Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
AÐ er eins og að
hverfa marga áratugi
aftur í tímann þegar
komið er á skrifstof-
urnar í Gamla bíói,
aðsetri Íslensku óp-
erunnar. Þarna uppi
var íbúð bíóstjórans.
Þar er hátt til lofts og fallegir listar
og upprunalegar ljósakrónur fá að
njóta sín ásamt gömlum bíóvegg-
spjöldum og fleiru. Við komum
okkur fyrir í fundarherberginu sem
nú gegnir einnig hlutverki æfinga-
húsnæðis þar sem Íslenska óperan
missti æfingahúsnæði sem hún
hafði á leigu. Erfitt að ímynda sér
að söngvarar í öðrum óperuhúsum
þyrftu að nota aðstöðu sem þessa.
En andrúmsloftið í húsinu er gott
og við létum ekki hamarshögg og
borhljóð úr nærliggjandi húsum
trufla okkur. 
Engir óperusöngkonudraumar 
í æsku
Þrátt fyrir að söngurinn hafi
fylgt þeim Huldu Björk og Sesselju
frá barnsaldri sáu þær sig ekki fyr-
ir sér sem óperusöngkonur í fram-
tíðinni. 
?Ég var í kórum og kvartettum
alveg frá átta ára aldri auk þess að
stunda píanónám í Tónlistarskól-
anum í Kópavogi,? segir Sesselja.
?En ég ætlaði alltaf að verða leik-
kona. Svo ætlaði ég að verða tann-
læknir af praktískum ástæðum, en
svo skipti ég yfir í tónlistina.?
Þegar Sesselja hóf nám í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
valdi hún náttúrufræðibraut.
?Þá var ég hætt við að verða
leikkona en ætlaði að verða tann-
læknir. Ég var þó búin að taka alla
leiklistaráfangana sem voru í boði í
skólanum. Á þessum árum stundaði
ég jafnframt nám við Tónlistar-
skóla Kópavogs. En eftir eitt og
hálft til tvö ár í MH gaf ég draum-
inn um tannlæknastarfið upp á bát-
inn og fannst líklegra að ég mundi
starfa við tónlist og skipti því um
braut. Þá þótti mér hagkvæmast að
velja málabraut. Ég gleymi ekki
þegar stærðfræðikennarinn minn
sagði við mig að honum þætti
slæmt að sjá á eftir góðum nem-
endum fara niður um niðurfallið.
Þrátt fyrir það held ég að þetta
hafi verið rétt ákvörðun, enda kem-
ur sér vel í söngnum að kunna
tungumál.?
Hulda Björk hóf tónlistarnám
sex ára gömul norður á Akureyri.
Hún lærði fyrst á altflautu í nokkur
ár og síðan á selló í tíu ár. ?Ég var
líka í skólakórnum, enda sjálfgefið
þar sem pabbi var tónmenntakenn-
ari og stjórnaði kórnum,? segir
hún. ?Nánast fyrir tilviljun ákvað
ég að fara í söngtíma þegar ég var
18 ára gömul. Ég stundaði þó söng-
námið með hléum því ég eignaðist
dóttur fljótlega. Ég lauk 7. stigi við
Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Ég átt-
aði mig á því að mig langaði að láta
reyna á að komast lengra í söngn-
um svo ég flutti til Reykjavíkur og
tók 8. stigið í söng við Söngskólann
í Reykjavík og þaðan lauk ég burt-
fararprófi 27 ára gömul.? 
Framtíðin var enn óráðin og
margt þurfti að reyna áður en lagt
var á brattann í söngnum. 
?Ég hafði möguleika á að læra að
verða sjóntækjafræðingur,? sagði
Hulda. ?Ég hafði lengi unnið í gler-
augnaverslun og ég velti þessum
möguleika fyrir mér. Það átti ágæt-
lega við mig að handfjatla gler-
augun, en ég hafði þörf fyrir að
prófa sönginn frekar þótt enn væri
ég ekki viss um að ég ætlaði að
leggja hann alfarið fyrir mig.? 
Hulda söng með Óperukórnum í
tvö ár og tók m.a. þátt í uppfærslu
á La Traviata eftir Verdi. ?Það var
fyrsta óperan sem ég komst í kynni
við. Það er því óhætt að segja að ég
hafi komið inn í óperuheiminn með
nokkuð óvenjulegum hætti. Ég
hafði aldrei séð óperu fyrr en ég
tók þátt í minni fyrstu uppfærslu. 
Áður hafði ég þó sungið Maríu
Magdalenu í Jesus Christ Superst-
ar hjá Freyvangsleikhúsinu fyrir
norðan og einnig Mistress í Evítu í
Sjallanum á Akureyri sumarið áður
en ég flutti til Reykjavíkur.?
Sesselja fór aðra leið. Eftir að
hafa lokið tónmenntakennaraprófi
við Tónlistarskólann í Reykjavík
fór hún í söngdeild skólans og var
þar í tvö ár áður en hún fór til út-
landa til náms. Hún söng áfram í
Dómkórnum og kvartettinum Rú-
dolf, en þar kynntust þær Hulda
Björk einmitt fyrst. ?Ég hafði aldr-
ei tekið þátt í óperuuppfærslu áður
en ég fór út til náms,? segir Sess-
elja. ?Ég var hins vegar með í upp-
færslunni á Jesus Christ Superstar
í Borgarleikhúsinu og hafði mjög
gaman af.?
Stefnan tekin á nám í útlöndum
? Það hlýtur að hafa verið stór
ákvörðun að fara til útlanda í fram-
haldsnám?
?Já, hún var það,? segir Hulda
Björk. ?Sérstaklega þar sem ég var
með fjölskyldu. En það var einhver
þrjóska sem dreif mig áfram. Og
skilningur hjá eiginmanninum. Ég
gaf mér ekki mikinn tíma til að
velja stað eða kennara og má segja
að ég hafi eiginlega stokkið á fyrsta
möguleikann. Ég fór í prufusöng út
til Þýskalands og fékk inni í
Listaháskólanum í Berlín og ákvað
að slá til og vera ekkert að syngja
fyrir á fleiri stöðum. Mér fannst
engin ástæða til að leita víðar. Ég
fann að ég þurfti að prófa að fara
út. Ég fór ein út með barnið og
maðurinn minn varð eftir heima.
Ári seinna fór ég til London. Ég
hefði verið áfram í Þýskalandi, en
mér bauðst styrkur til að læra í
London þegar ég tók burtfarar-
prófið hér heima. Ég ákvað að not-
færa mér það því styrkurinn dugði
fyrir skólagjöldum sem eru mjög
há á Englandi. Ég stundaði svo
nám við Royal Academy of Music
og lauk einsöngvaraprófi þaðan.?
Hulda segir að þessi breyting
hafi hentað sér mjög vel. ?Ég var
ánægð með að hafa kynnst öllu í
Þýskalandi, en það á mjög vel við
mig að taka mig upp og færa mig
um set. Mér lá líka svolítið á. Ég
var svo einn vetur í London og lauk
einsöngvaraprófi. Þá fór ég heim
en hélt áfram að skreppa út í söng-
tíma við skólann því ég gat haldið
þeim möguleika opnum.?
Sesselja fór til Þýskalands á
sama tíma og Hulda.
?Það má segja að þessi utanför
mín hafi ekki verið sérlega vel und-
irbúin,? segir hún. ?Úti fara flestir
þá leið að finna sér kennara og
kynnast honum, helst einhvern sem
kennir við viðkomandi skóla, sækja
tíma hjá honum og fara síðan í inn-
tökupróf. Ég heyrði marga lýsa
þessari leið og þannig gátu þeir
nánast tryggt sér pláss við skólann.
Þetta vissi ég auðvitað ekki. Ég
sótti um í tveimur skólum og komst
inn í Hochschule für Musik ?Hanns
Eisler?. Ég gerði eins og Hulda að
stökkva á fyrsta kennarann. Mér
leist líka svo vel á Berlín að ég var
bara ánægð með að geta verið þar.
Auk þess er gott að vera í Þýska-
landi því þar borgar maður engin
skólagjöld heldur aðeins innritun-
argjöld. 
Blóð, sviti og tár 
hjá kröfuhörðum kennurum
Ég hafði engar forsendur til að
velja mér kennara í byrjun og lenti
á kennara sem ég var hjá í eitt ár
en var ekki ánægð með. Eftir það
skipti ég um kennara. Ég hlustaði
á nemendur og svo spyrst út hvaða
kennarar eru góðir. Ég plataði mig
eiginlega inn á kennara með góðra
vina hjálp og var hjá henni í fjögur
ár. Þessi kona er mikill karakter og
að lenda hjá henni var mikill skóli.
Hún var mjög metnaðarfull og
sagði strax í upphafi að sinn tími
væri dýrmætur og hún stæði ekk-
ert í því að kenna fólki sem ætlaði
sér ekki mikið. Á þeim tíma sem ég
var hjá henni rak hún tvo nem-
endur.
Að vera nemandi hennar út-
heimti oft blóð, svita og tár. Hún
var mikil prímadonna og klár, en
gat verið mjög erfið manneskja.
Hún átti til að hrósa en einnig að
rífa mjög hressilega niður. Hún
vissi jú vel að samkeppnin er hörð í
Þýskalandi og gerði sér grein fyrir
að nemendurnir þyrftu að geta
bjargað sér og tekið mótlæti. Það
kom fyrir að ég var að því komin
að hætta hjá henni. En alltaf greip
þrjóskan inn í og ég harkaði af
mér. Eftir á að hyggja held ég að
þessi aðferð hafi verið liður í því að
undirbúa okkur fyrir framtíðina og
í dag er ég henni mjög þakklát.
Auðvitað er gott að hafa kennara
til að leita til, en einhvern tíma
þarftu að taka sjálfstæðar ákvarð-
anir og standa og falla með því sem
þú gerir vel eða gerir illa.? 
Hulda Björk lenti líka á kennara
á Englandi sem lét reyna á til hins
ýtrasta hvað hún þoldi. ?Hún sagði
að ef ég héldi að ég gæti orðið
söngkona með því að flytja til Ís-
lands eftir námið væri það mis-
skilningur. Það væri alger dauða-
dómur. Það er gaman að rifja þetta
upp miðað við stöðuna í dag og líka
velta því fyrir sér að svona viðhorf
getur líka hert okkur. Ég held að
þar sem samskipti nemenda og
kennara í söngnum eru svo náin ?
eiginlega maður á mann ? reyni
mjög mikið á hvort maður hafi
hæfileika til mannlegra samskipta.
Þetta er jafnmikilvægt atriði og að
velja kennara út frá söngtækni eða
hvernig nemendur koma frá þeim.
Svo skiptir miklu máli hvernig per-
sónuleikar nemandans og kennar-
ans eiga saman.?
Eins og að setjast 
einn í nýjan bekk
Hún heldur áfram: ?Það kemur
að þeim punkti í samskiptum
þeirra að það þarf að gera hlutina
upp. Kennarar vara gjarnan nem-
endur sína við að þeir eigi eftir að
vinna með vondu fólki. Að þessi
heimur sé grimmur og óvæginn.? 
En er það svo? Er þetta grimm-
ur heimur?
?Það getur vel verið en ég hef
líka séð hina hliðina,? segir Hulda
Björk. ?Ég hef tekið þátt í óp-
eruuppfærslum þar sem allir voru
hreinlega yndislegir. Þar var eng-
inn sem var leiðinlegur eða hroka-
fullur. Allt gekk vel fyrir sig. Ég
varð líka mjög glöð þegar ég upp-
götvaði að þetta væri ekki alltaf
jafn slæmur heimur og ég hafði
verið vöruð við.?
Sesselja segist ekki hafa mikla
reynslu en í því sem hún hefur tek-
ið þátt í hefur allt verið mjög já-
kvætt.
?Ég hef samt verið mjög hrædd í
hvert sinn en komist svo að því að
allir sem að sýningunni komu voru
það líka.?
Hulda segir að þetta sé eins og
að setjast einn í nýjan bekk. ?Mað-
ur er aleinn. En þarna reynir mjög
á samstarfið og hvernig hópur
blandast. Maður þarf að vera tilbú-
inn að vinna með nýju og nýju fólki
og hafa jákvæða sýn á samvinnu
yfirleitt.? 
?Fyrsta óperuuppfærslan sem ég
tók þátt í var í Hollandi og þar
söng ég Bertu í Rakaranum frá Se-
villa,? segir Sesselja. Ég var algjör
byrjandi en lenti með mjög góðu
fólki og mér fannst mjög gaman að
taka þátt í þessari sýningu. Sýn-
ingin var liður í tónlistarhátíð og
kannski myndaðist ákveðin
stemmning í hópnum vegna þess.
Við komum öll annars staðar að og
dvöldum á staðnum í 6?7 vikur.
Enginn gat því farið heim að lokn-
um vinnudegi og kannski var það
ástæðan fyrir því að hópurinn varð
svo samhentur.?
Og svo þarf 
að velja og hafna
Hlutverkið fékk Sesselja í gegn-
um kennarann sinn.
?Hún hringdi í mig þar sem ég lá
í flensu heima og sagði að ég ætti
að fara í næstu viku að syngja fyrir
í Osnabrück og í Hollandi rétt við
þýsku landamærin. Í Osnabrück
var um að ræða fastráðningu við
óperuhús, en aðeins eitt hlutverk á
þessari hátíð í Hollandi. Það var
búið að bjóða kennaranum mínum
að syngja þetta hlutverk en hún
hætti við. Hún ákvað að reyna að
koma mér að í staðinn, en þarna úti
eru það einmitt samböndin sem
gilda. Mér fannst ég alls ekki vera
tilbúin og sagði henni það, en hún
sagði: ?Þú ferð eða ég hætti að
kenna þér.? 
Ég endaði með því að syngja fyr-
ir á báðum stöðum sama daginn og
hafði því ekki tíma til að vera
stressuð. Því gekk allt vel og ég
fékk hlutverkið í Hollandi. Senni-
lega á ég kennaranum mínum það
að þakka. Það má segja að á þess-
Framtíðin 
er björt því
efniviðurinn
er nægur
Sesselja Kristjánsdóttir og Hulda Björk Garðarsdóttir segja fastráðninguna hjá Íslensku óperunni leggjast vel í sig.
Þær hafa vakið athygli að undanförnu fyrir söng sinn og
einnig fyrir að vera í hópi fyrstu söngvaranna sem fast-
ráðnir eru við Íslensku óperuna. Þótt leiðir þeirra í söngn-
um séu ólíkar sjá þær nú fram á sameiginlegan starfsvett-
vang um tíma. Ásdís Haraldsdóttir settist niður með þeim
Huldu Björk Garðarsdóttur sópransöngkonu og Sesselju
Kristjánsdóttur mezzósópransöngkonu í Íslensku óperunni
fyrir skömmu til að forvitnast um viðhorf þessara bjart-
sýnu ungu söngkvenna sem byggja samtímis upp fjöl-
skyldu og söngferil. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56