  "     !  (  " *"**+ '", -"'' &"&, ",& !!"!# $"' !"$! " "%% *"**+ '", -"'& + ", &$"#!# +"$,& !'"!(( '"! (!)#( " ((("'# *"**+ + + + + (*("*# '"'** (#"$*% $"&$$ *)'(  ./!   0 ! *$$ **+ ** **' **- **$ +++1$, 1$* 1* 1* 1*& 1*, 1** 2                   &+ '+ + + + ++ *+ + ,              3!!!!   !    ! 0     !  0! 4!  Félag eldri borgara í Reykjavík gagnrýnir tekjuþróun eldri borgara Kaupmáttur ellilauna hefur dregist aftur úr frá 1994 ÚRSKURÐARNEFND um við- skipti við fjármálafyrirtæki mun taka fyrir bréf lögfræðideildar Bún- aðarbanka Íslands í vikunni og ákvarða með hvaða hætti því verður svarað. Búnaðarbankinn krefst þess að Guðjón Ólafur Jónsson, formaður nefndarinnar, víki sæti úr henni og taki hvorki þátt í undirbúningi, með- ferð né úrlausn þeirra mála sem varða Búnaðarbankann. Þegar Guðjón Ólafur er inntur eft- ir hvort bankinn hafi einhver frekari úrræði ef niðurstaða nefndarinnar verður að hann muni ekki víkja sæti fyrirfram í öllum málum sem tengj- ast Búnaðarbankanum segir hann að bankinn hafi í sjálfu sér engin úrræði til þess að hnekkja mati nefndarinn- ar nema í dómsmáli sem kunni að rísa vegna úrskurðar sem nefndin hafi kveðið upp. Að sögn hans tekur nefndin af- stöðu til vanhæfissjónarmiðanna á grundvelli samþykkta nefndarinnar og stjórnsýslulaga en Búnaðarbank- inn biður um álitið almennt en ekki í tengslum við neitt sérstakt mál. „Nefndin hefur úrskurðarvald um það hvort nefndarmaður sé vanhæf- ur eða ekki. Ef nefndin hafnar þess- ari almennu kröfu gæti bankinn krafist þess í hvert skipti sem eitt- hvert mál sem tengdist honum kæmi upp hjá nefndinni að ég viki sæti. Þá er þetta spurning um að ég sé van- hæfur á grundvelli þess að ég sé óvinveittur bankanum, sem málið virðist nú vera byggt á, en það er al- rangt,“ segir Guðjón Ólafur. Guðjón Ólafur ítrekar að Búnað- arbankinn geti haft uppi kröfu um vanhæfi hans fyrir nefndinni í hverju máli fyrir sig og segir það mun eðli- legra. „Það er í sjálfu sér miklu eðli- legra að gera það en gera einhverja almenna kröfu og ætlast til þess að nefndin skeri úr um vanhæfi mitt í eitt skipti fyrir öll án tengsla við öll mál. Það er til dæmis alveg ljóst að ég yrði væntanlega vanhæfur til þess að fjalla um þau mál sem tengjast Búnaðarbankanum og Norðurljós- um ef þau kæmu með einhverjum hætti fyrir nefndina af því að ég er búinn að tjá mig um þau mál.“ Vanhæfur til að úrskurða um mál Búnaðarbankans og Norðurljósa Eðlilegra að úr- skurða um van- hæfi í hverju máli HÚSARÚSTIR sem sennilega erufrá tímum síðustu prentsmiðj- unnar á Hólum, sem lögð var nið- ur í kringum 1780, hafa fundist á Hólum í Hjaltadal þar sem forn- leifafræðingar hafa unnið við uppgröft í sumar. Alls hafa hátt í 600 gripir fundist í uppgreftr- inum og segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur að húsin séu mjög vel varðveitt. Jarðýta hafi farið yfir svæðið á síðustu öld en svo virðist sem þær framkvæmdir hafi aðeins skemmt mannvistarleifar frá 19. öld. Ragnheiður segir að byrjað verði að grafa niður í gólfið í prentsmiðjunni í næstu viku, auk þess sem unnið er að uppgreftri kirkjugarðs frá miðöldum. Segir Ragnheiður að í uppgreftrinum hafi fjölmargir gripir fundist, bæði gamlir og frekar nýlegir gripir. Meðal þess sem hefur fundist er steinleir frá Þýskalandi og Skandinavíu og leirker frá 16. öld og yngri hlutir, þar á meðal ofnflísar. Þá hafa fundist krítar- pípur frá Hollandi og Englandi, snældusnúður, brýni og perlur, þar af ein úr klébergi, sem er norskur steinn, líklega frá mið- öldum. Einnig hafi vel unnin kola- eða steinlampi fundist og ýmis- legt úr málmi. Gripirnir séu alls að verða um 600 talsins. Ragnheiður segir að beinafræð- ingur og skordýrafræðingur séu komnir til Hóla og þeir muni greina ýmislegt sem fundist hef- ur. Til dæmis hafi fundist tvær hauskúpur, líklega af hundum. Verður unnið að uppgreftri fram í miðjan ágústmánuð en alls starfa 19 manns við uppgröftinn auk Ragnheiðar. Málþing um fornleifauppgröftinn verður hald- ið á Hólum hinn 17. ágúst. Í dag taka fornleifafræðingar á móti almenningi og kynna honum rannsóknir sínar og uppgreftrar- svæði víða um land. Segir Ragn- heiður að t.d. verði fólki boðið að grafa og sigta með fornleifafræð- ingum á Hólum og skoða hluta af því sem fundist hefur í sumar. Einnig verður hægt að skoða fornleifauppgröft á Gásum í Eyja- firði, Kirkjubæjarklaustri, Reyk- holti, Skálholti, Skriðuklaustri og á Þingvöllum. Prent- smiðja frá 18. öld kom- in í ljós á Hólum Prentsmiðjurúst frá 18. öld er að koma í ljós á Hólum í Hjaltadal. Á næstu dögum byrja fornleifafræðingar að grafa niður í rústina. TVÖ fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Hafnar- firði í fyrrinótt. Að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði var í öðru tilvikinu bíll stöðvaður í hefðbundnu eftirliti lögreglu og í honum fannst lítilræði af hassi. Þá var maður, sem lög- regla hefur haft nokkur afskipti af, tekinn á gangi og fannst á honum lítilræði af meintu am- fetamíni. Sjö voru teknir og liggja und- ir grun um ölvun við akstur í Reykjavík frá miðnætti og til klukkan sex á laugardagsmorg- un. Þá varð minniháttar árekst- ur við Sævarhöfða nokkru síð- ar, að sögn lögreglunnar í Reykjavík, þar sem ökumaður er grunaður um ölvun. Hvorki urðu meiðsl á fólki né skemmd- ir á bílum. Loks var nokkur erill hjá lög- reglunni í Reykjavík vegna há- vaða í heimahúsum í fyrrinótt og þurfti lögregla að hafa af- skipti af húsráðendum. Tvö fíkni- efnamál í Hafn- arfirði SLÖKKVILIÐ Hveragerðis var kallað að Hverabakaríi á föstudag vegna elds við bílskúr og geymslu. Talið er að kveikt hafi verið í timbri sem lá utan við húsið og leiddi það til brun- ans. Húsið er brunnið að utan, rúða sprakk og komst þá eld- urinn inn, þar sem m.a. eru geymd hljóðfæri og verðmætt mótorhjól. Að sögn Snorra Baldurs- sonar slökkviliðsstjóra eru skemmdir talsverðar á því sem í skúrnum var. Ekki urðu slys á fólki. Íkveikja í bakaríi í Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.