Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Hugvit og þekking verða 
að byggjast á einhverju
? Í nýrri skýrslu Þróunarstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna lendir
Ísland í 7. sæti á lífsgæðalista með-
al 173 þjóða heims. Þurfum við í
ljósi þeirrar stöðu að leggja áherslu
á stóriðju og virkjanaframkvæmdir
frekar en til dæmis þekkingariðnað
og fara þannig inn á braut sem
margar þjóðir, sem við miðum okk-
ur við, eru að hverfa frá?
?Menn verða að hafa það í huga
að hugvit og þekking verða að
byggjast á einhverju. Með því að
renna fleiri stoðum undir efnahag-
inn með nýtingu náttúruauðlind-
anna þá erum við í leiðinni að bæta
möguleika þeirra sem vilja vinna að
verkefnum sem krefjast hugvits og
þekkingar. Enginn vafi leikur á því
að Íslendingar eru sterkir í þjón-
ustu við sjávarútveg og framleiðslu
á vörum fyrir þá atvinnugrein. Á
undanförnum árum hafa íslensk
fyrirtæki verið að ryðja sér til rúms
í tækni sem snertir álframleiðslu og
þannig mætti áfram telja. Í raun og
veru er það gjörsamlega úrelt að
gera greinarmun á þekkingariðnaði
og öðrum iðnaði. Ég er ekki einn
um þá skoðun. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra gerði þessu efni
ágæt skil í ræðu sem hann flutti hjá
Verslunarráðinu fyrr á árinu, þar
sem hann sagði að þessi aðgreining
væri löngu úrelt. Allt er þetta
spurning um lífskjör. Ef menn taka
pólitíska ákvörðun um að hverfa frá
nýtingu náttúruauðlinda hér á landi
og lifa eingöngu á þekkingunni, þá
er ég sannfærður um að við verðum
ekki áfram í sjöunda sæti á lista
Sameinuðu þjóðanna og hröpum
hratt niður. Skynsamleg nýting
náttúruauðlinda í hafi og á landi er
forsenda fyrir því að við getum rek-
ið hér svonefndan þekkingariðnað
með sterkum háskólum og útflutn-
ingi á hugviti. Skynsamleg nýting
auðlindanna krefst ekki síður þekk-
ingar og hugvits.?
? Hver er helsti munur á þeirri
Kárahnjúkavirkjun sem nú stendur
til að reisa og þeirri sem upphaf-
lega stóð til að gera?
?Nú á að reisa álverið í Reyðar-
firði í einum áfanga sem kemur til
með að framleiða 295 þúsund tonn
af áli árlega. Orkuþörfin er talin
vera um það bil 4.400 gígavatt-
stundir á ári með töpum og eigin
notkun. Áður var talað um allt að
390 þúsund tonna álver í tveimur
áföngum með stærð Kárahnjúka-
virkjunar upp á um 690 MW. Nú er
ekki lengur verið að tala um að
virkja við Kröflu og Bjarnarflag.
Þannig sparast raforkulína frá
Kröflu og austur yfir. Eftir úrskurð
umhverfisráðherra um Kára-
hnjúkavirkjun dregur nokkuð úr
orkugetu hennar, því að fallið var
frá nokkrum veitum. Nú er því ver-
ið tala um 630 MW virkjun. Áætl-
aður stofnkostnaður Kárahnjúka-
virkjunar er nú talinn heldur lægri,
eða 94 milljarðar króna, á verðlagi í
janúar 2002. Virkjunin verður
byggð samfellt í einum áfanga, í
stað tveggja áður. Fjöldi ársverka
við virkjunina er nú talinn vera um
3.760 en var áður 4.550 fyrir báða
áfangana.?
Vonandi breytir 
rammaáætlunin umræðunni
? Hefur Hálslónið breyst?
?Hálslónið stækkar ekki. Með því
að virkja í einum áfanga græðum
við tvennt: Annars vegar er það
hagkvæmara og hins vegar verður
jafnara rennsli í Fljótsdal og minni
hætta verður á því að jarðvegurinn
blotni við árfarveginn. Þess vegna
er framkvæmdin í einu lagi hag-
stæð, fjárhagslega og fyrir um-
hverfið.?
? Rammaáætlun um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma hefur verið í
vinnslu hér á landi. Kemur hún til
með að hafa einhver áhrif á Kára-
hnjúkavirkjun?
?Nei, hún er ekki tilbúin. Þegar
vinna við áætlunina hófst var sér-
staklega tekið fram að það starf
myndi ekki undir nokkrum kring-
umstæðum tefja Alþingi eða stjórn-
völd í að virkja þar sem þyrfti að
virkja. Að undanförnu hafa þeir
sem vinna að verkefninu verið að
reyna að finna aðferðir til að meta
virkjanir. Orkufyrirtækin hafa ver-
ið beðin um að koma með gagnrýni
á aðferðafræðina. Við vonumst til
þess að á næsta ári liggi fyrir nið-
urstaða. Ef það tekst vel munu þær
niðurstöður vonandi breyta um-
ræðunni sem skapast hefur um
virkjanaframkvæmdir hingað til. Í
dag eru menn yfirleitt að rífast um
einn virkjanakost í einu en með til-
komu áætlunarinnar ætti að vera
auðveldara fyrir almenning að gera
sér grein fyrir heildarmyndinni.
Rammaáætlunin mun engu breyta
um þær ákvarðanir sem búið er að
taka. Áætlunin er hugsuð þannig að
auðveldara verði fyrir stjórnvöld að
raða virkjanaframkvæmdum eftir
annars vegar hagrænum sjónarmið-
um og hins vegar umhverfissjón-
armiðum. Síðan er það stjórnvalda
að taka ákvörðun um í hvaða röð
virkjanirnar koma.?
Aukinn stuðningur við virkjunina
? Óttastu að andstaða umhverf-
isverndarsamtaka við Kárahnjúka-
virkjun muni harðna enn frekar og
hafa áhrif á framkvæmdina? 
?Ég á erfitt með að segja til um
það en hins vegar er alveg ljóst að
stuðningur hér innanlands við
Kárahnjúkavirkjun hefur farið vax-
andi. Í nýrri Gallupkönnun, sem
birt verður innan skamms, kemur í
ljós að 60% þeirra sem taka afstöðu
eru hlynnt virkjuninni. Fyrir ári í
sambærilegri könnun voru 50%
þeirra sem afstöðu tóku hlynnt
virkjuninni.?
? Hvað um áhrif umhverfisvernd-
arsamtaka?
?Skipta má umhverfisverndar-
sinnum í tvo hópa. Annars vegar
eru þeir sem vara við því að gengið
sé á náttúruna óhóflega mikið. Ég
tek undir með þeim og tel nauðsyn
á að hafa aðgát í umgengni við auð-
lindirnar til sjós og lands. Ég fagna
þeim skilningi, sem fer vaxandi hér
á landi, að við eigum að skila nátt-
úrunni jafn góðri ef ekki betri til af-
komenda okkar heldur en hún var
þegar við tókum við henni. Það er í
anda sjálfbærrar þróunar. Ég skil
það einnig mjög vel að ekki er alltaf
hægt að beita hefðbundnum rökum
þegar menn deila um náttúruvernd.
Hún snertir tilfinningar manna líkt
og þjóðernisvitundin. Við eigum að
sjálfsögðu að bera fulla virðingu
fyrir tilfinningum manna og tilfinn-
ingalegum rökum. Ég reyni að
skilja þau rök og tel að tillit eigi að
taka til þeirra.
Ófrægingarherferð
náttúruverndarsamtaka
Hins vegar er minnihlutahópur í
röðum umhverfisverndarsinna sem
oft talar í nafni þeirra allra. Þessi
hópur virðist vera á móti öllum
virkjunum hér á landi, og ætlast til
þess að við nýtum hvorki auðlindir
okkar til lands né sjávar. Þessi hóp-
ur mun áreiðanlega, hér eftir sem
hingað til, reyna að halda úti áróðri
gegn virkjunarhugmyndum. Fá-
mennur hópur hér á landi semur
yfirlýsingar, til dæmis í nafni
WorldWide Fund, WWF. Þær eru
síðan sendar til útlanda og hingað
heim aftur í nafni alþjóðlegra sam-
taka. Út af fyrir sig er ekkert við
þessu að segja en það verður að
koma fram hvernig þessi mál eru
unnin. Fæstir þeirra sem eru að
senda mótmælin til okkar hafa
hingað komið. Þá liggur það fyrir
að formaður Náttúruverndarsam-
taka Íslands, Árni Finnsson, þiggur
fjárhæðir frá alþjóðasamtökum til
að standa straum af rekstrinum og
þar með kostnaði við þessa herferð.
Ég er ekki að gagnrýna þetta en
menn verða bara að hafa það í huga
að þessi samtök eru ekki að hugsa
um íslenska hagsmuni.
Á undanförnum mánuðum hafa
Náttúruverndarsamtök Íslands og
WWF því miður sent frá sér rangar
fullyrðingar um þessi mál. Ég tel
að þarna sé um ófrægingarherferð
að ræða. Tilgangurinn helgar með-
alið og ekki skiptir máli hvort menn
séu að segja satt og rétt frá. Við er-
um einmitt um þessar mundir að
tína saman það sem þessi samtök
hafa sagt beinlínis í því skyni að
koma röngum fullyrðingum á fram-
færi, og svara þeim með fyrirliggj-
andi staðreyndum. Við ætlum okk-
ur að birta þessa samantekt
fljótlega á heimasíðu Kárahnjúka-
virkjunar.?
Endurskoða þarf kostnað
? Ef við hverfum frá umhverf-
isþætti virkjunarinnar og snúum
okkur að peningahliðinni. Hvar á
vegi eru staddar viðræður við Alcoa
um orkuverð frá virkjuninni til ál-
versins?
?Við höfum að sjálfsögðu rætt við
fulltrúa Alcoa um hugsanlegt orku-
verð. Þeir vita nokkurn veginn hvað
við teljum okkur þurfa að fá. En
samningar liggja ekki fyrir og eig-
inlegar viðræður hefjast í byrjun
ágúst. Við stefnum að því að vera
komnir með raforkusamning og
ábyrgðarsamning í nóvember næst-
komandi. Við viljum að Alcoa beri
með okkur ábyrgð á virkjanafram-
kvæmdum þar til bygging álversins
hefst. Þess vegna get ég ekki rætt
um sjálft orkuverðið, enda erum við
bundnir trúnaði um það gagnvart
Alcoa sem öðrum viðskiptavinum í
stóriðju. Áætlað er að samningur-
inn við Alcoa gefi samsvarandi arð-
semi eigin fjár og talað var um í
samningunum við Reyðarál. Hafa
verður í huga að framkvæmdin er
ekki sú sama og áður, bæði hefur
virkjunin minnkað sem og álverið.
Þetta kallar á endurskoðun á fjár-
festingarkostnaði.?
? Stjórnendur Alcoa hafa verið
yfirlýsingaglaðir um orkuverðið og
virðast ekki hafa miklar áhyggjur
af þeim þætti málsins. Sammála
þessu?
?Þeir hafa skoðað okkar hug-
myndir og telja að við séum á svip-
uðum slóðum og þeir og því sé
óhætt að setja 450 milljónir króna í
undirbúningsframkvæmdir. Í raun
og veru segir það fjárframlag meira
en mörg orð. Eftir sem áður er nið-
urstaðan ekki fengin og við munum
ekki standa að samningum nema að
arðsemin sé í lagi.?
Áhættan fyllilega viðunandi
? Er það verjandi að fara í und-
irbúningsframkvæmdir áður en fyr-
ir liggur endanlegur samningur við
Alcoa?
?Já, ég tel að áhættan sé fyllilega
viðunandi. Framkvæmdirnar eru
þess eðlis að þær geta staðið áfram
þótt ekki verði virkjað á þessu
svæði, einkum vegir sem lagðir
verða og brúargerð. Einnig gæti
annað álfyrirtæki komið til sögunn-
ar og nýtt sér framkvæmdirnar ef
Alcoa hættir við sín áform.?
? Er þetta ekki bara pólitísk
ákvörðun til að sýna Austfirðingum
fram á að það eigi eitthvað að fara
að gerast?
?Nei, af og frá. Austfirðingar eru
búnir að bíða eftir virkjun og iðju-
veri áratugum saman. Þeim er eng-
inn greiði gerður með því að hefja
undirbúningsframkvæmdir ef ekk-
ert er á bak við þær. Þetta er ekki
gert til að friða Austfirðinga heldur
byggt á köldu mati á stöðu málsins
og þeirri trú að Alcoa ætli sér að
fara í verkefnið. Vissulega eru enn
lausir endar, annars vegar verð raf-
orkunnar og hins vegar verða tilboð
í stærstu verkþættina, stíflu- og
gangagerð, ekki opnuð fyrr en í
nóvember. Þá getum við borið sam-
an orkuverðið og framkvæmda-
kostnað samkvæmt tilboðunum. Á
þeim tíma, í lok ársins, munu þess-
ar upplýsingar liggja fyrir og þá
þurfa stjórnarmenn og eigendur
Landsvirkjunar að taka ákvörðun
um hvort þeir vilji halda áfram með
verkefnið.?
Ástæða til bjartsýni
? Er tilefni til meiri bjartsýni nú
en áður í sambærilegum viðræðum
um stóriðju, t.d. við Reyðarál og
vegna Atlantsálsverkefnisins á
Keilisnesi?
?Já, þetta verkefni er mjög langt
komið núna. Hafa þarf í huga að
vegna viðræðna við Reyðarál og
Norsk Hydro liggur fyrir umhverf-
ismat, búið er að forvelja verktaka-
fyrirtæki sem koma til með að gera
tilboð í stærstu verkþætti og unnið
er að hönnun verkefnisins. Augljós-
lega þarf að skoða umhverfisþætt-
ina aftur vegna breytinga á ál-
verinu. Að auki erum við nú að
ræða aðeins við eitt fyrirtæki, sem
er hið stærsta í heimi á sviði áliðn-
aðar og hefur á sinni stefnuskrá að
auka framleiðsluna. Í Atlantsál-
verkefninu vorum við að ræða við
mörg fyrirtæki sem tóku sig saman
og það var allt miklu þyngra í vöf-
um. Ákvarðanataka tók langan
tíma. Í viðræðunum við Reyðarál
var verið að tala við hlutafélag, sem
Norsk Hydro ætlaði sér ekki að
eiga meirihluta í. Öll ákvarðanataka
hjá Alcoa er mun sneggri, sem sést
best á því að málið hefur þegar
fengið jákvæðar undirtektir í aðal-
stjórn fyrirtækisins. Aðalstjórn
Norsk Hydro tók aldrei afstöðu til
verkefnisins á sínum tíma heldur
eingöngu framkvæmdastjórnin. Það
er því ástæða til bjartsýni þótt mál-
ið sé ekki endanlega komið í höfn.?
? Óttastu ekkert áhrif þróunar á
fjármálamarkaði vestan hafs að
undanförnu á ákvarðanir Alcoa? 
?Ekkert bendir til þess að Alcoa,
frekar en önnur stór álfyrirtæki,
blandist inn í umræðuna um þá
sviksamlegu háttsemi sem nú er til
skoðunar í Bandaríkjunum. Enginn
getur sagt til um það á þessari
stundu hvort veruleg efnahags-
kreppa muni eiga sér stað. Þau fyr-
irtæki sem athyglin beinist að eru
einmitt spútnikfyrirtæki úr svoköll-
uðum þekkingariðnaði. Þau hafa
risið hratt með miklum væntingum
og fallið á sama hraða. Stöðugleiki
hjá fyrirtækjum í gömlum og grón-
um iðnaði líkt og álframleiðslu og
raforkuiðnaði er allt annar. Þar er
verið að framleiða og selja efnisleg
verðmæti sem vitað er að við notum
um ókomin ár.?
Eftirsjá hjá Norsk Hydro
? Fram kemur í viljayfirlýsing-
unni við Alcoa að stjórnvöld og
Landsvirkjun hafa slitið öllum við-
ræðum við Norsk Hydro. Hefur þú
fundið eftirsjá í huga Norðmanna? 
?Þeir starfsmenn Norsk Hydro
sem sömdu við okkur hafa lýst því
yfir að mikil eftirsjá sé eftir sam-
starfinu um þessi verkefni á Aust-
urlandi. WWF í Noregi gaf það
reyndar út á sínum tíma að sam-
tökin hefðu komið í veg fyrir það að
Norsk Hydro héldi áfram með
verkefnið. Þetta er að sjálfsögðu al-
rangt. Það hefur meðal annars
komið fram í ummælum talsmanna
Norsk Hydro í viðtölum við Morg-
unblaðið að þeir vildu halda áfram.
Af hverju halda samtökin þessu
fram? Það er til að koma því inn hjá
Alcoa að annað fyrirtæki hafi hætt
við af þessum sökum. Þetta er bara
áróðursbragð þar sem tilgangurinn
helgar meðalið. Þetta sýnir hve
menn leita langt til að ófrægja
verkefnið og koma í veg fyrir að við
getum samið við Alcoa.?
? Hver verða áhrif álvers Alcoa á
útflutningstekjur þjóðarinnar?
?Talið er að útflutningstekjur af
áli gætu þrefaldast í krónum talið
frá árinu 2000 til 2010, miðað við
sama verðlag. Árið 2000 var flutt út
ál fyrir 26 milljarða króna en nú er
talið að verðmætið geti orðið um
það bil 75 milljarðar árið 2010, á
sama verðlagi, ef álver Alcoa er
tekið með í reikninginn ásamt fyr-
irhugaðri stækkun Norðuráls.
Þetta gæti þýtt að hlutfall áls í út-
flutningi okkar muni tvöfaldast á
sama tímabili.?
Virkjað á sama tíma á
suðvesturhorni landsins
? Að endingu, Friðrik. Hvað tek-
ur við hjá Landsvirkjun ef af Kára-
hnjúkavirkjun verður?
?Við munum ekki þurfa að bíða
eftir því að þessi virkjun klárist. Ef
allt fer fram sem horfir er reiknað
með að hún verði fullbyggð árið
2007. Við gerum okkur vonir um að
settar verði niður virkjanir á suð-
vesturhorni landsins á sama tíma til
að útvega rafmagn vegna stækk-
unar Norðuráls. Samningaviðræður
hafa staðið yfir milli Norðuráls ann-
ars vegar og Landsvirkjunar, Orku-
veitu Reykjavíkur og Hitaveitu
Suðurnesja hins vegar. Um er að
ræða Búðarhálsvirkjun sem er
tilbúin til framkvæmda þar sem öll
leyfi eru fyrir hendi, og Norðlinga-
ölduveitu sem kemur úr mati á um-
hverfisáhrifum í næsta mánuði. Til
viðbótar eru Orkuveita Reykjavíkur
og Hitaveita Suðurnesja að und-
irbúa jarðgufuvirkjanir sem gætu
komið að gagni í þessu sambandi.? 
ta auðlindirnar
Morgunblaðið/Arnaldur
?Virkjunin hefur farið í gegnum
nálarauga mats á umhverfisáhrifum.
Aldrei hefur verið unnin jafn
ítarleg matsskýrsla og vegna
þessarar virkjunar.?
bjb@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 13

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56