Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 43 EINBÝLI  Trönuhólar Glæsilegt 320 fm einbýlishús á tveimur hæðum með stórum bílskúr. Rúmgóðar stofur og góð herbergi. Falleg lóð m.a. tveir góðir sólpallar til suðurs. Húsið er staðsett neðst í götu alveg við óbyggt svæði. Glæsilegt útsýni yfir Elliðaárdal- inn og víðar. Góðar innréttingar og saunaklefi með hvíldarherbergi. Sérstak- lega útbúið sjónvarpsherbergi. Húsið getur losnað innan 2ja mánaða. V. 29,5 m. 2546 Kleifarsel Mjög fallegt tvílyft steypt 175,8 fm ein- býli auk 35 fm bílskúrs. Húsið skiptist m.a. í forstofu, snyrtingu, fjögur her- bergi, baðherbergi, stofu og borðstofu. Fallegt hús. V. 21,5 m. 2387 PARHÚS  Kögusel - gott hús m. bíl- skúr Erum með í einkasölu fallegt og gott parhús á tveimur h,m sem er 135,3 fm auk 24 fm bílskúrs. Parket og góðar inn- réttingar. Suðurgarður. V. 17,9 m. 8676 HÆÐIR  Bústaðavegur Góð 95 fm efri sérhæð ásamt risi sem er notað sem svefnh. Nýlegt eldhús, parket á gólfum og flísalagt baðherbergi. Íbúðin skiptist í tvær stofur og tvö svefnher- bergi. V. 12,9 m. 2560 4RA-6 HERB.  Háteigsvegur Falleg 4ra-5 herbergja íbúð á efstu hæð í glæsilegu steinhúsi við Háteigsveg. Íbúðin er 100,4 fm og skiptist m.a. í hol, stofu, fjögur herbergi, eldhús, snyrtingu og baðherbergi. Tvennar svalir. Sérlega glæsilegur garður. V. 13,9 m. 2565 Stigahlíð Nýkomin í einkasölu rúmgóð 4ra her- bergja 106 fm íbúð á 3. hæð á þessum eftirsótta stað með útsýni. Íbúðin skiptist m.a. í tvær samliggjandi stofur, tvö her- bergi, eldhús og baðherbergi. V. 12,5 m. 2559 3JA HERB.  Lundarbrekka - góð 3ja herb. mjögfalleg og björt íbúð á 4. hæð með glæsilegu útsýni. Parket. Sér- inng. afsvölum. Ákv. sala. 2563 2JA HERB . Vindás Góð stúdíóíbúð á 2.hæð í góðu húsi sem m.a. hefur veriðklætt að utan. Íbúð- in skiptist í hol/stofu, eldhús,baðher- bergi. Gervihnattasjónvarp. V. 5,7 m. 2551 HÖSKULDUR Jónsson, forstjóri ÁTVR, fer villur vegar í árás sinni gegn Samtökum verslunar og þjón- ustu í fjölmiðlum nýverið og það er ljóst á orðum hans að hann lokar augunum gagnvart því sem eðlilegt er í nú- tíma viðskipta- háttum. Sem dæmi ræðst Höskuldur harkalega að verslunarmönn- um og telur það mistök ef léttvín og bjór fengist afgreidd í hefð- bundnum matvöruverslunum og slíkt myndi þrengja rekstrarstöðu ÁTVR. Mér er algjörlega sama þótt Höskuldur telji léttvín og bjór halda uppi rekstri ÁTVR. Hann verður þá bara að minnka umsvifin og yfirbygginguna ef hann lendir í þeirri stöðu að fleiri fái að selja þá vöru. Það er fásinna að halda því fram að ekki væri hægt að hafa nema eina til tvær verslanir á öllu landinu sem seldu sterkt vín á vegum rík- isins ef smásala bjórs og léttvíns væri færð í hendur kaupmanna. Þetta lýsir þekkingarleysi forstjór- ans og sýnir að hann hefur verið of lengi á ríkisjötunni. Það er enginn sem segir að það þurfi einhverjar flottar flísalagðar stórverslanir ÁTVR til að höndla með sterka vínið. Þvert á móti gætu slíkar verslanir einmitt líka verið einkavæddar. Hvort sem yrði, væri nauðsynlegt að minnka alla yf- irbyggingu, svo sem minnka gólf- pláss og lagerpláss og ekki síst starfsmannahald. Víða erlendis, t.a.m. í mörgum ríkjum á austur- strönd Bandaríkjanna, eru svokall- aðar ABC-búðir (Alcohol Beverage Control) í litlum plássum nálægt verslunarmiðstöðvum eða bensín- stöðvum. Þær eru oft minna opnar (til 7 á kvöldin og ekki á sunnudög- um) og krefjast lítils starfskrafts. Í þeim 25 þúsund manna bæ sem ég bjó í á námsárunum voru margar þannig búðir (ekki færri en 20) og afar góð og persónuleg þjónusta. Þar er yfirleitt mikið úrval sterkra vína í öllum stærðum, og oft eru margar nýjar tegundir á tilboði. Höskuldur á nefnilega ekkert með það að segja hvað gengur í verslunarrekstri og hvað ekki, því hann hefur aldrei þurft að hafa fyr- ir því að selja nokkrum manni neitt. Hann hefur ekki haft neinn hag af því að selja meira eða minna. Auð- vitað er hagkvæmara fyrir mat- vöruverslanir að selja léttvín og bjór en ÁTVR, einfaldlega vegna þess að starfsfólkið er til staðar, við að selja mjólk og brauð. Það segir sig sjálft. Ég vil auðvitað ekki gera Hösk- uldi upp þekkingu á venjulegum rekstri enda veit ég ekki hvort hann hefur nokkurn tíma setið á móti bankastjóra nema í þeim til- gangi að spila bridds. Mér virðist þó á skrifum hans og ummælum að hann misskilji algerlega neyslu- mynstur fólks nú til dags þegar hann gerir lítið úr því að sú vara sem hann hefur í einkasölu gæti glætt líf í verslun hjá kaupmann- inum á horninu. Hann hefur nefni- lega innan sinna veggja mikið af vöru sem neytendur vilja, og ef kaupmenn gætu boðið upp á hana gætu þeir eflaust náð betri árangri til að laða til sín viðskiptavini. Það skiptir mestu máli í hörðu við- skiptaumhverfi. Sem dæmi má nefna að margir ferðamenn sem koma í mitt heimahérað í kringum Flúðir vildu gjarnan losna við bið- raðir og seinagang í verslunum ÁTVR og geta keypt sitt léttvín og bjór með grillsteikinni hér í róleg- heitum, þegar þeim hentar. Það sem ég óttast mest er að menn eins og Höskuldur og aðrir miðstýringarsinnar muni koma því til leiðar að ef nokkurn tíma verður mögulegt að fá vínið í verslanirnar, þá sé það undir þeim formerkjum að álagningin til kaupmanna verður afar lág, og reglugerðir erfiðar, bara til að geta sýnt fram á að þetta komi neytendum ekki til góða. Allt verði gert til að koma í veg fyrir gömlu grundvallarregluna um að viðskipti eiga sér ekki stað nema báðir aðilar telji sig hafa hag af þeim. Sem betur fer kom Höskuldur ekki fram með klisjuna um að allir Íslendingar yrðu fyllibyttur ef þeir hefðu betri aðgang að áfengum drykkjum. Slík rök hafa fallið um sjálf sig. Ef eina hættan er sú að einokunarverslunin ÁTVR myndi þurfa að draga úr umsvifum sínum í smásölu, þá skulum við ekki ör- vænta heldur fagna. SIGMUNDUR SIGURGEIRSSON, viðskipta- og rekstrarfræðingur, Grund, Flúðum. Áfengi í mat- vöruverslanir Frá Sigmundi Sigurgeirssyni: Sigmundur Sigurgeirsson KÆRI öryrki. Ég vænti þess að það sé nú ekki oft, sem þú ert ávarpaður á hlýlegan hátt sem þennan, þar sem því miður eru fordómar gagnvart þessari „nafnbót“ okkar. Hver hefur ekki heyrt: „Hann Jói er kominn á bætur og það er ekkert að honum?“ Sá sem mælir fram slík orð hefur yf- irleitt ekki lækn- isfræðilega menntun og hefur ekki hugmynd um gigtina eða geðveiluna, sem hrjáir Jóa. Tökum nú tvo einstaklinga, annar situr í hjólastól og hinn aðilinn er að aðstoða þann er í stólnum sit- ur, þá telja þeir er sjá til þann er sit- ur í stólnum einungis öryrkjann, þar sem sjáendur finna ekki fyrir liða- gigtarverkjum hins aðilans. Kæri öryrki. Í mínu tilfelli er ekki sjáanleg í fljótu bragði örorka mín og hef ég á stundum fengið mína dóma samkvæmt því, en ég er reiðubúinn að skipta á mínum dag- lega höfuðverk og hreyfihömlun handar minnar við hvern sem er og skal ég þá gefa fúslega eftir örorku- bætur mínar, til þess er tekur við og vill taka við. Kæri öryrki. Vandamál þau er við mætum í þjóðfélaginu eru ýmisleg og til dæmis ef að við erum að tengj- ast einhverjum af gagnstæða kyninu náið og látum uppi um örorku okkar er oftar en ekki snúið við okkur baki. Nú, fálæti fólks er alkunna, þegar maður segist vera öryrki, en ég hef kosið þá leiðina að koma fram af ör- yggi og segja hátt og snjallt þegar við á: „Ég er öryrki.“ Það er skemmtilega skemmtilegt að sjá hvernig fólk missir öryggi sitt, þegar svona er komið fram. Kæri öryrki. Ein er sú stofnun sem sér um málefni okkar og þar sem annars staðar er fólk eins mis- jafnt og það er margt. Þar hefur einu sinni verið talað niður til mín af því að ég var og er öryrki. Ég gekk þannig frá hnútunum að þetta kem- ur hvorki fyrir mig né aðra í framtíð- inni, en í áranna rás hefur viðmótið batnað til muna þar. Öll höfum við tekið eftir fálæti afgreiðslufólks og fleira fólks í þjóðfélaginu ef örorkan er ekki sjáanleg. Þá sem oftar verð- ur tilfinningin fyrir því að maður til- heyri minnihlutahópi, sem kannski „plataði“ lækni til að „setja sig á bætur“ og verkirnir ekki „sjáanleg- ir“ og hefur þetta því miður orsakað það að fólk skammast sín fyrir ör- orku sína. Kæri öryrki. Hefur nokkurn tím- ann komið fyrir þig að þú sért um það bil að tengjast aðila af gagn- stæða kyninu og þegar sá aðili heyr- ir frá þér eða öðrum að þú sért ör- yrki, þá er þér oftar en ekki hafnað fyrir fötlun þína, en margt fólk telur fatlað fólk ekki hafa sál, tilfinningar né hjarta og fólk með þess konar ranghugmyndir er svo sannarlega sjúkt, en sjúkdómur þess er ekki sjáanlegur, fremur en margir aðrir sjúkdómar. Kæri öryrki. Mikið er hann flottur á því hann Nonni, hann skiptir um bíl á 5 ára fresti og Tryggingastofn- un borgar! Hver hefur ekki heyrt þetta? Jú, Tryggingastofnun veitir Nonna styrk til bifreiðakaupa, af því að Nonni er hreyfihamlaður og get- ur ekki ferðast um á annann hátt en í eigin bíl, hvort sem hann ekur sjálf- ur eður ei. Að öðrum kosti þyrfti Nonni að einangra sjálfan sig á heimili sínu og kæmist hvorki lönd né strönd. Kæri öryrki. Við skulum ekki láta það á okkur fá, þó að annað fólk trúi ekki á fötlun okkar né verki, en þá er ég að tala um þá fötlun er ekki er sjáanleg, en oftar en ekki er dulda fötlunin alvarlegri en hin sýnilega. Næst þegar þú ert spurður/spurð um atvinnu segðu þá óhikað og af ör- yggi: „Ég er öryrki á lélegu kaupi frá ríkinu, en hvað gerir þú?“ Taktu eftir hvernig viðmælandi þinn missir öryggi sitt, sem þú hefur hrökklast undan í mörg ár. Kæri öryrki. Niðurstaðan hér er einföld; ríkið borgar þér lélegt kaup fyrir fötlun þína, þú berð bagga þá sem aðrir þurfa ekki að bera. Þrátt fyrir það, láttu ekki minnimáttar- kenndina ná tökum á þér og um leið og þú sýnir öryggi líður þér betur a.m.k. á einn hátt. Þú berð meiri byrðar en aðrir þegnar þessa þjóðfélags og ert því sterkari einstaklingur en hinn venjulegi „meðalJón“. Vertu því ekki hræddur/hrædd við að segja næst þegar spurt er um atvinnu þína, svaraðu þá hátt og snjallt: „Ég er öryrki, hvað gerir þú?“ SIGURJÓN SÍMONARSON, Spóahólum 6, Reykjavík. Dulin fötlun og sýnileg Frá Sigurjóni Símonarsyni: Sigurjón Símonarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.