Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ELDUR kviknaði í rússnesk-
um verksmiðjutogara undan
Sakhalín-eyju, norður af Japan,
í gær. Olíugeymar skipsins
voru fullir og var óttast um
tíma að þeir myndu springa og
af myndi hljótast gríðarlegt
mengunarslys. 56 manna áhöfn
skipsins var bjargað frá borði,
að sögn starfsmanns björgun-
armiðstöðvar í Vladivostok.
Skipið kvað hafa verið á leið frá
Pusan í S-Kóreu til Sakhalín.
Rússar 
flýta skulda-
afborgun
RÚSSNESK stjórnvöld hafa
ákveðið að flýta afborgun af
skuldum Rússlands við þýzka
ríkissjóðinn vegna flóðahörm-
unganna sem gengu yfir hluta
Þýzkalands í ágúst. Greindi
Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seti frá þessu í Moskvu er hann
bauð velkominn í opinbera
heimsókn starfsbróður sínum
frá Þýzkalandi, Johannes Rau.
?Það verður þörf á þessu fé í
Þýzkalandi til að hjálpa til við
að bæta úr afleiðingum flóð-
anna,? sagði Pútín. Rússar
greiddu 175 milljóna evra af-
borgun af skuldunum við Þjóð-
verja í upphafi þessa árs og
gjalddagi næstu jafnháu af-
borgunar voru áramót. Góð
uppskera í rússneskum land-
búnaði vegna hita og hag-
stæðra ræktunarskilyrða í
sumar gerði rússneska ríkis-
sjóðnum kleift að flýta afborg-
uninni, að því er þýzkir emb-
ættismenn greindu frá.
Lettar hafna
Zjírínovskí
LETTNESK yfirvöld greindu
frá því í gær, að þau hefðu hafn-
að beiðni rússneska þjóðernis-
öfgamanns-
ins Vlad-
imírs Zjírín-
ovskís um
vegabréfs-
áritun, þótt
hann sé
varaforseti
neðri deild-
ar rúss-
neska þings-
ins, dúmunnar. Hafði Zjírín-
ovskí hótað að sjá til þess að
lettneski sendiherrann í
Moskvu yrði rekinn úr landi,
fengi hann ekki áritunina. 
Kútsjma 
í vanda
ÚKRAÍNSKI stjórnarand-
stöðuþingmaðurinn Hríhorí
Omeltsjenkó, sem áður starfaði
fyrir úkraínsku leyniþjón-
ustuna en fer nú fyrir þingskip-
aðri rannsóknanefnd, lýsti því
yfir í gær að hann hefði sann-
anir fyrir því að Leoníd
Kútsjma og aðrir háttsettir
menn í stjórnkerfi landsins
ættu aðild að leynilegum
vopnasölusamningum við Írak,
sem brjóta í bága við viðskipta-
bann Sameinuðu þjóðanna.
Sagði Omeltsjenkó að sannan-
irnar yrðu brátt lagðar fram er
nefndin, sem skipuð var til að
fara ofan í saumana á ásökun-
um um að forsetinn, yfirmaður
leyniþjónustunnar og fleiri
áhrifamenn hefðu verið við-
riðnir slíka ólöglega vopnasölu,
lyki verki sínu. 
STUTT
Eldur
í togara
Zjírínovskí
ERLENT
22 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FERÐAMENN hafa lengi kunnað
að meta sólskinsbaðaðar víkur,
apríkósur og útsýnið frá hamra-
veggjum Krímskaga í Úkraínu.
Sumir þeirra voru svo hrifnir af
landi og lýð að þeir hertóku svæðið
og settust þar að. Ferðamenn nú-
tímans eiga hins vegar erfitt með
að finna sómasamlegt salerni, hvað
þá tækifæri til landvinninga á
Krím. Jalta, strandbær þar sem
rússneskir leiðtogar, frá Nikulási
öðrum Rússlandskeisara til Míkh-
aíls Gorbatsjovs, hvíldust í sum-
arfríum á nú í mestu erfiðleikum
með að draga að ferðamenn, og í
Sevastópól, borg sem bresk skáld
hafa gert ódauðlega, er fá hót-
elherbergi að finna með heitu
rennandi vatni.
Á tímum Sovétríkjanna sáu fyr-
irmenn í kommúnistaflokknum,
sem jafnan eyddu sumarfríum sín-
um í Krím, til þess að þar væri allt
til alls. Á Krím var að finna bestu
vegi og sjúkrahús í landinu og út-
valin börn frá austantjaldsríkj-
unum fóru í sumarbúðir þar. Stór
svæði á skaganum voru lokuð al-
menningi og fengu aðeins stór-
menni í kommúnistaflokknum og
foringjar í sjóhernum að spóka sig
þar.
Tæknivæddir 
grafræningjar
Á þeim rúma áratug sem liðinn
er frá falli Sovétríkjanna hefur
Krímskaginn verið opnaður út-
lendingum og almúga, en samhliða
hefur glæpum fjölgað, þjóð-
ernisátök færst í aukana og efna-
hagur svæðisins látið á sjá. Fjöldi
ferðamanna til Krím hefur einnig
minnkað til muna, en þeim fækkaði
úr átta milljónum á Sovéttímanum
í þrjár milljónir á tíunda áratugn-
um. Eitthvað virðist ferðamanna-
iðnaður Krím þó vera að rétta úr
kútnum því á síðasta ári sóttu um
4,5 milljónir manna svæðið heim
og segir ferðamálaráðherra hér-
aðsins, Andrei Versjidskí, að þeim
muni fjölga enn á næstu árum.
?Við leggjum á það áherslu að
draga hingað fleiri Vesturlanda-
búa,? segir Versjidskí og vonast
hann til að Krím geti orðið aðal-
ferðamannastaður Evrópu í fram-
tíðinni. Valentín Danísjenkó leið-
sögumaður er hins vegar ekki eins
bjartsýnn. ?Við getum þurft að
bíða endalaust eftir því að þessir
draumar rætist.? 
Grískir og rómverskir ævin-
týramenn, gyðingaættbálkar,
kaupmenn frá Genúa, tatarar,
tyrkneskir emírar og rússnesk
stórskáld settust allir að á þessum
skaga í Svartahafinu og allir skildu
þeir eftir sig merki sem sjá má enn
þann dag í dag. 
Meðal þeirra fáu Krímbúa sem
vegnar vel á þessum síðustu og
verstu tímum eru grafarræningjar,
sem nota málmleitartæki til að
finna lík breskra, franskra og
ítalskra hermanna sem féllu í
Krímstríðinu á sjötta áratug
nítjándu aldar. Ræningjarnir grafa
líkin upp og fjarlægja beltis-
sylgjur, hnappa og heiðursmerki af
stríðshetjum liðinna tíma og selja
þær á mörkuðum í Sevastópól.
Sumir gripanna eru seldir á Net-
inu og enn aðrir í virtum forn-
gripaverslunum í Bretlandi. 
Keisarar, forsetar 
og einræðisherrar
Áhugafornleifafræðingar grafa
jafnvel upp enn eldri dýrgripi í
hinni fornu grísku borg Cherson-
esus á suðvesturodda Krímskaga.
Borgin var stofnuð á fimmtu öld
fyrir Krist og var miðstöð versl-
unar á svæðinu um margar aldir,
en var yfirgefin og gleymd og
grafin í enn lengri tíma. Nú hafa
nokkrar marmarasúlur verið
grafnar upp og reistar við og einn-
ig má þar sjá mósaíkskreytt gólf
og veggi. Margir Rússar bera hlýj-
an hug til borgarinnar, en sam-
kvæmt fornum heimildum tók
Vladimír prins þar upp kristna trú,
fyrstur rússneskra þjóðhöfðingja.
Smáspöl austan við Chersones-
us, í Chufut-Kale, hafa fornleifa-
fræðingar fundið rústir þorps Kar-
aítagyðinga frá áttundu öld, sem
höfðust við í hellum sem grafnir
voru í kalksteinshamrana. Þar
nærri er gyðingagrafreitur þar
sem finna má legsteina allt frá
fjórtándu öld. Moskur og hallir
byggðar á tímum íslamskra tatara,
sem réðu Krím frá 13. til 18. aldar,
má finna víðs vegar í sveitum hér-
aðsins. 
Vinsældir Krímskaga sem af-
dreps rússneskra fyrirmanna eiga
rætur að rekja til Katrínar miklu,
sem lagði hann undir sig á átjándu
öld. Síðasti keisari Rússlands,
Nikulás annar, og eiginkona hans,
Alexandra keisaraynja, létu
byggja glæsilega höll í Lívadíu,
nærri Jöltuborg, og þar eyddu
börn þeirra stærstum hluta ævi
sinnar þar til þau voru tekin af lífi
af bolsjevíkum árið 1918. Lívadía
komst aftur á spjöld sögunnar þeg-
ar leiðtogar Bandamanna í seinni
heimsstyrjöld, Franklin D. Roose-
velt Bandaríkjaforseti, Winston
Churchill, forsætisráðherra Bret-
lands, og Jósef Stalín, einræð-
isherra í Sovétríkjunum, hittust
þar til að skipuleggja heiminn að
styrjöld lokinni. 
Þeim sem hyggja á ferðalög til
Krímskaga er ráðlagt að reiða sig
ekki um of á kort þau sem til eru
af héraðinu. Flest þeirra eru
byggð á upplýsingum frá Sovét-
tímanum, en þá voru stórir hlutar
Krím einfaldlega ekki settir á kort
af öryggisástæðum. Betra er að
skoða gervihnattamyndir á Netinu,
eða einfaldlega ráða heimamann til
að vísa veginn.
Huldir 
fjársjóðir
Krímskaga
AP
Marmarasúlur frá fimmtu öld fyrir Krist nærri borginni Sevastopol 
í Úkraínu, suðvestarlega á Krímskaganum.
Sevastópól. AP.
Krímskagi, sem nú er hluti Úkraínu, á 
sér langa og merkilega sögu og láta 
heimamenn sig dreyma um að vestrænir
ferðamenn leggi leið sína þangað til að
kynnast landi og lýð og styrki um leið 
bágborinn efnahag héraðsins.
?
Við getum þurft
að bíða endalaust
eftir því að þessir
draumar rætist.
?
VLADIMÍR Pútín Rússlandsforseti staðfesti í
gær að stjórn landsins hygðist fullgilda Kyoto-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um viðbrögð
vegna hækkandi hitastigs í andrúmsloftinu, þótt
enn væru óleyst nokkur ?tæknileg? vandkvæði
varðandi sáttmálann. Kom þetta fram á fundi
Pútíns með Johannesi Rau Þýskalandsforseta
en Rau kom í opinbera heimsókn til Moskvu í
gær.
Fyrr í gær hafði Míkhaíl Kajanov, forsætis-
ráðherra Rússlands, tilkynnt á umhverfisráð-
stefnu SÞ í Jóhannesarborg að rússnesk stjórn-
völd vonuðust til að geta fullgilt sáttmálann ?í
nánustu framtíð?. Fullgildi Rússar sáttmálann
þýðir það að hann gengur í gildi þrátt fyrir and-
stöðu Bandaríkjanna við hann.
Sáttmálinn getur aðeins tekið gildi ef hann er
fullgiltur af að minnsta kosti 55 ríkjum sem báru
ábyrgð á að minnsta kosti 55% af koltvísýrings-
losun í heiminum 1990. Sérfræðingar segja að
fullgilding af hálfu Rússa myndi mjaka hlutfall-
inu yfir þessi 55 prósent. Sáttmálanum er ætlað
að draga úr losun svonefndra gróðurhúsaloft-
tegunda út í andrúmsloftið, en þær koma í veg
fyrir að hiti frá jörðinni berist út í geiminn. Af-
leiðingin er sú, að hitastig á jörðinni hækkar,
sem aftur leiðir til aukinna þurrka, bráðnunar
jökla og hækkunar á yfirborði sjávar.
Auk Rússa lýstu Kanadamenn, Kínverjar og
Japanir því yfir á ráðstefnunni í Jóhannesar-
borg í gær að þeir myndu fullgilda sáttmálann á
næstunni.
Rússar hyggjast fullgilda Kyoto
Líkur aukast á að sam-
komulagið öðlist gildi
Moskvu, Jóhannesarborg. AFP.
FIMMTÁN Norður-Kóreumenn
leituðu í gær skjóls innan veggja
skóla sem rekinn er af þýska sendi-
ráðinu í Peking fyrir börn sendi-
fulltrúa Þýskalands í Kína. Klifr-
uðu Norður-Kóreumennirnir yfir
háan vegg, sem umlykur skólann,
en markmið þeirra er að leita þar
pólitísks hælis, með það í huga að
komast til Suður-Kóreu. 
Kínverska lögreglan umkringdi
þýska skólann eftir að fréttist af
flótta fólksins en ekki er vitað
hverjar lyktir málsins verða, þar
sem óvissa ríkir um hvort skólalóð-
in teljist tilheyra þýska sendiráð-
inu. Það þarf hún hins vegar að
gera eigi hún að reynast sá griða-
staður sem flóttafólkið vonast til.
Er kveðið á um það í alþjóðasátt-
málum að lögreglu viðkomandi rík-
is sé óheimilt að fara inn á lóðir er-
lendra sendiráða án sérstaks leyfis.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
fólk, sem flýja vill Norður-Kóreu,
leitar skjóls í sendiráðum erlendra
ríkja í Kína. Hafa kínversk yfirvöld
brugðist við að undanförnu með því
að auka mjög öryggi og eftirlit með
slíkum sendibústöðum.
AP
Leituðu skjóls innan
skólaveggjanna

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52