Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 27 SÝNINGIN Trúðar er samstarfs- verkefni tveggja sjálfstæðra leik- hópa: Leikhúss heyrnarlausra og Draumasmiðjunnar. Frumsýning fór fram í forsal Íslensku óperunnar síðastliðinn laugardag og var liður í menningarnótt í Reykjavík. Verk- efnið er styrkt af Dagvist barna enda er hér um að ræða sýningu sem er ætluð til sýninga í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskólans og hefur að markmiði að fræða börnin um táknmál heyrnarlausra. Verkið ber að sjálfsögðu sterkan svip af þessu fyrirfram ætlaða hlutverki; sýningin er stutt og einföld í sniðum, leikarar aðeins tveir og fræðslugildið ráðandi. Það eru þær Elsa Guðbjörg Björnsdóttir og Kolbrún Anna Björnsdóttir sem fara með hlutverk trúðanna Sollu og Söru og sú síð- arnefnda túlkar það sem fram fer á táknmáli fyrir heyrnarlausa áhorf- endur um leið og hún kennir hinum heyrandi nokkur tákn, svo sem tákn- in fyrir litina gulur, rauður, grænn og blár. Solla og Sara hittast á leik- vellinum og fara að tala saman og þeim gengur vel að ná saman þrátt fyrir hinn mismunandi tjáningar- máta. Lögð er áhersla á að heyrn- arleysið þarf ekki að útiloka neinn frá því að vera með í leik og starfi og táknunin gerð að skemmtilegum leik fyrir alla. Sýning sem þessi er allra góðra gjalda verð, markmiðið er skýrt: að vinna á móti fordómum hinna heyr- andi í garð heyrnarlausra. Leiklist- arlegur þáttur sýningarinnar er hins vegar fremur rýr og hefði kannski mátt leggja meiri áherslu á hann. Þannig er t.d. ekki mikið að gerast á sviðinu meðan á sýningu stendur, þær Solla og Sara standa nokkurn veginn á sama stað allan leiktímann og þótt þær séu í hlutverki trúða þá er trúðslistin lítið útfærð í sýning- unni. Þetta verður til þess að sýn- ingin verður fremur blæbrigðalítil þegar á heildina er litið. Þá get ég ekki annað en fundið að raddbeit- ingu Elsu Guðbjargar Björnsdóttur sem talar í falsettu allan tímann og er mjög leiðigjarnt á að hlýða (a.m.k. fyrir fullorðinn áhorfenda). En sem fræðsluverkefni náði sýn- ingin markmiði sínu, börnin höfðu gaman af því að læra táknin og virt- ust skemmta sér prýðilega. Þá er ekkert í þessari sýningu sem hræðir yngstu áhorfendurna – eins og oft vill verða þegar hamagangur er mik- ill. LJÓÐALESTUR Leikhús heyrnarlausra og Draumasmiðjan Höfundur og leikstjóri: Margrét Péturs- dóttir. Leikarar: Elsa Guðbjörg Björns- dóttir og Kolbrún Anna Björnsdóttir. Framkvæmdastjóri: Gunnar Gunn- steinsson. Íslenska óperan, 17. ágúst. TRÚÐAR Trúðar, tákn- og talmál Soffía Auður Birgisdóttir FYRIR tónleikunum stóðu af- komendur Jóhanns heitins og nutu við undirbúninginn dyggrar aðstoð- ar Roar Kvam. Hluti efnisskrárinn- ar voru sönglög sem löngu eru þekkt meðal söngelskra landa, en auk þeirra voru fimm söngvar frumflutt- ir. Jóhann Ó. Haraldsson fæddist á Dagverðareyri 19. ágúst 1902, en lést á Akureyri 1966 þá aðeins 65 ára. Þrátt fyrir að hann stundaði fullt skrifstofustarf á Akureyri var hann afkastamikið tónskáld og tók virkan þátt í tónlistarlífi á Akureyri og uppbyggingu þess. Hann var söngvari í kórum og einn af stofn- endum Tónlistarfélags Akureyrar árið 1943 og ritari þess til dauða- dags, en félagið var í forustu um stofnun Tónlistarskólans á Akureyri árið 1946. Þá eru ótalin störf hans sem kirkjuorganisti allt frá unga- aldri og lengst af við Glæsibæjar- og Möðruvallakirkju (í Hörgárdal). Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jóhanns var gefinn út söngvaflokkurinn Vísur Sigrúnar, saminn 1934, við samnefndan ljóða- bálk Guðmundar Guðmundssonar, oft nefndur skólaskáld, en söngvarnir eru skrif- aðir fyrir einsöngsrödd og píanó. Afköst Jó- hanns eru ótrúlega mikil, ekki síst þegar tekið er tillit til tíma- frekra annarra starfa til lífsviðurværis og bágrar heilsu. Jóhann var tónskáld mikilla til- finninga og ástríðu. Sautján ára gamall semur hann Rósina við ljóð Páls J. Árdal og hlýtur hverjum sem það lag heyrir að mega vera ljóst að það lag er samið af næmi, smekk- vísi og með innblæstri, en Michael Jón og Sólveig Anna fluttu þann söng á tónleikunum á heillandi hátt. Þó að afköst tónskáldsins Jóhanns Ó. hafi orðið mest á sviði einsöngs- laga þá varð kórlagið Sumar í sveit- um til þess að gera nafn hans þekkt meðal þjóðarinnar. Auk söngva til einsöngs og kórsöngs samdi Johann Ó. mörg verk fyrir orgel. Það kom berlega í ljós á þeim söngvum sem fluttir voru í Ketilhúsinu hve vand- virkur og natinn Jóhann Ó. Haralds- son var og hefur lagt mikinn metnað í útsetningar og vel útfærðan píanó- leik. Það er þeim mun merkilegra að greina þessa kunnáttusamlegu list- vinnslu, þegar haft er í huga að Jó- hann naut sáralítillar tilsagnar í skólum í tónfræði. En hann hefur notað sína ríku eðlisgáfu og beitt henni til að nema og læra allt sem honum bauðst. Lögin hans eru róm- antísk og útfærsla píanóundirleiks oft schuberskrar ættar og ekki leið- um að líkjast. En það var nú einu sinni rómantíska tónlistin og ætt- jarðarsöngvarnir sem heilluðu alda- mótakynslóðina mest og urðu okkar tónskáldum á fyrri hluta 20. aldar- innar mikilvægasta viðmiðið í verk- um sínum, svo var einnig með Jó- hann Ó. Haraldsson. Sönglögin eru í senn ljóðalög og einnig oft með glæsilegu þani raddsviðs í anda róm- antísku óperunnar. Lögin leggja mörg söngvurum miklar kröfur á herðar og reynir bæði á mikla breidd í túlkun frá því mýksta og blí- ðasta upp í dramatísk átök. Jóhann Ó. gerði miklar kröfur til einsöngv- aranna hvað raddsvið áhrærir og til píanóleikarans að sama skapi. Engin málamiðlun var honum að skapi, það varð að vera allt eða ekkert eins og reyndar kemur fram í heiti á ljóði Guðmundar skólaskálds, sem Jó- hann samdi lag við ár- ið 1954 og glæsilega var flutt á tónleikun- um af Óskari og Sól- veigu Önnu. Nokkur laga Jóhanns grípa mann strax sterkum tökum. Áður nefndi ég Rósina, einnig Smala- drengurinn, Að skýja- baki, Nótt, Minning, Sigling inn Eyjafjörð og Ég bið ekki rósir rauðar. Önnur lög vinna örugglega mörg á við að hlýða á þau aftur. Vonandi verður þessi viðburður fleiri söngvurum hvatning til að bergja af söngvabrunni Jó- hanns Ó. Haraldssonar. Sérstakt ánægjuefni er fyrir okkur Eyfirð- inga að geta státað af svo glæsileg- um einsöngvurum á heimaslóð, en yfirleitt var söngur þeirra framúr- skarandi. Alda Ingibergsdóttir hef- ur ágæta sópranrödd og var túlkun hennar yfirleitt ágæt. Háa tóna og kraftmikla flutti hún vel, en helst fannst mér skorta á stuðning við veikari tóna á miðsviðinu. Michael J. Clarke er í feikigóðu formi, röddin léttari og framsögn skýr og vönduð. Hann gefur bestu baritónum ekkert eftir þegar best tekst til og er þar mjúki söngurinn til sérstakrar fyr- irmyndar. Sama má segja um Þuríði Baldursdóttur. Hún hefur einhverja fallegustu altrödd sem ég þekki og næm túlkun hennar á ljóði og skýr framburður var heillandi. Óskar okkar, eins og við köllum hann hér, þrátt fyrir skagfirskan uppruna, hefur hlotið í vöggugjöf bæði rödd og tónlistarnæmi, sem landsþekkt er orðið. Honum brást ekki bogalistin nú sem fyrr. Hlutur Sólveigar Önnu við píanóið var einstaklega góður, hélt utan um þetta allt af öryggi og smekkvísi, án þess að ofgera nokk- urn tímann. Þegar sýnt er hve vel Ketilhúsið hentar til slíkra tónleika er nauðsynlegt að það verði búið góðum eigin flygli, en þurfi ekki að nota misgóð lánshljóðfæri. Um leið og ég óska aðstandendum tón- leikanna til hamingju með glæsilega tónleika þá vitna ég í fyrstu setn- inguna sem ég heyrði af vörum Jó- hanns Ó. Haraldssonar, þá var ég krakki á tónleikum í Samkomuhús- inu, en þá kallaði Jóhann í hrifning- arvímu í lok lags: „Da Capo“, sem þýðir: „endurtaka“... TÓNLIST Listasumar á Akureyri Ketilhúsið Flytjendur: Alda Ingibergsdóttir, sópran, Þuríður Baldursdóttir, alt, Michael J. Clarke, baritón, og Óskar Pétursson, ten- ór. Píanóleikari var Sólveig Anna Jóns- dóttir. Á efnisskrá voru einsöngslög eftir Jóhann Ó. Haraldsson samin á árunum 1919 til 1957 og einnig dúettinn Sigling inn Eyja- fjörð. Mánudaginn 19. ágúst kl. 20.30. MINNINGARTÓNLEIKAR Hundrað ár frá fæðingu Jóhanns Ó. Haraldssonar Jón Hlöðver Áskelsson Jóhann Ó. Haraldsson Viltu léttast um 1-4 kíló á viku Símar 557 5446 og 892 1739 Kvennasögu- slóðir í Kvosinni hefur að geyma hluta af sögu Reykjavíkur. Byggt er á stuttri gönguferð um gamla miðbæinn. Ritstjóri og texta- höfundur er Auð- ur Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands. Þar er sagt frá 38 viðkomustöðum í Kvos- inni í Reykjavík þar sem konur hafa komið við sögu. Forsíðuna prýðir ljósmynd af styttunni Móðurást eftir Nínu Sæmundsdóttur. Útgefandi er Kvennasögusafn Ís- lands. Bæklingurinn er 20 bls., með þykkri kápu. Bæklingur Anna Björnsdóttir yfir 20 ára yogareynsla innritun er hafin yogakennari opnum 3. september að Seljavegi 2, 5 hæð í síma 511-2777 anna@yogawest.is í nýju og glæsilegu húsnæði þriðjud. og fimmtud. 7.00-8.00 þriðjud. og fimmtud. 10.45-11.45 þriðjud. og fimmtud. 12.00-13.00 mánud. og fimmtud. 17.30-18.30 mánud. og fimmtud. 18.45-19.45 þriðjudaga 17.30-19.00 fimmtudaga 18.35-20.05 GRUNNNÁMSKEIÐ: YOGATÍMAR, frjáls mæting: YOGA FYRIR BARNSHAFANDI: þriðjud. og fimmtud. 16.15-17.15 YOGA FYRIR BÖRN: 8-11 ára, miðvikud. 15.15-16.00 12-15 ára, miðvikud. 16.15-17.00 11.-30. september mánud. og miðvikud. 20.00-22.00 YOGA yogawest.is stofnuð 1994 VESTURBÆJAR YOGASTÖÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.