Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FÓLKÍFRÉTTUM
48 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MUNURINN á teiknimyndum og lifandi mynd-
um er m.a. sá, að þær fyrrnefndu taka mun lengri
tíma í framleiðslu. Þannig var vinnan við Spirit:
Stallion of The Cimarron eða Villta folann, eins og
myndin hefur verið nefnd á íslensku, löngu hafin
þegar Shrek sló rækilega í gegn í fyrra og hófst
reyndar fyrir heilum fjórum árum. Því er vart
hægt að orða það svo að Villti folinn ?fylgi eftir?
velgengni Shrek. Það var löngu ákveðið að hún
yrði frumsýnd sumarið 2002, burtséð frá því
hvernig Shrek gengi. Myndirnar geta vart verið
ólíkari að innihaldi og útliti. Shrek er ekta nútíma
teiknimynd, tölvuteiknuð og uppfull af útúrsnún-
ingi og póstmódernískri kímni en Villti folinn er
teiknuð upp á gamla mátann, í höndunum, og sag-
an gæti vart verið gamalgrónari og ævintýralegri.
Saga ameríska vestursins
Ef lýsa á þessu nýjasta ævintýri teiknimynd-
anna með einni setningu mætti segja ?saga amer-
íska vestursins séð með augum hestsins?. Þetta
voru orðin sem Jeffrey Katzenberg, einn eigandi
DreamWorks SKG kvikmyndasmiðjunnar og yf-
irmaður teiknimyndadeildarinnar, notaði þegar
hann reyndi að selja höfundi sögunnar, John
Fusco, hugmyndina sína að nýrri teiknimynd. ?Við
höfum áður heyrt og séð sögur um það hvernig
vestrið var unnið og því tapað, út frá sjónarmiði
mannsins. En hesturinn átti ekkert síðri þátt í
hvernig örlög vestursins réðust. Sú hlið sögunnar
hefur aldrei áður verið sögð. Það var ákaflega gef-
andi og mikil áskorun.?
Fusco ákvað að saga Villta folans yrði ferðalag,
ekki einasta í bókstaflegri merkingu yfir víðáttur
hins villta vesturs heldur einnig í gegnum sögu
þess og breytingar frá því að vera ónumið land þar
sem dýr og frumbyggjar eiga að hafa lifað í sátt og
samlyndi hvert við annað ? og náttúruna.
Erfitt að teikna hestinn
Það kann að vekja furðu að ekki sé nú þegar bú-
ið að gera teiknimynd með þessari ástsælu skepnu
sem söguhetju, þessum þarfasta þjóni mannsins
sem svo oft hefur leikið stórar rullur í vestrum og
öðrum hetjuævintýrum. Katzenberg vissi þó
ástæðuna fyrir því þegar hann fékk hugmyndina
að gera teiknimynd um hest. Það hafði einfaldlega
enginn treyst sér í það fyrr, sökum þess hversu
erfitt er að teikna hest svo vel sé. Þess vegna seg-
ist hann hafa leitað strax til James nokkurs Bax-
ters, Englendings sem þykir meðal fremstu teikn-
ara samtímans og stjórnaði teikningum fyrir
myndir á borð við Leiðina til Eldorado, Egypska
prinsinn, Fríðu og dýrið, Konung ljónanna og
Litlu hafmeyjuna. Og eftir að hafa legið yfir Spirit
í fjögur ár veit Baxter orðið manna best hversu
erfitt það er að láta teiknaðan hest hreyfast eðli-
lega. ?Ég vissi mætavel hvað ég var að kalla yfir
mig þegar ég samþykkti að teikna Spirit, því það
er almenn vitneskja meðal teiknara hversu erfiður
hesturinn er viðfangs. En í því fólst líka áskorunin,
að ráðast í eitthvað sem aðrir höfðu veigrað sér við
áður.?
Baxter segist þó ekki hafa áttað sig á því fyrr en
hann byrjaði að teikna hversu lítið hann þekkti til
viðfangsefnisins. Því tók hann sig til og fyrirskip-
aði öllum teiknurum sínum að fara á skyndinám-
skeið í líffræði og líkamsbyggingu hestsins og
læra um hreyfingar hans, viðbrögð, hvatir, tilfinn-
ingar og hegðun. Teiknararnir voru vikum og
mánuðum saman á búgörðum í grennd við Los
Angeles, með teikniblokk og blýant í hönd, og riss-
uðu þar til þeir höfðu náð valdi á hestinum. ?Það
sem vafðist hvað mest fyrir okkur voru hreyfing-
arnar, vöðvauppbyggingin og að ná að temja sér
ósveigjanleika hryggjarins,? skýrir Baxter.
Katzenberg bendir og á annan orsakavald sem
kann að hafa ráðið því að hestar hafi ekki áður ver-
ið höfuðpersónur í teiknimynd: ?Svipbrigði hests-
ins eru svo ólík svipbrigðum annarra dýra og
bjóða ekki upp á næstum því eins greinileg og
meðfærileg svipbrigði. Augun sitja hátt, langt er á
milli þeirra og þau eru til hliðanna þannig að hest-
ur er ekki augliti til auglitis við áhorfandann, eins
og virðist vera svo nauðsynlegt fyrir söguhetjur
teiknimynda.?
Fyrirmynd víðáttunnar
Vinnan við að teikna hestana réð mestu um
hversu langan tíma tók að gera myndina. Þó fór
drykklangur tími í að velja og teikna landslagið en
það völdu leikstjórar myndarinnar, Kelly Asbury
og Lorna Cook, í samvinnu við útlitshönnuði
myndarinnar með því skoða og sækja innblástur í
þjóðgarða bandaríska vestursins, eins og t.a.m. í
kringum Miklagljúfur, Yellowstone, Yosemite og
Bryce-gljúfur. Tölvuvinnan við myndina var og
tímafrek en þótt myndin virðist eins handunnin og
þær gerast í dag fullyrða aðstandendur að engin
mynd hafi kallað á eins fullkomna tölvuvinnu og til
marks um það hafi nákvæmlega allt það myndefni
sem á filmunni sést verið unnið með einum eða
öðrum hætti, meira eða minna, í tölvum. Tölvurn-
ar voru m.a. notaðar til þess að hafa betra vald yfir
litavalinu sem að sögn Baxters og félaga var þaul-
hugsað líkt og allt annað. ?Við gengum lengra en
oft hefur verið gert í að gefa litunum ákveðna
meiningu, hlutverk í sögunni. Þannig eru kaldir og
náttúrulegir bláir og grænir litir mjög ríkjandi, lit-
ir sem í okkar huga standa fyrir frelsið og tilfinn-
inguna sem því fylgir. Að sama skapi notuðum við
dempaða liti eins og gulan og brúnan þegar koma
átti til skila kúgun og oki. Svo takmörkuðum við
litanotkun mjög þegar þróttur villta folans er sem
minnstur og andstreymið sem mest. Þá er eins og
búið sé að mergsjúga alla liti úr myndinni og ein-
ungis eftir grár og hráslagalegur litur og skugg-
inn.?
Bryan Adams er villtur foli
Eitt af því sem gerir Villta folann frábrugðna
öðrum teiknimyndum er að til að gera hana nátt-
úrulegri var brugðið á það ráð að láta alla mæla á
sínu máli, þ.e. mennirnir tala mannamál og hest-
arnir ?hestamál? (reyndar tala indíánar ensku, of
róttækt og flókið að sögn Katzenbergs að hafa
mállýskur mannsins í ofanálag margar). Segja má
að þetta hafi verið svolítið djörf ákvörðun hjá Kat-
zenberg og félögum hjá DreamWorks því það
þýddi að svo gott sem ekkert mannamál er að
finna í myndinni, í það minnsta miklu minna en
?hestamál?. Til þess að gera söguna skiljanlegri
fyrir mennska áhorfendur var þó brugðið á það
ráð að hafa sögumann og söngrödd sem tjáði
kenndir og viðhorf villta folans. Matt Damon er
sögumaðurinn sem segir sögu folans á mæltu
mannamáli en kanadíski rokkarinn Bryan Adams
á heiðurinn af söngrödd hans (Stefán Hilmarsson
ljær honum söngrödd í íslensku útgáfunni sem
einnig stendur til boða).
?Jeffrey (Katzenberg) hringdi í mig og sagðist
vera að leita að einhverjum til að ljá folanum rödd.
Hann sagði mér að hann væri ekki aðeins á eftir
söngrödd hans heldur einhverjum sem um leið
gæti hjálpað til við að segja sögu hans. Að ég væri
beðinn að gegna þessu hlutverki þótti mér í senn
heiður og áskorun,? segir Adams sem syngur öll
sönglög myndarinnar og samdi þau í samvinnu við
Þjóðverjann virta Hans Zimmer, en hann samdi
alla aðra eiginlega kvikmyndatónlist sem finna má
í myndinni. 
?Þetta var miklu meira gefandi en ég gerði mér
vonir um því ég fékk að hafa miklu meiri áhrif á
framvinduna en ég hélt í fyrstu,? segir Adams.
Að undanskildum hestahljóðunum var afráðið
strax í upphafi að gera Villta folann sem þögul
teiknimynd væri, að myndirnar gætu sagt alla
sólarsöguna einar og sér. Eftir að hljóðum og þá
sérstaklega tónlist hafði verið bætt við stendur
eftir, að mati aðalábyrgðarmanns myndarinnar,
eins konar söngleikur. ?Tilfinningar folans eru
tjáðar með tónlist Adams og Zimmers,? segir ann-
ar leikstjóranna, Asbury, og bætir við að rödd
Adams sé í sínum huga hjarta Villta folans. 
Það tók teiknara fjögur ár að fá Villta folann til þess að hreyfa sig eðlilega.
Folans
frelsisþrá 
Jeffrey Katzenberg og félagar
hans hjá Dreamworks tóku
áhættuna og afréðu að fylgja vel-
gengni Shrek eftir með óvenju
sígildu og saklausu ævintýri
um villta stóðhestinn Spirit.
Skarphéðinn Guðmundsson
hlýddi á Katzenberg gera grein
fyrir myndinni í Cannes ásamt
öðrum aðstandendum hennar.
Rómantíski rokkarinn Bryan Adams ljær
villta folanum söngrödd.
Bandaríska teiknimyndin Villti folinn verður frumsýnd hér á landi um helgina
skarpi@mbl.is
AUÐKÝFINGURINN Mohamed Al-
Fayed, eigandi bresku lúxusversl-
unarinnar Harrods, ætlar ekki að
láta fyrirtækið
af hendi, jafnvel
eftir dauða sinn.
Að sögn breska
blaðsins Fin-
ancial Times ætl-
ar Fayed, sem
einnig á Ritz-
hótelið í París,
að láta byggja
grafhýsi úr gleri
á þaki Harrods
svo fólk geti komið og heimsótt sig. 
Harrods hefur verið í eigu Fay-
ed-fjölskyldunnar frá árinu 1985. Í
kjallara verslunarinnar er nú
minnismerki um Dodi, son Fayeds,
og Díönu prinsessu en þau fórust í
bílslysi í París árið 1997. 
Fayed er egypskur ríkisborgari
en honum tókst ekki að fá bresk
stjórnvöld til að veita sér breskt
vegabréf. Hann segir í viðtali við
FT að verslun í Harrods hafi dreg-
ist mjög saman frá 11. september
og því sé ólíklegt að hlutabréf í fyr-
irtækinu verði sett á almennan
markað í bráð eins og til stóð. Fay-
ed útilokar þó ekki slíkt verði gert
einhvern tímann. 
Fayed segir að hagnaður á síð-
asta rekstrarári hafi verið um 30
milljónir punda og áætlanir um yf-
irstandandi ár geri ráð fyrir tvöfalt
meiri hagnaði eða 60?65. Þetta bar
blaðafulltrúi Harrods hins vegar til
baka og sagði að líklega yrði hagn-
aður á yfirstandandi ári um 30
milljónir punda.
Byggir sér
grafhýsi í
verslun sinni
Al-Fayed.
Milljarðamæringurinn 
Mohamed Al-Fayed 
JOHN Entwistle, bassaleikari hinn-
ar þekktu rokksveitar The Who, lést
eftir að ?umtalsvert magn af kók-
aíni? leiddi til
þess að hann
fékk hjartaáfall.
Dánardómstjór-
inn í Clark-sýslu í
Nevada hefur
útilokað að dauði
hans hafi verið
slys eða tengist
of stórum
skammti beint.
Hann segir að
Entwistle hafi
látist þegar kókaínið olli því að slag-
æðarnar drógust saman á hjartanu
sem var þá þegar skemmt vegna
hjartasjúkdóma en hann tók hjarta-
lyf að staðaldri. 
Entwistle, sem var 57 ára þegar
hann lést, fannst látinn á hótelher-
bergi sínu í Las Vegas í lok júní.
Hann lést kvöldið fyrir upphaf tón-
leikaferð sveitarinnar um Bandarík-
in og var jarðaður á Bretlandi þann
10. júlí, að því er segir í frétt BBC. 
Dánardómstjórinn, Ron Flud, seg-
ir að ekki sé vitað hversu mikið
magn af kókaíni Entwistle hafi inn-
byrt. ?Þetta er ekki eins og alkohól.
Það er engin leið að finna út hvert
magnið var,? sagði hann. 
Skyndilegur dauði Entwistles á
sér stað nærri 25 árum eftir að upp-
runalegur trommari The Who, Keith
Moon, lést af of stórum skammti eit-
urlyfja. Hinir tveir stofnfélagar
hljómsveitarinnar ákváðu að fara í
fyrirhugaða tónleikaferð þrátt fyrir
lát Entwistles og fengu nýjan bassa-
leikara í hans stað. 
Hljómsveitin The Who var stofnuð
í London árið 1964 og þekkja margir
lög þeirra ?Pinball Wizard? og ?My
Generation?. 
Kókaínið
banamein
John 
Entwistle 
John Entwistle,
bassaleikari The Who

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56