Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
D
r. Sigrún Klara Hann-
esdóttir tók við starfi
landsbókavarðar 1.
apríl síðastliðinn. Sig-
rún er fyrsta konan
sem gegnir því starfi frá stofnun
safnsins árið 1818 og jafnframt fyrsti
bókasafnsfræðingurinn. Samkvæmt
lögum um safnið frá 1994 er Sigrún
ráðin til næstu fimm ára með mögu-
leika á endurráðningu í önnur fimm
ár með samþykki stjórnar safnsins. 
Sigrún kom til safnsins frá Finn-
landi en undanfarin fjögur ár hefur
hún verið framkvæmdastjóri nor-
rænnar stofnunar, NORDINFO,
sem er norrænt ráð um vísindalegar
upplýsingar. Sigrún er eini Íslend-
ingurinn, sem hefur lokið doktors-
prófi í bókasafns- og upplýsinga-
fræði og áður en hún fór til
Finnlands hafði hún verið kennari
við Háskóla Íslands um þriggja ára-
tuga skeið, síðast sem prófessor.
?Þetta er algert draumastarf,?
segir Sigrún. ?Landsbókasafnið er
mikið safn, sem býður upp á fjöl-
þætta og skapandi vinnu og óend-
anlega möguleika. Safnið spannar
allar tegundir miðla, hér eru gömlu
handritin geymd og reyndar allt sem
prentað hefur verið á íslensku auk
innlendra og erlendra rafrænna
gagna á netinu.?
Sigrún segir að Landsbókasafnið
hýsi í raun tvö söfn. ?Hlutverk safns-
ins er því fjölþætt og eiga aðstæður
hvergi að vera betri til að stunda
rannsóknir en einmitt hér,? sagði
hún. ?Safnið er Þjóðarbókhlaða, með
allan sinn þjóðlega fróðleik og jafn-
framt Háskólabókasafn sem sinnir
þörfum háskólans og vísindasam-
félagsins en ég sé einnig fyrir mér
þriðja hlutverkið og það er aukin
þjónusta við atvinnulífið. Hjá okkur
starfa sérfræðingar í heimildarleit,
sem geta aðstoðað þegar leitað er
eftir upplýsingum t.d. um Evrópu-
sambandið, lög og reglur sem þar
gilda. Ég veit að það er vaxandi þörf
á slíkri þjónustu og þetta er verk-
efni, sem við gætum tekið að okkur
með litlum tilkostnaði.?
Unnið að stefnumótun
Sigrún sagði að fljótlega eftir að
hún tók við starfi landsbókavarðar
hafi hún farið að huga að úttekt á
starfseminni og stefnumótun. ?Fyrir
skömmu var efnt til stefnumótunar-
vinnu eina helgi með þátttöku starfs-
manna, fulltrúum Háskóla Íslands
og óháðum aðilum utan úr bæ í hlut-
verki safngesta, þannig að þeirra
viðhorf kæmu einnig fram. Þetta var
35 manna hópur, sem lét hugmynda-
flugið ráða um leið og menn reyndu
að sjá fyrir sér hver staða safnsins
yrði eftir fimm ár.
Afraksturinn var ótrúlega góður.
92 hugmyndir komu fram, sem sýnir
að hópurinn hafði mikinn metnað
fyrir hönd safnsins og ég, sem hélt
jafnvel að einhver myndi leggja til að
safnið yrði lagt niður þar sem margir
halda að allt efni verði komið í raf-
rænt form eftir fimm ár.?
?Í framhaldi af stefnumótuninni er
ég að setja af stað tvö þróunarverk-
efni, sem fela í sér mörg smærri.
Annars vegar er rafrænt þjóðar-
bókasafn, sem sumir vilja kalla Þjóð-
menningarveitu, og á að veita að-
gang að íslensku stafrænu efni, svo
sem dagblöðum og tímaritum, kort-
um og bókum, sem komu út fyrir árið
1920 og sem höfundarréttur nær
ekki til,? sagði Sigrún.
Á vegum Landsbókasafnsins hef-
ur verið unnið að því að koma margs
kyns efni á netið, t.d. gömlum Ís-
landskortum og svo má nefna Sagna-
netið en þar er að finna mikið af upp-
lýsingum um Íslendingasögurnar,
handrit og greinar, sem tengjast
þeim.
?Það sem angrar mig er að ennþá
er talsvert langt í land með að við
getum veitt aðgang að samtíma-
heimildum á netinu,? sagði Sigrún.
?Bestu heimildirnar er að finna í
tímaritum, héraðsblöðum og dag-
blöðum en þar strandar á höfundar-
rétti. Ég er sannfærð um að allur al-
menningur væri fús til að greiða
fyrir slíka þjónustu ef hún væri á
boðstólum. Hér vantar samninga við
rétthafa til þess að hægt sé að bæta
aðgengi að íslenskum heimildum.
Það þyrfti einnig að koma eldri
handritum á rafrænt form þannig að
ekki þurfi sífellt að fletta þeim en
þau fara mjög illa á því. Þetta verður
allt hlutverk Þjóðmenningarveitunn-
ar.? 
Altæk þekkingarveita
?Hitt þróunarverkefnið er rafrænt
Háskólabókasafn eða ?altæk þekk-
ingarveita?, eins og sumir í stefnu-
mótunarhópnum vildu kalla þetta,?
sagði Sigrún. Kjarninn í verkefninu
er rafrænn landsaðgangur að er-
lendum vísindatímaritum og gagna-
söfnum, sem allir Íslendingar hafa
aðgang að nú þegar í gegnum heima-
síðuna www.hvar.is. ?Þóra Gylfa-
dóttir hefur verið í broddi fylkingar
við að þróa og kynna þetta verkefni,?
sagði Sigrún. ?Við höfum samt mjög
miklar áhyggjur af fjármögnuninni á
þessu stórkostlega aðgengi að vís-
indaþekkingu. Samningur um að-
gengi að heimildum fyrir alla lands-
menn hefur mér vitanlega hvergi
verið gerður annars staðar í heim-
inum og við megum til með að halda
þessu áfram en til þess þarf fjár-
magn, sem við höfum ekki.?
Sigrún sagðist sjá fyrir sér að út-
gáfa á rannsóknarniðurstöðum vís-
indamanna væri verkefni, sem kæmi
inn í þekkingarveituna og sömuleiðis
að meira verið sett inn af lestrarefni
nemenda í háskólanum á Netið eins
og þegar er farið að gera á Akureyri.
Þannig myndi skapast möguleiki á
að nálgast efnið heima við tölvuna.
Barnabókastofnun
?Svo ég haldi áfram með framtíð-
arhugmyndirnar þá er einn draum-
urinn að koma á fót barnabókastofn-
un,? segir Sigrún. ?Ég hef mikinn
áhuga á barnabókum, hef gefið út
barnabækur, sem einn af meðeig-
endum Bjöllunnar sálugu, hef þýtt
bækur og skrifað umsagnir um
barnabækur í meira en áratug. Það
er engin stofnun, sem sinnir rann-
sóknum á barnabókmenntum hér á
landi en allar barnabækur, sem gefn-
ar hafa verið út á Íslandi, eiga að
vera til hér á safninu. Ég sé fyrir
mér að hér geti rannsóknir farið
fram og jafnframt að tekið verði upp
samstarf við erlendar stofnanir því
nú er verið að rannsaka barnabók-
menntir um allan heim. Barnabóka-
stofnunin gæti einnig séð um
kennslu í þessari grein en eins og svo
oft áður strandar draumurinn á fjár-
skorti.?
Samvinna við sjálfboðaliða
Sigrún segist fullviss um að víða
erlendis séu að birtast greinar um
Íslendinga við leik og störf, sem for-
vitnilegt væri að fá eintök af. ?Ís-
lendingar eru alls staðar,? sagði hún.
?Ég vil gjarna koma á fót hópum
sjálfboðaliða, velunnurum safnsins,
sem tækju að sér að hafa samband
við Íslendingafélög erlendis og biðja
þau um að safna þessum upplýsing-
um saman. Það gæti orðið ansi fróð-
legt og skemmtilegt að sjá okkur í
þessum erlenda spegli.? 
Menningarstofnun
Á Landsbókasafninu er að finna
mörg dýrmæt sérsöfn. Má þar nefna
Kvennasögusafn, öll handrit Lax-
ness, Nonnasafn að ógleymdum öll-
um handritum Jóns Leifs. ?Þessi
söfn bjóða upp á óendanlega mögu-
leika,? segir Sigrún. ?Aðalatriði fyrir
mig er að almenningur geri sér grein
fyrir öllum þeim fjársjóðum, sem hér
er að finna, og ég vil endilega opna
safnið meira og gera það lifandi. Það
væri gaman að koma upp sérstakri
Laxnesstofu með föstum sýningum á
handritum og bókum skáldsins og
jafnvel einhverjum húsgögnum eða
öðrum munum úr eigu hans. Ég er
viss um að slík stofa myndi draga að
bæði Íslendinga og erlenda ferða-
menn.? 
Galdranótt í Þjóðarbókhlöðunni
Sigrún bendir á að öll aðstaða til
fyrirlestrahalds, sýninga og rann-
sókna sé mjög góð á safninu, sem
mætti nýta mun betur. ?Ein hug-
myndin núna er að safnið taki þátt í
næstu menningarnótt í Reykjavík
með sérstakri dagskrá, Galdranótt í
Þjóðarbókhlöðu,? sagði hún. ?Við
getum sýnt galdrastafi, lækninga-
ljóð, bruggað seyð og lesið upp
nokkrar draugasögur, sem safnið
geymir. Ég er sannfærð um að slík
nótt myndi falla í góðan jarðveg. Það
gæfi fólki tækifæri til að koma hing-
að í heimsókn. 
Ég vona einlæglega að á næstu ár-
um opnist þessi stofnun meira og
meira og almenningur leggi leið sína
hingað sér til fróðleiks og ánægju.
Þjóðarbókhlaðan er eign þjóðarinn-
ar og ég mundi fagna því að menn
nýttu hana meir. Við munum gera
átak í að hafa skemmtilegar og fróð-
legar dagskrár á boðstólum svo fólki
finnist það hafa eitthvað hingað að
sækja.?
Landsbóka-
safnið gegnir fjöl-
þættu hlutverki 
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir hefur tekið við starfi lands-
bókavarðar. Hér segir hún Kristínu Gunnarsdóttur frá safn-
inu, framtíðarstefnu og draumum en hún vill opna safnið
meira og meðal annars bjóða almenningi upp á fróðlega og
skemmtilega dagskrá.
Morgunblaðið/Jim Smart
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður.
krgu@mbl.is
Gasol®
Heimsendingarþjónusta ÍSAGA
nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Heimsendingargjald er kr. 500,-
Afgreiðslan Breiðhöfða 11
er opin virka daga frá kl. 8 til 17.
800 5555
Hluti af Linde Gas Group
ÍSAGA ehf.  Breiðhöfða 11
Sími 577 3000  Fax 577 3001
www.aga.is
ISA-243.1
?
Í
DEA
MEISTARINN.IS
Brúðargjafir
Mörkinni 3, s: 588 0640
Opið mánudag-föstudags 11-18.
Lokað á laugardögum í sumar
Ísskálar frá
Kr. 4.290

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56