Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ

S

VEINBJÖRN Sigurðsson

byggingameistari býr yfir

langri og ríkulegri reynslu.

Sveinbjörn, sem er fæddur

árið 1919, lauk sveinsprófi

vorið 1940 og fyrirtæki hans, Svein-

björn Sigurðsson ehf., elsta starfandi

byggingarfyrirtæki á Íslandi, á 60

ára afmæli í ár. Hann rak fyrirtækið

allt til ársins 1990 er þrír sona hans

tóku við af honum og gerðu fyrirtæk-

ið að einkahlutafélagi. Á löngum ferli

hefur Sveinbjörn útskrifað fleiri

húsasmiði en nokkur annar, um

fimmtíu talsins. Nú starfa um 50

manns hjá fyrirtækinu við ýmis verk-

efni á Reykjavíkursvæðinu og víðar.

Morgunblaðið hitti Sveinbjörn að

máli í tilefni sextugsafmælis fyrir-

tækisins og bað hann að líta yfir far-

inn veg. Fyrst rifjaði hann upp æsku-

árin við Laugaveginn.

Að sjá húsin rísa við Laugaveg

?Ég ólst upp á Laugavegi 30, ská á

móti Kirkjuhúsinu. Það stórhýsi

byggði Kornelíus Sigmundsson

byggingameistari fyrir Martein Ein-

arsson kaupmann. Það tel ég vera

eitt best byggða hús á landinu og var

gaman að sjá það rísa af grunni.

Nokkur glæsileg hús risu á þessum

tíma við Laugaveginn, hús sem stað-

ist hafa tímans tönn vegna vandaðra

vinnubragða.? Áhuginn á byggingum

og húsasmíði vaknaði snemma hjá

Sveinbirni. Aðrir í fjölskyldunni voru

þó í öðrum starfsgreinum. ?Pabbi var

lóðsmaður á dönsku varðskipunum

og ferðaðist með þeim um landið. Jón

bróðir minn var sjómaður en Oddur

bróðir fór í Verzlunarskólann. Móðir

mín vildi ekki að ég færi til sjós og því

fékk hún að ráða. Að vísu fór ég einu

sinni á sjó, að sækja seglskipið Capit-

ana ásamt Jóni bróður mínum til

New York. Það var ævintýraleg

ferð,? segir Sveinbjörn og hlær. Þess

má geta að Capitana var hið glæsi-

legasta kaupskip, upphaflega í eigu

tekaupmannsins sir Thomas Liptons

en var keypt af Magnúsi Andréssyni

til Íslands til flutninga í stríðinu. 

Hvar nam Sveinbjörn iðn sína?

?Ég lærði hjá Ólafi Theodórs, bygg-

ingameistara frá Borðeyri. Sumarið

1936 stóð fyrir dyrum að steypa

kjallara aðalbyggingar Háskóla Ís-

lands og ég fékk vinnu hjá Ólafi við

þetta verk. Næstu fjögur árin var ég

hjá honum og lærði húsasmíði í Iðn-

skólanum.? 

Sveinbjörn réðst til starfa hjá Al-

menna byggingafélaginu hf. eftir

sveinsprófið árið 1940. ?Fyrsta húsið

sem ég byggði er númer 8 við

Nönnugötu. Fyrsta húsið fyrir eigin

reikning byggði ég hins vegar ásamt

bróður mínum, Oddi, árið 1942, húsið

númer 7 við Bollagötu. Það er

tveggja hæða hús með kjallara. Þar

með hófst sjálfstæð starfsemi sem

enn varir undir stjórn sona minna.?

Sveinbjörn vann þó enn fyrir Al-

menna byggingafélagið um nokkurra

ára skeið. Hann reisti einnig fjölda

bragga fyrir breska herinn.

Meðan á stríðinu stóð var mikill

skortur á byggingatækjum. Bretarn-

ir höfðu keypt nær öll tæki sem til

voru. ?Vorið og sumarið 1942 byggð-

um við kexverksmiðjuna Frón, Ræs-

ir við Skúlagötu, vélsmiðjuna Hamar

og Hafnarhvol, aðeins með eina

hrærivél,? segir Sveinbjörn og hlær

yfir dugnaðinum. Ekki tók betra við

að stríðinu loknu.

Tæki og efni af skornum skammti

?Í lok stríðsins var lítið um bygg-

ingaefni í Reykjavík, við urðum að

nýta það sem hendi var næst,? segir

Sveinbjörn og hristir höfuðið. ?Leif-

ar herliðsins voru um allt, braggarnir

margir auðir og nú rifum við þá. Gólf-

plötur bragganna, braggabotnarnir,

nýttust vel sem uppsláttarmót fyrir

okkur. Við urðum að byggja húsin út

frá þeim, einn botn var tveir og hálf-

ur metri á lengd og við það miðuðust

gluggar og veggir hússins.? Að sama

skapi var erfitt að fá sement og timb-

ur. ?Við þurftum leyfi fyrir öllu. Allt

var skammtað og því meira sem þú

áttir, því erfiðara var að fá efni.?

Húsnæðiseklan var mikil á þessum

tíma og Sveinbjörn seldi húsin áður

en þau byggðust. ?Við vorum þefaðir

uppi við steypuvinnuna og spurðir

hvort þetta verðandi hús væri til

sölu. Nokkrum dögum síðar gat mað-

ur átt von á kaupanda, þrátt fyrir að

húsið væri enn óbyggt.? 

Minnisstæðir samferðamenn

Margir arkitektar hafa unnið með

Sveinbirni í gegnum tíðina. ?Ég

minnist sérstaklega Þóris Baldvins-

sonar, hann var mikill hugmynda-

smiður og mjög ákveðinn hvað varð-

aði verklag og útfærslu. Þegar ég

vann við húsin hans mátti oft búast

við sérstökum óskum um steypu-

vinnu og lausnir.? Aðrir teiknarar

koma upp í hugann þegar Sveinbjörn

rifjar upp skilyrðin um 1940-1950.

?Hafliði Jóhannsson húsasmíða-

meistari teiknaði fjölda húsa, sér-

staklega í Norðurmýrinni. Hann

fékk varla svefnfrið á þessum árum,

fólk elti hann uppi og bað hann um að

rissa upp teikningu fyrir sig eða gefa

sér góð ráð. Atgangurinn var slíkur

við að fá teikningar í hendur og byrja

að byggja.? Einar V. Sveinsson,

húsameistari Reykjavíkurbæjar,

berst einnig í tal. ?Aldrei klikkaði hjá

honum samlagningin, sama hvað

flóknar teikningarnar voru hjá hon-

um,? segir Sveinbjörn og kímir. ?Ég

byggði nokkrar blokkir eftir Einar.

Íbúðirnar voru í spegil, líkt og enn

tíðkast, og við notuðumst við sömu

teikninguna aftur og aftur, snerum

henni bara eftir hentugleikum.?

Samstarfið við DAS

Fyrstu byggingar Hrafnistu,

Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

(DAS) í Laugarási, voru opnaðar árið

1957. Sveinbjörn sendi inn tilboð að

byggja nýjar deildir við dvalarheim-

ilið og hlaut verkið, fyrst árin 1959-60

og svo aftur á 7. áratugnum. Meg-

inhluti Hrafnistuhússins reis undir

hans stjórn. ?Þetta var mikið fyrir-

tæki, enda um stórhýsi að ræða. Ég

sá fljótlega að upphaflegar teikning-

ar voru óhagkvæmar vegna þess að

enginn kjallari átti að vera undir hús-

unum. Ég benti forsvarsmönnum

DAS á að sprengja út kjallarann og

fékk það í gegn. Að sjálfsögðu

gagnast kjallarinn feykivel og gott að

málin leystust farsællega.? Hús DAS

Byggingar um alla 

?Mér hefur samið við

alla menn,? segir Svein-

björn Sigurðsson bygg-

ingameistari þegar

hann lítur yfir farinn

veg. Bjarni Benedikt

Björnsson ræddi við

Sveinbjörn, sem er

stofnandi elsta starf-

andi byggingafyrirtækis

landsins.

Borgarleikhúsið í byggingu, mynd frá árinu 1983.

Morgunblaðið/Þorkell

Sveinbjörn Sigurðsson byggingameistari.

ALLS eiga Sveinbjörn Sigurðsson

og kona hans, Helga Kristinsdóttir,

fimm börn. Anna María er gull-

smiður, Kristinn er byggingafræð-

ingur, og Árni, Sigurður og Svein-

björn eru allir byggingameistarar og

eigendur fjölskyldufyrirtækisins

ásamt föður sínum. Þeir bræður

voru teknir tali varðandi þau verk-

efni sem nú eru á döfinni hjá fyrir-

tækinu, líkt og sjá má á heimasíðu

fyrirtækisins, www.verktaki.is. 

?Það er margt í gangi núna,? segir

Sigurður. ?Það er Víkurskóli við

Hamravík í Borgarholti og leikskóli í

Grafarholti,? bætir Sveinbjörn við,

?og fyrir nokkrum dögum tókum við

að okkur endurbætur á Þórisvatns-

miðlun fyrir Landsvirkjun og

ákváðum samstarf um byggingu

fjögurra blokka í Grafarholti. Við er-

um meira að segja búnir að auglýsa

eftir mönnum.? Verkefnið við Þóris-

vatn er þriðja hálendisverkefnið sem

þeir bræður taka að sér, fyrri voru

yfirfall á Blöndu og botnrás á Há-

göngum. 

Nokkrum tilboðum er enn ósvar-

að. ?Við erum alltaf með nokkur

verkefni í farvatninu, en það er ekki

þar með sagt að þau séu tryggð. Til-

boðunum er ýmist tekið eða ekki,?

segir Sveinbjörn.

Fyrirtækið hefur byggt fjölda

aksturs- og göngubrúa undanfarin

ár. ?Við byrjuðum á brúnni við

Rauðavatn og höfum síðan byggt

þrjár brýr yfir Miklubraut og núna

erum við búnir að ljúka okkar hluta

af nýju brúnni milli Grafarvogs og

Grafarholts, á Víkurvegi,? segir

Árni.

Útboðin eru lífæð verktakanna

Líkt og faðir þeirra eru bræðurnir

iðnir við að senda inn tilboð í verk

sem boðin eru út. ?Útboð eru lang-

algengasti vettvangurinn á þessum

markaði. Við reynum eftir megni að

hafa þau nógu lág svo að við fáum

verkið,? segir Sigurður. ?Samt sem

áður er markaðurinn mun óvægnari

nú en í tíð föður okkar,? bætir Árni

við, ?og mikið um undirboð og

óraunhæfa kostnaðarliði; allt er gert

til þess að ná verkefninu.?

Fjölskyldufyrirtæki eins og

Sveinbjörn Sigurðsson ehf. hefur

reynt eftir megni að keppa við stóra

verktaka á markaðnum. Liðsheildin

er mjög góð og fjöldi starfsmanna

hefur unnið hjá fyrirtækinu um

lengri tíma. ?Það er ekki algengt í

þessum bransa að hafa menn svona

lengi hjá sér. Menn sem unnu hjá

föður okkar hafa haldið áfram hjá

okkur og við erum með starfsmenn

með yfir 25 ára starfsreynslu,? segir

Árni og þeir bræður gleðjast yfir því

Bræðurnir Árni, Sveinbjörn og Sigurður Sveinbjörnssynir stjórna nú fyrirtæki föður síns, Sveinbirni Sigurðssyni ehf.

Byggjum á far-

sælli reynslu

Morgunblaðið/Þorkell

Sveinbjörn Sigurðsson ásamt sonum sínum, (f.v.) Árna, Sveinbirni og Sigurði.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56