Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						í Laugarási voru byggð fyrir ágóða af
happdrættinu og Laugarásbíói, ?og
það var mikilvægt að nýta peningana
vel til byggingarinnar og ná sem
bestri nýtingu á húsnæðinu,? segir
Sveinbjörn, sem ávallt hefur verið
þekktur fyrir nýtni og útsjónarsemi.
Stuttu eftir að Sveinbjörn og
teymi hans lauk við byggingu Hrafn-
istu bauð hann í byggingu stórhýsis,
eitt punkthúsanna við Austurbrún.
?Við réðumst í þetta stórvirki, að
byggja eina af hæstu blokkum
Reykjavíkur til þess tíma. Við smíð-
uðum flekamót á jörðu niðri og hífð-
um upp. Þetta var óskaplega mikið
fyrirtæki, en hafðist allt. Við skiluð-
um nær 70 íbúðum frágengnum og
það var mikil vinna að hafa svo marg-
ar íbúðir á sinni könnu.?
Meðan á öllum stórframkvæmd-
unum stóð sá eiginkona Sveinbjörns,
Helga Kristinsdóttir, um mat handa
öllum og var hægri hönd eigin-
mannsins í starfseminni. ?Oft var
unnið fram eftir og engir skyndibita-
staðir komnir, svo að Helga sá um að
færa okkur mat. Ég fór alltaf heim í
hádeginu í mat og keyrði marga sam-
starfsmenn með mér til síns heima.?
Erillinn stóð sem hæst í hádeginu, öll
spjót stóðu á Sveinbirni varðandi
ákvarðanatöku og afborganir. ?Ég
sat í símanum í hádeginu að leysa úr
málum og einnig komu rukkarar
heim að ganga frá hinu og þessu.
Helga hélt á heftinu og afgreiddi þá.
Þrátt fyrir allan erilinn náði maður
nú samt að fá sér kríu áður en störfin
hófust að nýju.?
Farsælt starf í þágu borgarinnar
Sveinbjörn Sigurðsson hefur
byggt fjölda bygginga fyrir Reykja-
víkurborg frá um 1960, þegar hann
sendi inn tilboð í byggingu fjölbýlis-
húsa við Álftamýri, sem borgin bauð
út. ?Ég hafði ekki byggt fyrir borg-
ina áður, ákvað þó að senda inn tilboð
í verkið. Eftir að lægsta tilboðið var
dregið til baka kom það í minn hlut
að byggja blokkirnar. Eftir það fór
ég að senda inn fjölda tilboða til
borgarinnar. Ég hef reist á þriðja tug
leikskóla um alla borg og einnig í
Hafnarfirði.? Sagt er, að Sveinbjörn
hafi búið yfir sérstakri leikni við að
slumpa á kostnað við byggingarnar
eftir þyngd útboðsgagnanna, svo sjó-
aður var hann orðinn í ferlinu. Svein-
björn byggði einnig verkstæði 
strætisvagna á Kirkjusandi, Vestur-
hlíðarskóla, viðbyggingu við
Vogaskóla og Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinn fyrir borgina, svo nokk-
ur verk séu nefnd, en stærsta opin-
bera verkefnið var tvímælalaust
Borgarleikhúsið við Listabraut.
?Borgarleikhúsið var mikið verk,
og það þurfti mikla útsjónarsemi við
byggingu þess. Til dæmis eru engin
grunnform hornrétt, alltaf 60° horn í
útveggjunum.? Framkvæmdin tók
langan tíma, enda var fjármagnið
mismikið. ?Reykjavíkurborg og
Leikfélag Reykjavíkur reyndu eftir
megni að halda verkinu í gangi, en
fjármagnið dugði stundum ekki til
framkvæmda,? segir Sveinbjörn, en
þetta hafðist og var húsið vígt 13 ár-
um eftir fyrstu skóflustunguna, árið
1989. Þess má geta að fyrirtækið sá
einnig um framkvæmdir innandyra
við nýtt svið leikhússins, sem tekið
var í notkun á síðasta ári.
?Ég lagði ávallt mikla áherslu á
það að leita fyrst og fremst verkefna
innan Reykjavíkur. Með því móti
sparaðist mikill ferðakostnaður,
bæði með menn og tæki. Af því leiðir
að verk mín standa nær eingöngu í
Reykjavík,? bætir Sveinbjörn við.
Athyglisvert er hve Sveinbjörn
hefur verið lánsamur í útboðum á
ferli sínum. Ótalin skipti hefur hann
verið með lægsta tilboðið. Hvernig
fór hann að þessu? ?Ég vann svo
mikið,? svarar Sveinbjörn að bragði.
?Mér féll aldrei verk úr hendi. Eftir
að samverkamenn mínir voru farnir
heim dvaldi ég enn um stund að ljúka
verki. Helgarnar fóru einnig í þetta,
ég gaf mig á allan hátt starfinu. Mér
var spáð gjaldþroti í sífellu, en ég
hélt mér á floti. Aðeins einu sinni hef
ég tekið lán. Nú á dögum gera menn
ekkert án þess að steypa sér í skuldir
með lántökum.?
Rólegt ævikvöld hjá Maó
Sveinbjörn hætti störfum um sjö-
tugt og í tilefni starfslokanna hefði
sannarlega mátt halda stórveislu.
?Ég afþakkaði allar veislur mér til
heiðurs, ? segir Sveinbjörn, ?en þess
í stað óskaði ég mér að stofnaður yrði
sjóður til skógræktar.? Sveinbjörn
hefur alla tíð verið ákafur
skógræktarsinni, enda umhugað um
að skila til baka öllu timbrinu sem
hann hefur notað við uppsláttinn.
Fjöldi birgja og heildsala, sem Svein-
björn hafði skipt við, tóku sig saman
og bjuggu til skógræktarsjóð. Plant-
að var í nágrenni Korpúlfsstaða og
var lundurinn meðal annars heim-
sóttur þegar alþjóðlegt verktakaþing
var haldið hér á landi árið 1990.
?Mér hefur samið við alla menn,?
svarar Sveinbjörn þegar spurt er um
samstarfið við alla viðskiptavinina
undanfarna áratugi. ?Aldrei hefur
komið til málaferla, leiðinda eða
greiðsluerfiðleika. Það finnst mér af-
skaplega gott að vita og ég er mjög
sáttur við ævistarfið. Það hefur alltaf
gengið svo vel og góðir menn verið í
vinnu hjá mér.? Greinilegt er að
Sveinbjörn er sáttur maður, en að
lokum leyfir blaðamaður sér að for-
vitnast um gælunafnið sem fest hefur
við Sveinbjörn, Maó. Hvernig kom
það til? ?Það var alltaf sagt Maó er að
koma! þegar ég birtist á vinnustað.
Þetta átti víst að vísa til þess að það
væru tveir formenn í heiminum, ann-
ar í Kína, hinn á Íslandi! Ég mót-
mælti því ekkert, en þegar fyrrver-
andi starfsmenn mínir gáfu mér
einkanúmerið MAÓ á bílinn í áttræð-
isafmælisgjöf var nafnið endanlega
hengt á mig,? segir Sveinbjörn að
lokum og hlær.
borg
Morgunblaðið/Ólafur K Magnússon
bjarniben@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 17
góða mannvali sem þeir hafa.
Íbúðirnar henta 
ekki markaðnum
Þegar talið berst að íbúðarhúsum
þyngist á þeim bræðrum brúnin.
?Markaðurinn þarf fleiri litlar íbúð-
ir, en það hefur verið erfitt að fá leyfi
til að byggja þær,? segir Sveinbjörn.
Erfiðlega gengur að selja stórar og
dýrar íbúðir. ?Sumir verktakar, til
dæmis í Grafarholti, minnkuðu íbúð-
irnar sem þeir byggðu og seldu
ágætlega. Aðrir sitja uppi með 
stórar eignir óseldar,? bætir Sig-
urður við. 
Mun minna er nú um að fólk
standi í húsbyggingum sjálft.
?Markaðurinn hefur beinst inn á
þessa braut, að verktakar byggja og
selja síðan fólki í húsnæðisleit,? seg-
ir Sveinbjörn. Að sama skapi eru fé-
lög húsbyggjenda liðin tíð. ?Hér áð-
ur fyrr var algengt að fólk tók sig
saman um að byggja til dæmis
blokk, en nú sést það ekki lengur,
enda skoðanir oft skiptar um hvern-
ig húsin eiga að vera,? útskýrir Árni.
Stórframkvæmdir bjarga miklu
Margir verktakar eru starfandi á
höfuðborgarsvæðinu og slagurinn
harður um verkin. ?Meðan ekki eru
stórframkvæmdir, til dæmis bygg-
ing virkjunar eða þess háttar, er
markaðurinn yfirfullur af verktök-
um,? segir Árni. Greinilegt er að
mikla hörku þarf til að halda fyr-
irtækinu á floti og verða sér úti um
verkefni. ?Við lifum á reynslunni og
traustum viðskiptum byggðum á
góðu orðspori fyrirtækisins,? segja
þeir að lokum og drífa sig á vettvang
á ný til að stjórna aðgerðum.
TENGLAR
..............................................
Sveinbjörn Sigurðsson ehf.:
www.verktaki.is
Ljósmynd/Þórarinn Einarsson
Víkurskóli í Borgarholti, sem nú er í byggingu.
?ÞAÐ eyðist sem af er tekið,? segir
gamalt máltæki. Líklega á þetta við
um flest nema þá kannski ástina ?
hún er sögð eins og móðurmjólkin
sem eykst víst því meira sem barnið
sýgur.
Víst er að flestir hlutir hafa til-
hneigingu til þess að slitna og við það
minnkar gildi þeirra í margra augum,
ekki síst meðal Íslendinga nútímans.
Þeir hinir sömu reyna að komast
fram hjá slitinu og hverfulleikanum
með því t.d. að
henda hlutum jafn-
skjótt og fer að sjá
á þeim - en það eru
til ýmsar aðrar að-
ferðir til að takast á
við forgengileik-
ann.
Einu sinni átti ég
tal við myndarlega
eldri listakonu sem um margra ára
skeið hafði tekið á móti fyrirfólki og
erlendum gestum á heimili sínu. Hún
átti gamalt og afar fallegt gólfteppi
sem farið var talsvert að slitna þar
sem mest hafði verið gengið á því.
?Synd að þetta fallega teppi skuli
vera orðið svona slitið, þú verður að
fara að endurnýja,? sagði ég, þar sem
ég sat í stofunni og horfði á umrætt
teppi.
?Mér er alveg sama þótt teppið sé
slitið, mér finnst það bara betra fyrir
vikið,? svaraði konan.
?Jaá,? sagði ég, sennilega með
nokkurri vantrú í röddinni.
?Ég get ekki skilið af hverju hlutir
mega ekki verða slitnir. Fólk hér
hendir öllu um leið og sagan fer að
setja mark sitt á það,? sagði konan.
Mér urðu þessi orð hennar hrein
opinberun. Áður hafði mér einsog
ýmsum öðrum fundist það eðlileg af-
staða að reyna að skipta því út sem
fyrst sem farið var að sjá eitthvað á.
?Sjáðu til, þetta teppi hefur slitnað
með mér, mínir gestir hafa gengið á
því og ég hef sjálf slitið því með því að
ganga fram og aftur á því, bæði þegar
vel og illa hefur legið á mér. Mér
finnst vænt um þetta slit, mér finnst
það beinlínis fallegt,? hélt konan
áfram.
Ég hugsaði um öll þau teppi sem
við Íslendingar höfum fleygt undan-
farna áratugi ? mun heillegri teppi en
þetta munstraða og handhnýtta teppi
var.
Hvar skyldu þau teppi vera nú?
Líklega hjá öllum innréttingunum,
húsgögnunum og fötunum sem kast-
að er í haugum daglega.
Við höfum sannarlega verið dugleg
að fleygja. Ekki aðeins höfum við
fleygt húsmunum og fatnaði,við höf-
um líka kastað yfir öxlina ýmsum
dyggðum, skoðunum og hugmyndum
sem eftirsjá er að, af því að þær gáfu
okkur jarðsamband.
Það var til dæmis álitið eftirsókn-
arvert að vera veitandi fremur en
þiggjandi í lífinu, vera heiðarlegur og
borga út í hönd fremur en fá lánað og
bera ekki einkamál sín á torg. Slík
viðhorf sýnast á undanhaldi.
Allt þetta flaug í gegnum huga mér
meðan ég horfði á slitna teppið. Í
huganum sættist ég við gólfteppi sem
ég keypti fyrir nokkrum árum og er
strax farið aðeins að slitna, við gamla
borðið sem ég erfði eftir mömmu
mína og er fremur riðandi á fótunum,
við gamla silfurskál sem þyrfti sam-
kvæmt ýtrustu kröfum að fá nýja
húðun og þannig mætti telja.
Orð umræddrar konu breyttu við-
horfi mínu varanlega, ég hef hætt að
ergja mig eins mikið og ég gerði yfir
svona hlutum. Ég horfi bara á þá, þó
nokkuð ástúðlega, og hugsa með
mér:
?Það getur vel verið að þú sért ekki
lengur eins fín eða fínn og þú varst en
það er bara allt í lagi. Aldurinn hefur
gefið þér aðra vikt.?
Og þannig er þetta líka með fólkið í
umhverfinu. Einnig það sé ég með
svolítið öðrum augum ? rétt eins og
gamla teppið. Gallar þess og sjálfrar
mín fara ekki lengur eins mikið í
taugarnar á mér, ég hugsa þá með
mér, heldur umburðarlyndari en ég
var, að viðkomandi persóna sé að vísu
orðin nokkuð hvefsin eða þung á bár-
unni með aldrinum, en á hinn bóginn
hafi hún líka öðlast nýja vídd, eins-
konar harmsögulegt slit hafi orðið á
persónuleikanum, en það geri hana
einmitt mér kærari og kunnuglegri ?
ég hef jú séð þetta allt saman gerast.
Þessi leið konunnar til þess að gera
sér slit og hverfulleika lífsins bæri-
legri er að sínu leyti ekkert verri að-
ferð en sú vinsæla fyrrnefnda leið Ís-
lendinga að skipta öllu út strax og fer
að sjá á því. Á hinn bóginn er líklega
varasamt að ganga of langt í þessum
efnum, hóf er best í öllu, bæði því að
sætta sig við slitið og að kaupa allt
nýtt ? og ef út í það er farið er jafnvel
heppilegt að hafa hóf á sjálfu hófinu
líka.
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er hófið ekki best?
Gamla, slitna teppið!
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56