Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR

8 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ

Nýstofnað Dáleiðslufélag Íslands

Að læknast með

dáleiðslu

D

áleiðsla er mörgum

kunnug sem

skemmtiatriði eða

töfrabrögð. Hins vegar er

sú hlið dáleiðslunnar sem

snýr að lækningum og

meðferð landsmönnum síð-

ur kunnug. Til þess að auka

þekkingu á dáleiðslu sem

lækningaaðferð stofnaði

hópur fólks úr heilbrigðis-

geiranum Dáleiðslufélag

Íslands. Morgunblaðið

ræddi við Ingólf Sveinsson,

formann félagsins, um dá-

leiðslu.

? Hvenær var félagið

stofnað?

?Það var stofnað vorið

2001 og eru félagar um 40.

Tilgangur þess er að bæta

meðferð í lækningum og

stuðla að notkun dáleiðslu í með-

ferð. Einnig viljum við að dáleiðsla

sé eingöngu notuð af vel menntuðu

fagfólki í heilbrigðisstéttum.

Formleg stofnun félagsins á sér

forsögu. Jakob V. Jónasson geð-

læknir, sem nú er hættur störfum,

kynntist dáleiðslu í Þýskalandi að

loknu námi. Honum þótti dáleiðsl-

an máttug aðferð og hélt áhuga á

henni vakandi með því að stunda

hana sjálfur og kynna læknanem-

um.?

? Jakob hefur verið frumkvöðull

á þessu sviði.

?Já, á efri árum fór hann að

halda námskeið, leiðbeina geð-

læknum, sálfræðingum og öðru

heilbrigðisstarfsfólki í notkun dá-

leiðslu. Hann lagði áherslu á að

kenna slökun vel en vellíðan slök-

unar er ein algengasta innleiðsla í

dáleiðsluástand. Kennslan nýttist

mjög vel. Áhuginn óx og mörg

okkar fóru út í heim að læra meira.

Í Dáleiðslufélagi Íslands eru, auk

sálfræðinga og geðlækna, heimilis-

læknar, félagsráðgjafar, hjúkrun-

arfræðingar, iðjuþjálfar og fleiri.?

? Hvað er dáleiðsla?

?Dáleiðsla eða hypnosis er ekki

svefn, þótt erlenda nafnið ?hyp-

nos? (= svefn) bendi til þess, held-

ur er hún breytt ástand vitundar

þar sem hugurinn er virkur og

næmur fyrir upplýsingum að inn-

an sem utan. Þetta næmi auðveld-

ar mjög nám, það er að tileinka sér

nýja reynslu eða nýja sýn. Við not-

um gjarnan orðið leiðsla eða

?trans? um það sálarástand og við

það kannast allir. Þegar staðið er á

heiðarbrún og horft yfir, þá ef til

vill upplifir maður augnablik sem

aldrei gleymist. Hugurinn starfar

og lærir afskaplega hratt í svona

leiðslu. Þetta köllum við sjálfvirka

dáleiðslu. Sterk ?neikvæð? reynsla

getur einnig framkallað sjálfvirka

?neikvæða? dáleiðslu, til dæmis

náttúruhamfarir, ofbeldi eða ofsa-

hræðsla. Það er reynsla sem fest-

ist og getur síðar valdið áfalls-

streitu, endurtekið efni sem erfitt

getur verið að losna við nema með

jákvæðri dáleiðslu.

? Hvernig fer dáleiðslan fram?

?Sá sem kann til verka getur

hjálpað fólki í trans eða leiðslu. Til

þess er oft notuð slökun og flestir

lygna augum. Þá er

verkefnið að sannfæra

sjúkling um að hann

geti yfirunnið hræðslu

sína og vanlíðan, hvort

sem vandinn var próf-

kvíði, flughræðsla eða endurminn-

ing neikvæðrar reynslu. Í því ör-

yggisástandi sem leiðslan er er

hægt að fara með sjúklingnum yfir

vandamálið, gefa honum hug-

myndir eða leyfa sjúklingnum að

leysa það með eigin aðferðum.

Sjúklingurinn er þá beðinn um að

finna sína eigin lausn á vandanum

og nota reynslu sína til þess. Sjúk-

lingur vaknar auðveldlega eftir dá-

svefninn, ýmist sjálfkrafa eða þeg-

ar hann er beðinn um það, og

getur verið ringlaður í smástund,

og minningin um leiðsluástandið

er líkust draumi. Tala má um

endurinnrömmun á minningu sem

valdið hefur streitu og hræðslu.

Sjúklingurinn leiðréttir minn-

inguna í raun sjálfur.?

? Hvernig kynntist þú dáleiðslu

af eigin raun?

?Það var á námsþingi í Banda-

ríkjunum árið 1992. Þar sá ég

Michael Yapko, sálfræðing og dá-

leiðara, vinna í fyrsta sinn. Ég sá

strax að svona mann þyrftum við

að fá til Íslands að kynna dá-

leiðslumeðferð. Við höfum fengið

Yapko til Íslands þrisvar sinnum

til að halda námskeið.?

? Hvernig kemur dáleiðslan inn

í meðferðina?

?Dáleiðslan er kjörin fyrir þá

sem vilja taka ábyrgð á heilsu

sinni, læra nýjar leiðir en sætta sig

ekki eingöngu við pillurnar. Lyfin

sem gefin eru við hinum ýmsu sál-

arkvillum eru stundum einungis til

þess að deyfa veikindin án þess að

lausn náist. Þegar verst gegnir

finnst mér lækning sálarkvilla með

lyfjum einvörðungu vera á dýra-

lækningaplani. Lyf, þótt oft séu

þau góð, kenna oftast lítið. Góð við-

talsmeðferð, þar með

talin dáleiðsla, stórbæt-

ir árangur lyfjameð-

ferðar. ?

? Er dáleiðsla notuð

annars staðar?

?Já, til dæmis í íþróttum má sjá

fyrirmynd góðrar dáleiðslu. Þar

má sjá hvernig íþróttamenn nota

reynslu sína til þess að byggja sig

upp. Á sama hátt byggist góð

vinna í endurhæfingu alltaf á

stefnu og framtíðarsýn sjúklings

varðandi mögulegan árangur. Dá-

leiðsla getur hjálpað þarna til með

því að skýra þessa sýn, auka von

og þar með virkni sjúklingsins.?

Ingólfur Sveinsson

L50776 Ingólfur S. Sveinsson fæddist

á Barðsnesi við Norðfjörð árið

1939. Lauk stúdentsprófi frá

MA 1959, kandidatsprófi í lækn-

isfræði frá HÍ 1966. Framhalds-

nám við Cleveland Clinic

Educational Foundation, Ohio,

Bandaríkjunum; í lyflæknis-

fræði 1970?1971 og í geðlæknis-

fræði við sömu stofnun 1971?

1974. Einnig stundaði hann nám

í sálfræði við Gestalt-stofnunina

í Cleveland. Hann hefur starfað

við ríkisspítalana frá árinu 1974

og verið ráðgefandi geðlæknir

við Reykjalund sama tíma.

Hann hefur rekið eigin lækn-

ingastofu frá árinu 1982.

Ingólfur á þrjú börn frá fyrra

hjónabandi. Hann er kvæntur

Bryndísi Berg hjúkrunarfræð-

ingi og börn þeirra eru Stein-

arr og Vala Sigríður.

Dáleiðslan

leiðir sjúkling

til lausnar

Það er tímanna tákn að þrír miklir stjórnmálaleiðtogar skuli nú sitja í sama sand-

kassanum og moka í sömu fötuna.

SPORTHÚSIÐ, alhliða heilsurækt-

arstöð í Kópavogi, verður opnað 24.

ágúst næstkomandi. Sævar Pét-

ursson, framkvæmdastjóri Sport-

hússins, segir að undirbúningur sé

á áætlun. Fimmtíu iðnaðarmenn

vinni hörðum höndum við að inn-

rétta bygginguna og laga umhverf-

ið. Auk Sævars er Páll Kristjánsson

framkvæmdastjóri miðstöðv-

arinnar, en Linda Pétursdóttir, eig-

andi Baðhússins, er kynningar-

fulltrúi.

Að sögn aðstandenda verður

stöðin langstærsta líkamsræktar-

stöð á Norðurlöndum, með gólfflöt

upp á 6.000 fermetra. Gamla Tenn-

ishöllin í Kópavogi verður nýtt und-

ir stöðina, en auk þess er verið að

byggja tengibyggingu, þar sem

gengið verður inn í heilsuræktina,

og þar verða einnig skrifstofur og

móttaka.

Þjónar 15.000 manns

Ráð er fyrir því gert að íþrótta-

höllin muni geta þjónað um 15.000

manns, en í henni verður aðstaða til

margs konar íþróttaiðkunar. Auk

aðstöðu til hefðbundinnar líkams-

ræktar verður þar m.a. knatt-

spyrnuvöllur með vönduðu gervi-

grasi, aðstaða til iðkunar, þolfimi,

hnefaleika, skvass, körfubolta,

tennis, badmintons, golfs og jóga.

Einnig verða þar verslun og veit-

ingastaður, auk þess sem boðið

verður upp á sjúkraþjálfun.

Meðal helstu nýjunga verður full-

kominn tækjasalur, sem stýrt verð-

ur með nýjustu tölvutækni. Iðk-

endur fá svokallaðan tölvulykil,

sem veitir þeim aðgang að stöðinni

og einstökum tækjum. Þjálfari vel-

ur ákveðna þjálfunardagskrá fyrir

viðkomandi, sem notar lykilinn við

hverja æfingu. Þá birtast fyrirmæli

á tölvuskjá við tækið; hversu hratt á

að fara eða hversu þung lóðin eiga

að vera.

Allar upplýsingar 

um notandann í tölvu

Allar upplýsingar um iðkandann

eru svo geymdar á tölvukerfi og

getur hann því skoðað frammistöðu

sína, ásamt þjálfaranum. Sævar

Pétursson segir að þegar hafi verið

gerður samningur við KR um þessa

þjónustu fyrir allt afreksfólk félags-

ins.

Þá verða tveir golfhermar í hús-

inu, en í þeim verður svipað tölvu-

kerfi, sem fylgist með frammistöðu

iðkandans.

Linda Pétursdóttir segir að sér-

staða miðstöðvarinnar felist í fjöl-

breytninni. ?Hér verður hægt að

stunda nánast allar íþróttir og allir

ættu að geta fundið eitthvað við sitt

hæfi; ungir sem aldnir; knatt-

spyrnuáhugamenn jafnt og tennis-

iðkendur; körfuknattleiksmenn

sem og hnefaleikamenn,? segir hún.

Heildarkostnaður við fram-

kvæmdina nemur rúmum 200 millj-

ónum króna.

6.000 fermetra heilsuræktarstöð rís í Kópavogi

Tæpur

mánuður

í vígslu

Sport-

hússins

Morgunblaðið/Arnaldur

Unnið er hörðum höndum að frágangi íþróttamiðstöðvarinnar.

Páll Kristjánsson, til vinstri, og Sævar Pétursson framkvæmdastjórar

Sporthússins. Á milli þeirra er Linda Pétursdóttir, kynningarfulltrúi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56