Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 21 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 66 6 0 9/ 20 02 Reynsluaksturinn er ókeypis. Aksturinn ver›ur ekki metinn til fjár. Horfi› eitt andartak á IS200 og fli› sjái› strax hva› hann er ólíkur ö›rum bílum. En fla› er fyrst flegar fli› eru› sest undir st‡ri og aki› af sta› a› fli› finni› í raun og veru hva› gerir flennan bíl svo sérstakan. fia› er klassískt afturdrifi› me› spólvörn sem verkfræ›ingar og hönnu›ir settu saman af ‡trustu nákvæmni allt ni›ur í smæstu smáatri›i. fiess vegna geti› fli› n‡tt til fulls alla kostina sem eru fólgnir í 2,0 lítra, 6 strokka og 24 ventla línuvélinni. fia› er ekki flóknara en fletta. Prófi› hvernig fla› er a› aka IS200. Leiti› nánari uppl‡singa um reynsluakstur hjá söludeild Lexus í síma 570 5400 e›a heimsæki› okkur á www.lexus.is. Lexus er a›alstyrktara›ili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Lexus N‡b‡lavegi 6 sími 570 5400 www.lexus.is is200 SHIMON Peres, utanríkisráðherra Ísraels, sagði að á blaðamannafundi í Jóhannesarborg í S-Afríku í gær að margir af leiðtogum Palestínu- manna væru teknir að átta sig á því að Intifata-uppreisnin hefði verið mistök. Hann sagði ennfremur að endurbætur ættu sér stað innan heimastjórnar Palestínu. Þetta væri jákvætt og vonandi skapaðist grund- völlur fyrir friðarviðræðum milli Ísr- aelsmanna og Palestínumanna. Peres hélt blaðamannafund eftir að hann hafði ávarpaði fund Samein- uðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Peres var á fundinum spurður hvort ekki væri eðlilegt að samkomulag um frið milli Ísraela og Palestínu- manna fæli í sér að þeir síðarnefndu fengju að snúa heim til sín og öðlast borgararéttindi í því landi sem þeir hefðu búið á líkt og gerðist þegar að- skilnaðarstefnan var afnumin í S-Afríku. „Þegar kemur að spurningunni um flóttamennina hefur alltaf verið talað um að mynda tvö ríki. Gyðing- arnir myndu fara til gyðingaríkisins og flóttamenn frá Palestínu færu til ríkis Palestínumanna,“ sagði Peres. Hann sagði ekki hægt að tala um ríki Ísraela ef meirihluti íbúanna væru Arabar. Hann minnti þó á að í Ísrael væru um 200 þúsund arabar með full réttindi sem ísraelskir borgarar. Peres lýsti sig hins vegar tilbúinn til að semja um framtíð Jerúsalem. Peres var spurður hvernig hann réttlætti árásir Ísraelshers á íbúðar- hús og óbreytta borgara á heima- stjórnarsvæðunum. Peres sagðist ekki réttlæta árásir þar sem óbreyttir borgarar hefðu fallið. Það hefðu átt sér stað mistök í stríðinu, en stærstu mistökin væru stríðið sjálft. „Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir eru sjálfsmorðsárásirn- ar. Það eru belti hlaðin sprengiefni sett utan um ungmenni, 16–20 ára gömul, og þau eru send í skóla, skemmtistaði og samkomustaði í þeim tilgangi að drepa sem flesta. Vandamálið er að þegar maður í slíkum sjálfsmorðsleiðangri er lagð- ur af stað getur enginn stöðvað hann vegna þess að hann myndi sprengja sjálfan sig um leið og lögregla eða hermenn reyndu að stöðva hann. Eina leiðin til að stöðva þetta er að koma í veg fyrir að hann eða hún leggi af stað í slíkan leiðangur. Við grípum til aðgerða þegar við vitum að sjálfsmorðsárásir eru yfirvofandi. Við getum ekki beðið því það myndi aðeins leiða til þess að margt sak- laust fólk, konur og börn, myndi falla. Það er ekki okkar val að grípa til þessara aðgerða. Við gerum þetta vegna þess að við eigum engra kosta völ,“ sagði Peres. „Aðgerðirnar ekki okkar val“ Shimon Peres telur umbætur eiga sér stað hjá heimastjórn Palestínumanna Jóhannesarborg. Morgunblaðið. LEVY Patrick Mwanawasa, for- seti Zambíu, sagði á blaða- mannafundi í Jóhannesarborg í S-Afríku í gær að hann myndi ekki leyfa innflutning á erfða- breyttum matvælum til lands- ins. Hann sagði þetta eðlilega varúðarráðstöfun þar sem ekki væri vitað hvort heilsu manna stafaði hætta af neyslu erfða- breyttra matvæla. Íbúar Zambíu neyta maíss í miklu magni. Þegar nóg er til af maís neyta íbúar landsins fæð- unnar þrisvar á dag. Uppskeru- brestur hefur hins vegar orðið í landinu og er matarskortur víða ríkjandi. Stór hluti af öllum maís sem ræktaður er í Bandaríkjun- um er erfðabreyttur og sá hluti sem ekki er erfðabreyttur er ekki flokkaður sérstaklega frá hinum. Mwanawasa vill ekki leyfa innflutning á maís frá Bandaríkjunum þrátt fyrir mat- arskort. Sagði hann nauðsynlegt að gæta varúðar og minnti á að ekki væri vitað hvers vegna al- næmisfaraldurinn hefði brotist út. Einungis væri vitað að HIV- veiran hefði kviknað í Afríku. Nokkur gagnrýni kom fram á fundinum á afstöðu Mwanawasa til málsins. Bent var á að Banda- ríkjamenn neyttu erfðabreyttra matvæla og teldu það ekki ógn- un við heilsu almennings. Matarskortur í Zambíu Vilja ekki erfðabreytt matvæli Jóhannesarborg. Morgunblaðið. STUÐNINGSMENN Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráð- herra Pakistans, efndu í gær til eins dags hungurverkfalls í borginni Karachi til að mótmæla banni, sem stjórnvöld hafa lagt við að Bhutto bjóði sig fram í þingkosningunum, sem eiga að fara fram í október. Bhutto, sem enn nýtur nokkurra vinsælda í Pakistan, hefur verið í útlegð frá Pakistan nokkur und- anfarin ár. Má á myndinni sjá nokkra hungurverkfallsmanna í gær.AP Mótmæla banni á Bhutto alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.