Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ

F

YRIR rúmri viku var

undirrituð viljayfirlýs-

ing milli stjórnvalda,

bandaríska álfyrirtæk-

isins Alcoa og Lands-

virkjunar um áfram-

haldandi viðræður

vegna byggingar 295 þúsund tonna

álvers í Reyðarfirði. Um leið undir-

rituðu Landsvirkjun og Alcoa sam-

komulag um skiptingu kostnaðar

við undirbúningsframkvæmdir við

Kárahnjúkavirkjun, sem ráðist

verður í í sumar og haust. Alcoa

tekur þar á sig 450 milljónir króna

og Landsvirkjun 150 milljónir og

fær álfyrirtækið fjárhæðina endur-

greidda ef samningar takast um ál-

verið.

Til að ræða umhverfis- og efna-

hagsþátt Kárahnjúkavirkjunar átti

Morgunblaðið viðtal við Friðrik

Sophusson, forstjóra Landsvirkjun-

ar. Hann var fyrst spurður hvort

Íslendingar þyrftu á því að halda að

reisa virkjun á borð við Kára-

hnjúkavirkjun og hvort hann teldi

landsmenn gera þær kröfur um lífs-

gæði sem kölluðu á slíka fram-

kvæmd.

?Ef Íslendingar ætla sér að búa

við svipuð lífsskilyrði og aðrar þjóð-

ir sem við keppum við þá þurfum

við að nýta auðlindir okkar. Við

komumst ekki hjá því að nýta fiski-

mið og orkuauðlindir okkar, og auð-

vitað hugvit fólksins sem hér býr.

Þess vegna er það eðlilegt að við

nýtum þessi fallvötn. Fyrir norðan

Vatnajökul eru ár sem búa yfir

mikilli orku og ég tel eðlilegt að

nýta þær. Það er hagkvæmt og

einnig er gott að geta virkjað á öðr-

um svæðum en við Þjórsá og á

Tungnaársvæðinu. Það jafnar

áhættuna og gefur tækifæri til þess

að fjölga störfum annars staðar en

á suðvesturhorninu.

Þetta eru hin almennu pólitísku

rök fyrir því að virkja. Ef við lítum

eingöngu á Landsvirkjun þá segir

skýrt og skilmerkilega í lögum um

starfsemi fyrirtækisins að því sé

ætlað að útvega orku fyrir við-

skiptavini sína, hvort sem þeir eru

gamlir eða nýir. Þess vegna er það

lagaskylda okkar að svara beiðni

eins og þeirri sem fram er komin.

Það sem ræður því hvort við mun-

um selja orkuna eða ekki, er verðið

á henni. Það verður að gefa okkur

nægilegan arð.?

Arðsemin eðlileg

? Telurðu að arðsemi af virkj-

uninni sé nægjanleg? 

?Ef samningarnir við Alcoa verða

á svipuðum nótum og þeir sem nán-

ast var búið að ganga frá við Reyð-

arál, þá liggur fyrir að arðsemi

eiginfjár af virkjuninni er á milli 12

og 14%. Sumitomo-bankinn fór yfir

alla útreikninga Landsvirkjunar og

telur að arðsemin sé mjög eðlileg

fyrir fyrirtæki í þessari grein. Þetta

þarf að undirstrika því að öðru hef-

ur verið haldið fram í blöðum, þrátt

fyrir skýra niðurstöðu bankans.?

? Var verðmæti landsins sem fer

undir virkjunina tekið með í þá út-

reikninga?

?Landsvirkjun greiðir að sjálf-

sögðu fyrir vatnsréttindi, önnur

eignarréttindi og bætur til landeig-

enda, eins og tíðkast hefur hér á

landi. Verðmætamat á landinu, sem

fer undir vatn, með tilliti til þess

hvort nota eigi það til annars, hefur

hins vegar ekki átt sér stað. Við

þurfum einnig að hafa í huga að

orkuvinnslufyrirtækin hér á landi

hafa kostað grunnrannsóknir á

náttúru landsins, langt umfram það

sem tíðkast annars staðar. Þær

rannsóknir hafa aukið þekkingu

okkar og sparað ríkinu ómælt fé.?

? Finnst þér að slíkt verðmæta-

mat eigi að fara fram?

?Slíkri spurningu, ásamt spurn-

ingunni um auðlindagjald, verða

stjórnmálamenn að svara.?

? Er það rétt að ending uppi-

stöðulóns á borð við það sem verður

við Kárahnjúkavirkjun sé takmark-

aður og lónið fyllist á allt að 100 ár-

um?

?Nei, það er ekki rétt því talið er

að lónið fyllist á 400 árum, miðað

við óbreytta stærð jökla og aur-

magn. Það er því alveg ljóst að

Hálslón fyllist ekki á þeim tíma

sem við erum að afskrifa virkj-

unina, en þar erum við að tala um

kannski 60 ár og við vitum að

starfstíminn verði hæglega 100 ár.

Elstu virkjanir okkar, eins og til

dæmis Sogið, eru betri í dag en

þær voru í upphafi. Þeim hefur ver-

ið haldið vel við. Búrfellsvirkjunin

skilar mun meiri orku í dag heldur

en þegar hún var byggð og ekki

annað að sjá en að hún dugi í að

minnsta kosti 100 ár.?

Framkvæmdin ekki vistvæn

að öllu leyti

? Ertu fullviss um að Kára-

hnjúkavirkjun sé endurnýjanleg

orkuauðlind?

?Mér finnst óhætt að halda því

fram að um sé að ræða endurnýj-

anlega orku þegar ending lóna er

mjög mikil. Vatnsaflið er því end-

urnýjanlegt og umhverfisvænt en

vissulega er það rétt að fram-

kvæmdin er ekki vistvæn að öllu

leyti. Við þurfum að taka land undir

vatn og breyta landnýtingunni og

ásýnd landsins með uppistöðulón-

um. Hér á landi er náttúran að

breytast og breytist kannski örar

en víða annars staðar. Við skulum

hafa í huga að mjög víða eru lón á

öræfum okkar og í tímans rás koma

þau til með að fyllast, rétt eins og

Hálslón. Það liggur í eðli náttúr-

unnar að jöklarnir bera fram aur

sem fyllir lónin. Ég bendi í þessu

sambandi á að þar sem Hálslón á að

koma var lón á sínum tíma, sem

fylltist af framburði árinnar fyrir

einhverjum þúsundum ára. Þess

sér stað í náttúrunni á svæðinu.?

? Uppfyllir virkjunin öll skilyrði

um endurnýjanlega orku sam-

kvæmt loftslagssamningi Samein-

uðu þjóðanna?

?Virkjunin hefur farið í gegnum

nálarauga mats á umhverfisáhrif-

um. Aldrei hefur verið unnin jafn

ítarleg matsskýrsla og vegna þess-

arar virkjunar. Fyrir liggur ítarleg-

ur úrskurður umhverfisráðuneytis-

ins, þar sem innlendir og erlendir

sérfræðingar komu að málinu. Öll

álitamál voru skoðuð. Auðvitað

verða gerðar breytingar á nátt-

úrunni með virkjuninni en maður-

inn er alla daga að laga náttúruna

fyrir sig, til að komast betur af.

Ef við ætlum að búa í þessu landi

komumst við ekkert hjá því að laga

náttúruna að okkar þörfum. Við

þurfum að gera það af mikilli virð-

ingu og taka tillit til nýjustu um-

hverfissjónarmiða. Landsvirkjun

leggur mikinn metnað í að umgang-

ast náttúruna með þeim hætti.?

Náttúruvernd hinna svörtu sanda

? Telurðu þá að hrófla megi við

náttúru landsins og nýta hana?

?Sumir halda því fram að ekki

megi undir nokkrum kringumstæð-

um hrófla við náttúrunni, aðeins

eigi að horfa á hana eins og hún

komi fyrir. Við verðum að hafa í

huga að náttúran er sífellt að breyt-

ast. Eldgos og jarðskjálftar eiga

sér stað án þess að mannskepnan

komi þar nærri. Sem betur fer hef-

ur maðurinn spornað við þróuninni

sums staðar og gert það svo til fyr-

irmyndar er. Ég bendi til dæmis á

að í eldgosinu í Vestmannaeyjum

var vatni sprautað á hraunið til að

hefta framrás þess. Fyrir vikið

fengu Vestmannaeyingar góða

höfn. Ef ekkert hefði verið að gert

hefði höfnin sennilega lokast og

gert eyjuna óbyggilega. 

Ég þekki sjónarmiðin sem fram

koma í spurningunni og kalla þau

stundum ?náttúruvernd hinna

svörtu sanda?. Ég kannast við

menn sem telja það andstætt allri

náttúruvernd að græða upp landið.

Þannig telja þeir að verið sé að

skemma Þjórsárdalinn með því að

græða hann upp eins og Lands-

virkjun hefur staðið í í samvinnu

við Landgræðsluna og heimamenn.

Ég staðhæfi að Þjórsárdalurinn er

miklu fallegri og náttúrulegri eftir

að hafa verið græddur upp, heldur

en á meðan svartur sandurinn fauk

um og eyðilagði.?

Við þurfum að ný

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir

minnihlutahóp meðal umhverfisverndarsinna

standa fyrir ófrægingarherferð gegn Kárahnjúka-

virkjun þar sem íslenskir hagsmunir séu ekki hafð-

ir í fyrirrúmi. Björn Jóhann Björnsson ræddi við

Friðrik um umhverfisþátt virkjunarinnar og fjár-

hagshlið framkvæmdarinnar sem byrjað verður á

nú í sumar og haust.

?

Þetta er ekki gert til að

friða Austfirðinga heldur

byggt á köldu mati á stöðu

málsins.

?

?

Þessi hópur virðist vera á

móti öllum virkjunum hér

á landi og ætlast til þess að

við nýtum hvorki auðlindir

okkar til lands né sjávar.

Þessi hópur mun áreið-

anlega, hér eftir sem hingað

til, reyna að halda úti

áróðri gegn virkjunarhug-

myndum. 

?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56