Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 27
Lágmúla 4: 585 4000   Hlí?asmára: 585 4100   Keflavík: 420 6000
Akureyri: 460 0600   Selfossi: 482 1666   og hjá umbo?smönnum um land allt  www.urvalutsyn.is
Úrval-Úts?n
*Innifali?: Flug, flugvallarskattar og gisting í viku m/morgunmat.
ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS  URV 18402  07/2002
Mallorka
N?jung!
kr.
*
69.930
á mann í tvíb?li í viku í ágúst
frá
Ver?:
og 66.130 kr. í september.
Glæsileg  **** hótel 
í mi?borg Palma.
Í Palma er fjölbreytt úrval 
frábærra veitingasta?a, kaffi -
húsa og skemmtista?a en auk 
fless er Palma rómu? 
verslunarborg.
Njóttu fless a? gista á 
frábærum hótelum í hjarta 
flessarar heillandi borgar.
Hótel Mirador ****
Frábærlega sta?sett 
í hjarta Palma.
Hótel Tryp Bellver ****
Rétt vi? mi?borg Palma.
Hótel El Cid ****
Vi? ströndina í  
Can Pastilla, stutt í 
mi?borg Palma.
Skeppsbrúnni upp eftir grandanum
og inn í húsið, þar sem víninu var
tappað á flöskur. En það sem okkur
finnst merkilegast er að ekki hefur
verið hreyft við neinu frá því að
tunnuberarnir lögðu niður störf árið
1930. Í átöppunarsalnum hanga
hnausþykkar leðursvunturnar þeirra
ennþá, teygðar og mótaðar af tunnu-
burði; verkfærin þeirra eru þarna
enn og átöppunargræjan bíður bara
eftir næstu tunnu. Kannski þeir hafi
bara rétt skroppið út í mat. Þegar
farið var að skoða húsið löngu eftir að
starfsemi þar var hætt, fannst gamall
vínlager, en á neðstu hæð hússins var
lengi starfrækt krá. Í öðru nærliggj-
andi húsi frá 17. öld förum við niðrí
kjallara. Þar leynast undur og stór-
merki, klausturkjallari, mun eldri en
húsið sem ofan á honum stendur, eða
frá um 1340. Þetta eru dimmar hvelf-
ingar en þó stórfenglegar. Þarna sátu
beiningamunkar á bæn á sínum tíma;
? allt er fornt, allt er gamalt, en þó
svo undarlega áþreifanlegt þegar
maður stendur í sporum þessara
löngu gengnu manna. 
Þar sem Bellman kneyfaði ölið
Nú er stefnan tekin á Djurgården;
það er rétt Djurgården hljómar rétt
eins og dýragarðurinn, enda þjónaði
þessi græna eyja hlutverki sem veiði-
lenda sonar títtnefnds Gústafs Vasa.
Í þá daga var eyjan afgirt, en vakt-
menn sátu við vakthlið á nokkrum
stöðum þar sem landtaka var, til að
varna því að réttur og sléttur pöpull-
inn tæki upp á því að krækja sér
skepnu og skepnu til búdrýginda.
Vaktmönnunum var hins vegar heim-
ilt að selja pöplinum brennivín og það
gerðu þeir svo sannarlega. Smám
saman æxlaðist það þannig að vakt-
hliðin urðu að eins konar skemmti-
stöðum, þar sem borgarbúar gátu
drukkið vín á góðum prís og skemmt
sér. Sjálfur Bellman sótti þessa staði
og hefur sjálfsagt ort þar fleiri en
eina og fleiri en tvær vísur, og
kannski hann hafi einmitt setið þar
með Úllu sína Winblad í fanginu þeg-
ar hann orti um herlegt drykkjusvall
Gamla Nóa. Og enn skemmtir fólk
sér á Djurgården. Veiðilendur kon-
ungs eru nú þjóðgarður, en þar sem
áður var vakthlið á suðvesturhorni
eynnar er nú Gröna Lund; ? lund-
urinn græni, þar sem tívolí borgar-
búa stendur. Þar er mikið fjör langt
fram á nætur og fólk á öllum aldri
skemmtir sér í rússíbana, á töfra-
teppi, í stórfenglegu draugahúsi og
hryllingstólum sem leyfa fólki að
gangast sjáfviljugu undir taumlausa
skelfingu um stundarsakir þótt ekki
sjáist lengur vín á nokkrum manni. 
Með Ronju, Línu, 
Jónatan og Emil
Enn er tími þar til djasshátíðin
hefst. Við mæðgur höfum kvatt
Nönnu og aðra ferðafélaga okkar og
ákveðum að rölta aðeins lengur á
Djurgården og heimsækja Juniback-
en í norðvesturhorni eyjarinnar.
Junibacken er sannkallað ævintýra-
land fyrir krakka á öllum aldri, þar
sem aðdráttaraflið eru sænskar
barnabókmenntir. Eflaust halda ein-
hverjir að slíkur skemmtistaður sé
aðeins fyrir forherta bókabéusa, en
öðru nær. Junibacken er vissulega
menningarleg skemmtun, en þó jafn-
framt sprelllifandi, þar sem gestir
verða sjálfkrafa þátttakendur í sög-
unum. Allir þekkja Emil í Kattholti,
Línu langsokk, Ljónshjartabræð-
urna Jónatan og Karl, krakkana í
Ólátagarði, krökkunum á Saltkráku
og Ronju ræningjadóttur. Þessar
sögupersónur Astrid Lindgren eru
öllum börnum sem þeim kynnast afar
kærar, og þær eiga sinn stóra sess á
Junibacken. En þar eru líka aðrar
sögupersónur sem íslenskir krakkar
á öllum aldri þekkja; ? Einar Áskell,
Tzatziki með gríska pabbann, dag-
bókarskrifarinn Bert og unglingarnir
Adam og Eva sem við þekkjum úr
sjónvarpinu. Í Junibacken tökum við
okkur far með sögulestinni og ferð-
umst gegnum undraheima sagna
Astrid Lindgren, horfum yfir sögu-
sviðið rétt eins og Ída Emilssystir í
flaggstönginni forðum. Á meðan
hlustum við á Astrid sjálfa segja sög-
ur þessara einstöku barna sinna.
Þetta er heillandi skemmtun sem
enginn krakki sem heimsækir Stokk-
hólm má missa af. En ekki nóg með
það. Í Junibacken er líka sjálfur
Sjónarhóll í fullri stærð, og fyrir utan
stendur doppótti hesturinn hennar
Línu. Það má ekki bara snerta, ?
heldur má líka fara inn í húsið og
skoða híbýli þessarar skondnu
stelpu. Við erum í bráðri lífshættu,
því það er sjóræningjasumar í Juni-
backen, og fyrr en varir koma sjó-
ræningjarnir sjálfir úr öllum áttum
með langa kuta og lepp fyrir auganu.
En guði sé lof; ? hér kemur Lína sjálf
okkur til bjargar. Keik og hnarreist
stekkur hún út á verönd Sjónarhóls,
? segir þeim að fara til fjandans og
lengra ef þeir komast og lýgur því
eins og hún er löng til að ekki nokkur
einasti krakki sé hræddur við þá.
Gott á þá. Við skoðum bókabúðina á
Junibacken, stærstu barnabókabúð
sem við höfum nokkru sinni séð. Þar
bíða allar þessar dásamlegu persón-
ur á hvítum síðunum á ótal tungu-
málum eftir því að börn og fullorðnir
grípi þær og vilji taka með sér heim
að lesa. Við unglingurinn grípum með
okkur nýjustu myndina um Tzatziki,
staðráðnar í að njóta hennar vel þótt
íslenska textann vanti. 
Ferðast í fornminjum
En nú fer að styttast í djasshátíð.
Við þurfum að komast á næstu eyju,
Skeppshólm, en ætlum fyrst að
spreyta okkur á því sporti að taka
sporvagn. Það er á óskalista ung-
lingsins, rétt eins og aldargamla
gufuskipið, og við erum heppnar, því
sporvagninn í Stokkhólmi gengur að-
eins eina leið; frá Norrmalmstorgi og
út í Djurgård þar sem við erum nú.
Og bitte nú. Ekki nóg með að við bú-
um á eins konar Árbæjarsafni og
ferðumst með aldargömlu gufuskipi;
? sporvagninn í Stokkhólmi er ekki
síðri antikmubla. Þessi vagn er frá
1930, segir sporvagnsstjóri með hvítt
kaskeyti, ? en alveg eins og nýr. Við
setjumst agndofa á eikarbekkina, og
þótt ég hafi ekkert vit á smíðum, þyk-
ist ég sjá að þetta farartæki sé mikil
völundarsmíð. Ég er viss um að þessi
sporvagn á eftir að ganga í hundrað
ár í viðbót fái hann frið til þess. Það er
líka miklu skemmtilegra að ferðast
um í eins konar safni, en að horfa á
gripinn í þar til gerðu safnhúsi.
Kannski að við ættum að prófa að
endurlífga Öskjuhlíðareimreiðina; ?
sú salibuna yrði örugglega einhverj-
um til jafn mikillar skemmtunar og
sporvagnsferðin okkar í Stokkhólmi.
Frá Norrmalmstorgi er örstutt í
strætisvagninn sem fer með okkur út
í Skeppshólm. Á torgi Raouls Wallen-
berg millilendum við og rekur í roga-
stans við risastóra ljósmynd af kunn-
uglegu andliti Íslands. Jú, ekki ber á
öðru; þarna er litskrúðug auðn ís-
lenska hálendisins. Við nánari athug-
un reynumst við komnar á heljar-
mikla sýningu á ljósmyndum franska
ljósmyndarans Yann Arthus-Bertr-
and. Og hvílík dýrð. Hér er risastór-
um ljósmyndum, öllum teknum úr
lofti, komið fyrir í stórum glerköss-
um, og tugir, ef ekki hundruð manna
ráfa á milli þeirra og stara dolfallin á
þetta undur sem jörðin okkar er. Á
miðju torginu flatmagar risastórt
landakort, og á því hefur litlum tví-
förum stóru myndanna verið raðað,
þannig að hægt er að sjá í fljótu
bragði hvaðan myndirnar koma.
Jörðin séð frá himni heitir sýningin; ?
myndirnar teknar ýmist úr loftbelg
eða þyrlu. Það er ekki hægt annað en
að heillast af fegurð jarðarinnar og
margbreytileika á þessum fallegu
myndum. Bómullarekrur á Fíla-
beinsströndinni, teppaflákar í Marra-
kesh, naktir sóldýrkendur á franskri
strönd, grænmetismarkaður í Asíu; -
úr myndunum skín hvað mannskepn-
an er mikið fyrir að hafa allt í röð og
reglu. Andstæðan við hina ósnortnu
náttúru er skörp, ? í myndum eins og
frá Íslandi. Þar lúta röð og regla ein-
ungis þeim lögmálum sem sjálft
sköpunarverkið setur þeim. Mynd-
listargagnrýnandinn okkar, Halldór
Björn Runólfsson, sá þessa sýningu
og skrifaði um hana í blaðið á mið-
vikudag. Ég frétti að sýningin væri
væntanleg hingað til lands og hlakka
til að sjá hana aftur.
En nú er okkur ekki til setunnar
boðið, ? þessi leið okkar á djasshátíð
er orðin lengri en til stóð. Við lendum
við stóra sviðið á Skeppshólmi eftir
viku.
Verkamaður á bómullarekru á Fílabeinsströndinni. Kona gengur yfir teppafláka í Marrakesh í Marokkó.
Þorsteinn og Freygunn létu
reisa stein yfir I... syni sínum...
Rúnasteinninn á Prestgötu.
Maður á göngu í frönskum skrúðgarði.
begga@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56