Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Við vissum það sem unnum á Þjóðviljanum hve vel Vilborg kunni til verka, hvort heldur hún var fréttamaður, við- talasmiður, fréttastjóri eða ritstjóri Sunnu- dagsblaðsins. Hún kunni þá list að hvetja aðra til að leggja sig fram með því að ganga sjálf hiklaust til verk- efna og leysa þau fljótt og örugglega. Hún var næm bæði á það sem frétt- næmt var og hvernig að tíðindum mætti beina ljósi þeirrar sérstöðu, þess skilnings á mannlegt félag sem vinstrimannablað reyndi að styrkja. Afrek Vilborgar í blaðamennsku voru mörg – ég minni aðeins á eitt: hvernig hún kom sér inn í Tékkóslóvakíu rétt eftir innrás sovéthersins 1968 og sendi blaði sínu þaðan ítarlegar frá- sagnir af andófi og raunum þeirra sem höfðu tengt miklar vonir við „sósíalisma með mannlegri ásýnd“. Þessar greinar, sem og svo margt annað sem Vilborg skrifaði, risu af skýrri dómgreind og þekkingu og áttu góðan þátt í því starfi að kveða niður ýmislega óskhyggju vinstri- manna um það pólitíska mynstur sem risinn í austri vildi tryggja með her- valdi. Við þekktum hreinskiptni hennar og hispursleysi í pólitískum viðhorf- um og mannlegum samskiptum. Síst faldi hún sig á bak við þægindi dauf- legra skoðana. Hún þoldi illa flátt- skap og hræsni og þá menn sem liprir voru við að hagræða skoðunum sínum eftir hentisemi. Hún gat vel verið dómhörð, en það þýddi ekki að hún ætlaðist til þess að menn hugsuðu eins og hún vildi. Hún kunni vel að meta hvern og einn „eins og hann er,“ ef finna mætti í honum þann mennsk- an kjarna sem henni þótti nokkurs virði. Hún hataðist við það siðgæði að hver sé helst að olnboga sig áfram, en hún ræktaði vel þá „olnbogakennd“ að við getum hnippt hvert í annað þegar lítið liggur við, átt hvort annað að. Hún var vinamörg og vinir hennar mátu hana mikils. Við þekktum ást hennar á ferðalög- um, við sem komum saman á sunnu- dögum til stuttra gönguferða og fór- um sem flest í lengri ferð saman á ári hverju. Við vorum á slíku ferðalagi um öræfi landsins þegar Vilborg lést. Þegar ég hugsa um síðasta daginn sem hún lifði finnst mér sem þar komi saman margir góðir og sterkir þættir í lífi hennar. Snemma dags voru sam- ferðamenn að leika sér við að kasta fram vísum og Vilborg orti eina sem byrjar svo: Vill ei okkar vænstu manna vera eftirbátur. Þessi orð eiga betur við hana sjálfa en þann sem ljóðað var á: hún var kappsöm og vildi síst vera annarra eftirbátur. Seinna um daginn komum við að gljúfrunum miklu við Kára- hnúka, glöddumst saman við stór- fengleik landslagsins og reiddumst þeim spjöllum sem yfir vofa. Á leið- inni upp frá helli í Hafrahvömmum sagði veikt hjarta Vilborgar til sín, uppgangan var sársaukafull, en hún sneri sér að okkur sem höfðum dreg- ist nokkuð aftur úr með henni og sagði með ögn dapurlegu brosi á vör: „Það er eins og segir í reyfurunum: Hjartað ræður för.“ Svo sendi hún okkur á undan sér, öll nema bernsku- vinkonu sína, þær tvær gengu saman þessa síðustu bröttu brekku í lífi hennar. Hér kemur margt saman: ást og virðing fyrir náttúrunni, kjarkur og kappsemi, gaman sem hugurinn hef- ur af því að tengja sig við skáldskap- arviðleitni og margskonar lestur, vin- átta sem lengi stendur. Einbeittur vilji til að njóta tilverunnar, ekki síst VILBORG HARÐARDÓTTIR ✝ Vilborg Harðar-dóttir fæddist í Reykjavík 13. sept- ember 1935. Hún lést við Snæfell 15. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 23. ágúst. torsóttra gæða hennar. Þá um nóttina hvarf Vil- borg inn í öræfin þar sem allt kvikt, allt sem grær, erfiðar í harðri glímu við fagran og grimman mikilleik auðnarinnar og kennir okkur margt um það hver við erum og gæt- um orðið. Árni Bergmann. Mikið vatn er til sjáv- ar runnið síðan við tvær stöllur gengum saman á fögrum sumardegi Selárdalsheiði fyr- ir þremur tugum ára. Lagt var upp frá fóstru Villu í Tálknafirði, henni Steinu sem var Villu sem önnur móð- ir. Villa hafði mikið dálæti á Steinu og hafði dvalið langdvölum hjá henni í æsku sinni. Þangað sótti Villa á hverju sumri meðan báðar lifðu. Að ferðalokum var einnig dvalist þar við höfðinglegar móttökur og áttum þar ljúfar stundir. Seinna þetta sama sumar gerðum við annan leiðangur og nú skyldi Flat- eyjardalur kannaður. Við gengum af stað undir kvöld í mildu sumarregni og ætluðum að ná gangnamannakofa þar á heiðinni. Fljótlega lagðist að okkur þoka, regnið jókst og flóðgáttir himinsins opnuðust og okkur sóttist ferðin seint enda búnaður annar en nú gerist á gönguferðum, niðursuðu- dósirnar þungar, blýþungir pokarnir hjuggust í bakið og engir mælar að styðjast við. En Villa kunni ráð við því, hún taldi skrefin langtímum saman til að finna út genginn kílómetrafjölda, enda var hún óvenju þegjandaleg á göngunni þar sem húm skálmaði á undan, feti framar eins og ævinlega. Seinna kom- umst við að að því að fjárfellir hefði verið á þessum slóðum um nóttina enda fennti í fjöll. Hrakningum okkar skal hér ekki lýst. Að endingu fundum við þó skál- ann, ekki var um upphitun að ræða. Það tók okkur því tvo sólarhringa að reyna að þurrka reyturnar. Við stytt- um okkur stundir við að lesa fyrir hvor aðra Vor í verum Theódórs Frið- rikssonar. Heldur endaslepp varð ferðin sú og góðhjartaðir bændur fluttu okkur enn blautar til byggða, en við strengdum þess heit að Flateyjardal- ur skyldi kannaður þó í annan tíma yrði. Það var árum seinna efnt, í góðra vina hópi. Þá var valin leiðin um Víknafjöll. Einnig þá hrepptum við snjóhragl- anda, miklar rigningar og óvæð vöð. Nú kom gott fólk á Brettingsstöðum til bjargar, þurrkaði vosklæðin, hýsti og veitti lúnum ferðalöngum yl í kroppinn. Þetta sama sumar árið 1972 var einnig gengin fyrsta ganga göngu- hópsins okkar góða sem enn er að og gengið hefur fjöll og firnindi. Framan af um fornar leiðir og fáfarnar slóðir enda gönguhópar þá enn ekki í tísku. Gárungar hentu gaman að og kölluðu „kommatrimmið“ sem festist við hóp- inn. Hópurinn sá var enn á ferð þó með nýju sniði væri í hinstu för Villu. Í gönguhópnum hefur Villa ætíð verið í fararbroddi, átt hugmyndir að ferðum, oft á tíðum skipulagt þær í smáu sem stóru, enda krafturinn og eljan óþrjótandi. Á fjöllum höfum við átt okkar bestu stundir, ógleymanleg- ar öllum þeim sem þátt tóku. Nú er skarð fyrir skildi og hópurinn verður aldrei samur. Það var táknrænt fyrir Villu að kveðja á fjöllum, hafandi gengið sinn síðasta spöl meðfram Hafrahvammagljúfrum sem styrinn stendur um. Við vinirnir velkjumst ekki í vafa um vilja hennar varðandi íslenska náttúru. Við síðustu brottför Vilborgar frá Snæfelli lagði mjöllina yfir og það varð kalt. Þá skal telja annað sameiginlegt vafstur okkar margra vinkvenna. Rauðsokkaárin, við vildum jafn- rétti og bættan heim handa börnum okkar og annarra. Það var fundað, gengið, sungið, smíðað, saumað, teiknað, málað, tekið húsnæði á leigu er fékk nafnið Sokkholt, gefið út blað- ið Forvitin rauð, í það þurfti að semja allt efni og síðan selja, samin var röð útvarpsþátta, tekið þátt í sjónvarps- umræðum, haldnar ráðstefnur, farið á fundi í hinum ýmsu félögum innan og utan bæjar að kynna málstaðinn. Sérstaklega voru allskyns karla- félög iðin við að falast eftir kynning- um og vildu vita hvað þessar bylting- arkerlingar væru eiginlega að boða. Víða voru okkur ekki vandaðar kveðj- urnar. Alls staðar á brattan að sækja og barist fyrir réttindum er þykja sjálf- sögð í dag. Sameiginlegt átak með öðrum hópum kvenna var Kvennafrí- dagurinn sem var hápunktur barátt- unnar, nú varð að hlusta á rödd kvenna og það tókst að ná eyrum. Smám saman breyttust viðhorfin í þjóðfélaginu og með sanni má segja að til nokkurs var unnið. Það var harðsnúinn hópur kvenna sem sneri bökum saman og mynduðu kjarna hreyfingarinnar. Þessi ár voru ótrú- lega skemmtileg og gjöful okkur öll- um, gleðin var ríkjandi og væntum- þykjan varir enn. Þar sem annarsstaðar var Villa að sjálfsögðu fremst meðal jafningja. Í starfi sínu á Þjóðviljanum hélt hún árum saman úti síðu helgaða baráttumálum kvenna. Hún sat í nefndum og ráðum og síðar á þingi og sótti málin fast. Þar kom að áherslur og skoðanir breyttust í rauðsokkahópnum, póli- tíkin skerptist og leiðir hlaut að skilja. Nýrra leiða varð að leita til að þoka málum áfram. Margar okkar fundu helst hljómgrunn innan Alþýðu- bandalagsins en entumst þar mis- lengi. Þar sem annarsstaðar var Villa ötull og öflugur liðsmaður. Og það var gengið gegn her í landi og fyrir friði í heimi hér. Ótaldir eru allir vina- og gleðifund- irnir. Hvar sem Villa fór sópaði hún að sér vinum, ungum sem öldnum, átti vini út um allan heim. Fjörið reið ekki við einteyming, alltaf svolítið ólm og óþolinmóð, hlutirnir áttu að ganga hratt fyrir sig. Ætíð feti framar, ekki alltaf auðveld viðskiptis enda skap- mikil, en heil og sönn í hverju sem hún tók sér fyrir hendur. Lífsnautna- konan Villa, menning og listir hjart- fólgnar og hana fýsti í ferðalög, ferðir til framandi landa og fór víða. Villa var engri lík. Atorkukona sem kom meiru í verk en flestir og hart er að taka þeirri staðreynd að ekki gefist lengri grið. Þegar litið er yfir farinn veg er svo ótal, ótal margs að minnast sem þakka ber og það var gæfa að fá að eiga samleið. Í raun var Villa mér örlagadís. Með söknuði kveðjum við Hjalti okkar hjartkæra vin og félaga. Edda Óskarsdóttir. Vilborg Harðardóttir kom víða við í lífinu og lagði mörgum málum lið með hugmyndaauðgi sinni og atorku. Okk- ur, sem höfum verið vinkonur Villu til fjölda ára, langar til að minnast sér- staklega framlags hennar til kvenna- baráttunnar, einkum á áttunda ára- tugnum. Við unnum allar með Vil- borgu í Rauðsokkahreyfingunni, sumar þekktu hana áður en aðrar kynntust henni þar og allar höfum við verið í nánu sambandi við hana síðan. Okkur langar að draga fram nokkrar myndir úr minningasafni okkar. Það var á umbrota- og uppreisn- artímum ungs fólks að hópur kvenna kom saman í apríl 1970 og spurði „hvað getum við gert hér á Íslandi til að bæta hlut kvenna?“ Þetta varð söguleg stund því við söfnuðum liði til göngu 1. maí á rauðum sokkum. Þeg- ar við svo tókum þátt í að setja Rauð- sokkahreyfinguna af stað þarna fyrir rúmum 30 árum var það, eins og Vil- borg orðaði það sjálf í tímaritinu Veru árið 1998, „af knýjandi þörf, þörf á að breyta samfélaginu, berjast gegn óréttlætinu og ekki síst frelsa sjálfa mig og konur upp til hópa“. Aðal- markmiðið var viðhorfsbreyting og frelsun kvenna, eins og það var orðað. Við sáum orsökina í samfélagsgerð- inni sjálfri, kynferðislegum fordóm- um, viðjum uppeldis og verka- og hlutverkaskiptingu á heimilum, vinnustöðum og í félagslífi. Fyrsta myndin af vinkonu okkar, Villu, er þessi hugmyndaríka Villa, svo baráttuglöð, dugleg og framtaks- söm, alltaf uppfull af nýjum hug- myndum og gædd þeim sérstaka eig- inleika að kunna að fylgja hug- myndum sínum eftir. Vilborg var ótvíræður leiðtogi, það erum við allar sammála um, og vísaði veginn á þenn- an hressa hátt í óhefðbundnu skipu- lagi Rauðsokkahreyfingarinnar og hópastarfi. Það var öllum ljóst og fór ekki á milli mála þegar hún var komin á fund eða mannamót. Sumt af því sem við börðumst fyrir þykir okkur ansi sjálfsagt í dag eins og nöfn kvenna í símaskrá og á dyra- bjöllum, aðgangur kvenna að öllum skólum eða matreiðslukennsla fyrir bæði kyn, en önnur eru enn fjarlæg eins og að kynin dreifist meira á þær námsleiðir sem í boði eru, launajöfn- uður og þátttaka kvenna í stjórnmál- um, svo dæmi séu tekin úr stefnuskrá Rauðsokkanna frá 1970. Á þeim tíma var ein kona á alþingi og ein í borg- arstjórn og það var sama konan. Þessu vildum við breyta. Þegar við minnumst þessara liðnu ára gerum við okkur vel grein fyrir því að það er mjög erfitt að draga fram hver gerði hvað, eigna einhverri einni verk eða hugmynd, í Rauð- sokkahreyfingunni þróuðust hlutirnir í samstarfi í hópum, umræðum og uppákomum. En það er útilokað að neita því að Vilborg átti hugmyndir og frumkvæði að mörgum málum. Þar viljum við nefna vikulega jafn- réttissíðu í Þjóðviljanum, baráttuna fyrir löglegum fóstureyðingum og tengsl kvennabaráttu og verkalýðs- baráttu. Vilborg varð einna fyrst til að taka alvarlega og vinna að hug- myndinni um kvennaverkfall á kvennaárinu. Margt fleira mætti nefna. Kvennafrídagurinn 24. október 1975 var haldinn um allt land og í Reykjavík var haldinn einhver fjöl- mennasti baráttufundur sem haldinn hefur verið hér á landi og er enn í huga margra kvenna vendipunktur í lífi þeirra. Rauðsokkahreyfingin hafði ráðgert að hefja kvennaárið með fundi í Neskaupstað í janúar, en þar féll mannskætt snjóflóð svo fresta varð fundinum. En hvað skyldi gera? Vilborg fékk auðvitað hugmynd: „Höldum láglaunaráðstefnu.“ Hún setti sig í samband við konur í fjórum vekalýðsfélögum til að undirbúa ráð- stefnu í samvinnu þeirra og Rauð- sokkahreyfingarinnar. Ráðstefnan var haldin strax 26. janúar og í miðjum alvarlegum umræðum um stöðu láglaunakvenna í samfélaginu elduðu hinar húslegu Rauðsokkur ljúffenga kjötsúpu ofan í a.m.k. 200 manns og þá táraðist Villa eftirminni- lega yfir laukskurðinum. Á ráðstefn- unni lagði Vilborg áherslu á að konur legðu niður vinnu einn dag til að und- irstrika framlag sitt til atvinnulífsins. Þessi ráðstefna olli því að Rauðsokka- hreyfingin náði tengslum við verka- lýðshreyfinguna og átti að okkar mati mikinn þátt í að verkfallið eða kvennafríið fékk góðan hljómgrunn, varð svo víðtækt og náði til svo margra kvenna. Vilborgu fylgdi alltaf baráttugleði, við undirstrikum orðið „gleði“, hún sagði svo oft „þetta er svo skemmti- legt“. Í Rauðsokkahreyfingunni lögð- um við áherslu á að lítið ynnist nema gleðin væri með í för. Ein ung kona komst svo að orði um Villu: „Hún er svona stelpukona.“ Og svo var þessi umhyggja hennar fyrir öllum, vinum sínum hér á landi og erlendis, börnum þeirra og foreldrum. Við sjáum Villu fyrir okkur að leið- beina öðrum um framsetningu og efn- istök í rituðu máli, t.d. þegar verið var að undirbúa útgáfu á blaði Rauðsokka „Forvitin rauð“. Hún hafði gjarnan hönd í bagga með því sem skrifað var. Þar nutum við sérþekkingar hennar og færni en Vilborg var frábær blaða- maður. Hún lagði alltaf áherslu á að setja baráttuna í forgang og jafnrétt- isbaráttuna í víðtækt samhengi. Árið 1973 hleypti Vilborg af stokk- unum sérstakri síðu í Þjóðviljanum um kvennfrelsismál, þrátt fyrir að ekki væri eindregin ánægja með að leggja heila síðu vikulega undir þetta efni, og hún hélt þessari síðu úti til 1976. Síðan var mikil nýjung, aldrei fyrr höfðu réttindabaráttu kvenna verið gerð slík skil og hún var líka ný- stárleg í blaðamennsku almennt. Gamansemin og kímnin sem var Villu svo eðlislæg blómstraði á síðunni þannig að þetta varð aldrei tyrfið eða þurrt efni. Rauðsokkar fylgdu frumvarpi um frjálsar fóstureyðingar og fræðslu um kynlíf og getnaðarvarnir vel eftir með Villu í broddi fylkingar, en hún var þá um tíma þingmaður. Hún sat í nefnd sem vann að undirbúningi laganna sem samþykkt voru 1975. Þar vann hún mikið og gott verk og átti veru- legan þátt í því að skýrslan sem var grundvöllur frumvarpsins og frum- varpið tóku á sig þá mynd sem varð. Þeir sem fylgdu lögleiðingu fóstur- eyðinga voru gjarnan úthrópaðir sem barnamorðingjar svo að margar kon- ur þorðu ekki að styðja málstaðinn opinberlega þótt þær gerðu það á laun. Enn ein myndin er af Vilborgu þeg- ar hún var einn af þremur fulltrúum Íslands á kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Mexíkó árið 1975. Undirbúningur af hálfu íslenskra stjórnvalda var harla lítill miðað við aðrar þjóðir, en Villa var með gömlu ferðaritvélina sína, límbandið og skærin í farteskinu – blaðamanns- áhöld þess tíma. Gengið var frá álits- gerðum, tillögum og öðrum plöggum með því að vélrita aftur og aftur, skeyta saman og fjölfalda og þetta allt þrátt fyrir að Villa vélritaði aldrei nema með fjórum puttum, allan sinn blaðamannsferil. Svipmyndirnar halda áfram að hrannast upp í huganum, eins og ferð Rauðsokka í skíðaskála kvenna í Skálafelli eða við saman að mótmæla jólaþrældómi húsmæðra á Þorláks- messu í Austurstræti sem kom ýms- um í geðshræringu – og svo flýttum við okkur heim til að baka! Annað skipti á Akranesi með rauða kvígu með borða um sig miðja, „Miss Young Iceland“, til að mótmæla kroppasýn- ingu. Villa að uppfræða erlenda blaðamenn um kvennabaráttu á Ís- landi, Villa að flétta hár dóttur sinnar á löngum fundi í Sokkholti, félagsmið- stöð Rauðsokka. Langir ritstjórnar- fundir um blað hreyfingarinnar og vinna við það næturlangt í auðu húsi og ekki gleymum við öllum fundunum hjá ýmsum félagasamtökum til að ræða stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Villa hefði hlegið ef hún hefði lesið í blöðunum nú um helgina að ungar rappandi stúlkur sóru það af sér að vera brjálaðar Rauðsokkur, þótt þær væru hressar! Þetta segir okkur að Rauðsokkahreyfingin hafði áhrif og minningar um hana lifa enn! Við vilj- um undirstrika að þar lagði Vilborg Harðardóttir drjúgan skerf til mála, þessi siglda, víðlesna og skemmtilega kona. Það er í anda Rauðsokkahreyf- ingarinnar að skrifa minningargrein í hópstarfi. Við vottum öllum aðstandendum Vilborgar Harðardóttur okkar inni- legustu samúð. Elísabet Gunnarsdóttir, Erna S. Egilsdóttir, Gerður G. Ósk- arsdóttir, Guðrún Hallgríms- dóttir og Hildur Hákonardóttir. Við Vilborg Harðardóttir vorum samtímakonur. Áttum samleið lengi, oft og víða. Höfðum mótast við svip- aðar aðstæður og vorum mjög sam- mála í jafnréttisbaráttunni. Nokkru fyrir miðja síðustu öld hóf- um við nám hvor í sínum bekknum í kvennaskóla þar sem megináhersla var lögð á hlýðni, aga og vinnusemi. Þessi skóli var dálítið forpokaður og ekki lengur í takt við tímann, sem kynti undir uppreisnarhug. Þaðan tókum við landspróf þremur árum síðar og síðan stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955. Árgangurinn okkar heldur vel saman, leggur land undir fót með vissu árabili og hittist þar fyrir utan til að gera sér glaðan dag með ýmsu móti. Villa lét sig ekki muna um að taka saman og prenta æviskrár allra samstúdentanna og bætti síðan við og leiðrétti eftir þörfum. Þannig var hún framtakssöm. Við Villa vorum í þeim hópi kvenna sem stofnuðu Rauðsokkahreyfinguna árið 1970. Þá kynntumst við mjög vel og unnum lengi saman. Ég treysti henni og dáðist að baráttuþreki henn- ar og einurð. Ekki tel ég á neinn hall- að þótt fullyrt sé að engin hafi unnið Rauðsokkahreyfingunni af jafnmikilli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.