Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						DAGLEGTLÍF
4BFÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
S
Á SEM tekur með sér app-
elsínu í fjallgöngu á Jóns-
messunótt og gæðir sér á
henni á miðjum Fimm-
vörðuhálsi er sennilega síst
að hugsa um þá staðreynd að náttúru-
legur uppskerutími appelsína í suður-
hluta álfunnar er um hávetur. Í janúar
fyllast evrópskir útimarkaðir af nýt-
índum sítrusávöxtum, melónur, nekt-
arínur og ferskjur eru ferskastar um
hásumar en plómurnar eru haust-
ávextir. Þannig mætti áfram telja. 
Hér, þar sem allir ávextir eru inn-
fluttir, eru lítil tengsl við þessa nátt-
úrulegu hringrás. Þeir sem leggja sig
eftir því skynja þó oft gæðamun á
ákveðnum ávöxtum milli árstíða, enda
hefur ávaxtanæmi Íslendinga þróast
nokkuð í seinni tíð, þar sem æ fleiri
dvelja langdvölum við nám og störf er-
lendis. En sem við erum farin að læra
inn á helstu ávexti, bætast við nýjar
tegundir sem lítil deili eru þekkt á.
Ferskur ananas á grillið
?Oft heyrir maður viðskiptavinina
segja: ?Þegar ég var í Svíþjóð þá not-
uðum við þetta svona...? og margir
spyrja um ávexti sem þeir hafa vanist í
öðrum löndum,? segir Kristín Jóns-
dóttir, yfirmaður grænmetis- og
ávaxtadeildar í verslun Hagkaupa í
Kringlunni. ?Hingað koma líka margir
viðskiptavinir af austurlenskum upp-
runa, sem þekkja þessa nýju ávexti af
heimaslóð og kunna á þeim lagið.
Einnig sjáum við oft lifna yfir erlend-
um ferðamönnum sem rekast á gamla
?kunningja? í ávaxtaborðinu.?
Verslunin er að sögn Kristínar sú
sem býður hvað fjölbreyttast úrval
svonefndra exótískra ávaxta hérlendis
og mun það vera arfleifð frá verslun-
inni Nýkaupum sem rekin var á sama
stað. ?Við reynum að hafa á boðstólum
tegundir til skiptis, það fer líka eftir
því hvað er fáanlegt að utan. En ef
eitthvað vantar sem fólk er farið að
venjast, er hringt eftir því. Ég var til
dæmis í tvígang spurð um papaja í
gær,? segir Kristín, en bendir einnig á
að tegundirnar geymist misjafnlega
vel. 
?Fólk er almennt mjög forvitið um
þessa nýju ávexti og finnst þeir fyndn-
ir, margir hrópa upp yfir sig þegar
þeir sjá rambutan: ?Þetta er alveg
eins og kaktus!? Sumir ganga jafnvel
svo langt að brjóta eitt stykki til að
kíkja inní, án þess samt að kaupa.?
Af vinsælustu tegundunum nefnir
Kristín ferskar fíkjur, sem séu veru-
lega eftirsóttar. Þá fari nokkuð af pap-
aja-aldini og trjátómati (tamarillo).
?Pómelos fer hins vegar rólega, en er
alltaf til. Stjörnuávöxturinn er mikið
notaður sem skraut og svo er kúm-
hvaturinn víst nokkuð settur í kok-
teila.?
Vatnsmelónurnar slá
hins vegar öll met, af
þeim eru stundum
pöntuð 100 kíló á
dag. Kantal-
ópumelón-
urnar eru
líka eftir-
sóttar en um
báðar teg-
undir gildir
að sneiðar
seljast betur
en heil stykki.
?Svo er það ferski
ananasinn, hann
rýkur út á heitum
dögum ásamt
maísstönglum. Ég held að fólk setji
þetta mikið á grillið,? segir Kristín.
Verðlisti hinna nýju tegunda fær
marga til þess að staldra við ? jafnvel
hugsa sig tvisvar um. Ferskar fíkjur
EIRALDIN ? ELDALDIN ? GALLALDIN ? GRANATEPLI ? ÍGULBER ? KAKÍALDIN ? LOÐBER ? PÍSLARALDIN ? PÓME
VELKOMIN
Eplið í Eden breytti öllu fyrir mann-
skepnuna sem upp frá því hefur tengt
ávexti við nautnir, fegurð og freistingar.
Náttúran gefur af sér þúsundir aldintegunda
og sífellt fleiri þeirra rekur á fjörur frónskra
neytenda. Sigurbjörg Þrastardóttir fór til
fundar við satsúmur, ígulber og aðra fram-
andi ávexti, forboðna og velkomna.
Mangó hentar einkar vel með
sterkum mat því það deyfir bragð-
ið af sterkum kryddtegundum.
Mangó er býsna C-vítamínríkt.
Trjámelóna geymir ljóst aldinkjöt,
safaríkt, og notast eins og melóna.
Píslaraldin má borða beint úr
skelinni með skeið. Aldinkjötið er
gott að frysta í klakabökkum og
nota út á ís eða ostakökur.
Ferskjur eru sætar og safaríkar
og hýðið er ætt þótt loðið sé.
Trjátómatur er súr
hýðið óætt. Fer vel
og kjöti, má einnig
Papaja-aldin er auðugt af A-
vítamínum og kalsíum, safaríkt
og sætt á bragðið.
Ígulber eru nokkuð sæt og henta
vel með krydduðum mat.
sólaldin, blæjuber
og kakí
I
NNRÁS framandi ávaxta kallar
vitanlega á þýðingavinnu og
orðasmíð, eigi gestirnir að falla
jafnvel að tungumálinu og bragð-
laukunum. Þekkt eru dæmi um fleiri
en eitt heiti á sama ávexti, svo sem
banani/bjúgaldin og appelsína/
glóaldin. Færri vita að apríkósa heit-
ir líka eiraldin, tröllaldin er það sem
flestir nefna greip og þannig mætti
áfram telja. 
Nokkrir hinna nýkomnu ávaxta
ganga enn undir erlendum heitum,
þótt prýðilegar þýðingar hafi verið
settar fram, en tíminn einn mun
skera úr um hvaða heiti haldi velli.
Eftirfarandi listi er unninn upp úr
Orðabanka Íslenskrar málstöðvar,
en þar er að finna flokkinn Matarorð
úr jurtaríkinu sem er í senn fróðleg-
ur og skemmtilegur aflestrar.
L50098 apríkósa, eiraldin (e. apricot,
lat. Prunus armeniaca): steinaldin
samnefnds trés af rósaætt sem er
upprunnið í Kína. Fremur smá, rauð-
gul á lit.
L50098 blæjuber (e. cape gooseberry,
goldenberry, lat. Physalis peru-
viana): aldin hitabeltisjurtar af nátt-
skuggaætt sem er upprunnin í Perú.
Með gulleitt hýði, sætsúrt, á stærð
við kirsiber.
L50098 brómber (e. blackberry, lat.
Rubus fructicosus agg.): aldin af
samnefndum hálfrunna af rósaætt
sem er algengur í skógum Evrópu.
Svart og samvaxið keilumynduðum
blómbotni; til í fjölmörgum af-
brigðum; berin ýmist etin hrá eða
notuð í bökur og berjamauk.
L50098 ferskja (e. peach, lat. Prunus
persica): steinaldin samnefnds ald-
intrés af rósaætt sem er talið upp-
runnið í Kína. Loðin, rauðgul á lit,
sæt og safarík; ræktuð í fjölmörgum
afbrigðum.
L50098 gallaldin, kakíaldin, kakíplóma
(e. Chinese persimmon, date plum,
kaki, lat. Diospyros kaki): gul- eða
rauðleitt aldin trés af tinnuviðarætt,
ræktað m.a. í Kína, Japan og við Mið-
jarðarhaf. Minnir á tómat í útliti;
mjúkt og sætt með fínlegt bragð;
snætt ýmist ferskt eða soðið.
L50098 granatepli, kjarnepli (e. pome-
granate, lat. Punica granatum): ald-
in samnefnds trés af granateplaætt
sem er upprunnið í Vestur-Asíu og
ræktað víða í hitabelti og heittempr-
uðu beltunum. Oftast rauð- eða
brúnleitt, fremur súrt með mörgum
rauðum fræjum í hlaupkenndum
safa, einn elsti ávöxtur sem þekktur
er.
L50098 grasker (e. squash, pumpkin,
lat. Cucurbita spp.): aldin ýmissa
tegunda graskersættkvíslar sem eru
notuð sem grænmeti, þeim er iðu-
lega skipt í tvo hópa, sumargrasker
og vetrargrasker.
L50098 greipaldin, tröllaldin, greip (e.
grapefruit, lat. Citrus x paradisi):
aldin samnefnds trés af glóaldinætt
sem er mikið ræktað í Vestur-
Indíum, óvíst um uppruna, kann að
vera innflutt frá Kína, e.t.v. sem
stökkbrigði eða það hafi orðið til við
kynblöndun pómelónu og appelsínu.
Oftast sítrónugult með ljósgult ald-
inkjöt en til eru afbrigði með bleikt
eða rautt aldinkjöt.
L50098 gvava, eldaldin (e. guava, lat.
Psidium guajava): aldin sígræns trés
af brúðarlaufsætt sem vex í hitabelti
M- og S-Ameríku. Ræktað í hitabelti
vegna aldinanna sem eru perulöguð,
gulgræn og einkum etin sultuð.
L50098 ígulber, rambutan (e. rambutan,
lat. Nephelium lappaceum): aldin
trés af sápuberjaætt sem vex í suð-
austanverðri Asíu. Skærrautt og
hært, ögn súrt á bragðið.
L50098 kívíávöxtur, loðber, kíví (e. kiwi
fruit, lat. Actinidia deliciosa): aldin
kívífléttunnar, kínverskrar klif-
urplöntu af geislafléttuætt, sem lifir
í heittempruðu loftslagi. Ljósbrúnn,
dúnhærður að utan en aldinkjötið
ljósgrænt með dökkum fræjum um
kjarnann.
L50098 konfektepli, McIntosh-epli (e.
McIntosh, lat. Malus domestica
?McIntosh?): kanadískt eplaafbrigði.
Lítið, rautt á lit; góð ábætisepli.
L50098 kúmkvat, egglaga gullappels-
ína, kúmhvatur (e. kumquat, lat.
Fortunella margarita): aldin af gló-
aldinætt, upprunnið í Kína. Fremur
smátt, egglaga, gullið; með þurrt og
bragðmikið aldinkjöt og bragðsterkt
hýði sem er borðað með aldininu.
L50098 litkaber, litkaaldin (e. litchi, lat.
Litchi chinensis): ávöxtur samnefnds
trés af sápuberjaætt sem er upp-
runnið í Suður-Kína. Minnir í útliti á
stórt jarðarber, með þunna, stökka
vörtótta skurn um ljóst, ljúffengt
aldinkjöt, súrt með múskatkeim.
L50098 límóna, læma, súraldin (e. lime,
lat. Citrus aurantiifolia): ávöxtur
samnefnds trés af glóaldinætt. Oft-
ast fagurgræn; lögunin minnir á
smækkaða sítrónu; hnöttóttari en 
sítróna.
L50098 mangó, mangóávöxtur (e.
mango, lat. Mangifera indica): aldin
samnefnds trés af hjartaldinætt,
upprunnið á Indlandi. Ílangt, hýðið
rautt, gult eða fjólublátt og seigt;
aldinkjötið mjög safaríkt; óþroskuð
aldin ljósgræn og súr.
L50098 mandarína (e. mandarin or-
ange, lat. Citrus reticulata): ávöxtur
samnefnds trés af glóaldinætt sem er
upprunnið í Kína og Indókína. Smá,
fremur flatvaxin og hýðið yfirleitt
laust frá aldinkjötinu; til eru fjöl-
mörg ræktunarafbrigði, t.d. tang-
erína, klementína og satsúma.
L50098 melóna, tröllepli (e. melon, lat.
Cucumis melo): Heiti tveggja teg-
unda plantna af graskersætt. Annars
vegar er sykurmelóna (hin eiginlega
melóna) og hin fjölmörgu ræktunar-
afbrigði hennar og hins vegar vatns-
melóna. Báðar tegundirnar eru mik-
ið ræktaðar á heitum og hlý-
tempruðum svæðum. Aldin hinna
ýmsu ræktunarafbrigða eru breyti-
leg að stærð, lögun og lit og er þeim
skipt í sex hópa eftir þeim eig-
inleikum en ekki eftir grasa-
fræðilegum mun. Í hverjum hópi
geta svo verið jafnvel eitt eða fleiri
nafngreind yrki eða gerðir af þeim.
Einnig koma fyrir blendingar sem
fengnir eru með víxlfjóvgun milli
hópanna. Hóparnir eru: kantalúp-
melónur, netmelónur, vetrarmel-
ónur, chito-melónur, conomon-
melónur og dudaim-melónur.
L50098 melónupera, trjámelóna (e. pep-
ino, lat. Solanum muricatum): aldin
jurtar af náttskuggaætt sem er upp-
runnin í Suður-Ameríku. Á stærð við
epli; með slétt, gulleitt eða ? grænt
hýði með dökkum röndum; ald-
ÍSLENSK HEITI ÁVAXTA
Hvað er eldaldin?
ÞROSKASTIG ávaxta og græn-
metis hefur áhrif á útlit, áferð og
bragð. Sumar tegundir halda
áfram að þroskast eftir upp-
skeru en aðrar eru háðar því að
vera tíndar á réttum tíma. Þótt
banani sé grænn og rammur
þegar hann er tíndur, heldur
hann áfram að þroskast í körfu
kjörbúðarinnar eða á borði neyt-
andans, og verður um síðir gulur
og sætur. Sama gildir um ýmsa
aðra ávexti, en þó ekki alla.
Ávextir sem þroskast 
áfram eftir uppskeru
apríkósur
avókadó
ástaraldin
bananar
bláber
epli
ferskjur
gvava
kíví
mangó
melónur
nektarínur
papaja
perur
plómur
Ávextir sem ekki
þroskast við geymslu
ananas
appelsínur
brómber
granatepli
greipaldin
hindber
jarðarber
kirsuber
klementínur
litchi
límónur
mandarínur
sítrónur
vínber
TENGLAR
...............................................
www.manneldi.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8