Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,

ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1

SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.

hér sérðu

debetkort, skólaskírteini, afsláttarkort

og alþjóðlegt stúdentaskírteini.

4kort

Fíton/SÍA

Skemmtiferðaskip þurfa að vera hrein og í

góðu standi. Á skemmtiferðaskipinu Astoria

leggja menn ekki aðeins áherslu á að skúra

það að innan heldur er það líka skúrað að ut-

an. Myndin var tekin í Reykjavíkurhöfn í vik-

unni þegar skipið var þvegið. 

Astoria er skráð á Bahamaeyjum, en þetta

er önnur ferð skipsins til Íslands í þessum

mánuði.

Morgunblaðið/Arnaldur

Allt hreint og fínt

FRIÐRIK Sophusson, forstjóri

Landsvirkjunar, segir m.a. í viðtali

við Morgunblaðið í dag að Náttúru-

verndarsamtök Íslands og samtökin

World Wide Fund, WWF, hafi á

undanförnum mánuðum ?því miður

sent frá sér rangar fullyrðingar? um

Kárahnjúkavirkjun og stóriðjuáform

á Austurlandi. Telur Friðrik að um

ófrægingarherferð sé að ræða þar

sem tilgangurinn helgi meðalið.

Ekki skipti máli hvort sagt sé satt og

rétt frá.

?Við erum einmitt um þessar

mundir að tína saman það sem þessi

samtök hafa sagt beinlínis í því skyni

að koma röngum fullyrðingum á

framfæri og svara þeim með fyrir-

liggjandi staðreyndum. Við ætlum

okkur að birta þessa samantekt fljót-

lega á heimasíðu Kárahnjúkavirkj-

unar,? segir Friðrik.

Hann segir að minnihlutahópur í

röðum umhverfisverndarsinna virð-

ist vera á móti öllum virkjunum hér á

landi. ?Þessi hópur mun áreiðanlega,

hér eftir sem hingað til, reyna að

halda úti áróðri gegn virkjunarhug-

myndum. Fámennur hópur hér á

landi semur yfirlýsingar, til dæmis í

nafni World Wide Fund, WWF. Þær

eru síðan sendar til útlanda og hing-

að heim aftur í nafni alþjóðlegra

samtaka. Út af fyrir sig er ekkert við

þessu að segja en það verður að

koma fram hvernig þessi mál eru

unnin. Fæstir þeirra sem senda mót-

mæli til okkar hafa komið hingað,?

segir Friðrik.

Hann segir það liggja fyrir að for-

maður Náttúruverndarsamtaka Ís-

lands, Árni Finnsson, þiggi fjárhæð-

ir frá alþjóðasamtökum til að standa

straum af rekstrinum ?og þar með

kostnaði við þessa herferð?. Friðrik

segist ekki vera að gagnrýna þetta

en að hafa þurfi í huga að þessi sam-

tök séu ekki að hugsa um íslenska

hagsmuni.

Aukinn stuðningur við virkjun

Í viðtalinu segir Friðrik að stuðn-

ingur hér innanlands við Kára-

hnjúkavirkjun fari vaxandi. Í nýrri

Gallupkönnun, sem birt verði fljót-

lega, komi í ljós að 60% þeirra sem

afstöðu taka séu hlynnt virkjuninni.

Fyrir ári hafi hlutfall hlynntra í svip-

aðri könnun verið 50%.

Spurður um arðsemi virkjunar-

innar segir Friðrik að verði samn-

ingarnir við Alcoa á svipuðum nótum

og þeir sem langt voru komnir við

Reyðarál þá sé arðsemin á bilinu 12

til 14%. Sumitomo-bankinn hafi yf-

irfarið alla útreikninga Landsvirkj-

unar og talið þessa arðsemi eðlilega.

?Þetta þarf að undirstrika því að

öðru hefur verið haldið fram í blöð-

um, þrátt fyrir skýra niðurstöðu

bankans,? segir Friðrik.

Þá kemur fram í máli Friðriks að

með álveri Alcoa gætu útflutnings-

tekjur af áli þrefaldast frá árinu 2000

til 2010 og farið úr 26 í um 75 millj-

arða króna. Hlutfall áls í útflutningi

Íslendinga gæti tvöfaldast á sama

tímabili.

Forstjóri Landsvirkjunar í viðtali um Kárahnjúkavirkjun

Náttúruverndarsamtök 

í ófrægingarherferð

L52159 Við þurfum / 12?13

ÚT frá upplýsingum um selt

greiðslumark, eða mjólkurkvóta, er

talið að kúabændur hafi á nýliðnu

framleiðsluári keypt greiðslumark

fyrir um 900 til 1.100 milljónir króna.

Þetta kemur m.a. fram í nýútkom-

inni ársskýrslu Landssambands

kúabænda, LK, fyrir árið 2001.

Á tímabilinu frá 1. september 2001

til 20. júní 2002, þegar frestur til að

tilkynna sölu á greiðslumarki rann

út, áttu sér stað mun minni viðskipti

en á fyrra ári. Er sambærileg tala

fyrir síðasta ár 5,7 milljónir lítra.

Fram kemur í ársskýrslunni að

fyrstu viðskipti með mjólkurkvóta

eftir 20. júní sl. hafi farið fram á um

um 180 kr. pr lítra, sem er lægra

verð en greitt var á sama tíma í

fyrra. Er það sagt benda til enn

minni verðspennu en áður.

Nautgripabændur ræða vanda

sinn við landbúnaðarráðherra

Innvegið nautgripakjöt í sláturhús

nam 3.637 tonnum frá 1. júlí 2001 til

sama tíma í ár, sem er 1,2% minna en

árið áður. Birgðir nautakjöts voru 88

tonn 1. júlí sl., tveimur tonnum

minna en á sama tíma í fyrra.

Í skýrslunni segir að lágt verð á

nautakjöti hafi valdið mörgum

bændum verulegum erfiðleikum og

ljóst að mikið tap sé á framleiðslunni

um þessar mundir. ?Sá vandi hefur

verið ræddur við landbúnaðarráð-

herra og er verið að leita leiða til

þess að mæta þessum vanda

bændanna. Sérstaklega er í því sam-

bandi horft til framleiðslu á hágæða-

kjöti,? segir í ársskýrslunni.

Mjólkur-

kvóti seld-

ur fyrir um

milljarð

BORIÐ hefur á kvörtunum frá

sumarbústaðaeigendum sem hafa

látið staðsetja bústaði sína með

GPS-mælingum svo að Neyðarlínan

geti flett upp og fundið staðsetningu

þeirra ef eitthvað kemur upp á.

Tengja átti öryggisnúmerin við

kerfi Neyðarlínunnar, en með því

var stefnt að því að sjúkraflutninga-

menn, slökkvilið og lögregla gætu

komist sem fyrst á staðinn ef eitt-

hvað kæmi upp á. Sumarbústaða-

eigendur hafa greitt fyrir númerin

og sett þau upp á bústaðina.

Morgunblaðinu er kunnugt um tvö

dæmi um að fólk hafi fengið hjarta-

áfall í sumarbústað og gefið Neyðar-

línunni upp öryggisnúmer í von um

að það flýtti fyrir að hjálp bærist. 

Hjá Neyðarlínunni fengust þær

upplýsingar að þessi númer hefðu

ekki enn verið virkjuð á þeim grunni

sem Neyðarlínan fer eftir þannig að

hún getur því ekki staðsett bústað-

ina þótt sumarbústaðaeigendur gefi

upp slík númer og standi í þeirri trú

að þeim fylgi aukið öryggi. Beðið sé

eftir að þessi grunnur berist Neyð-

arlínunni en ekki liggi fyrir nákvæm-

lega hvenær það verður.

Ekki náðist í forsvarsmenn

Landssambands sumarbústaðaeig-

enda vegna málsins.

GPS-staðsetning

sumarbústaða

Númerin

ekki inni á

kerfi Neyð-

arlínunnar

BÆRINGUR Guðvarðsson hefur

hlotið eins árs skilorðsbundinn fang-

elsisdóm á Spáni en sambýliskona

hans féll til bana af svölum á hóteli á

Kanaríeyjum í janúar síðastliðnum.

Pétur Ásgeirsson hjá utanríkis-

ráðuneytinu segir ljóst að Bæringur

þurfi ekki að sitja af sér dóm á Spáni.

Hann segist aðspurður ekki geta

staðfest að í dómnum sé notað orða-

lagið manndráp af gáleysi. Allt sé

þetta spurning um þýðingar og túlk-

anir en sér þyki þó líklegt að í dómn-

um sé talað um slíkt. Hann segir að

það megi orða það svo að samið hafi

verið um málalyktir til þess að leysa

málin enda mönnum orðið ljóst að

um óhapp hafi verið að ræða. Bær-

ingur sat í gæsluvarðhaldi um tíma

og var síðan úrskurðaður í farbann. 

Eins árs skilorðs-

bundið fangelsi 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56