Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 21/7 – 27/7 ERLENT INNLENT  AUKINNAR bjartsýni gætir á Austurlandi eftir að viljayfirlýsing Alcoa, ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunar um bygg- ingu álvers á Reyðarfirði var undirrituð. Landi hefur verið úthlutað til nýbygginga á Reyðarfirði og er stefnt að því að byggja þar átta nýjar íbúðir ef af byggingu ál- vers verður.  TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra hef- ur vikið Þorfinni Ómars- syni tímabundið úr emb- ætti framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs vegna alvarlegra athugasemda Ríkisendurskoðunar við bókhald sjóðsins og skil á bókhaldsgögnum. Þor- finnur segir að búið sé að gera bragarbót á bók- haldinu. Hann situr áfram í úthlutunarnefnd sjóðsins.  VEGNA verkefna- skorts sjá Keflavíkur- verktakar fram á að þurfa að segja upp 70 iðnaðarmönnum.  Í TVEIMUR verðkönn- unum sem Morgunblaðið gerði í vikunni var vöru- verð lægst hjá Bónusi en næstlægst hjá versluninni Europris.  ÍSLAND er í 7. sæti á lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í ár- legri skýrslu um lífsgæði þjóða heimsins.  SIV Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra hefur undirritað friðlýsingu Árnahellis í Leitahrauni, sem þykir einn merkasti hraunhellir jarðarinnar. Heildarskuldir Norður- ljósa um 7,6 milljarðar ÍSLANDSBANKI hefur fallið frá því að höfða mál á hendur Norðurljósum vegna 60 milljóna króna gjaldfallins víxils. Landsbankinn hefur sömuleiðis hætt innheimtuaðgerðum vegna 19 skuldabréfa eftir að bréfunum var komið í skil. Búnaðarbankinn hefur gjaldfellt 350 milljóna króna lán fyrir- tækisins. Heildarskuldir Norðurljósa nema um 7,6 milljörðum að sögn Sig- urðar G. Guðjónssonar, forstjóra Norð- urljósa. Sigurður hefur ákveðið að höfða meiðyrðamál á hendur Árna Tómas- syni, bankastjóra Búnaðarbankans, og/ eða DV vegna ummæla Árna í DV um að Sigurður hefði leynt bankann upp- lýsingum um sambankalán. Bankaráð Búnaðarbankans segir að upplýsingar um lánastöðu Norðurljósa hafi ekki komið frá bankanum. Bank- inn hafi ekki átt samráð við samkeppn- isaðila Norðurljósa um að beita aðstöðu sinni til að knýja fram gjaldþrot félags- ins. Fimm hafa áhuga á hlut í ríkisbönkunum FRAMKVÆMDANEFND um einka- væðingu bárust tilkynningar frá fimm aðilum um áhuga á kaupum á hlut rík- isins í Landsbankanum og Búnaðar- bankanum. Björgólfur Thor Björgólfsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Guðmundsson staðfestu fyrri áhuga. Þórður Magnússon sendi inn tilkynn- ingu fyrir hönd fjárfesta, m.a. núver- andi hluthafa í Búnaðarbanka. Þriðji aðilinn er eignarhaldsfélögin Andvaka og Samvinnutryggingar, Fiskiðjan Skagfirðingur, Ker hf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Samskip hf. og Samvinnulífeyrissjóðurinn. Þá hefur Íslandsbanki áhuga og Fjárfest- ingarfélagið Kaldbakur. SHIMON Peres, utanríkisráðherra Ísraels, sagði á miðvikudag að Ísr- aelsher hefðu orðið á mistök með því að varpa sprengju á byggingu í Gaza- borg sl. mánudag en fimmtán féllu í árásinni, þ.m.t. níu börn. Tilgangur árásarinnar hafði verið að ráða Salah Shehade, einum helsta leiðtoga Ha- mas-samtakanna, bana. George W. Bush Bandaríkjaforseti og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, voru meðal þeirra sem gagnrýndu árás Ísraela. Palestínumenn sökuðu Ísraela hins vegar um að hafa ætlað að spilla vilj- andi fyrir friðarviðræðum sem vonir höfðu staðið til að yrði senn hægt að koma á koppinn. Herma fregnir að Ar- iel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hafi sjálfur veitt samþykki fyrir árás- inni og að hann hafi eftir árásina óskað ísraelska hernum til hamingju með „eina best heppnuðu aðgerð“ hans. Öfgahópar Palestínumanna hafa heitið því að hefna dauða Shehade. Miklar sveiflur á mörkuðum GENGI hlutabréfa á fjármálamörkuð- um var mjög sveiflukennt í vikunni. Á mánudag varð mikil lækkun í kjölfar frétta um gjaldþrot bandaríska fjar- skiptarisans WorldCom, en gjaldþrot- ið er það stærsta í sögu Bandaríkj- anna. Sögðu sérfræðingar þá að svartsýni hefði ekki verið meiri á mörkuðunum í 40 ár. Féll FTSE-vísitalan í London um tæp 5% á mánudag og hafði þá lækkað um 26% á rétt rúmum tveimur mán- uðum. Á Wall Street fór Dow Jones niður fyrir 8.000 punkta í fyrsta sinn síðan í október 1998, lækkaði um 3%. Áfram varð verðlækkun á þriðjudag en á miðvikudag tóku markaðir nokk- uð við sér að nýju og hækkaði Dow Jones-vísitalan t.a.m. um 6,4%. Árás Ísraela fordæmd  TILKYNNT var í vik- unni að Brasilíumaðurinn Sergio Vieira de Mello myndi taka við af Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, sem fram- kvæmdastjóri Mannrétt- indastofnunar Sameinuðu þjóðanna.  HELSINKI-samtökin, sem eru alþjóðleg mann- réttindasamtök, saka rússneska herinn um að myrða allt að áttatíu Tsjetsjena í hverjum mán- uði. Er leitt að því líkum að um skipulögð morð á ungum karlmönnum sé að ræða.  JÓHANNES Páll páfi heimsótti Toronto í Kan- ada í vikunni en þar stóð yfir ungmennafundur kaþólskra [e. World Youth Day]. Frá Kanada heldur hinn heilsulitli páfi til Mexíkó og Gvatemala.  BANDARÍSKIR vís- indamenn hafa fundið loftstein sem hugsanlegt er að lendi á jörðinni árið 2019.  ZACARIAS Moussaoui, eini maðurinn sem ákærð- ur hefur verið í tengslum við árásina á World Trade Center 11. sept- ember sl., lýsti sig á fimmtudag saklausan af öllum ákærum fyrir alrík- isrétti í Bandaríkjunum.  VIÐSKIPTAEFTIR- LITSNEFND Bandaríkj- anna hefur hafið rann- sókn á reikningsskilum America Online, netdeild- ar fjölmiðlarisans AOL Time Warner. Hugsanleg lögbrot tólf banka eru nú einnig rannsökuð. HALLDÓR Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, vísar á bug allri gagnrýni á málsmeðferð bankans sem kom fram í viðtali við Sigurð G. Guðjónsson, forstjóra Norðurljósa, í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Sigurður að Lands- bankinn hefði neitað að koma á fund með fulltrúum erlendra lánardrottna Norðurljósa í London í vor og að kröfur bankans á hend- ur Norðurljósum væru ekki í takt við það sem fulltrúar erlendu bankanna telja að þurfi að gera. Halldór Jón tekur það skýrt fram að hann sé bundinn af banka- leynd og bankinn leggi mikla áherslu á að virða þá leynd að öllu leyti. Þótt viðskiptavinir bankans kjósi að gera viðskipti sín við bankann að opinberu umræðuefni tjái bankinn sig ekki um málefni viðskiptavinanna. Aðspurður hvort Landsbankinn hafi verið ófáanlegur til að tala við Norðurljós og setjast að samn- ingaborðinu segir Halldór það öll- um ljóst að ekki sé tilefni til funda þegar grunnsjónarmið aðila fari ekki saman. Almennt segir hann, án skírskotunar til ákveðinna fyr- irtækja, að árásir viðskiptavina á fjármálafyrirtæki í fjölmiðlum séu ekki til þess fallnar að auðvelda samskipti þeirra á milli. Hann segir að viðskiptavinir banka reyni öðru hvoru að sveigja afstöðu fjármálafyrirtækjanna, annaðhvort með hótunum um að gera tiltekin samskipti að umfjöll- unarefni í fjölmiðlum eða þá með því að gera samskiptin opinber og gagnrýna fjármálafyrirtækin vit- andi að þau geta ekki svarað fyrir sig á sama vettvangi. Árásir til þess eins fallnar að spilla fyrir viðskiptavild „Þessar tilraunir eru í raun og veru algjörlega tilgangslausar því að fjármálafyrirtækin starfa eftir mjög ákveðnum lögum og reglum og ákvarðanir eru byggðar á fag- legum og hlutlægum sjónarmiðum. Slíkar hótanir eru ekki til þess fallnar að sveigja eða beygja af- stöðu fjármálafyrirtækis. Ég held þær geti bara gert það eitt að spilla fyrir viðskiptavild og minnka, og í sumum tilfellum draga algjörlega úr, áhuga fjár- málafyrirtækja á viðskiptum við slíka aðila. Ég held að það sé ótrú- legt vanmat að sú hegðun geti haft jákvæð áhrif á samskipti við við- komandi fjármálafyrirtæki,“ segir Halldór Jón. Hann segir ljóst að almennt snú- ist viðræður um fjármálalega end- urskipulagningu um þrennt. Í fyrsta lagi er það krafan um að borgað sé inn nýtt hlutafé eða eignir seldar, eða blanda af hvoru tveggja. Þannig verði eigið fé styrkt og jafnframt verði réttur eigenda til að taka fé út úr fyrir- tækinu meðan verið er að vinna að endurfjármögnuninni takmarkað- ur. Í öðru lagi sé gripið til aðgerða til þess að lækka kostnað og bæta tekjumyndun fyrirtækisins. Þá eru skorin niður öll útgjöld sem ekki leiða til beinnar tekjumyndunar, þar með taldar greiðslur til eig- enda ef einhverjar slíkar eru fyrir hendi. Í þriðja lagi segir Halldór að samið sé um lengingu lána eða umbreytingu á lánaskilmálum til að reyna að auka líkur á að fyr- irtækið geti endurgreitt skuldir sínar. Í einstaka tilvikum fallist lánastofnanir á að umbreyta hluta lána sinna í hlutafé. Það sé yfir- leitt algjört þrautaúrræði því flest- um bönkum sé illa við að vera bæði eigendur og lánveitendur sama fyrirtækis. Ósanngjarnt að leggja megin- þunga á fjármálafyrirtæki Halldór segir að viðræðurnar gangi út á að finna eðlilegt jafn- vægi milli þess sem eigendur gera með aðgerðum innan fyrirtækisins og innborgun á nýju eigin fé og þess sem lánveitendur gera varð- andi umbreytingu á lánaskilmálum eða jafnvel umbreytingu lána í hlutafé. „Fjármálafyrirtækin leggja auðvitað aðaláhersluna á það í öllum þessum tilvikum að það eru eigendurnir sem bera megin- ábyrgð á rekstri fyrirtækjanna. Því ætlast fjármálafyrirtækin til þess að meginþunginn af aðgerð- um við endurskipulagningu sé hjá eigendum. Það er alveg augljóst að áform um endurskipulagningu til- tekins fyrirtækis sem leggja meginþunga á fjármálafyrirtækin eru í raun óraunhæf og ósann- gjörn. Ég segi það almennum orð- um aftur að hafi eigendur í slíkum tilvikum ekki fjárhagslega getu eða vilja til þess að leggja fyr- irtækjum í erfiðleikum til nægilegt nýtt eigið fé er það vandamál eig- endanna. Það eru eigendurnir sem taka afstöðu til þess að þeir hafi ekki getu og vilja til að gera þetta og víkja þá frá fyrirtækinu. Ég get einnig sagt í slíkum tilvikum að langvarandi tilraunir til að knýja fram óraunhæfar fyriráætlanir af hálfu eigendanna gera það eitt að spilla fyrir rekstrinum og rekstr- arhorfum og skapa starfsfólki, birgjum og lánardrottnum óöryggi og óvissu,“ segir Halldór Jón. Aðspurður segir Halldór að hann geti ekki tjáð sig um hvort sú ákvörðun Landsbankans í liðinni viku að falla frá gjaldfellingu skuldabréfalána sé vísbending um breytta afstöðu bankans í málefn- um Norðurljósa. Þær skuldir skipti engu máli í hinu stóra sam- hengi. Augljóst hvar sanngirnin í viðræðunum liggur Í viðtalinu sagði Sigurður G. Guðjónsson að heildarskuldir Norðurljósa væru um 7,6 milljarð- ar króna og félagið gæti staðið undir fjögurra milljarða króna skuldum. Sagði hann að Norður- ljós hefðu lagt til að gamla hluta- féð, tæplega 1,7 milljarðar króna, yrði skrifað niður í 20%. Hluthaf- arnir vildu koma inn með 600 milljónir króna í nýju hlutafé og halda meirihlutaeign sinni. Lán- veitendur ættu hins vegar að breyta 3 milljörðum í 30% eign í félaginu. Halldór Jón vill hvorki staðfesta þessar tölur né neita þeim. „En ef við notum tölurnar sem hann gefur upp í dæmaskyni sjá allir hvar sanngirnin liggur í þessum viðræð- um,“ segir hann. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, vísar gagnrýni forstjóra Norðurljósa algerlega á bug Ekki tilefni til funda þegar grunnsjónar- mið fara ekki saman Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbank- ans, segir að við endurskipulagningu og fjár- mögnun fyrirtækja sé óraunhæft og ósanngjarnt að leggja meginþunga aðgerðanna á fjármála- fyrirtækin. Tilraunir til að knýja fram óraunhæfar fyrirætlanir spilli fyrir rekstri og skapi starfsfólki, birgjum og lánardrottnum óöryggi og óvissu. Halldór J. Kristjánsson nina@mbl.is SKIPULAGSSTOFNUN hefur haf- ið athugun á mati á umhverfisáhrif- um snjóflóðavarna á Siglufirði. Línu- hönnun hf. vann að gerð skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrir Siglu- fjarðarkaupstað og samkvæmt skýrslunni er markmið fram- kvæmdanna að tryggja öryggi íbúa á snjóflóðahættusvæði til jafns við öryggi annarra bæjarbúa. Stór hluti byggðar á Siglufirði telst á snjóflóðahættusvæði, sam- kvæmt matsskýrslu. Talið er nauð- synlegt að koma upp auknum snjó- flóðavörnum í bænum, það er fyrir miðhluta og nyrðri hluta bæjarins. Fyrirhuguð er bygging fimm þver- garða og eins leiðigarðs og einnig verði sett upptakastoðvirki í klettana ofan bæjarins. Reiknað hef- ur verið út að ódýrara sé að byggja varnargarða en að kaupa húsin sem eru á hættusvæði. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 1,5 til 2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2003 og þeim ljúki árið 2010. Helstu umhverfisáhrif fram- kvæmdanna eru talin vera sjónræns eðlis. Varnargarðar við Siglufjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.