Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
28. júlí 1992: ?Í umræðum
um málefni sjávarútvegsins
undanfarna daga og vikur
hafa raddir komið fram um,
að óhjákvæmilegt væri að
lækka gengi íslenzku krón-
unnar til þess að greiða úr
rekstrarvandamálum sjáv-
arútvegsins. Matthías
Bjarnason, alþingismaður
og fyrrum sjávarútvegs-
ráðherra, hefur lýst því af-
dráttarlaust yfir, að hann
telji gengisbreytingu tíma-
bæra og heldur því raunar
fram, að gengið sé þegar
fallið. Ljóst er, að innan
sjávarútvegsins eru margir
sömu skoðunar. Davíð
Oddsson forsætisráðherra
og Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra, tveir
helztu forystumenn núver-
andi ríkisstjórnar, hafa hins
vegar báðir lýst því yfir, að
gengislækkun komi ekki til
greina.?
28. júlí 1982: ?Verzlunar-
ráð Íslands hefur sent frá
sér ályktun er varðar stöðu
íslenzkra efnahagsmála. Þar
er vakin athygli á afla-
samdrætti, óstöðugleika á
erlendum sölumörkuðum,
versnandi gjaldeyrisstöðu,
þverrandi innlendum sparn-
aði og hallarekstri í und-
irstöðuatvinnugreinum, en
allt séu þetta viðblasandi al-
varlegar blikur á lofti í
efnahagslífi þjóðarinnar.
Þessir erfiðleikar, sem þjóð-
in stendur nú frammi fyrir,
séu hálfu erfiðari viður-
eignar vegna þess, að þeir
komi í kjölfar langvarandi
þrenginga í íslenzkum at-
vinnurekstri, ört vaxandi er-
lendrar skuldasöfnunar og
offjárfestingar í sjávar-
útvegi síðustu misseri.?
28. júlí 1972: ?Það virðist
nú einsýnt, að blöð stjórn-
arandstöðunnar hyggjast
byggja allan sinn málflutn-
ing í skattamálum upp á
ósannindum. Einkum á
þetta við um þann þátt, er
veit að elli- og örorkulífeyr-
isþegum, en einnig er því
blygðunarlaust haldið fram,
að hlutfallsleg skattbyrði
væri ?óbreytt eða lækkaði
frá fyrra ári.? Sannleikurinn
er þó sá, að nú verða menn
að borga nær 50% hærri
gjöld til jafnaðar af skatt-
stofni, sem aðeins hefur
hækkað um 26,5%.?
Forystugreinar Morgunblaðsins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
að er óneitanlega athyglis-
vert að fylgjast með því,
hversu snöggir Bandaríkja-
menn eru að bregðast við
vandamálum, sem upp
koma. Ekki eru margir
mánuðir liðnir frá því að
upp komst um bókhaldssvik
og blekkingar hjá stórum fyrirtækjum vestan
hafs, sem hafa gefið allt aðra og betri mynd af
afkomu sinni og rekstrarárangri en raunin var.
Með þeim hætti tókst þeim að halda verði hluta-
bréfa háu og blekkja almenna fjárfesta. Stjórn-
endur notuðu síðan tækifærið og seldu eigin
hlutabréf í fyrirtækjunum áður en að hinu óhjá-
kvæmilega verðhruni kom.
Bandaríkjaþing hefur nú þegar sett ný lög,
sem eiga að koma í veg fyrir eða draga úr líkum
á, að stjórnendur fyrirtækja getið hagrætt
sannleikanum með þessum hætti. Ljóst er að
mikil samstaða hefur verið á milli fulltrúa
beggja flokka í þinginu um þessar lagabreyt-
ingar, þótt togstreita hafi verið um vissa efn-
isþætti málsins. Er talið að hér sé um að ræða
mestu breytingar á lögum og reglum um endur-
skoðun fyrirtækja frá því kreppan mikla hófst
árið 1929. Ekki verður annað sagt en að stjórn-
kerfi, sem bregst svo hratt og örugglega við, sé
mjög virkt og sé starfi sínu vaxið.
Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er sagt ít-
arlega frá efni hinnar nýju löggjafar. Meðal
ákvæða hinna nýju laga er að sett verður á stofn
óháð nefnd, sem á að hafa eftirlit með endur-
skoðendum og fær vald til að refsa þeim. Þá er
endurskoðunarfyrirtækjum bannað að veita fyr-
irtækjum, sem þau endurskoða, ráðgjafarþjón-
ustu á flestum sviðum, sem tengjast ekki beint
reikningsskilum viðkomandi fyrirtækja. Hægt
er að skilja þetta á þann veg, að endurskoð-
unarfyrirtækjum sé heimilt að hafa slíka ráð-
gjafarstarfsemi innan sinna vébanda og veita þá
þjónustu öðrum fyrirtækjum en þeim, sem þau
sjá um endurskoðun hjá. Þetta ákvæði er at-
hyglisvert fyrir okkur Íslendinga í ljósi þess, að
hér hafa risið öflug fyrirtæki í endurskoðun,
sem jafnframt hafa veitt fyrirtækjum ráðgjöf á
öðrum sviðum rekstrarins.
Í hinum nýju bandarísku lögum er ákvæði,
sem gerir forstjórum og aðalfjármálastjórum
fyrirtækja skylt að ábyrgjast að reikningsskil
fyrirtækjanna séu rétt. Ef þeir samþykkja
reikningsskil, sem gefa ranga mynd af fjárhag
og stöðu viðkomandi fyrirtækis, er hægt að
dæma þá hina sömu í allt að 20 ára fangelsi.
Þetta eru auðvitað mjög harkaleg ákvæði en lík-
leg til að stuðla að meiri heiðarleika í reiknings-
skilum fyrirtækja.
Í hinum nýju lögum verður fyrirtækjum
bannað að veita stjórnendum lán og bandaríska
fjármálaeftirlitinu verður falið að setja nýjar
reglur um störf greiningarsérfræðinga til að
koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Í þessu
sambandi má minna á, að virt bandarísk fjár-
málafyrirtæki hafa verið staðin að ótrúlegri
ósvífni í ráðgjöf til viðskiptavina á sama tíma og
gögn um innanhússsamskipti sýna, að sérfræð-
ingar þeirra höfðu enga trú á viðkomandi fyr-
irtækjum.
Þá er athyglisvert að lögin skylda lögfræð-
inga, sem starfa fyrir viðkomandi fyrirtæki, til
þess að gera yfirvöldum viðvart fái þeir vísbend-
ingar um bókhaldssvik eða önnur slík brot.
Af frétt Morgunblaðsins í dag, laugardag, má
ráða að ýmsir hagsmunaaðilar hafa barizt gegn
sumum ákvæðum þessara nýju laga. Þannig er
ljóst, að repúblikanar, sem eru sennilega við-
kvæmari fyrir þrýstingi frá stórfyrirtækjum en
demókratar, hafa reynt að milda sum ákvæði
laganna en þó farið sér hægt í þeim efnum
vegna almenningsálitsins. Einn af talsmönnum
bandaríska Verzlunarráðsins lýsti efasemdum
um að svo ströng lög væru nauðsynleg. Lög-
fræðingar hafa lýst andstöðu við þau ákvæði,
sem að þeim snúa sérstaklega.
Þá hlýtur að vekja athygli, að svo virðist sem
þingið hafi ekki tekið á því atriði, sem snýr að
gjaldfærslu kostnaðar vegna kaupréttar stjórn-
enda og starfsmanna á hlutabréfum.
Þegar á heildina er litið er líklegt að þessi
stranga löggjöf, sem Bush Bandaríkjaforseti
segist hlakka til að staðfesta, muni stuðla að því
að hlutabréfamarkaðurinn endurheimti að ein-
hverju leyti það traust almennings, sem mark-
aðurinn hefur óneitanlega tapað á undanförnum
vikum og mánuðum. Það mun ekki gerast í einu
vetfangi en smátt og smátt.
Þessi snöggu viðbrögð Bandaríkjaþings eru
skiljanleg í ljósi þeirra gífurlegu hagsmuna, sem
um er að ræða. Það gleymist stundum, að þetta
mál snýst ekki bara um þá, sem eru beint og án
milligöngu annarra hluthafar í fyrirtækjum. Líf-
eyrissjóðir og aðrir sparnaðarsjóðir, sem ávaxta
fé almennings, kaupa hlutabréf í fyrirtækjum á
bandaríska hlutabréfamarkaðnum. Verðfall á
hlutabréfamarkaðnum hefur því gífurleg áhrif á
afkomu bæði Bandaríkjamanna og annarra, sem
fjárfest hafa þar í landi.
Það á líka við um okkur Íslendinga. Íslenzkir
lífeyrissjóðir hafa í auknum mæli fjárfest í er-
lendum verðbréfum, þ.á m. hlutabréfum. Fé-
lagsmenn í lífeyrissjóðum hafa kynnzt því und-
anfarin misseri að ávöxtun fjármuna þeirra er
ekki alltaf jákvæð. Þess vegna er það nú svo, að
þessi framvinda mála í Bandaríkjunum hefur
bein áhrif á afkomu fjölda Íslendinga.
Í þessu sambandi er ástæða til að benda á að
sérfræðingar vestan hafs telja, að verð hluta-
bréfa kunni að lækka vegna þessarar nýju lög-
gjafar. Það hefur þó ekki orðið til þess að draga
úr þeirri staðföstu ákvörðun þingmanna og
ráðamanna vestan hafs að setja slíka löggjöf.
Endurskoðun 
á íslenzkum
reglum?
Um allan heim standa
nú yfir umræður um
það, hvort önnur lönd
eigi að fylgja í kjölfar
Bandaríkjamanna í
þessum efnum. Í því
sambandi verður að gæta þess, að reiknings-
skilavenjur eru mismunandi í Bandaríkjunum
og t.d. í Evrópu. Dæmi eru um að evrópsk fyr-
irtæki, sem hafa verið skráð á hlutabréfamörk-
uðum í Bandaríkjunum, hafi breytt reiknings-
skilum sínum af þeim sökum og hefur vakið
athygli hvað afkomutölur þeirra breytast mjög
við það, sem sýnir kannski fyrst og fremst, að
þótt reikningsskil séu vafalaust mjög nákvæm
fræði byggjast þau þó á margvíslegu huglægu
mati.
Hér á Íslandi hafa ekki komið upp mál af því
tagi, sem til umræðu hafa verið í Bandaríkj-
unum. Þó má sjá vísbendingar um, að sum
þeirra álitamála, sem þar hafa verið rædd, séu
að koma til sögunnar hér.
Eitt af því, sem upp hefur komið í Bandaríkj-
unum, er hvenær eðlilegt sé að eignfæra ákveð-
in útgjöld í stað þess að gjaldfæra þau. Þessi
spurning er vafalaust daglegt brauð í störfum
endurskoðenda hér.
Færsla kostnaðar vegna kaupréttar stjórn-
enda og starfsmanna hefur ekki verið mikið til
umræðu hér en þó er ástæða til að benda á, að í
tilkynningu frá Baugi í gær, föstudag, um af-
komu félagsins á fyrstu þremur mánuðum þessa
rekstrarárs er skýrt frá því, að framvegis verði
slíkur kostnaður gjaldfærður hjá fyrirtækinu.
Þetta framtak forrráðamanna Baugs er líklegt
til að vekja athygli hér og þá ekki síður hvernig
það verður framkvæmt en mismunandi skoðanir
hafa verið uppi í Bandaríkjunum um það.
Endurskoðun hefur ekki verið ríkur þáttur í
almennum umræðum hér á Íslandi en búast má
við að athyglin beinist í vaxandi mæli að störf-
um endurskoðenda og reikningsskilavenjum
fyrirtækja í framhaldi af umræðunum í Banda-
ríkjunum og annars staðar. En fleira kemur til.
Hið íslenzka viðskiptaumhverfi hefur gjör-
breytzt á einum áratug. Nú er frjálst fjár-
magnsflæði á milli landa. Þeir sem stunda við-
skipti gera bersýnilega töluvert af því að stofna
fyrirtæki og svonefnd eignarhaldsfélög í öðrum
löndum og þá ekki sízt í Lúxemborg. Á hlut-
hafaskrám fyrirtækja, sem skráð eru á Kaup-
höll Íslands, má aftur og aftur sjá nöfn fyr-
irtækja, sem bera þess merki, að þau eru skráð í
Lúxemborg. Það er ómögulegt að fá upplýs-
ingar um eigendur þessara fyrirtækja vilji þeir
ekki gefa það upp sjálfir.
Þessir breyttu viðskiptahættir, frjálst fjár-
magnsflæði og aukin umsvif íslenzkra fyrir-
tækja í öðrum löndum valda því, að það getur
verið mjög flókið fyrir fólk að átta sig á reikn-
ingsskilum fyrirtækja, sem eru með starfsemi í
mörgum löndum. Það getur líka verið erfitt að
átta sig á hverjir eigi fyrirtæki, sem einstakling-
ar og lífeyrissjóðir vilja gjarnan vita um áður en
fjárfest er í viðkomandi fyrirtækjum.
Þessar breyttu aðstæður valda því, að það
getur verið rík ástæða til ? og ekki bara vegna
umræðnanna vestan hafs ? að Alþingi og ríkis-
stjórn efni til mjög rækilegrar skoðunar á þeim
lögum og reglum, sem gilda um viðskiptalífið á
Íslandi. Ekki til þess að gera þeim erfitt fyrir,
sem stunda viðskipti, heldur þvert á móti til
þess að efla traust og tiltrú almennings í garð
viðskiptalífsins og stuðla að því að fólk verði
reiðubúnara til að leggja sparifé sitt í atvinnu-
rekstur.
Þegar rætt hefur verið um nauðsyn þess að
setja ný lög og nýjar reglur varðandi viðskipta-
lífið á síðasta áratug, því tímabili í sögu lýðveld-
isins, sem mestar breytingar hafa orðið á starfs-
ALÞJÓÐLEGT HNEYKSLI
B
ráðabirgðaskýrsla, sem
svonefnd Þróunarstofnun
Bandaríkjanna hefur lát-
ið gera, hefur leitt í ljós, að mun
fleiri palestínsk börn þjást af
vannæringu en áður. Er talið, að
nú þjáist um þriðjungur palest-
ínskra barna undir sex ára aldri
af vannæringu gagnstætt því
sem var tveimur árum áður en
núverandi átök hófust milli Pal-
estínumanna og Ísraela en þá var
talið að um 7% barna á þessu ald-
ursskeiði væru vannærð.
Hér er á ferðinni alþjóðlegt
hneyksli. Bandaríkin sérstak-
lega, en einnig Sameinuðu þjóð-
irnar, Evrópusambandið og
helztu stórveldi heims hafa mikil
afskipti af deilunum á milli Ísr-
aela og Palestínumanna. Þessum
aðilum hefur ekki tekizt að stilla
til friðar. En það er erfitt að
skilja, að þessir sömu aðilar geti
ekki séð til þess að börnin á
þessu svæði fái nóg að borða.
Þótt sprengjum sé varpað fram
og til baka á milli deiluaðila
stendur ekki yfir allsherjarstríð.
Starfsmenn fjölmargra hjálpar-
samtaka eru þar á ferð, m.a. Ís-
lendingar. Ráðherrar og fyrir-
menn frá öðrum þjóðum koma í
straumum til Miðausturlanda til
þess að ræða við ráðamenn þar.
Það er erfitt að finna skýringu
á því að ekki sé hægt að koma
mat til barna á svæði, þar sem
ekki ríkir allsherjarstríð og þar
sem svo mikill fjöldi erlendra
hjálparstarfsmanna er á ferð.
Það er heldur ekki við öðru að
búast en að hatrið magnist um
allan helming á meðal Palestínu-
manna, þegar svo er komið að
börn þeirra þjást af vannæringu.
Við hverju búast menn? Að þetta
fólk horfi þegjandi og hljóðalaust
á að börn þess svelti? Að sjá til
þess að börnin í Palestínu fái nóg
að borða getur átt meiri þátt í að
skapa frið á þessum slóðum en
margt annað.
Við Íslendingar höfum engin
pólitísk áhrif á það, sem gerist í
Miðausturlöndum. Það er barna-
skapur að halda slíkt. Við getum
hins vegar átt ríkan þátt í því
með afskiptum okkar og athöfn-
um á alþjóðavettvangi að börnin í
Palestínu fái mat að borða. Og
það eigum við að gera. Við eigum
að beita okkur á sviðum sem
þessum. Við eigum að leggja
þeim lið, sem vinna að því dag-
lega verkefni, sem ekki er alltaf í
sviðsljósi fjölmiðlanna, að
tryggja að fólk fái mat. Það er
mikilvægara en kynnisferðir
fólks úr öllum heimshlutum til
þess að sjá hvað er að gerast í
Palestínu.
Það er nóg af mat á Vestur-
löndum. Sumir mundu kannski
segja, að það væri of mikið af mat
í þessum ríkasta hluta heims. 
Börnin í Palestínu eru ekki
einu börnin í heiminum, sem eru
vannærð. Hungur yfirleitt í
heimi, sem framleiðir meira en
nóg af mat fyrir alla jarðarbúa,
er auðvitað hneyksli. Það er
hægt að koma með fjölmargar
skýringar á því ástandi. Meðal
þeirra skýringa, sem gefnar eru
á þessu ástandi í Palestínu, eru
þær, að Ísraelsmenn meini Pal-
estínumönnum að sækja vinnu út
fyrir ákveðin svæði. Það er líka
sagt að Ísraelsstjórn greiði Pal-
estínumönnum ekki þá skatta og
tolla, sem þeim ber. Sjálfsagt
kemur fjölmargt fleira til. Það
breytir ekki því, að þegar fólk
sveltir skiptir mestu máli að
koma mat til þess.
Þess vegna á hið alþjóðlega
samfélag ekki að horfa þegjandi
á svona hneyksli heldur grípa til
róttækra ráðstafana til þess að
bæta úr matarskorti barna í Pal-
estínu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56