Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 23
ÍSLENSKT ljóðskáld, Sigríður
Droplaug Jónsdóttir, sneri sl.
þriðjudag aftur frá Washington DC í
Bandaríkjunum þar sem hún hafði
tekið þátt í ljóðasamkeppni á vegum
International Society of Poets.
Stór keppni
Forsaga málsins er sú að Sigríð-
ur, sem semur ljóð í frístundum sín-
um, tók þátt í ljóðasamkeppni á veg-
um fyrrnefnds félags á Netinu, á
poetry.com. Hún fékk nokkru
seinna bréf, þar sem henni var tjáð
að ljóðið hennar hefði verið valið í
undanúrslit keppninnar og yrði gef-
ið út í bók ásamt öðrum ljóðum í
undanúrslitunum. Síðar fékk hún
annað bréf þar sem tilkynnt var að
ljóð hennar væri komið í úrslit og
hefði verið valið ásamt 33 öðrum
ljóðum til útgáfu á geisladiski.
Henni bauðst þá að koma til Wash-
ington DC og taka þátt í úrslitunum
sjálfum. Þau fóru fram um síðustu
helgi og las Sigríður ljóðið sitt upp á
föstudagskvöld.
?Það gekk bara ágætlega, reynd-
ar vann ég ekkert, en þetta var mjög
gaman og þetta var nokkuð stór
keppni,? segir Sigríður í samtali við
Morgunblaðið. Hún segist telja að
um 2.600 keppendur og gestir frá
öllum heimshornum hafi sótt keppn-
ina. ?Upplesturinn fór fram á föstu-
degi og laugardegi í fjórum sölum
Hilton-hótelsins í Washington, þar
sem keppnin fór fram,? útskýrir Sig-
ríður. ?Það voru áreiðanlega um 100
manns sem hlýddu á upplesturinn.?
Ljóðið um stríðsáhorfendur
Ljóð Sigríðar nefnist The War
Watcher og er ort á ensku en hún
segir það hafa verið skilyrði fyrir
þátttöku. ?Ljóðið fjallar um fólk,
eins og þig og mig, sem situr heima
og horfir á allt það hræðilega sem er
að gerast í heiminum. Fólk er að
deyja og taka þátt í stríði, og við sitj-
um bara og horfum á,? segir hún.
Hún segist gera mikið af því að
skrifa ljóð, en fyrst og fremst semja
fyrir sjálfa sig og ekki sé á dagskrá
á næstunni að gefa út ljóðabók.
Hægt er að skoða ljóð hennar á slóð-
inni www.poetry.com, með því að slá
inn nafn hennar þar.
Morgunblaðið/Kristján
Sigríður Droplaug Jónsdóttir
með verðlaunin sem hún hlaut í
ljóðasamkeppninni.
Tók þátt í
ljóðasam-
keppni í
Wash-
ington
FUGLAHÚS
Garðprýði fyrir garða og sumarhús.
10 mismundandi gerðir.
Klapparstíg 44 a78 Sími 562 3614
PIPAR OG SALT
Frá kr. 3.995
8

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52