Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ

Þ

að er alls ekki á Raufar-

hafnarbúa hallað þótt

slegið sé föstu að Mel-

rakkaslétta sé ekki í miðri

hringiðu ferðaþjónustunn-

ar og Raufarhöfn ekki á kortinu yfir

eftirsóttustu dvalarstaði lands-

manna. Staðurinn er ekkert verri

fyrir það, þvert á móti betri heldur en

margan grunar sem kynni að leiða

hugann á þessar fjarlægu slóðir.

Raufarhöfn er nyrsta þéttbýli lands-

ins að þorpinu í Grímsey undanskildu

og staðurinn og umhverfið ber þess

merki. Melrakkasléttan er svo slétt

að manni dettur í hug að hún sé

hreinlega vindbarin.

Hálfgert Klondike

Hótel Norðurljós er fallegra að

innan en utan og aðkeyrslan gæti

bent til að ekið væri inn á fiskvinnslu-

plan. Það er eins og húsið hafi fallið af

himnum ofan á stað þar sem það átti

alls ekki að falla.

En samlíkingin við fiskvinnsluplan

er ekki út í bláinn, því upprunalega

húsið var byggt sem verbúð fyrir

síldarstúlkur sem komu til að salta

síld á Óðinsplani. Þá iðaði Raufar-

höfn af lífi og í húsinu bjuggu allt að

200 manns. Hagyrðingur frá Húsavík

orti um Raufarhöfn á þessum árum

stöku sem byrjaði svona: Þú ert rass-

gat Raufarhöfn, rotni fúli drullupoll-

ur ? o.s.frv. Það er ekki ástæða til að

botna þessa ljóðagerð, hún varð til er

bæjarbúar óðu slorið í ökkla á gull-

aldarárum, en síðar meir var ljóðið

gjarnan rifjað upp til að undirstrika

að Raufarhöfn væri bara leiðinlegur

útnári. En síldin hvarf hér sem víðar,

það gerðist upp úr 1967 og þar með

voru stelpurnar á bak og burt einnig.

Hermt er að þær blundi enn í minn-

ingu margra heimamanna sem voru

upp á sitt besta og rúmlega það á

þessum árum.

?Eftir síldarævintýrið bar svo fátt

á neinu næstu árin,? segir Erlingur

og heldur svo áfram: ?uns athafna-

maðurinn Guðjón Styrkársson festi

kaup á hótelinu árið 1974. Guðjón var

stórhuga maður sem hafði sambönd í

Bandaríkjunum. Hann hafði tekið all-

ar helstu laxveiðiárnar á Sléttu og í

Þistilfirði á leigu og hingað komu

auðugir Bandaríkjamenn í hópum.

Það var flogið með þá norður, þeir

sóttir og síðan lóðsaðir inn að ám þar

sem þeir veiddu daglangt en héldu

síðan til Norðurljósa að kveldi dags

til kvöldverðar og næturdvalar. Má

segja að Hótel Norðurljós hafi á

þessum árum verið stærsta veiðihús

sem Ísland hefur átt, með 25 her-

bergjum, iðandi af lífi allt sumarið og

fram á haust.

Það er óhætt að segja að þessi

uppákoma hafi brotið upp bæjar-

braginn sem hafði lamast á síldar-

leysisárunum. Þetta ævintýri stóð til

1981, en það má segja að hafi ríkt

hálfgerð Klondike-stemning meðan

það varði.?

Nútíminn í nánd

Eftir að ævintýrið með Guðjóni

Styrkársyni var á enda runnið var

reynt að reka Norðurljósin sem sum-

arhótel næstu árin og má segja að

það hafi gengið svona og svona þar til

að húsið var tekið til gagngerra end-

urbóta, m.a. var herbergjum fækkað

úr 25 í 15 tveggja manna herbergi,

þau stækkuð og íburður aukinn. Nú

er það mál Erlings að leitun sé að

veglegra lúxushóteli á landsbyggð-

inni og þótt víðar væri leitað. Þessi

gegnumtaka hófst í janúar 1998, en

hótelið hafði verið í gangi sem heils-

árshótel frá árinu 1992. Á þeim árum

var talsvert um að vera í bænum á

nýjan leik, uppbygging á frystihúsi,

kaup á skipum og kvótum. Gestir hót-

elsins á vetrarmánuðum voru ekki

hvað síst vinnuhópar. En síðan runnu

saman fyrirtæki, skip fóru úr pláss-

inu og kvótar með. Eftir sat byggðar-

lagið og sleikti sárin.

Eini umsækjandinn

Erlingur og eiginkona hans,

Ágústa Valdís Svansdóttir, komu ár-

ið 1996, áður en endurbæturnar sem

um ræðir hófust. Eigandi Hótel

Norðurljósa er hreppurinn og staða

hótelstjóra var auglýst.

?Ég var ráðinn,? segir Erlingur

brosandi og bætir við þegar á hann er

gengið, ?jú,jú, ég var eini umsækj-

andinn! Við Ágústa höfðum þá hafið

sambúð skömmu áður og það hafði

blundað í mér um nokkurt skeið að

breyta rækilega til.?

Erlingur hefur stundað bókhalds-

störf langmestan hluta starfsævinn-

ar, en rak einnig gistiheimili í

Reykjavík um skeið ásamt fyrri eig-

inkonu sinni. Erlingur segist vera

?útkjálkamaður?, fæddur og uppal-

inn á Patreksfirði og í sveit á Hval-

látrum í Rauðasandshreppi. Ágústa

Valdís er snyrtifræðingur úr höfuð-

borginni og starfaði m.a. í apótekum í

17 ár. Erlingur segir hana hafa tekið

undir vilja hans að breyta til og ekki

þótt of djarft eða glannalegt að taka

við hótelstjórn á hjara veraldar.

?Sjálfur var ég búinn að sitja við

skrifborð í 25 ár og spurning var sú

hvort næstu 25 ættu að vera eins,

svarið reyndist auðfundið,? segir Er-

lingur.

Hann segist hafa viljað takast á við

krefjandi verkefni. Hvort hótel-

stjórnin sé þess háttar krefjandi

verkefni? ?Já, það má segja það. Það

er a.m.k. nóg að gera. Við vorum búin

að vinna hérna í rúmt ár áður en við

gátum sest í fyrsta skipti niður og

borðað morgunverð saman. Síðan

höfum við getað gert það af og til, en

það telst til munaðar.? En þau Er-

lingur og Ágústa vinna nánast öll

störf á hótelinu og eru aðeins með

tvær stúlkur í hlutastörfum um há-

bjargræðistímann.

Örlátir gestir

Erlingur er spurður að því hvaða

ferðamenn það séu sem fari um Mel-

rakkasléttu með viðkomu á Norður-

ljósum. 

?Allra þjóða fólk kemur hér, en

mest útlendingar, Þjóðverjar og

Svisslendingar eru áberandi. Íslend-

ingum er alltaf að fjölga í hópnum,

þeir koma mikið þegar veðurspáin er

góð. Hinir, sem pöntuðu hópferð

mörgum mánuðum áður, koma

hvernig sem viðrar og taka því bara.

Einn hópur Íslendinga er sérstak-

lega áberandi. Það er fólk sem er

komið yfir miðjan aldur. Þetta er fólk

sem er búið að fara um allt landið og á

bara Sléttu eftir!?

Erlingur segist ekki draga úr því

sem sagt er að Melrakkaslétta og

Raufarhöfn séu ?svona og svona?,

ímyndin sé frekar neikvæð heldur en

jákvæð og hafi svo verið lengi, en það

sé þó að breytast.

?Þetta stafar af því hversu af-

skekkt við erum. En hinu er ekki að

neita að hér er margt sem getur lað-

að að ferðamenn, bæði innlenda og

erlenda. Hingað koma fuglaskoðarar,

enda sumar af sjaldgæfustu fuglateg-

undum landsins búsettar á Sléttu,

ljósmyndarar koma í hópum til að ná

miðnætursólinni. Hingað geta menn

einnig komið til að veiða og fara í kaj-

ak- og kanóferðir um vötn og víkur.?

Hryðjuverk

Erlingur heldur áfram: ?En að

kynna þessi landsins gæði er erfitt

þegar hið opinbera ástundar hreinan

?terrorisma? (hryðjuverk) í ferða-

þjónustunni í þessum landshluta.

Hvað á ég við? Jú, ég skal segja

þér sumt af því. Til dæmis læra leið-

sögumenn ekkert um þennan lands-

hluta í námi sínu. Mér er tjáð í Ferða-

málaskólanum að það sé ekkert

námsefni til og að við eigum að út-

vega það!

Annað dæmi eru vegmerkingar.

Hringvegurinn er sem dæmi merkt-

ur inn á kort við Essóstöðina á Ak-

ureyri. Þar má sjá nöfn Akureyrar,

Húsavíkur og Ásbyrgis. En nöfn

Kópaskers, Raufarhafnar og Þórs-

hafnar er hvergi að sjá. 

Annað dæmi er milljarða kynn-

ingarátak sem Ferðamálaráð hreykti

sér mjög út af, en var síðan í fjöl-

miðlum í vor dæmt ónýtt af aðilum í

ferðaþjónustunni. Átakið skilaði fleiri

ferðamönnum til landsins en dvalar-

dögum fækkaði, sérstaklega er fjær

dró höfuðborginni. Þarna komum við

að hlut Flugleiða. Þær hafa það í

hendi sér hvernig mál þróast. Þeirra

stefna er að það hafi ekkert upp úr

sér að markaðssetja hótel á svæðinu

milli Selfoss og Borgarness, löngu

leiðina. Þeir leggja meiri áherslu á

dagsferðir útlendinga í Bláa lónið.

Ég hef hitt Bandaríkjamenn sem

fengu enga gistingu með því að leita

til Flugleiða, hótel á þeirra vegum

náðu ekki yfir þarfir þessara manna

og þá var bara engin gisting. Þeir

veittu ekki einu sinni upplýsingar um

aðra hótelþjónustu. Ég hef einnig

hitt breskan ferðamálafrömuð sem

sagði mér að tengiliðir sínir á Íslandi

hefðu ráðið sér frá því að skoða hvaða

möguleikar væru fyrir hendi á norð-

austurhorninu. Best væri að halda

sig við þekktari og viðurkenndar

slóðir. Þegar hann síðan kom hingað í

boði mínu reiddist hann og kúventi.

Svona gæti ég haldið lengi áfram.

Annar stórkostlegur dragbítur á

framgang ferðaþjónustunnar eru

þessar ferðamálanefndir á lands-

byggðinni og endalausir fundir

þeirra. Menn hittast, sýna sig, sjá

aðra, viðra hugmyndir. Koma svo

heim í hérað og tala um að þessi fund-

urinn eða hinn hafi verið gagnlegur.

Menn á launum og dagpeningum og

svo gerist bara ekki neitt og eftir sem

áður eru það einstaklingarnir sem

rembast við einhverja uppbyggingu

og fá ekkert allt of mikinn stuðning

hins opinbera til þess. Ég er búinn að

sjá þessa aðila á fundunum góðu með

alla dagpeningana. Í hvað fara dag-

peningarnir? Þeir fara ekki í að

kaupa þjónustu þar sem fundurinn

fer fram hverju sinni. Dagpeninga-

menn tíma flestir hverjir ekki að

draga andann og laumast heim með

seðlana í veskinu og líta á þá sem

tekjubót. Það má ekkert við þessu

segja, ef það er minnst á að hrófla við

þessu æpir BSRB að um kjaraskerð-

ingu sé að ræða. Ég læt þetta fara í

taugarnar á mér. Úr því að verið er

að deila út dagpeningum þá á að nota

þá. Ríkið fengi virðisaukaskatt út í

ferðaþjónustuna, afkoma þjónustu og

gistingar yrði betri. Hér er röng

hugsun í gangi. Fólk fær peninga að

gjöf til að kaupa þjónustu og tímir því

síðan ekki!

Ég ætla nú ekki að halda lengri

tölu um þessi málefni, þá væri ekki

hægt að stoppa mig. Læt nægja að

klykkja út með þeirri staðhæfingu,

að vandamálin í ferðaþjónustu á

landsbyggðinni eru mörg og flest

stafa af peningaskorti.?

Náttúrubarnið

Erlingur er ekki á leið heim á möl-

ina. Náttúrubarnið í honum hefur

tekið völdin. Hann þekkir orðið Slétt-

una eins og handarbökin á sér. Hann

veit um hvern einasta þórshana á

svæðinu, hvern fjöruspóa og hverja

brandönd og síðustu árin hefur hann

róið á kajak eftir vötnum langt inn í

heiðina og séð snæuglur sem hann

heldur að verpi þar um slóðir. Hann

hefur þó ekki getað stðfest varp

þessa sjaldgæfa fugls í íslensku líf-

ríki, fugls sem opinberlega er talinn

útdauður á Íslandi sem varpfugl.

Þegar menn hafa náð slíku sambandi

við umhverfi sitt gildir sem aldrei

fyrr, að ?römm er sú taug?. 

Morgunblaðið/Guðm. Guðjónsson

Hótelstjórahjónin Erlingur Thoroddsen og Ágústa Valdís Svansdóttir, ásamt

dóttur sinni Rakel Fríðu Thoroddsen.

Silungsveiði við Kötluvatn vestast á Melrakkasléttu.

Hótel á hjara veraldar

Hótel Norðurljós á Raufarhöfn er dálítið eins og Melrakka-

sléttan sjálf. Til að sjá fegurð og gæði þarf að skoða nánar.

Þetta sérstæða hótel á sér óvenjulega sögu, eins og 

Guðmundur Guðjónsson fékk að heyra er hann hitti Erling

Thoroddsen hótelstjóra í slagviðri á Sléttu á dögunum.

gudm@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56