Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Ég bið góðan Guð að blessa og styrkja Sverri, tvíburabróður Bene- dikts, þeir voru alltaf saman, allt frá fæðingu þar til nú er þeir skiljast að. Guðsblessun veri með nánustu ættingjum í þessari sorg og öllum vinum sem syrgja Benedikt. Við í Vorperlunni drúpum höfði í þökk til Guðs sem gaf okkur slíkan vin. Helgi Elíasson. „Jesús gaf lærisveinum sínum dýrlegt nafn. Hann kallar þá börn ríkis Guðs. Nafnið mega þeir bera vegna þess að þeir hafa veitt orði Guðs viðtöku, og orðið ásamt anda Guðs kemur því til vegar í þeim að þeir lifa nafni Jesú til dýrðar. Þessi börn ríkisins kallar Jesús enn fremur góða sæðið. Hann sáir slíkum mönnum um heiminn, þ.e. hann vill setja þá þar sem þeir geta unnið ríki hans gagn.“ Þessi orð úr bókinni Daglegt Brauð eftir Carl Fr. Wislöff, sem Benedikt Arnkelsson sneri á ís- lensku, koma mér í huga er ég nú vil minnast hans við leiðarlok. Ungur að árum gaf Benedikt Jesú Kristi líf sitt og þjónaði honum af heilum hug alla tíð. Þegar ég hugsa um lífshlaup Benedikts, störf hans og þjónustu fyrir Samband íslenskra kristniboðsfélaga í 46 ár og í sum- arbúðum KFUM og K þá er ég sann- færður um að Guð setti Benedikt þar sem hann var til þess að hann gæti unnið ríki hans gagn. Benedikt hafði veitt orði Guðs viðtöku og lét leiðast af anda hans. Þeir sem þekktu Bene- dikt vita að lífi hans var lifað Jesú til dýrðar, vitnisburður hans var ein- lægur. Hann var ötull við að sá Guðs orði í hjörtu samferðamanna sinna hvort sem það var í sumarbúðum KFUM og K, en þar starfaði hann til margra ára, á samkomum eða í per- sónulegum samtölum við fólk. Vitn- isburður hans var hlýr og einlægur. Benedikt var sannur verkamaður í Guðs ríki. Allt frá því að hann lauk guðfræðinámi árið 1956 starfaði hann fyrir Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Í fjölda ára ferð- aðist hann um landið, predikaði fagnaðarerindið á lifandi og kröftug- an hátt og sagði frá kristniboðinu. Hann heimsótti skóla víða um land í þessum erindagjörðum og var au- fúsugestur á elliheimilum og sjúkra- húsum. Benedikt átti gott með að starfa á meðal barna og var fullur af fróðleik og spennandi sögum er hann sagði í sumarbúðunum og á fundum. Börn og unglingar hlustuðu vel á það sem hann hafði að segja og einlægni hans og hlýju minnast margir er höfðu hann sem foringja í Kaldárseli eða Vatnaskógi. Það yrði of langt mál að rekja starfsferil Benedikts en auk þess að sinna boðunar- og kynningarmálum fyrir Kristniboðssambandið var hann iðinn við skriftir og eftir hann liggur fjöldi frumsaminna og þýddra rita. Hann skrifaði einnig fjölda greina í kristileg blöð og tímarit. Það er skarð fyrir skildi nú þegar Benedikt er horfinn okkur sjónum en við vitum að hann er hjá Föðurn- um á himnum, honum sem hann þjónaði af trúfesti og einlægni svo lengi. Við sem fengum að starfa með honum, njóta leiðsagnar hans og stuðnings þökkum Guði fyrir mikil- hæfan vin og samstarfsmann. Samband íslenskra kristniboðs- félaga sér nú á bak tryggum og góð- um starfsmanni, sem þótt hann væri kominn á eftirlaun fyrir nokkrum ár- um, lét ekki deigan síga og lagði hönd á plóginn allt til hins síðasta dags. Um það geta þeir vitnað er heimsóttu Benedikt á sjúkrahúsið eftir að hann veiktist. Þrátt fyrir erf- iða daga var trúarfullvissan sterk og vitnisburðurinn skýr. Stórn Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga þakkar Guði fyrir Bene- dikt, langa og trygga þjónustu hans og biður ættingjum hans og vinum Guðs blessunar. Minnumst leiðtoga okkar og vinar með þakklæti og eft- irbreytni. F.h. Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga Jónas Þórir Þórisson, formaður. Góður vinur okkar Benedikt Arn- kelsson er farinn heim til Jesú. Okkur er það huggun harmi gegn að við vitum að hann fór heim í dýrð- ina, þar sem hvorki er neyð né harm- ur. Það er sjónarsviptir að Benedikt Arnkelssyni. Vinátta þeirra Benna og Sverris við okkur var mjög sérstæð, og traust. Þeir bræður komu á heimili for- eldra minna sem gestir, þegar ég var barn og vináttan hélt áfram því þeir komu til okkar hjóna eftir að ég stofnaði mitt eigið heimili. Ég man vel eftir þegar þeir bræður komu til foreldra minna. Það ríkti ákveðin til- hlökkun meðal okkar krakkanna, kannski vegna þess að þeir létu okk- ur finna að þeir voru að koma líka til okkar, og þeir sýndu málefnum okk- ar líka áhuga. Þannig komu þeir líka fram við drengina okkar. Og oftast fór Benni inn í herbergi til þeirra til að segja þeim frá kristniboðinu, en fyrir það sló hjarta hans hvað helst. Um árabil starfaði ég í sumarbúð- unum í Kaldárseli og þá kynntist ég honum enn betur. Hugleiðingarnar um Jesú og allt efni sem hann boðaði börnunum var allt svo vandað og stillt við þeirra hæfi. Og var það mér ungri stúlk- unni mikill lærdómur. Benni var líka gamansamur og tók oft virkan þátt í ærslaleikjum starfs- fólksins, eftir að börnin voru sofnuð. Hver skyldi trúa því að þessi prúði maður hefði farið í vatnsslag með okkur? Þegar ég hugsa til áranna í Kaldársseli þá er sem hljómi söng- urinn í eyrum mér: Ungi vin sem heiman heldur herrans orð lát leiða þig. Það var líka það mikilvæga í huga Benna að orð Guðs bæri ávöxt í lífi þeirra. Þeir eru líka margir synir þessa lands sem heyrt hafa boðskapinn um Jesú Krist í Kaldárseli og Vatna- skógi af vörum þessa mæta Guðs manns. Um tíma bjó ég á Reyðarfirði vegna starfa minna. Þá kynntist ég ferðastarfi kristniboðsins því þá kom Benni við annan mann austur á firði, þeir predikuðu í kirkjum og kynntu starf kristniboðsins í skólum. Ekki var það í neinni líkingu við samkomuherferðir Billy Graham þar sem stærstu fótboltavellir dugðu vart til. Á tilteknum stað þar sem þeir fóru um kom einn. Og best gæti ég trúað að það hafi ekki verið í þetta eina sinn. Þrátt fyrir það var haldið áfram, allir yrðu að heyra fagnaðar- erindið og Benni vildi ekki láta sitt eftir liggja. Rúmri viku fyrir andlát Benna heimsótti ég hann á spítalann ásamt móður minni, hann var nokkuð hress og þar bar á góma það sem okkur er kærast, málefni Guðsríkisins hér á jörð, að allir yrðu að heyra fagnaðar- boðskapinn og að allir verða að gera köllun sína og útvalningu vissa. Við báðum saman og það var svo mikill friður yfir þeirri stund, nærvera Drottins Jesú var mjög sterk. Benni gerði sér mjög vel grein fyrir því að það gæti brugðið til beggja vona með líf hans. En hann var viss um að fara til fundar við Drottin Guð. Og ég veit að Drottinn fagnar þessum dygga þjóni sínum. Við fjölskyldan þökkum Guði fyrir vináttu og tryggð gegnum árin. Sverri tvíburabróður Benna og ævifélaga vottum við samúð, sem og fjölskyldunni allri og biðjum þeim blessunar í Jesú nafni. Halldóra L. Ásgeirsdóttir, Ásgeir Þorvaldsson. Á björtum sumardegi var hann kallaður heim. Mig langar hér í fá- einum og fátæklegum orðum að minnast Benedikts Arnkelssonar, eða Benna eins og hann var oft kall- aður í hópi kunningja sinna og vina. Ég kynntist Benna í kringum KSS forðum daga. Ég var þá nemandi í Verzlunarskóla Íslands og seinna í Kennaraskóla Íslands, eins og skól- inn hét þá. Benni var þá í guðfræði- námi, stud. theol., við Háskóla Ís- lands og ég hafði beðið hann að útvega mér bók – minnir helzt kirkjusögu – hvað hann fúslega gjörði. Seinna kynntist ég honum betur í KFUM, en hann var þá í starfi hjá Sambandi íslenskra kristniboðs- félaga og hafði á hverjum vetri í nokkur ár haft biblíulestra hjá Kristniboðsfélagi karla í Reykjavík, og það voru góðir biblíulestrar. Benni, eða Benedikt, var þátttak- andi í heimastarfi Kristniboðssam- bandsins og ferðaðist fyrir það oft- lega út á land og hélt þar kristniboðssamkomur og kynnti Guðs orð. Benni var, og reyndist í alla staði, drengur góður og heilhjarta í öllu því starfi sem hann tók sér fyrir hendur. Geta má þess að hann gaf út eða rit- stýrði í nokkur ár Smára, litlu kristniboðsriti, eða blaði, handa börnum. Það litla rit hefir án efa ver- ið mörgu barninu til blessunar. Þá ritstýrði hann einnig Boðberanum, fréttariti Kristniboðssambandsins. Hann var lengi í starfi í Kaldárseli. Eftirsjón er vissulega að þessum góða dreng. Hann var ávallt við- ræðugóður um öll mál er snertu trúarleg efni – og reyndar önnur mál einnig, en þau ræddum við eigi svo mörg. Víst vildum við lengur halda hjá okkur Benna og njóta hans starfa og um það hafði fastlega til Drottins beðið verið, en Drottinn hafði með Benedikt önnur áform. Hann vildi kalla Benna heim til dýrðar sinnar og getur nokkurt hlutskipti verið dýrðlegra en það að vera kallaður heim, inn til dýrðar Drottins? Með þeim bræðrum, Benedikt og Sverri, átti ég margar ánægjulegar stundir í kvöldboðum vinar okkar, Bjarna. Nú verða þær samveru- stundir eigi lengur hinar sömu og áð- ur. Ég samhryggist ættingjum Bene- dikts, eða Benna, vegna missis góðs bróður, frænda og vinar. Drottinn gaf og drottinn tók og við það verðum við víst að sætta okkur. Og eftir dálitla ævistund fæ eg að sjá hann á lífsins grund. Eg hitti Jesum í himinsborg með honum stíg ég hin gullnu torg. (Þýð. Magnús Runólfsson.) Björn G. Eiríksson. Með örfáum orðum langar mig að minnast þessa góðvinar míns og samverkamanns um fjölda ára. Við kynntumst í KFUM fyrir meir en 50 árum og þau kynni hafa varað og eflst með árunum og orðið okkur báðum til uppbyggingar. Áhrif hans og áhugi á að útbreiða fagnaðarer- indi Jesú Krists voru svo einlæg að ég dáðist að. Hann kom oft í Hólm- inn og sérstaklega meðan Kristni- boðsfélag kvenna var starfandi hér og kona mín var á lífi. Hún var ein í félaginu af mörgum öðrum og þá hélt hann hér opinberar samkomur og flutti erindi kristinnar trúar af þeirri einlægni sem honum var svo töm og hann hafði erft í samskiptum sínum við trúaða. Hann var okkur mikill vinur og alltaf var hlakkað til komu hans og þeirra sem komu með honum. Ég hitti hann oft á samkomum í Reykja- vík og þau voru ekki fá skiptin sem hann ók mér heim eftir samkomurn- ar. Svo má líka minnast á veru okkar saman í Vatnaskógi, í umhverfi þar sem náttúruperlur voru á hverju strái, ef svo mætti að orði komast. Vatnaskógur var okkur báðum sá aflgjafi sem lengi varaði í sálum okk- ar. Það væri gaman ef landið mitt ætti marga eins lífgandi og blessandi staði. Þá væri ekki þjóðlífið eins og í dag. Uppgjöf var ekki í hans orða- bók. Til seinustu stundar voru bænir og blessunarorð í fyrirrúmi. Ég veit að nú fær hann að njóta þess starfs sem hann vann á meðal okkar. Guð blessi hann og minningarnar. Þökk fyrir yndislega samleið. Árni Helgason, Stykkishólmi. Mig langar að minnast Hjördísar Þorsteinsdóttur, mág- konu minnar, með nokkrum orðum. Liðin eru rúmlega þrjátíu ár síðan ég kynntist henni fyrst. Okkur varð fljótt vel til vina og minnist ég þess sérstaklega þegar við Elías bróðir hennar urð- um stúdentar. Þá var ég alveg ný- komin í fjölskylduna en Hjördís óskaði mér til hamingju á svo inni- legan hátt að mér varð það ljóst að hún teldi mig mjög velkomna í þeirra hóp. Fjölskyldan var Hjördísi alltaf mjög mikilvæg og fengum við að njóta þess í ríkum mæli og ekki síður börnin okkar. Þau voru alltaf velkomin til hennar og alltaf var vinsælt að fá að gista hjá Hjöddu frænku. Hún mundi eftir öllum merkisdögum fjölskyldumeðlima og kom færandi hendi og hjálpaði ef eitthvað mikið stóð til. Sjálf var hún mjög þakklát þegar henni var HJÖRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Hjördís Þor-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 14. desember 1945. Hún lést á Landspít- ala - háskólasjúkra- húsi í Fossvogi sunnudaginn 14. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 22. júlí. sýnd ræktarsemi á tyllidögum. Jafnvel þegar hún dvaldist er- lendis vildi hún hafa hönd í bagga með að þær fjölskylduveislur sem hún hafði staðið fyrir á hátíðisdögum féllu ekki niður. Það var því ekki að undra að barnabörnin ættu hug hennar allan þegar þau komu til sögunnar. Þau voru ávallt velkomin og dvöldu oft langdvölum hjá henni. Alltaf var spennandi að sjá hvað kæmi upp úr töskunum hennar þegar kom hún frá útlöndum og ef eitthvað bjátaði á var hún boðin og búin að reyna að leysa vandann. Hún sótti meira að segja námskeið til að geta hjálp- að til við nám. Þau gátu treyst á ömmu í Afríku eða ömmu í Garða- bæ. Þau minnast örugglega margra ánægjustunda á Markarflötinni. En það var ekki aðeins fjölskyld- an sem var Hjördísi mikilvæg. Hún átti óvenju gott með að eignast vini og hélt ávallt sambandi við æsku- vini sína. Þau Sigfús dvöldu lengi erlendis og þar kynntist hún siðum og venjum framandi þjóða og eign- aðist þar marga vini. Oft var gam- an að ræða við Hjördísi um þessi mál því að sjónarhorn hennar var oft gjörólíkt því sem við blasti úr fréttum og umræðum hér heima. Hún lagði sig fram við að skilja hugsunarhátt þessara erlendu vina sinna og vildi miðla okkur þeirri sýn. Auk þess að búa lengi erlendis ferðuðust þau Hjördís og Sigfús mikið ýmist tvö saman eða í góðra vina hópi. Við hjónin vorum svo heppin að fá að ferðast með þeim bæði hér heima og erlendis. Mér er mjög minnisstæð ferð sem við fór- um til Ítalíu fyrir nokkrum árum. Við skoðuðum Róm og Pompei og fleiri sögufræga staði og naut Hjördís þessa til fulls. Fyrir hana var þó hápunktur ferðarinnar þeg- ar við hlustuðum á tvo Íslendinga syngja samtímis á Scala. Hún tal- aði oft um að þetta hefði verið með því áhrifaríkasta sem hún hefði upplifað. Hjördís hafði mikið yndi af klassískri tónlist og deildi hún þeim áhuga með Sigfúsi eigin- manni sínum. Marga kvöldstund áttum við með þeim hjónum þar sem málin voru rædd við undirleik ljúfra tóna. Hjördís hafði ekki síð- ur áhuga á lestri góðra bóka og oftar en ekki var það hún sem fyrst vakti athygli mína á bókum sem síðar urðu umtalaðar hér á landi. Oft var um að ræða bækur frá öðr- um menningarheimum sem voru til þess fallnar að auka víðsýni og um- burðarlyndi en þeir eiginleikar voru Hjördísi mjög mikilvægir. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Hjördísi og fengið að deila með henni áhugamálum hennar. Ég votta Sigfúsi, Ellu og Óttari, barnabörnum hennar og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Halldís Ármannsdóttir. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.