Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FÓLKÍFRÉTTUM

50 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ

H

LJÓMSVEITARINNAR

Flaming Lips er iðulega

helst minnst fyrir lagið

She Don?t Use Jelly, sem

sló í gegn fyrir átta árum. Vinsældir

þess lags voru þó eins konar slys,

því leiðtogi hljómsveitarinnar er

þekktur fyrir flest annað en löngun í

vinsældir. Tónlist sveitarinnar virð-

ist þó verða æ aðgengilegri eftir því

sem hann teygir sig lengra í tilraun-

unum, eða það mátti í það minnsta

heyra á plötu sem Flaming Lips

sendi frá sér fyrir tveimur árum og

ekki síst á nýju plötunni, Yoshimi

Battles the Pink Robots, sem kom

út um daginn.

Hljóðfærastuldur úr kirkju

Flaming Lips varð til fyrir bráð-

um nítján árum þegar Wayne

Coyne tók ófrjálsri hendi hljóðfæri í

kirkju í heimaborg sinni og fékk

Mark bróður sinn og Michael Ivins

vin sinn í lið með sér. Wayne Coyne

lék á gítar, Mark Coyne söng og

Michael Ivins lék á bassa. Slag-

verkið var meira mál, en eftir langa

mæðu gekk Richard English í sveit-

ina og lék á fyrstu skífu hennar sem

þeir félagar gáfu sjálfir út. Nafn

sveitarinnar hefur aldrei verið full-

skýrt og reyndar virðist skýringin

breytast eftir því sem Wayne Coyne

dettur í hug það og það skiptið.

Mark Coyne gekk úr skaftinu

skömmu eftir að platan, sem var

samnefnd sveitinni, kom út og er

þar með úr sögunni. Wayne Coyne

tók að sér sönginn og reyndar laga-

smíðar líka, en enginn kom í stað

Marks að svo stöddu. 

Hear It Is kom út 1986 og Oh My

Gawd!! ári síðar. Á tónleikaferð

kynntist Coyne Jonathan Donahue,

sem var nýbúinn að stofna hljóm-

sveitina Mercury Rev. Svo vel varð

þeim til vina að Donahue setti Merc-

ury Rev í salt um tíma og hóf að

vinna með Coyne og félögum án

þess þó að vera beinlínis í sveitinni.

Samningur við Warner

Donahue kemur nokkuð við sögu

á næstu plötu, Telepathic Surgery,

en eftir hana hætti English. Nýr

slagverksmaður var Nathan Ro-

berts, en ekki leið á löngu þar til

Donahue gekk í sveitina undir nafn-

inu Dingus og tók að sér gítarleik.

Þannig skipuð tók sveitin upp In a

Priest Driven Ambulance sem kom

út 1990 og varð meðal annars til

þess að Warner gerði útgáfusamn-

ing við sveitina.

Fyrsta platan á vegum Warners,

Hit to Death in the Future Head,

var ákveðinn tónlistarlegur vendi-

punktur á ferli Flaming Lips. Tón-

listin var að mestu eins tilrauna-

kennd og geggjuð og sveitin hafði

getið sér orð fyrir, en æ meira bar á

brengluðu poppi, sýruskotnu og

undurfurðulegu. Önnur tímamót

urðu líka í kjölfar skífunnar því þeir

Donahue og Roberts hættu, sá fyrr-

nefndi til að sinna Mercury Rev.

Menn komu í manna stað, Ronald

Jones tók að sér gítarleik og Steven

Drozd slagverkið og með þennan

mannskap tók Flaming Lips upp

sitt fyrsta meistaraverk, Transmiss-

ions From the Satellite Heart, sem

kom út 1993. Hún fór hægt af stað í

sölu en óforvarandis varð lagið She

Don?t Use Jelly, sem er vægast sagt

með sérkennilegum texta, dæmi-

gerðum reyndar þegar Wayne

Coyne er annars vegar, geysi-

vinsælt.

Árið hræðilega

Næsta hljóðversskífa, Clouds

Taste Metallic, kom út tveimur ár-

um síðar en ekki tókst þeim félögum

að fylgja vinsældum She Don?t Use

Jelly eftir þótt platan hafi verið enn

betri. Coyne lét það þó ekki á sig fá,

hann virðist ekki hafa verið undir

neinum sérstökum þrýstingi frá

Warner um að skrifa fleiri vinsælda-

leg lög, sem er merkilegt í sjálfu

sér, og næsta plata átti eftir að

ganga lengra í tilraunamennsku en

dæmi eru um með útgáfu hjá stór-

fyrirtæki. Áður en upptökur á nýrri

plötu gátu hafist týndist Jones,

hvarf á vit sértrúarsafnaðar og hef-

ur ekki til hans spurst síðar. Drozd

missti hönd eftir að hafa verið bitinn

af eitraðri köngurló og Ivins lenti í

harkalegu bílslysi.

Lítið varð úr upptökum þetta an-

nus horribilis Flaming Lips, það var

ekki fyrr en ári síðar, 1997, að sveit-

in kom sér í hljóðver að nýju, reynd-

ar sem tríó, enda fannst þeim ekki

taka því að ráða nýjan mann í stað

Jones. Afraksturinn var platan, eða

réttara sagt plöturnar, Zaireeka.

Zaireeka var fjórar plötur með

sömu tónlist en þannig búið um

hnútana að lögin skiluðu sér ekki al-

mennilega nema diskarnir væru

spilaðir samtímis. Reyndar mátti

líka spila þá tvo og tvo saman, eða

þrjá eða jafnvel bara hlusta á einn

disk í einu. Kemur varla á óvart að

sala á Zaireeka var takmörkuð.

1998 tók tríóið síðan upp plötuna

The Soft Bulletin, en lög af henni

lék Flaming Lips einmitt á Airwa-

ves í Laugardalshöll sællar minn-

ingar. Sú plata þykir þeirra helsta

verk, poppplata með grípandi lögum

sem pakkað var í skrautumbúðir

með strengjum, kórum og hvaðeina.

Lög af þeirri skífu náðu nokkurri

hylli, og hún var víða talin með

bestu plötum ársins.

Óvenjulangan tíma tók fyrir þá

félaga að ljúka við næstu skífu, en

ekki sátu þeir auðum höndum; sveit-

in gerði stuttmynd sem kallast Jól á

Mars, og sömdu við hana tónlist

aukinheldur sem þeir félagar tóku

upp nokkur órafmögnuð lög fyrir

heimildarmynd um sveitamenn frá

Oklahoma, Okie Noodling. Allt tók

þó lengri tíma en ætlað var og svo

fór að sveitin var að vinna að öllum

þremur verkefnunum að segja sam-

tímis. Coyne hefur sagt að það hafi

haft talsverð áhrif á plötuna nýju;

tónlistin við stuttmyndina sé mjög

tilfinningaþrungin og fyrir vikið hafi

þeir félagar reynt vísvitandi að hafa

Yoshimi-plötuna léttari, en einnig

hafi skilað sér viss einfaldleiki sem

felist í órafmagnaðri tónlistinni úr

heimildarmyndinni. Mest áhrif á

plötuna hafði samt skyndilegt and-

lát japanskrar vinkonu Coynes og

þeirra Flaming Lips-manna sem

bergmálar í textunum, ýmist sem

vangaveltur um hverfulleika lífsins

eða djúpar pælingar um hvað það sé

sem geri okkur mennsk.

Stríð við bleik vélmenni

Yoshimi Battles the Pink Robots,

Yoshimi berst við bleiku vélmennin,

hefur nafn sitt meðal annars frá

söngkonunni Yoshimi P-we, sem er

vinkona þeirra félaga, en hún er

meðal annars í hljómsveitunum

Boredoms og tilraunasveitinni for-

vitnilegu OOIOO. Stríð hennar við

bleiku vélmennin hljómar eins og

vísindaskáldsaga og sum laganna

eru þessleg, sjá til að mynda laga-

parið Yoshimi Battles the Pink Ro-

bots Part 1 og Part 2, en víst má

skilja vísunina líka sem ábendingu

um að tilfinninga- og tillitsleysi geri

menn að vélmennum. Þannig kvikna

tilfinningar í rökrásum vélmennis

3000-21 í öðru lagi plötunnar og allt

í einu vill það ekki eyða Yoshimi,

heldur frekar að hún eyði því ?

þannig er ástin.

Coyne lét þau orð falla í viðtali

fyrir skemmstu að í gamla daga hafi

hljómsveitin verið að reyna að spila

poppmúsík en ekki tekist betur en

svo að öllum fannst hún flytja til-

raunarugl. Nú fari þeir félagar aftur

á móti inn í hljóðver með það eitt í

huga að ganga eins langt og þeir

geta í furðulegheitum og þá hljómi

allt eins og argasta popp.

Tónlist á sunnudegi

Árni Matthíasson

Argasta popp

Hljómsveitin Flaming Lips vakti mikla athygli fyrir

síðustu plötu sína, þar sem hún lék sinfónískt framúr-

stefnupopp eftir áralanga tilraunamennsku. Á nýrri

plötu sveitarinnar, Yoshimi Battles the Pink Robots,

sem kom út um daginn, kveður enn við nýjan tón.

Furðupoppsveitin Flaming Lips.

INDVERSKI fatahönn-

uðurinn Anand Jon hélt á

dögunum heljarinnar

tískusýningu á Hótel Borg

í boði Allied Domecq, en

sýningin var hluti af ár-

legri Midnight Sun tísku-

sýningu. Það var Kolbrún

Aðalsteinsdóttir, fram-

kvæmdastjóri Icelandic

models-umboðsskrifstof-

unnar, sem hafði veg og

vanda af sýningunni sem

og veglegri sýningu í

Landmannalaugum sömu

helgi.

Hönnun Anands ber

sterkan keim af uppruna

hans í Indlandi en að sögn

Kolbrúnar einkennir

kvenleiki flíkur hans fyrst

og fremst.

?Sýningin var með óhefðbundnu

sniði en ég leiddi sýningarstúlk-

urnar fram víðs vegar um sýning-

arsalinn, meðal annars í glugga og

upp á borð, þegar fáir áttu von á,?

segir Kolbrún. ?Anand Jon treysti

mér fyrir allri framsetningunni og

hann var í skýjunum yfir útkom-

unni.?

Stúlkurnar sem sýndu flíkur An-

ands voru frá Names og Whoman

umboðsskrifstofunum sem stað-

settar eru í Mílanó og New York,

sem eru nánir samstarfsaðilar Ice-

landic Models.

En það var ekki einungis þessi

sýning sem var í boði fyrir Anand,

fylgdarlið hans og fjölmiðla en

þeirra beið glæsileg dagskrá þá

daga sem þau dvöldu hér. Hópurinn

fór í Bláa lónið, snæddi humar á

Stokkseyri og íslenskt lambakjöt á

Oro, heimsótti Gullfoss og Geysi og

Landmannalaugar þar sem helj-

arinnar tískusýning fór fram. Einn-

ig var slegið upp dansleik fyrir hóp-

inn í hesthúsinu við Laxnes og á

Fjörukránni.

?Það sem stóð uppúr í dag-

skránni var svo þegar við fórum öll

upp að rótum Esjunnar þar sem

Skógrækt ríkisins hafði úthlutað

okkur eins hektara jarðskika. Þar

gróðursettu hönnuðirnir, fyrirsæt-

urnar og aðrir aðstandendur

plöntur fyrir vini sína og fjölskyldu.

Þetta var mjög falleg stund og

margir lýstu yfir áhuga á að koma

aftur til Íslands til að fylgjast með

sinni plöntu,? sagði Kolbrún að lok-

um og bætti við að helgin hefði ver-

ið mjög vel heppnuð í alla staði og

að gestir og fylgdarlið hefðu kvatt

landið með gleði í hjarta.

Anand Jon umkringdur fyrirsætum sínum.

Þessar föngulegu stúlkur sýndu hönnun

Anand Jon en þær eru báðar frá Júgóslavíu.

Vigdís frá Færeyjum stillir sér

upp í glugga Hótel Borgar.

Morgunblaðið/Jim Smart

Þær Lukka, Dóra og Auður Sif fylgdust áhugasamar með sýningunni.

Lukka hafði veg og vanda að förðun fyrirsætanna og þær Auður og

Dóra eiga hárgreiðslustofuna Trít sem sá um hárgreiðsluna.

Kvenleikinn einkennandi

Indverski fatahönnuðurinn Anand Jon sýnir á Hótel Borg

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56