Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						42 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ

         BRÉF 

TIL BLAÐSINS

Kringlunni 1 103 Reykjavík L50098 Sími 569 1100

L50098 Símbréf 569 1329 L50098 Netfang bref@mbl.is

Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-

safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort

sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni

til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

ÞEGAR undirritaður var um 10 ára

aldur veiktist ég af ólæknandi sjúk-

dómi, sem læknisfræðin hafði engin

ráð til að lækna. Engin lyf voru til

við þessum

ósköpum, þannig

að enn þann dag í

dag hef ég öll þau

einkenni sem

þessum sjúkdómi

fylgja. þetta fyr-

irbæri ber heitið

?Jazzgeggjun?

og hefur ótal

aukaverkanir.

Ósköpin byrj-

uðu eitt vetrarkvöld þegar ég var í

hlutverki barnapíu hjá frænku

minni, barnið var sofnað og allt

stefndi í náðugt kvöld.

Í stofunni var stór og mikill

?radíogrammafónn? og í einhverju

bríaríi áræddi ég að setja apparatið

í gang og tók fyrstu plötu sem ég

fann og setti á fóninn. Þessu gleymi

ég aldrei. þarna hljómaði lagið

?Three o?clock in the morning? með

Don Byas, Erroll Garner, Oscar

Pettiford o.fl.

Síðan hef ég yfirleitt ekki hlustað

á aðra músík, nema ef vera skyldi

tímabilið í kringum 1970, er ég

laumaðist til að hlusta á bönd eins

og Led Zeppelin, Blood, Sweat and

Tears, Ten Years After o.fl. En

sagði engum frá því.

Jazzinn spannar alla síðustu öld

og rúmlega það. Fyrir nokkrum ár-

um varð ég þeirrar ánægju aðnjót-

andi að sjá og hlusta á Eubie Blake

96 ára gamlan spila ópusa er hann

samdi á 19. öld!

Síðan hef ég verið á tónleikum

hjá mörgum snillingum erlendis og

hér heima s.s. Buddy Rich Big

Band, Art Farmer, Clark Terry,

Sun Ra Orkestra, Benny Golson

o.fl. Allt ógleymanleg lífsreynsla.

Jazzinn byrjaði samt ekki að ráði

fyrr en 1917 er fyrsta hljóðritunin

kom með ?The Original Dixieland

Band? undir stjórn Larry Fields og

Nick LaRocca, allt hvítir menn.

Annars voru svartir Ameríkumenn

allsráðandi í þessari tónlist eftir

það, með nokkrum undantekning-

um þó t.d. Bix Beiderbecke, Bunny

Berrigan o.fl.

Síðan kom ?Swingið? með Fletch-

er Henderson bandið í broddi fylk-

ingar, Mary Lou Williams, Colem-

an Hawkins og ótal fleirum.

Ekki má heldur gleyma mannin-

um sem kollvarpaði allri jazzspila-

mennsku fyrstu áratugina,

?Satchmo? Armstrong.

Síðan kom ?Bebop? og með því

var öllu öðru kastað fyrir róða.

Menn skildu ekki hvað var í

gangi. Allt breyttist, tónlistin var

mörgum gömlum jaxlinum alveg

óskiljanleg. Þeir sem spiluðu þessa

mússík voru álitnir furðufuglar sem

spiluðu einhverja vitleysu.

Öllu var snúið á hvolf. ?Hvar er

melódían?? spurðu þeir gömlu.

Sumir voru þó vel með á nótunum

eins og t.d. Coleman Hawkins.

Það má segja að lætin hafi byrjað

1945 þegar Charlie Parker og Dizzy

Gillespie hljóðrituðu ?Salt Peanuts?

og ?Shaw Nuff?, þeir félagar voru

meðal þeirra sem byrjuðu á þessu

öllu ásamt Thelonious Monk,

Kenny Clarke sem var að gjörbylta

öllu sem varðaði trommuleik, Bud

Powell, snillingi sem átti enga jafn-

ingja nema e.t.v. Parker. Annars

má segja að Charlie Parker hafi

snúið öllum þekktum jazzformúlum

á haus. Fæddur 1920, lifði í 35 ár og

skildi eftir sig jazzheiminn á öðrum

endanum. Enginn jazzleikari síðan

hefur komist undan áhrifum hans

og þeir sem viljað hafa fara aðrar

leiðir hafa hlotið hægt ?andlát?.

Þegar Charlie Parker lést 12. mars

1955 má segja að endalok sköpunar

í jazzi hafi byrjað. Að vísu héldu

menn áfram að spila að sjálfsögðu

og einhverjir byrjuðu jafnvel að

leita að arftaka snillingsins. Ýmsir

voru tilnefndir s.s. Julian Adderley,

Eric Dolphy, Lou Donaldson og síð-

ast en ekki síst Sonny Stitt, sem

komst næst því að spila ?alveg eins?

og Parker. En það má segja að

hnignunin hafi byrjað um þetta

leyti. Ekkert nýtt kom fram sem

náði einhverri fótfestu.

Menn héldu áfram að endurtaka

sig, spila gamalt í nýjum útsetning-

um og allskyns tilraunir fóru fram,

en ekkert skeði.

Jazz á Íslandi hefur varla náð

nokkurri fótfestu, þó menn gefi sig

út fyrir að spinna eitthvað sem þeir

kalla jazz. Þó höfum við átt marga

frábæra jazzleikara. Má þar nefna

Svein Ólafsson, Guðmund Ingólfs-

son, Sigurbjörn Ingþórsson, Jón

Pál Bjarnason, Rúnar Georgsson,

Viðar Alfreðsson, Gunnar Ormslev

o.fl.

Í dag er ég hættur að fara og

hlusta á þessa snyrtilegu pilta sem

segjast vera að spila jazz í dag. Þau

skipti sem ég hef farið hef ég alltaf

gefist upp og farið heim í vondu

skapi því það sem ég heyri segir

mér ekki neitt. Það vantar sálina,

tilfinninguna og tjáninguna, það er

ekki hægt að fara í skóla til að læra

að spila jazz. Annaðhvort hefurðu

tilfinninguna meðfædda eða ekki.

Mælirinn fylltist hjá mér fyrir

nokkrum vikum í Ráðhúsinu þar

sem auglýstir voru stórtónleikar

með nokkrum ?big? böndum, en það

sem ég heyrði voru bara hefð-

bundnar lúðrasveitir að rembast við

að spila útsetningar eftir menn eins

og Neal Hefti, Quincy Jones o.fl.

Ég fór heim í hálfleik og setti

Basie-bandið á fóninn.

HARALDUR PÁLL 

SIGURÐSSON, 

fyrrverandi liðsforingi, 

Skúlagötu 68, Reykjavík.

Jazz in

memoriam 

Frá Haraldi P. Sigurðssyni: 

Haraldur P.

Sigurðsson

AUGLÝSINGADEILD

netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56