Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 29
umhverfi þeirra, sem reka atvinnufyrirtæki,
hefur það nánast verið föst regla, að talsmenn
hagsmunasamtaka hafa talið það óþarfa og að
það mundi hafa takmarkandi áhrif á þá, sem
standa fyrir umsvifum í atvinnulífinu.
Nýtt dæmi um það er sú skoðun, sem sett
hefur verið fram, að takmörkun á eignaraðild að
bönkum eða takmörkun á atkvæðisrétt í bönk-
um og sparisjóðum mundi verða til þess að
hlutabréfaverð yrði lægra en ella. Ekki hafði
það áhrif á bandaríska þingmenn, þótt þeim
væri sagt að sú stranga löggjöf, sem þeir hafa
nú sett um reikningsskil bandarískra fyrir-
tækja, mundi leiða til lægra hlutabréfaverðs en
ella.
Fyrir áratug hóf Morgunblaðið baráttu fyrir
því, að þeir sem ættu 33% í fyrirtækjum yrðu
skyldaðir til að gera öðrum hluthöfum tilboð í
þau 67%, sem eftir stæðu. Rökin voru þau, að
33% eignaraðild að fyrirtæki í mjög dreifðri
eign þýddi raunveruleg yfirráð yfir viðkomandi
fyrirtæki. Þingmennirnir Matthías Bjarnason
og Eyjólfur Konráð Jónsson fluttu á þeim tíma
þingsályktunartillögu um þetta efni.
Í þessum umræðum komu fram rökin um
mikilvægi þess að í hverju fyrirtæki væri sterk-
ur kjölfestufjárfestir, sem leiddi það og skapaði
traust í þess garð á meðal annarra hluthafa. Sl.
fimmtudag birtist í viðskiptablaði Morgunblaðs-
ins frásögn af umfjöllun Wall Street Journal um
þau vandamál, sem upp hafa komið í reiknings-
skilum bandarískra fyrirtækja, og þar voru litlir
hluthafar sérstaklega varaðir við að kaupa
hlutabréf í fyrirtækjum, þar sem einn til tveir
aðilar ættu um 35% hlutafjár, þar sem hætta
væri á því að þeir tækju eigin hagsmuni fram
yfir hagsmuni annarra hluthafa.
Nú eru í gildi þau lagaákvæði hér að eigi fyr-
irtæki 50% í öðru fyrirtæki sé því skylt að gera
öðrum hluthöfum tilboð um að kaupa bréf
þeirra. Í umræðum um breytt viðskiptaum-
hverfi á Íslandi er ekki ólíklegt að aftur vakni
spurningar um, hvort færa eigi þetta mark í t.d.
33%. Vel má vera, að sjónarmið manna í við-
skiptalífinu hafi breytzt töluvert í þessum efnum
frá því að þessar umræður hófust á árinu 1990.
Það er til marks um þær miklu breytingar,
sem orðið hafa á umhverfi viðskiptalífsins hér á
einum áratug eða rúmlega það, að draga má í
efa, að fjölmiðlar á Íslandi hafi bolmagn til að
fylgjast með því, sem er að gerast á þessum
vettvangi eftir að íslenzk fyrirtæki hafa aukið
umsvif sín svo mjög á erlendum vettvangi. Ís-
lenzkir fjölmiðlar kunna það einfaldlega ekki og
eiga áreiðanlega langt í land með að afla sér
þeirrar þekkingar, sem þarf til að afla upplýs-
inga um starfsemi fyrirtækjanna í öðrum lönd-
um umfram það, sem þau sjálf gefa upp.
Það er líka hægt að velta því fyrir sér, hvort
þær eftirlitsstofnanir, sem hið opinbera hefur
sett upp, á borð við Fjármálaeftirlitið, embætti
skattrannsóknarstjóra og Samkeppnisstofnun,
svo að dæmi séu nefnd, hafi slíkt bolmagn,
þekkingu, starfsmenn og fjármagn, sem til þarf
á stundum a.m.k.
Traust
og tiltrú
Til eru þeir sem telja,
að það frelsi í við-
skiptum og athafna-
lífi, sem m.a. Morg-
unblaðið hefur barizt fyrir í bráðum 90 ár, eigi
að vera fullkomlega óheft og án nokkurra tak-
markana. Með því að njóta fullkomins frelsis
muni hið óhefta athafnalíf skila þjóðarbúinu
mestum arði. Það er hægt að færa rök fyrir
þessu sjónarmiði á pappírnum en það er erf-
iðara í raunveruleikanum, þótt viðurkennt skuli
að það er erfitt að finna hinn gullna meðalveg í
þessum efnum.
Fyrir 100 árum og rúmlega það má segja að
lítil takmörk hafi verið á því, sem athafnamenn í
Bandaríkjunum gátu gert. Afleiðingin varð sú,
að bandarískt viðskiptalíf einkenndist af lög-
málum frumskógarins. 
Að fenginni þeirri reynslu má segja, að
Bandaríkjamenn hafi jafnan staðið öðrum fram-
ar í að setja viðskiptalífinu þar í landi starfs-
ramma, sem tryggði almannahag. Og í hvert
sinn, sem uppvíst hefur orðið að sá starfsrammi
hafi verið brotinn, hefur annaðhvort löggjaf-
arvaldið eða dómsvaldið komið til skjalanna. Nú
hefur Bandaríkjaþing gripið til sinna ráða og
gera má ráð fyrir að frá dómstólunum þar í
landi heyrist á næstu misserum vegna þeirra
mála, sem upp hafa komið undanfarna mánuði.
Fyrir áratug kom dómsvaldið líka til skjalanna,
þegar talið var að sérfræðingarnir á Wall Street
hefðu farið út yfir öll mörk. Þá var sá maður,
sem talinn hefur verið snjallasti fjármálamaður í
Bandaríkjunum á síðari hluta 20. aldarinnar og
litið á sem jafnoka J.P. Morgan í fjármálasnilli,
Michael Milken, dæmdur í fangelsi fyrir við-
skiptahætti sína. Þetta var á þeim árum, þegar
fjármálamenn tóku yfir hvert fyrirtækið á fætur
öðru, mergsugu þau, náðu öllum fjármunum út
úr þeim, sem til voru, og skildu fyrirtækin eftir í
rúst og starfsmennina atvinnulausa. Þetta var
gert með gífurlegri skuldsetningu fyrirtækj-
anna, sem Milken fjármagnaði. Fullyrt var að
með þessari aðferð væru fyrirtækin öguð til
þess að skila sem beztum rekstrarárangri en
annað kom í ljós.
Reynslan af því að viðskipta- og athafnalíf
starfi án þess að nokkur rammi laga og reglna
sé settur utan um starfsemi þess er því miður
vond. Þess vegna eiga menn ekki að vera
hræddir við að skapa atvinnulífinu eðlilegt
starfsumhverfi með lögum og reglum.
Í umræðum hér á Íslandi hefur mikil áherzla
verið lögð á að íslenzk fyrirtæki búi við jafnræði
og sambærilega starfsaðstöðu og fyrirtæki í
samkeppnislöndum. Þetta er eðlileg krafa ís-
lenzkra fyrirtækja. En þessi krafa hlýtur að
verka á báða bóga. 
Um leið og fyrirtækjunum hér er sköpuð slík
starfsaðstaða, m.a. með þeim hagstæðu skatta-
lögum, sem hér hafa verið sett, er eðlilegt að
gera þá kröfu til þeirra að þau fallizt á að þau
verði að hlíta sömu lögum og reglum, sem fyr-
irtæki beggja vegna Atlantshafsins búa við á
þeim sviðum rekstrar þeirra, sem hér hafa verið
gerð að umtalsefni. Það er forsenda þess, að þau
njóti trausts og tiltrúar almennings, sem er for-
senda þess, að einstaklingar og lífeyrissjóðir
leggi fyrirtækjunum til nauðsynlegt starfsfé.
Morgunblaðið/Rax
Á Suðurlandi.
?Þessi snöggu við-
brögð Bandaríkja-
þings eru skiljanleg
í ljósi þeirra gíf-
urlegu hagsmuna,
sem um er að ræða.
Það gleymist stund-
um, að þetta mál
snýst ekki bara um
þá, sem eru beint og
án milligöngu ann-
arra hluthafar í fyr-
irtækjum. Lífeyr-
issjóðir og aðrir
sparnaðarsjóðir,
sem ávaxta fé al-
mennings, kaupa
hlutabréf í fyrir-
tækjum á banda-
ríska hlutabréfa-
markaðnum.
Verðfall á hluta-
bréfamarkaðnum
hefur því gífurleg
áhrif á afkomu bæði
Bandaríkjamanna
og annarra, sem
fjárfest hafa þar í
landi.?
Laugardagur 27. júlí

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56