Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
38 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Miðstræti 12, 
101 Reykjavík, 
sími 533 3444.
ÁLAKVÍSL 34
Glæsileg 4ra herb. 115.fm íbúð á
jarðhæð ásamt stæði í lokaðri
bílgeymslu. Fallegur garður.
Íbúðin er mikið endurnýjuð,
parket á gólfum. Verð 16,5 millj.
Laus fljótlega. 
Páll sölumaður tekur á móti
fólki milli kl. 14 og 16 í dag.
OPIÐ HÚS Í DAG!
Erum með til sýnis í dag stór-
glæsilega 133 fm íbúð sem er
hæð og ris auk 24 fm bílskúrs.
Tvennar svalir með frábæru
útsýni. Parket og flísar á gólf-
um. Mjög vandað bað og eld-
hús. Rúmur og fallegur hring-
stigi milli hæða. 4 góð svefn-
herbergi, þvottahús innaf eld-
húsi. Í alla staði mjög álitleg íbúð sem vert er að skoða. Áhv.
hagstæð lán 8,7 millj. Verð 16,7 millj. Árni og Helga taka vel á
móti þér og þínum í dag  milli kl. 14 og 16.
REYKÁS 45 - 4ra-5 herb. ásamt bílskúr
Borgartúni 22, 
105 Reykjavík, 
sími 5-900-800.
Híbýli og skip ehf., s. 551 7270 og 893 3985
SÓLTÚN 30, 4RA HERB. MEÐ SÉRINNG.
Opið hús frá kl. 14-17
- íbúð 106 - Birna og Guðni sýna
Mjög góð 4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinng. og sérafnotar. í garði,
94,5 fm. Íbúðin er öll mjög glæsileg með vönduðum innréttingum og
gólfefnum. Mjög vandað hús með frábæra staðsetningu. Verð 14,5 m. kr.
ÓLAFSGEISLI 2 TIL SÝNIS Í DAG
Í dag milli kl. 13:00 og 15:00 kynnum
við síðustu óseldu hæðina í hinum
glæsilegu húsum nr. 2-6 við Ólafs-
geisla. Hæðin, sem er um að
ræðaum er 264 fm og býður upp á
möguleika á 2 aðskildum íbúðum.
Innbyggður bílskúr. Hús og lóð er
þegar fullfrágengið og tilbúið til af-
hendingar. Húsið stendur á einhverjum fallegasta byggingarstað í Reykja-
vík, með óviðjafnanlegt útsýni yfir Reykjavík og golfvöllinn í Grafarholti. Hér
býðst þér að búa í næsta nágrenni við ósnortna náttúru í glæsilegu og nú-
tímalega hönnuðu húsnæði. Íbúðin er afhent í fokheldu innra ástandi en
húsið fullbúið að utan. Plan er þegar malbikað, stéttar frágengnar, allt með
hitalögnum. Mjög hagstætt verð miðað við stærð, staðsetningu og frágang
hússins.
Ólafsgeislinn er gullmolinn í Grafarholtinu, staðsettur sunnan- og
sólarmegin í holtinu. Sjón er sögu ríkari.
DRANGSNESINGAR héldu um
síðustu helgi Bryggjuhátíð í sjö-
unda sinn. Bryggjuhátíðin stóð
aðeins í einn dag en dagurinn var
vel nýttur. Þar réð gleðin ríkjum. 
Bryggjuhátíðin er haldin árlega
og dagskráin breytist ekki mikið
milli ára. Þó er alltaf eitthvað
breytt út af. Dagurinn hófst á
dorgveiði í Kokkálsvík og það eru
ekki síður pabbarnir og afarnir
sem keppast við veiðina því litlu
veiðimennirnir mega fá hjálp og
kennslu frá sér reyndari veiði-
mönnum.
Það er mikið stolt og gleði þeg-
ar fyrsti fiskurinn kemur á land.
Svona eins og maríulaxinn hjá
laxveiðimönnum.
Fastur og algjörlega ómissandi
þáttur á hátíðinni er sjávarrétt-
asmakkið. Þar er fólki boðið að
smakka ýmislegt sem ekki er á
borðum dags daglega. Ein-
hverjum finnst þetta óæti en fleiri
kunna svo sannarlega að meta
kræsingarnar. 
Þarna var boðið upp á grillaða,
signa grásleppu og eins grafna
grásleppu og grálúðu. Selur var
þarna grillaður, marineraður og
einnig selabollur. Grillaður lundi
er lostæti og svona mætti lengi
telja en allt sem á borðum var
kemur úr sjónum. Rúmlega 400
manns fengu sér að smakka hjá
kvenfélagskonum á Drangsnesi.
Smakka er kannski ekki rétta
orðið því þú mátt borða eins og
þú vilt og tóku menn hraustlega
til matar síns.
Fjórar sýningar voru á Brygg-
juhátíð að þessu sinni. Í skólanum
var Anna Gunnarsdóttir frá Ak-
ureyri með skemmtilega listmuna-
sýningu og fór ekki hefðbundnar
leiðir í hráefnisvali í verkum sín-
um. Þetta er stórskemmtileg sýn-
ing og seldist vel. Jenný Kolsöe
úr Reykjavík var með málverk
unnin í pastel og svo var þarna
einnig sýningin Mannlíf í Kald-
rananeshreppi, gamlar ljósmyndir
af mönnum og húsum í hreppn-
um. Þá var í Framtíðinni sett upp
grásleppusýning. Drangsnesingar
voru frumkvöðlar í verkun og
vinnslu grásleppuhrogna fyrir
miðja síðustu öld. Þarna voru
kynnt handbrögð við netafellingu
og eins verkun hrogna í dag bæði
í máli og myndum. Merkileg sýn-
ing sem hefði mátt standa lengur. 
Margt fleira var í boði þennan
dag. Söngvarakeppni, fótbolti,
hestaferðir, kajakaleiga, kaffihús
og markaðstjald.
Þá var grillveisla í samkomu-
húsinu. Húsfyllir var á frábærri
kvöldskemmtun sem var öllum
ókeypis meðan húsrúm leyfði og
var húsið svo sannarlega troð-
fullt. Að kvöldskemmtun lokinni
var sungið við varðeld í yndislegu
veðri og var stemningin ólýs-
anleg. Deginum lauk svo með
dansleik í samkomuhúsinu. 
Á Bryggjuhátíð finnur maður
svo sannarlega fyrir gleðinni sem
fyllir loftið. Í raun skiptir dag-
skráin litlu máli því það er gleðin
yfir að hitta alla gömlu vinina aft-
ur og rifja upp skemmtilegar
stundir sem skiptir máli. Margir
hafa komið á hverja einustu
Bryggjuhátíð þessi 7 ár. 
Vel heppnuð Bryggju-
hátíð á Drangsnesi
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir 
Það er hjálpast að við veiðina á dorgveiðikeppninni í Kokkálsvík.
Drangsnesi. Morgunblaðið.
Í YFIRLÝSINGU frá Byggingar-
staðlaráði (BSTR) vegna umræðu í
fjölmiðlum um nýja þolhönnunar-
staðla sem tóku gildi 1. júlí síðast-
liðinn segir að þeir staðlar sem
voru í gildi hérlendis frá 1989 og
þar til nýju staðlarnir tóku gildi
hafi verið byggðir á um tuttugu ára
gömlum dönskum stöðlum með
álagsgildum úr enn eldri stöðlum.
Fyrir nokkrum árum hafi lokið
vinnu við rannsóknarverkefni um
álagsgildi fyrir vind, snjó og jarð-
skjálfta. Víðtækt samráð hafi tekist
við hönnuði á frjálsum markaði og
einnig við Veðurstofuna um vinn-
una þrátt fyrir takmarkaðar
greiðslur fyrir framlagða vinnu.
?Ítrekað var reynt að koma á
samstarfi við fleiri prófessora verk-
fræðideildar Háskóla Íslands um
vinnuna en án árangurs vegna
hárra þóknunarkrafna þeirra og
skilyrða frá þeim um að aðrir en
þeir tækju ekki þátt í verkefninu,?
segir í yfirlýsingunni.
Fram kemur að fyrir tilstuðlan
BSTR og hagsmunaaðila, sérstak-
lega hönnuða, fékkst stuðningur
frá umhverfisráðuneytinu til þess
að semja sérákvæði við nýju
dönsku þolhönnunarstaðlana og
þjóðarskjöl við evrópsku forstaðl-
ana. Aftur náðist víðtækt samráð
við sömu aðila og áður um vinnuna
en ekki tókst að koma á samstarfi
við prófessora verkfræðideildar HÍ. 
Í yfirlýsingu BSTR segir að í
endurskoðun álagsgilda vegna jarð-
skjálfta sé mikilvægt að hafa sem
nákvæmastar mælingar af jarð-
skjálftum og hafi Veðurstofa Ís-
lands og Verkfræðistofnun Háskóla
Íslands með stuðningi opinberra
aðila stundað slíkar mælingar.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um
margra ára skeið hafi Verkfræði-
stofnun aftur á móti neitað að af-
henda ofangreind mæligögn. ?Í lok
febrúar 2002 bar svo við að vinnu-
hópi um endurskoðun staðla bárust
óvænt mæligögn Verkfræðistofnun-
ar vegna jarðskjálftanna árið 2000
og nýtast þau ásamt öðrum mæli-
gögnum til útreikninga á jarð-
skjálftahröðunarkorti fyrir allt
landið,? segir í yfirlýsingunni.
Skref stigið í átt að notkun
evrópskra staðla hér á landi
Fram kemur að í vinnunni við
sérákvæði og þjóðarskjöl voru
lagðar til grundvallar niðurstöður
ofangreinds rannsóknarverkefnis
um álagsgildi, frumvörp voru samin
og auglýst til umsagnar, athuga-
semdum svarað og óháð álit fengið
á innihaldi frumvarpanna. Nú ligg-
ur fyrir sú niðurstaða að 1. júlí hafi
sérákvæði við nýju dönsku þol-
hönnunarstaðlana og þjóðarskjöl
við evrópsku forstaðlana tekið gildi.
?Með tilkomu nýju staðlanna er
stigið skref í átt að notkun evr-
ópskra staðla hér á landi, álagsgildi
náttúruálags uppfærð, hugsanlegri
réttaróvissu hönnuða eytt og
möguleikar þeirra til að nýta sér
nýjustu hönnunarleiðbeiningar
auknar. 
Með tilkomu nýju staðlanna
verður engin eða óveruleg breyting
á byggingarkostnaði. Á þetta sér-
staklega við minni hús sem tekur
til meginhluta allra nýbygginga og
stærri bygginga enda sé bygging-
arlag þeirra eðlilegt miðað við að
um byggingar á jarðskjálftasvæð-
um sé að ræða,? segir í yfirlýsing-
unni.
Þar segir jafnframt að fráleitt sé
að tala um að verið sé að auka
byggingarkostnað umtalsvert
vegna jarðskjálftaálags eins og
haldið hefur verið fram í fjölmiðl-
um að undanförnu þar sem jarð-
skjálftastaðallinn ÍST 13, frá sjö-
unda tug síðustu aldar, sé enn í
gildi með óbreyttum álagskröfum. 
Fram kemur að mikilvægt sé að
safna saman reynslu af notkun
staðlanna og bregðast skjótt við ef
þörf þykir með því að endurskoða
útgefin sérákvæði og þjóðarskjöl.
Það sama gildir ef fram koma nýj-
ar upplýsingar eða rannsóknanið-
urstöður sem breyta þeim forsend-
um sem þjóðarskjölin eru byggð á. 
Björn Ingi Sveinsson, Eyjólfur
Árni Rafnsson, Guðbrandur Stein-
þórsson, Hafsteinn Pálsson, Helgi
Valdimarsson, Jón Sigurjónsson,
Níels Indriðason, Páll Halldórsson
og Smári Þorvaldsson tóku þátt í
vinnu við gerð sérákvæða og
þjóðarskjala við þolhönnunarstaðl-
ana. 
Byggingarstaðlaráð um nýja þolhönnunarstaðla 
Engin eða óveruleg
breyting verður á 
byggingarkostnaði
Alltaf á þriðjudögum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56