Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Barnadansar
- yngst 3 ára
Samkvæmisdansar
- hjón og pör
?Í takt við suðræna tónlist?
- styrkjandi æfingar fyrir konur
Kennari: Vilborg Víðisdóttir
Guðbjörg Björgvins
Ballettskóli
Íþróttahúsinu Seltjarnarnesi
sími 562 0091 og 561 1459
Hjálmar Árnason þingmaður um
áhuga Norðlendinga á RARIK
Hafa sýnt frum-
kvæði en eru ekki
að stela RARIK
Vesturland Orkuveitu Reykja-
víkur og Suðurland nýju fyr-
irtæki, Suðurorku. Þannig yrði
dregið úr miðstýringu á orku-
dreifingu og fyrirtækin yrðu
betur í stakk búin til að takast
á við samkeppni í nýju orku-
umhverfi. Álitamál væri hvort
Vestfirðir myndu fylgja Norð-
urorku eða Orkuveitu Reykja-
víkur á Vesturlandi.
Ekki áhugi hjá ráðherra á
viðræðum við Sunnlendinga
Árni Ragnar Árnason, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi, tók einnig
til máls á aðalfundi SASS, eins
og fram kom í Morgunblaðinu í
gær. Þar sagði hann að Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra hefði neitað að tala við
fyrirtæki á Suðurlandi um sölu
á RARIK. Vildi hann þannig
mótmæla orðum Hjálmars
Árnasonar um að skort hefði á
frumkvæði Sunnlendinga að
ræða við ráðherra.
Árni sagði við Morgunblaðið
að með þessum orðum hefði
hann átt við að undir forystu
ráðherrans væri verið að reyna
að sameina RARIK orkufyrir-
tækjum á Norðurlandi ásamt
Orkubúi Vestfjarða. Það væri
ljóst að ráðherrann hefði ekki
áhuga á að ræða við orkufyr-
irtæki í eigu sveitarfélaga á
Suðurlandi um sölu á hlut í 
RARIK.
?Þegar fulltrúar sveitarfélaga
á Suðurlandi og Hitaveitu Suð-
urnesja voru í viðræðum um
hugsanlega sameiningu fengu
þeir engar undirtektir hjá iðn-
aðarráðherra við hugmyndum
um sölu á hlut í RARIK,? sagði
Árni Ragnar.
Hann taldi að Sunnlendingar
þyrftu einnig að sameinast
meira innbyrðis um sín orkumál
áður en lengra yrði haldið. Þar
virtust áherslur vera mismun-
andi og framtíðarsýn skorta að
vissu leyti.
HJÁLMAR Árnason, þingmað-
ur Framsóknarflokksins í
Reykjaneskjördæmi og formað-
ur iðnaðarnefndar Alþingis, seg-
ir að Norðlendingar séu ekki að
stela Rafmagnsveitu ríkisins,
RARIK, en þeir hafi sýnt
ákveðið frumkvæði í að fá höf-
uðstöðvarnar til sín. Á sama
tíma hefðu Sunnlendingar setið
með hendur í skauti.
Hjálmar spurði fundarmenn á
aðalfundi Sambands sunn-
lenskra sveitarfélaga, SASS,
hvort Sunnlendingar ætluðu að
láta Norðlendinga ?stela? Raf-
magnsveitu ríkisins. Aðspurður
hvað hann hefði átt við með
þeim ummælum sagðist Hjálm-
ar í samtali við Morgunblaðið
hafa verið að vísa til þess að
Norðlendingar hefðu sýnt
ákveðið frumkvæði um að fá til
sín höfuðstöðvar RARIK. Á
sama tíma hefðu Sunnlendingar
ekki óskað formlega eftir við-
ræðum við iðnaðarráðherra. Þó
væri vitað um áhuga Hitaveitu
Suðurnesja.
?Ég varpaði þeirri spurningu
fram hvort Sunnlendingar ætl-
uðu ekkert að aðhafast. Við-
brögðin urðu þau að samþykkt
var afdráttarlaus ályktun um að
til yrði öflugt orkufyrirtæki á
Suðurlandi sem Suðurlandshluti
RARIK rynni til. Ég sé fyrir
mér eitt öflugt fyrirtæki, Suður-
orku, í nýju Suðurkjördæmi sem
nær frá Suðurnesjum og austur
á Höfn. Ég tel eðlilegt að skoða
hvort ríkið léti ekki þann hluta
af RARIK sem er á Suðurlandi
renna inn í Suðurorku,? sagði
Hjálmar.
Aðspurður hvort hann teldi
Norðlendinga vera að stela
RARIK sagði Hjálmar svo ekki
vera. Þeir væru að sýna frum-
kvæði en að sínu mati yrði
skynsamlegra fyrir þjóðina í
heild sinni og íbúa einstakra
svæða að dreifa RARIK um
landið. Norður- og Austurland
myndu fylgja Norðurorku,
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra segir að hún sé að vinna á
grundvelli ákvarðana sem teknar hafi
verið í ríkisstjórn hvað snerti samein-
ingu orkufyrirtækja, en fjórðungs-
þing Vestfirðinga hefur skorað á iðn-
aðarráðherra að falla frá áformum
um sameiningu Orkbús Vestfjarða,
RARIK og Norðurorku. Hún geri
ekki lítið úr áhyggjum Vestfirðinga
varðandi Orkubúið. Það væri mjög
myndarlegt fyrirtæki og þeir óttuð-
ust að ef verði af sameiningu muni
störfum fækka. 
?En þessi sveitarfélög tóku þá
ákvörðun að selja hlut sinn og það var
ljóst að ríkið myndi ekki halda áfram
að reka tvö fyrirtæki í dreifingu á raf-
orku,? sagði Valgerður.
Hún sagði að það hefði verið aug-
ljóst að ríkið yrði að leita hagræð-
ingar í sambandi við rekstur á þessu
sviði. Áður en komið hefði til þess að
ríkið keypti hlut Vestfirðinga í Orku-
búinu hafði verið tekin ákvörðun í
ríkisstjórn þess efnis að athuga
möguleika þess að sameina Norður-
orku og RARIK þar sem það hefði
sýnt sig í athugun, sem gerð var af
PricwaterhouseCoopers, að það væri
verulegt hagræði að því.
?Þessi mál eru öll í athugun og ég
er að vinna að því í samræmi við
ákvörðun ríkisstjórnar að ná þessum
málum í höfn og það er alveg óljóst á
þessari stundu hvernig málum muni
lykta. Til þess að það sé einhver
möguleiki á að sameina fyrirtækin,
þarf að gera sér grein fyrir verðmæti
þeirra. Við erum í því ferli núna og
niðurstaða liggur ekki fyrir,? sagði
Valgerður ennfremur.
Ljóst fyrir áramót hvað 
stefna verður tekin
Hún sagði að sér sýndist það vera
fyrst og fremst áhyggjuefni Vestfirð-
inga að Norðurorka kæmi hér að.
Hún skildi það þannig, en það væri
rétt að leggja áherslu á að það hefði
ekki verið tekin ákvörðun í þessum
efnum. Málið væri í vinnslu.
Aðspurð hvenær hún teldi að nið-
urstaða í þessum efnum lægi fyrir
sagði hún að unnið væri á þeim
grundvelli að það skýrist fyrir ára-
mót hvaða stefna verði tekin.
Valgerður sagði, spurð um mögu-
lega stórvirkjun á Vestfjörðum, að
farið hefðu fram athuganir á virkj-
unarmöguleikum í Hvalá í Ófeigsfirði
í allnokkurn tíma. Hún hefði farið
þarna í sumar með fulltrúum Orku-
stofnunar og úr iðnaðarráðuneytinu
og það væri ljóst að ef það yrði af öll-
um þeim stóriðjuframkvæmdum sem
nú væru á teikniborðinu að þá væri
þar kostur sem sannarlega kæmi til
athugunar. Hins vegar gerði hún sér
grein fyrir því að Vestfirðingar hefðu
mestan áhuga á því að virkja Hvalá til
atvinnuuppbyggingar í héraði. Það
væri hlutur sem allir væru jákvæðir
gagnvart, en svörin lægju ekki alveg
fyrir hvað það ætti helst að vera.
Hún benti einnig á að í vor hefði
verið samþykkt þingsályktunartil-
laga um að athuga um virkjanamögu-
leika í Hvalá í Ófeigsfirði og málið
væri í farvegi í framhaldi af þeirri
samþykkt. 
Iðnaðarráðherra um áform um sameiningu orkufyrirtækja
Unnið á grundvelli
ákvarðana í ríkisstjórn
EKKERT lát er á vinsældum Keikós
í Noregi eftir að hann lét óvænt sjá
sig í Skálavíkurfirði á sunnudag og
sló í gegn að hætti vinsællar kvik-
myndastjörnu. Ljóst er þó að það
eru fleiri en aðdáendur Keikós sem
láta sig hann varða, því haft er eftir
hvalasérfræðingnum Nils Øien í
dagblaðinu Verdens Gang, að taka
ætti hina hálfþrítugu fyrrverandi
kvikmyndastjörnu af lífi.
Í viðtali við blaðið segir Øien allt
umstangið í kringum Keikó hafa
verið út í hött. Milljónatugum hafi
verið eytt í að temja dýrið og síðan
hafi háum fjárhæðum verið eytt í að
laga það að villtri náttúrunni. Øien
er á þeirri skoðun að drepa hefði átt
Keikó þegar fyrir lá að hann ætti
ekki að enda ævi sína í búri. ?Þeir
sem telja sig vera að hjálpa Keikó
með því að gefa honum frelsi eru
þvert á móti að gera hið gagn-
stæða,? segir Øien. Í viðtalinu út-
skýrir hann hvernig háhyrningar
lifa í sjónum og mynda fjölskyldur.
Segir hann að Keikó eigi aldrei eftir
að finna sér slíka ?háhyrninga-
fjölskyldu?. ?Ég held að hann muni
deyja úr hungri,? segir Øien.
Í norska blaðinu Tiden Krav segir
Øien síðan að Norðmenn gætu gert
sér mat úr veru Keikós með því að
ala hann á fiski og draga ferðamenn
að firðinum. Þannig væri Keikó
forðað frá sulti og íbúar sveitarfé-
lagsins Halsa nytu góðs af öllu.
Stærsta baðleikfang í heimi
Hvað sem framtíðin kann að bera í
skauti sér er Keikó ein aðalstjarnan í
Noregi núna og þiggur matargjafir
frá fólki sem þjálfararnir eru ekki
hrifnir af. Hefur hann vakið umfjöll-
un í fjölmiðlum á Norðurlöndum,
Bandaríkjunum og Bretlandi. Í
norska stórblaðinu Aftenposten var
í gær fjallað um áhyggjur sérfræð-
inganna sem síðustu árin hafa verið
að reyna að kenna Keikó að lifa með
frelsinu. Hafa sérfræðingarnir
áhyggjur af því hvað Keikó er elskur
að fólki og haft er eftir Colin Baird
þjálfara Keikós, að það sé alls ekki
góð hugmynd að fara í sjóinn til
hans. Þótt sjórinn í Skálavíkurfirði
sé dálítið kaldur, aftrar það samt
ekki Keikóaðdáendum frá að demba
sér út í og busla með ?stærsta bað-
leikfangi í heimi? eins og Keikó hef-
ur verið nefndur í Dagbladet. 
Hallur Hallsson talsmaður Keikós,
sem lýst hefur því sem ákveðnum
vonbrigðum hvernig mál hafa
þróast, segir enn ekki ljóst hvað
verði gert. Þjálfarar Keikós fara
ekki í sjóinn til hans, heldur fylgjast
með honum úr fjarlægð. Segir hann
Keikó á ábyrgð þjálfaranna og hugs-
anlega taki vikur að ákveða hvað
gert verði við hann. 
Reuters
Nokkrir góðir dagar í Noregi gæti þessi mynd heitið. Keikó nýtur lífsins eftir sex vikna sundsprett frá Íslandi.
Framtíð Keikós
óráðin en vinsæld-
irnar óumdeildar
LANDHELGISGÆSLAN
hefur staðfest að flugvélarflak-
ið í Skerjafirði er af sjóflugvél
af gerðinni Northrop N-3PB,
sem virðist hafa farist í lend-
ingu því að svokallaðir flapsar
eru niðri, skrúfublöð bogin og
flot rifin af. Ekki liggur fyrir
hvort líkamsleifar eru í vélinni
en staðfest er að flugstjórnar-
klefi er lokaður.
Rannsókn á flugvélarflakinu,
sem Landhelgisgæslan fann í
liðinni viku, hefur verið í gangi
síðan og hefur Gæslan m.a. ver-
ið í sambandi við norska sendi-
ráðið og Northrop flugvéla-
verksmiðjurnar í Kaliforníu
auk þess sem gögn frá upplýs-
ingamiðstöð NATO varðandi
vopnabúnað vélarinnar hafa
borist. Samkvæmt heimildum
frá Noregi gætu verið lík
þriggja manna í flakinu en beð-
ið er upplýsinga frá breskum
yfirvöldum, þar sem flugvélin
var undir breskri yfirstjórn á
stríðsárunum.
Svona flugvélar gátu borið
um 2.000 pund af sprengjum og
þar sem vélin var í notkun á
stríðstímum þegar hún fórst er
gert ráð fyrir sprengjum í eða
við flakið. Köfunarbann verður
áfram í gildi vegna hættu á
sprengjum og líkum á að um
vota gröf sé að ræða.
Rannsókn á flugvélar-
flakinu í Skerjafirði
Flug-
stjórnar-
klefinn
lokaður

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52