Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 1
206. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 4. SEPTEMBER 2002 TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í gær, að innan nokkurra vikna yrðu birt sannfærandi gögn um tilraunir Íraka til að komast yfir gereyðingarvopn. Sagði hann, að ekki væri unnt að loka augunum fyr- ir þeirri hættu, sem umheiminum stafaði af Saddam Hussein, forseta Íraks, og það væri ekki Bandaríkja- manna einna að bregðast við henni. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra Íraks, sagði í Jóhannesarborg í gær, að Írakar væru reiðubúnir að starfa með Sameinuðu þjóðunum en byggju sig undir stríð. Blair sagði á fréttamannafundi í kjördæmi sínu, Sedgefield á Norð- austur-Englandi, að „á næstu vik- um“ yrðu birt gögn, sem sýndu með sannfærandi hætti tilraunir Saddam Husseins til að komast yfir kjarn- orkuvopn. Sagði hann, að vísbend- ingar væru um, að skammt væri í að honum tækist það. Blair lagði hins vegar áherslu á, að æskilegast væri, að breið samstaða skapaðist gegn stjórninni í Bagdad. „Bandaríkjamenn eiga ekki að axla ábyrgðina einir. Við eigum að standa saman,“ sagði Blair en bætti við, að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um hernaðaraðgerðir. Búa sig undir stríð Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Íraks, sagði að loknum fundi með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í Jóhannesar- borg í gær, að Írakar tækju hótanir Bandaríkjamanna um árás alvarlega en væru reiðubúnir til samstarfs við vopnaeftirlitsmenn SÞ. Í því sam- bandi þyrfti þó líka að ræða önnur mál, einkanlega refsiaðgerðir SÞ gegn Írak. Sagði Aziz, að Írakar byggju sig undir stríð enda óttuðust þeir, að það væri það, sem Banda- ríkjamenn vildu. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gær, að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, vildi, að vopnaeftirlitsmenn SÞ fengju að starfa í Írak. Það yrði þó ekki til að eyða grunsemdum um, að Írakar hefðu eða væru að þróa efna-, líf- efna- eða kjarnavopn. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að yfirlýsingar Aziz um samstarf væru gamalt bragð og gaf í skyn, að skammt væri í, að Bush tæki ákvörðun um aðgerðir gegn Írak. „Skelfileg mistök“ Yussef bin Alawi, utanríkisráð- herra Omans, ítrekaði í gær, að öll arabaríkin væru andvíg árás á Írak og Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði, að hugsan- leg árás yrði „skelfileg mistök“. Þá sagði Peter Struck, varnarmálaráð- herra Þýskalands, að þýska stjórnin hefði engar sannanir gegn Íraks- stjórn, sem réttlættu hernaðarað- gerðir. Tony Blair hvetur til samstöðu með Bandaríkjunum gegn Saddam Hussein Boðar gögn um vopna- áætlanir Íraksstjórnar London, Jóhannesarborg. AP, AFP. Reuters Tony Blair á fréttamannafund- inum í Sedgefield í gær. Írakar segjast vilja samstarf við vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna Reuters Mikil lækkun á mörk- uðum New York, London. AP, AFP. GENGI hlutabréfa á Wall Street lækkaði meira í gær en nokkru sinni eftir að markaðurinn var opnaður aftur eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum fyrir ári. Mikil lækkun varð einnig í Evrópu og á öðrum mörkuðum. Lækkunin í gær var rakin til þess, að sáralítil framleiðsluaukn- ing var í Bandaríkjunum í ágúst og nýjum pöntunum fækkaði. Þá er ljóst, að atvinnurekendur ætla að segja upp fleiri starfsmönnum á næstunni en búist hafði verið við. Hefur þetta vakið ótta við nýtt samdráttarskeið. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 355,45 punkta eða 4,10% í gær og Nasdaq-vísitalan um 51 punkt eða 3,88%. Í Evrópu var gengið lægra en það hefur verið í mánuð. „Svartur dagur í sögu mannréttinda“ Jerúsalem. AP, AFP. HÆSTIRÉTTUR Ísraels gaf hern- um í gær nýtt vopn í stríðinu gegn Palestínumönnum er hann sam- þykkti, að reka mætti frá heimilum sínum fólk, sem aðstoðað hefði hryðjuverkamenn með einhverjum hætti. Fulltrúar mannréttindasam- taka og palestínsku heimastjórnar- innar fordæma úrskurðinn og rót- tæk, palestínsk samtök hóta hefnd- um. Málið snerist um þrjá ættingja tveggja manna, sem Ísraelar segja, að hafi staðið að hryðjuverkum. Voru tvö systkin annars þeirra fundin sek um að hafa aðstoðað við þau og verða þau rekin frá Vesturbakkanum til Gaza í tvö ár. Sá þriðji var sýknaður. Saeb Erekat, helsti samningamað- ur Palestínumanna, sagði í gær, að um væri að ræða „svartan dag í sögu mannréttinda“ og sagði, að hugsan- lega yrði dómnum skotið til örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna og til Al- þjóðasakamáladómstólsins. Þá hafa mannréttindasamtök fordæmt hann harðlega og segja hann brot á Genf- arsáttmálanum. Talsmaður Hamas- samtakanna sagði í gær, að dómnum yrði mætt með aukinni baráttu gegn Ísraelum.  Dæmdir/20 MARKAÐSTORG í Grikklandi voru að mestu auð í gær er neyt- endur sniðgengu þau í einn sólar- hring til þess að mótmæla verð- hækkunum er orðið hafa síðan evran, hinn sameiginlegi gjaldmið- ill Evrópusambandsins, var tekin í notkun í landinu um síðustu ára- mót. Framkvæmdastjóri neytenda- samtakanna INKA, Haralambos Kouris, sagði að aðgerðirnar, sem væru viðvörun, hefðu tekist vel. Það voru INKA sem hófu mót- mælaaðgerðir gegn meintum hækkunum í kjölfar upptöku evr- unnar, og hafa þær hlotið stuðning launþegasamtaka og Sósíalista- flokksins, PASOK, sem heldur um stjórnartaumana í landinu. Er markmiðið að vara við aukinni verðbólgu sem talið er að megi rekja til evrunnar. Stjórnarandstaðan í Grikklandi hefur sakað stjórnvöld um að eiga sinn þátt í verðhækkununum með því að hækka verð á rafmagni og símaþjónustu en neytendasamtök á gervöllu evrusvæðinu hafa fyrst og fremst sakað kaupmenn um að hafa nýtt sér það að neytendur væru óvanir evrunni og hækkað verð síðan gjaldmiðillinn var tek- inn í notkun. Nokkur neytendasamtök á Ítalíu eru nú að kanna möguleika á „neytendaverkfalli“ og er fyrirhug- að að boða það 12. september næstkomandi. Þriggja mánaða verðbólga í Grikklandi fór í 3,3% í júlí og var hærri þar en í öðrum ríkjum á evrusvæðinu. Búast hagfræðingar við svipaðri niðurstöðu þegar tölur fyrir ágúst verða birtar á mánu- daginn. Neytenda- verkfall í Grikklandi Aþenu. AFP. Erfiðir tímar í Hong Kong UM ÁTTA þúsund manns, aðallega aldrað fólk, beið þess í gær í Hong Kong að fá að gjöf hrísgrjónapoka frá hjálparstofnun í borginni. Veg- ur hann fimm kíló og kostar um 470 ísl. kr. í næsta stórmarkaði. Ástand- ið í efnahagsmálum í krúnunýlend- unni fyrrverandi hefur verið erfitt og farið versnandi á síðustu árum. Hefur það komið illa niður á þeim, sem höllustum fæti standa, gömlu fólki og vaxandi fjölda atvinnuleys- ingja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.