Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 33 eins og postulinn: „Ég veit á hvern ég trúi. Og ég er sannfærður um að hann er þess megnugur að varðveita það, sem mér er trúað fyrir, þar til dagurinn kemur“ (2. Tím.1,12). Benedikt var starfsmaður Kristni- boðssambandsins frá 1956 og til dauðadags. Heimastarfið var hans vettvangur og hann ferðaðist um landið þvert og endilangt, boðaði Guðs orð og kynnti kristniboðið. Fá- ir eru þeir staðir hér á landi sem hann hefur ekki heimsótt með fagn- aðarboðin góðu um frelsarann. Tvisvar var Benedikt kallaður til skammtímaverkefna fyrir kristni- boðið í Eþíópíu. Einnig þar varð hann til mikillar blessunar og margir minnast með þakklæti fræðslu hans í Guðs orði. Samviskusemi og ná- kvæmni einkenndi öll störf Bene- dikts hvort sem það var meðal barna í sumarbúðum, boðun á samkomum, biblíulestrar í kristniboðsfélögunum eða við ritstörf og þýðingar bóka. Guðs orð var honum heilagt og hann lagði mikla rækt við að boða það hreint og skírt. Vitnisburður hans var ekki aðeins í orðum, allt líf hans vitnaði um þann frelsara sem hann trúði á. Benedikt átti auðvelt með að ræða við fólk og kynnast því. Hann var því vinmargur. Í viðræðum við fólk bæði börn og fullorðna var honum eðlilegt að ræða um orð Guðs og starfið í ríki hans. Hann hafði alltaf eitthvað gott að segja um Jesú. Síðustu orðin sem Benedikt bað mig að tala út frá í Kristniboðssaln- um voru orðin í Filippíbéfinu 1,21, en þar stendur: „Því lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur.“ Þegar hann úthlutaði mér þessum texta hafði hann fengið að vita að hann væri með krabbamein. Eftirá að hyggja sé ég að þessi orð voru hans eigin vitn- isburður. Líf Benedikts snerist um Krist. Hann hafði þegið lífið frá Kristi. Í samfélagi við hann átti hann eilíft líf. Hann var þakklátur fyrir að fá að lifa og vitna um Jesú en hann vissi einnig að dauðinn var enginn ógn fyrir þann sem trúir á Jesú, heldur ávinningur. Það er með söknuði að ég kveð góðan vin og sálusorgara. Guð blessi minningu hans og styrki systkini hans og vini alla. Skúli Svavarsson. Einn besti vinur okkar hjóna er látinn. Vinur sem aldrei brást. Vinur sem var okkur hjónum svo óendan- lega dýrmætur. Náin vinátta hófst er við dvöldum í Ósló 1949–1951. Þá var Benedikt við framhaldsnám í guðfræði við Menig- hetsfakultetet en öll bjuggum við á Fjellhaug, biblíu- og kristniboðs- skólanum í Ósló. Það var óhjákvæmilegt að við yrð- um öll þrjú fyrir djúpum áhrifum Guðs orðs. Við getum aldrei full- þakkað það sem skyldi. Eftir að við vorum komin heim og við Páll höfð- um stofnað okkar eigið heimili var Benedikt góði vinurinn sem kom í heimsókn, ekki síst barna okkar þriggja sem eru orðin fullorðið fólk í dag og hafa sjálf eignast heimili og fjölskyldu. Þau minnast þess með gleði þegar hann, heimilisvinurinn góði, leit inn til þeirra og þau að sjálfsögðu háttuð. Þetta var á þeim árum þegar börnin voru komin í háttinn fyrir klukkan níu. Ævinlega var hann með eitthvert góðgæti. Hugulsemi hans var takmarkalaus. Smánammi var nú fyrirgefanlegt þó að þau væru búin að bursta tenn- urnar, þetta var jú hann Benni. Þegar við lítum til baka eru minn- ingar sem þessar svo óendanlega dýrmætar. Benedikt var starfsmaður Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga. Hann var knúinn af Guðs anda að boða fagnaðarerindi úti á meðal heiðingjanna og einnig hér heima. Oft nutum við hjónin þeirra forrétt- inda ásamt fleirum að fara með hon- um í slíkar ferðir. Oft þegar aldraðir voru heimsóttir í Reykjavík eða út á land bar við að við heyrðum lágt hvísl þegar Benedikt laut niður að sjúkrabeði: „Ert þetta þú Benedikt, ert þetta þú?“ Þau fundu fyrir nær- veru hans. Þau þekktu rödd boðber- ans trúfasta sem svo oft hafði fært þeim fagnaðarerindið um fyrirgefn- ingu syndanna í Jesú Kristi. Sjálfur þekkti Benedikt fagnaðarerindið er segir: Lofaður sé Drottinn sem ber oss dag eftir dag (sálm. 68.20). Við Páll þökkum Guði fyrir að hafa átt Benedikt að vini í rúma hálfa öld. Við sendum Sverri bróður hans og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Susie og Páll. Hann var góðviljaður, trúr köllun sinni í leik, starfi og lífi, gladdist innilega með öðrum og óskaði eng- um annars en gæfu og farsældar. Hann var góður samstarfsmaður, glaður og jafnan hress í bragði. Hann hlakkaði til á vorin þegar hann undirbjó sig fyrir leiðtogastarf í Kaldárseli og Vatnaskógi og margir minnast hans frá þeim stöðum með þakklæti. Hann hlakkaði líka til á haustin þegar starfið fyrir Samband ísl. kristniboðsfélaga hófst og KFUM og K. Gleði hans fólst meðal annars í þeirri trúarvissu að Guð elskaði alla menn jafnt. Sr. Friðrik orti um Vatnaskóg á sínum tíma: „Minningar hlýjar, hug- ur nú sér.“ Nú reikar hugurinn nærri hálfa öld til baka og ætíð, á hverju ári síðan rifjast upp góðar minningar um Benedikt, góðan vin og samstarfsmann. Ljúflyndi hans var kunnugt öllum sem hann umgekkst. Góðir vinir eru ekki á hverju strái. Cíceró skrifaði um vináttuna fyrir 2000 árum: „Ég get aðeins hvatt ykkur til að setja vináttuna ofar öllu öðru hér í heimi, því að ekkert er í jafn miklu sam- ræmi við innsta eðli mannsins. Það er ekkert sem hefur meira gildi, hvort heldur vel gengur eða á móti blæs . . . Að svo miklu leyti sem mannlífið er fallvalt og brigðult verð- um við sífellt að leita til þeirra sem við getum látið okkur annt um og endurgjalda ástúð okkar. Ef kær- leikur og góðvild hverfa glatast lífs- gleðin.“ (Úr bókinni Um vináttuna eftir Cíceró í þýðingu Margrétar Oddsdóttur. Útgefandi Hið íslenzka bókmenntafélag 1993). Við hjónin kveðjum góðan vin með söknuði og sendum Sverri, bróður hans, systkinum og fóstursystur ásamt vandamönnum hlýjar samúð- arkveðjur. Þórir S. Guðbergsson. Kveðja frá samstarfsfólki á Holtavegi Benedikt Arnkelsson, eða Benni eins og hann var gjarnan kallaður, var sérstakur maður. Það fengum við að reyna, samstarfsfólk Benna á skrifstofum KFUM og K, KSH og SÍK á Holtaveginum. Hann var ein- staklega ljúfur í samskiptum og með afbrigðum kurteis og tillitssamur. Líf sitt helgaði hann kristniboðs- starfi hérlendis, meðal annars með því að kynna kristniboðsstarf í fjar- lægum löndum og vinna að fram- gangi þess. Um tíma var hann einnig starfsmaður Landssambands KFUM. Sumarbúðastarf átti hug hans allan og í fjörutíu sumur starf- aði hann í sumarbúðum KFUM og KFUK í Kaldárseli. Þar naut hann sín einstaklega vel sem fræðari og uppalandi. Hann hafði mjög sterka ábyrgðartilfinningu, var nákvæmur og gætti þess vel að hver einstak- lingur nyti sín. Það var ógleyman- legt að spjalla við Benna um Kald- ársel og sjá augu hans ljóma þegar hann talaði um starfið þar og finna væntumþykjuna sem hann bar til barnanna. Eftir að Benni komst á eftirlauna- aldur lagði hann ekki árar í bát held- ur hélt áfram að vinna fyrir Kristni- boðssambandið og gaf nú alla vinnu sína. Það var gott að fá að hafa Benna áfram á Holtaveginum og mega áfram njóta hans góðu nær- veru. Til hans var auðvelt að leita, hann var mjög góður prófarkalesari og eru þær ófáar greinarnar og ræð- urnar sem hann las yfir og leiðrétti af sinni eðlislægu hógværð. Hann var mjög vel lesinn í Biblíunni og alltaf var hann með svar á reiðum höndum þegar þurfti að finna ein- hvern ritningarstað. Eitt af þeim verkefnum sem Benni tók að sér á Holtaveginum var að hlúa að okkur á kaffistofunni. Hann hellti alltaf upp á könnuna og sá til þess að kaffitím- arnir urðu samfélag þar sem bæði var boðið upp á andlega og líkamlega næringu. Það var okkur öllum mikið áfall þegar Benni, þessi atorkusami og duglegi maður, veiktist af þeim sjúk- dómi sem nú hefur borið hann of- urliði. Hann átti svo margt að gefa sem við hefðum gjarnan viljað fá að njóta lengur og við eigum eftir að sakna hans sárt. Á kveðjustundu er okkur efst í huga þakklæti til Guðs fyrir að hafa gefið okkur Benna, leyft okkur að kynnast honum og eiga samskipti við hann. Við þökkum liðnar samverustundir og felum Benna Guði og eilífri vernd hans: „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum, til óforgengilegr- ar, flekklausrar og ófölnandi arf- leifðar, sem yður er geymd á himn- um.“ (I. Pét. 1:3-4.) Innilegar samúðarkveðjur færum við Sverri, tvíburabróður Benna, og öðrum aðstandendum hans. Kveðja frá KSS og KSF „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem er engu öðru líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá, sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem lýsir þér best. ( Terri Fernandes) Það er ákaflega ljúft að minnast Benedikts Arnkelssonar. Hann var heilsteyptur kristinn maður með glaðlegt viðmót og náði til fólks á öll- um aldri. Góðir kostir hans nýttust honum vel í því starfi, sem hann gegndi og unni allt sitt líf. Lífsköllun hans var að boða fagnaðarerindið um Jesúm Krist og vann hann mest fyrir Samband íslenskra kristniboðs- félaga. Hann var vel menntaður og vandvirkur í öllum sínum störfum. Daglegt líf hans orð og viðmót var góður vitnisburður þess manns sem þjónar Drottni sínum heilshugar. Í sumarbúðum KFUM og K í Kaldárseli starfaði Benedikt sem forstöðumaður í sumardvalarflokk- um í liðlega fjörutíu ár. Það var mikil gæfa fyrir Kaldársel, samstarfsfólk og börnin sem þar hafa dvalið að Benedikt skyldi vera á sumrin í sum- arbúðunum. Hann hafði gott lag á að nálgast börnin og ná athygli þeirra og halda henni. Starf í sumarbúðum kallar á fjöbreytni í leik og starfi. Það kallar á að hver einstaklingur í hópnum fái að njóta sín og taki virk- an þátt í því sem fram fer. Benedikt sá og fylgdist vel með hverjum og einum og gætti þess vel að allir væru virkir og enginn væri útundan. Fót- boltaleiki, íþróttir alls konar, hella- ferðir og fjallgöngur ásamt ýmsu öðru fyrir börnin skipulagði hann og framkvæmdi af mikilli natni. Það sem stóð hjarta hans næst var að segja börnunum frá Jesú og kenna þeim kristilega söngva. Hann átti líka í fórum sínum margar góðar sögur og frásöguþætti úr heimi kristninnar sem gaman var að hlusta á. Kvöldvökurnar voru sambland af léttmeti, leikjum, góðum frásögum, söngvum og Guðs orði. Á veislu- kvöldum var slegið á létta strengi og hann gat sett saman skemmtilegar sögur þar sem börnin voru fléttuð inní þær öllum til mikillar ánægju. Eftir að árin færðust yfir Bene- dikt og hann lét af störfum sem for- stöðumaður í sumarbúðunum, kom hann alltaf í hvern flokk til þess að segja börnum frá kristniboðinu. Þetta gerði hann eins og honum var einum lagið, á lifandi og skemmti- legan hátt. Allir hlustuðu og höfðu gaman og gott af. Benedikt kom líka í Kaldársel yfir veturinn á laugar- dögum þegar sjálfboðaliðar voru að endurbæta og laga sumarbúðirnar. Hann sagðist ekki lengur hafa heilsu til stórátaka en hjálpaði til í eldhús- inu. Þar áttum við góðar stundir með honum yfir kaffibolla og gátum spurt hann og hlustað á svör hans og frá- sögur sem að mestu snerust um Kaldársel. Benedikt var ákaflega starfsamur maður. Hann notaði tímann vel. Hann fór vel með, var nægjusamur og hugsaði ekki um eigin hag. Sum- arstarfið í Kaldárseli er Guði þakk- látt fyrir Benedikt og störfin hans í öll þessi ár. Við minnumst hans sem hæfileikaríks leiðtoga sem áorkaði miklu og skilur mikið og starf eftir sig. Það sem prýddi hann var hóg- værð og lítillæti. Hann stóð þó vel grundvallaður á orði Guðs sem hann byggði allt sitt líf og starf á. Hann var trúr köllun sinni og vann ís- lenskri kristni og kirkju mikið gagn. Guðs Orð var honum ávallt ofar- lega í huga og leiðarljós á lífsleiðinni. Nú síðast á spítalanum vitnaði hann í Sálm Davíðs sem segir: Fel Drottni vegu þína, treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Hann sagði: „Já, núna geri ég þetta þegar sjúkdómurinn herjar á mig, ég fel Drottni vegu mína, treysti honum og hann mun vel fyrir sjá.“ Þetta hefur Benedikt Arnkelson alltaf gert í lífi sínu og starfi. Þetta hefur hann hvatt unga sem aldna til að gera líka. Stjórn og starfsfólk sumarbúðanna í Kaldár- seli þakkar lifanda Guði fyrir kæran vin og kristniboðann Benedikt Arn- kelsson. Ásgeir Markús Jónsson. Kveðja frá Skógarmönnum KFUM Hann sagði sjálfur frá því að hann væri orðinn mikið veikur. Hann gekk á milli manna og sagði frá því á mjög yfirvegaðan og hreinskilinn hátt. Þannig var Benni, hreinskilinn og yfirvegaður. Hann var fyrst og fremst starfs- maður Krists – starfsmaður í Guðs ríki. Hann helgaði Guði líf sitt, hljóp sitt lífshlaup með Kristi, glæsilegur maður, góður vitnisburður um Krist. Benedikt starfaði hjá Kristniboðs- sambandinu í áratugi og í Vatna- skógi sem foringi ein tíu sumur á 5. og 6. áratugnum. Síðar kom hann þangað sem forstöðumaður og fórst það starf vel úr hendi. Hann var for- stöðumaður í sumarbúðunum í Kald- árseli í áratugi. Hin seinni ár var áhuginn ávallt til staðar, sífellt að spyrja frétta úr sumarbúðunum. Hann fyllti hóp þeirra mörgu, hljóð- látu og trúföstu velunnara Vatna- skógar sem biðja fyrir starfinu. Á vorin, þegar mest gekk á við að skrá í sumarbúðirnar, var ómetanleg hjálp í Benna. Hann var alltaf mætt- ur, tilbúinn að aðstoða, nákvæmur og liðlegur. Létt lund einkenndi Benna, það var stutt í glottið og gamansemina. Eftirminnilegir eru biblíulestrar frá biblíunámskeiðum í Vatnaskógi þar sem hann fór oft á kostum. Benna verður sárt saknað. Guð blessi minningu Benedikts Arnkelssonar. F.h. Skógarmanna KFUM Ársæll Aðalbergsson, Ólafur Sverrisson. Með Benedikt Arnkelssyni guð- fræðingi er fallinn í valinn einn þeirra manna sem um árabil hafa verið í forystusveit íslenskra kristni- boðsvina. Hann var í mörg ár starfs- maður Kristniboðssambandsins og ferðaðist á þess vegum víðsvegar um landið, prédikaði Guðs orð í kirkjum og samkomuhúsum, talaði máli kristniboðsins og sýndi myndir frá starfi þess á kristniboðsakrinum. Ég átti þess kost að kynnast Benedikt mjög náið, ekki síst vegna starfa hans í Kristniboðssalnum, en þar hefur hann séð um almennar samkomur á vegum Kristniboðssam- bandsins frá því starfið hófst þar. Hann var ákaflega traustur starfs- maður og nákvæmur í öllum störfum sínum sem hann vann af mikilli alúð og gerði sér grein fyrir því að smáat- riðin geta oft skipt miklu máli. Hann prédikaði Guðs orð „hreint og ómengað“ og boðaði fyrirgefningu syndanna fyrir trú á Jesú Krist. Þá trú hafði hann sjálfur eignast ungur og þráði að miðla henni til annarra. Hann flutti skíran vitnis- burð um trú sína á Jesú Krist og það var auðfundið að í þeirri trú hvíldi hann til hinstu stundar. Við fé- lagarnir í Kristniboðsfélagi karla þökkum Benedikt samfylgdina, en í mörg ár hefur hann haft biblíulestra hjá okkur og miðlað okkur af djúpri þekkingu sinni á orði Guðs. Í því efni var hann víðlesinn og hafði því af miklu að miðla. Þegar ég minnist þessa látna vin- ar míns minnist ég þess fyrst og fremst hvað hann var hógvær og af hjarta lítillátur og ég trúi því að hon- um hafi nú verið mætt með orðun- um: „Þú trúi þjónn. Gakk inn til fagnaðar Herra þíns.“ Blessuð sé minning Benedikts Arnkelssonar. Ástvinum hans öllum er vottuð einlæg samúð. Baldvin Steindórsson, formað- ur í Kristniboðsfélagi karla. Laugardaginn 26. júlí s.l. barst mér sú harmafregn að Benedikt Arnkelsson guðfræðingur, góður vinur minn til margra áratuga, hefði verið burtkallaður úr þessu lífi. Þegar ég lít til baka þá minnist ég margra góðra samverustunda á fundum KFUM með þeim tvíbura- bræðrum, Benedikt og Sverri. Benedikt lauk stúdentsprófi árið 1950. Hann nam guðfræði við Menig- hetsfakultetet í Ósló í þrjú og hálft ár. Einnig lauk hann prófi í hebresku við Óslóarháskóla árið 1952 og guð- fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1956. Hann starfaði hjá Sambandi ís- lenskra kristniboðsfélaga frá árinu 1956, allt þar til hann kvaddi þetta jarðneska líf. Benedikt starfaði sem kristniboði í Eþíópíu 1964–1965. Hann starfaði í KFUM og var formaður Kristilegra skólasamtaka árin 1948–1950. Benedikt var mjög áhugasamur í öllum störfum sem hann tók að sér og afkastamikill. Fjöldi af frum- sömdum og þýddum ritum liggur eftir Benedikt. Oft flutti hann í út- varpi margt af því sem hann samdi eða þýddi. Það var ánægjulegt að hlusta á hann flytja texta í útvarpi, hann var skýrmæltur og áheyrileg- ur. Allt sem hann flutti var ávallt um hið dýrmætasta sem nokkur maður getur eignast í lífinu, en það er, að eignast persónulega trú á hinn krossfesta og upprisna frelsara Jes- úm Krist. Benedikt starfaði í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi og sumarbúð- um KFUM í Kaldárseli í áratugi. Margir voru þeir drengirnir sem þannig kynntust Benedikt. Þær stundir, sem þeir áttu saman í skemmtilegum leikjum, eða hlustuðu á hann draga upp skýra mynd af Jesú Kristi og flytja bæn áður en þeir gengu til svefns á kvöldin, urðu þeim ógleymanlegar og þeim til blessunar. Þrátt fyrir að áratugir skilji á milli, minnast þeir Benedikts enn í dag, með kærleika og virðingu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi og reyndar fleiri af vinum mínum að starfa með honum í kristniboðs- flokknum Vorperlunni. Benedikt var hæfileikaríkur og lék oft á píanó á slíkum stundum undir söng. Þá hafði hann stuttar hugleiðingar, skýrar og áhrifaríkar og var ávallt uppörvandi að hlusta á hann. Síðustu árin starfaði Benedikt sem sjálfboðaliði á skrifstofu Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga. Hver sá sem starfaði með Benedikt lærði margt af honum og varð auð- ugri andlega í nærveru hans, því hann átti slíkan persónuleika sem gaf svo mikið til annarra. Í hinu síbreytilega þjóðfélagi okk- ar þar sem samviskusemi, skyldu- rækni og trúmennska í starfi virðist vera á undanhaldi er þörf á því að við, hvert og eitt, nemum staðar og spyrjum hver sé hamingjuleiðin – og förum hana. Þá leið hefur Jesús Kristur lagt. Gott væri fyrir þjóð okkar að eign- ast fleiri einstaklinga með svipaða eðliskosti sem Guð gaf Benedikt fyr- ir trú hans. Trúmennska, samviskusemi, skyldurækni og lítillæti voru þeir eiginleikar sem allt líf hans endur- speglaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.