Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RÁÐAGERÐIR um byggingu viða-
mikils tónlistar- og ráðstefnuhúss á
Austurbakka Reykjavíkurhafnar eru
nú nokkuð á veg komnar, og umræða
er mikil í þjóðfélaginu um það hvern-
ig haga skuli hönnun slíkrar bygg-
ingar svo hún megi þjóna sem best
menningarlífi landsins, efla ferða-
þjónustu og verða miðbæ Reykjavík-
ur lyftistöng. 
Í tengslum við þessa umræðu fékk
Listahátíð í Reykjavík hingað til
lands Joan Matabosch, óperustjóra
Gran Teatre del Liceu í Barcelona og
flutti hann erindi á opnum fundi
Listahátíðar um reynslu sína af
rekstri hússins og ræddi þau vanda-
mál, þær lausnir og þá kosti sem
staðið var frammi fyrir við viðamikl-
ar endurbætur hússins. Liceu-óper-
an brann til grunna árið 1994 og var
endurbyggð á nokkrum árum. Voru
þá gerðar grundvallarbreytingar á
húsinu og það hannað með það í huga
að hægt væri að nota það fyrir annars
konar listviðburði en óperur, s.s. tón-
leika og listdanssýningar. Við endur-
bygginguna var flatarmál hússins
aukið úr 12.000 í 35.0000 fermetra og
þar með skapað rými sem rúmaði
kynningar- og fræðslustarfsemi
tengda óperustarfsemi hússins.
Þannig gekk hin 150 ára gamla
ópera, sem staðsett er í hjarta gamla
miðbæjar Barcelona, í gegnum nokk-
urs konar endurfæðingu eftir brun-
ann, en frá því að nýja óperuhúsið var
tekið í notkun árið 1999 hefur Liceu-
óperan stækkað áhorfandahóp sinn
og notið mikillar velgengni.
Mikilvægt að skipuleggja
nýtingu fyrirfram
Í upphafi samtalsins víkur Mata-
bosch sérstaklega að þeim heiðri sem
honum er sýndur með því að vera
boðið hingað til lands til þess að taka
þátt í umræðum um byggingu nýs
tónlistarhúss í borginni, sem sé í senn
spennandi og ögrandi verkefni. Hús-
ið sem hann stjórni sé þó fyrst og
fremst óperuhús og fari því fjarri að
hann geti veitt sérfræðilega ráðgjöf
um heppilega útfærslu tónlistar- og
ráðstefnuhússins. En eftir reynslu
sína af endurbyggingu og rekstri Li-
ceu-óperunnar geti hann þó nefnt
nokkur mikilvæg atriði sem huga
beri að.
?Þegar ráðist er í að byggja nýtt
hús, er það grundvallaratriði að
menn viti áður en af stað er farið, ná-
kvæmlega hvernig nýta eigi húsið og
hvaða hlutverki það eigi að þjóna í
listrænum og samfélagslegum skiln-
ingi. Ef menn hafa lagt það niður fyr-
ir sér hvernig nýtingu þeir vilja fá í
húsið er ýmislegt mögulegt, því að
hönnunartækninni fleygir sífellt
fram. Þetta er fyrsta grundvallarat-
riði því það er erfitt að breyta um
stefnu eftir að dýrum byggingar-
framkvæmdum er lokið.
Úrlausn hvers verkefnis er jafn-
framt bundin við það umhverfi, þær
aðstæður, þá sögu og hefð sem fyrir
er á hverjum stað. Ég þekki ekki að-
stæður hér í Reykjavík og á Íslandi
nægilega vel til að geta haft skoðun á
því hvernig réttast sé að útfæra tón-
listarhúsið en það sem ég get gert er
að lýsa reynslu minni af endurbygg-
ingu og rekstri Liceu-óperunnar, og
hvernig við unnum með þær aðstæð-
ur og þau vandamál sem fyrir voru.
Vandamálin og spurningarnar sem
upp koma geta nefnilega oft verið
þær sömu, en úrlausnirnar hljóta
óhjákvæmilega að vera ólíkar á
hverjum stað. Þegar verið er að
byggja óperuhús er allt of algengt að
menn finni sér fyrirmynd einhvers
staðar og reyni að ?kópera? hana.
Mín reynsla er hins vegar sú að ef
takast á að skapa blómlega menning-
arstofnun, þ.e. óperu í mínu tilfelli,
verður að móta hana eftir því ein-
staka umhverfi sem fyrir er á hverj-
um stað, meta þarfir staðarins og
möguleika hans í samspili við
ríkjandi aðstæður og þá
hefð sem fyrir er.
? Hver voru helstu
vandamálin sem komu
upp við endurbyggingu
Liceu-óperunnar?
?Þegar Liceu brann
til grunna, stóðum við
frammi fyrir því að
þurfa að fylla upp í það
tóm sem bruninn skildi
eftir sig. Óperuhúsið
sjálft var tilkomumikið
og var hluti af borgar-
myndinni, og því mikil-
vægt jafnvel þeim sem
aldrei höfðu farið í óp-
eruna. Þá var þetta
spurning um að tryggja lífdaga þeirr-
ar óperuhefðar sem átti rætur sínar í
þessu húsi. Um leið má segja að Lic-
eu-óperan hafi mátt glíma við dálitla
stöðnun, en áhorfendahópurinn var
bundinn við efnafólk á miðjum aldri.
Við vildum því finna leið til að varð-
veita hefðina en um leið að endurnýja
hana, og felur sú staðreynd í sér bæði
kosti og galla, því
hefð getur verið
dragbítur ef hana
er ekki nálgast á
skapandi hátt. Af
þessum sökum var
m.a. tekin sú
ákvörðun að
byggja áhorfenda-
salinn í sinni upp-
runalegu mynd,
með gyllingum,
marmara og
hringlaga áhorf-
endastúkum.
Þetta kallaði á
talsverða yfirlegu
því salur af þessu
tagi getur skapað
vanda hvað hljóm-
burð, útsýni
áhorfenda og
sætafjölda varðar. En það tókst okk-
ur að leysa og held ég að þessi þáttur
í endurbyggingunni hafi náð að bæta
fyrir hið tilfinningalega tjón sem varð
við brunann. 
Utan við áhorfendasalinn var farið
í miklar breytingar, rifnar voru
byggingar í nágrenninu til að skapa
rúm fyrir fleiri sali, stærri tækni- og
sviðsaðstöðu og stóran forsal undir
húsinu. Þetta rými höfum við nýtt
undir þá fræðslustarfsemi sem hefur
hjálpað okkur að höfða til yngri og
breiðari áhorfendahóps með óper-
ustarfsemi okkar. Þá er aðalsviðið
hannað með möguleika á fjölbreyttri
notkun, þ.e. að þar geti verið haldnir
tónleikar eða danssýningar. Þetta
eykur bæði nýtinguna á húsinu og á
þátt í að opna Liceu-óperuna fyrir al-
menningi.?
Stigveldi 
starfseminnar
? Þú talar um að ýmislegt sé hægt.
Í tengslum við hönnun nýja tónlistar-
hússins í Reykjavík hefur mikið verið
rætt um hvort þar eigi að vera að-
staða til óperuflutnings, en þegar
hefur verið ráðgert að Sinfóníuhljóm-
sveit Ísland flytji aðstöðu sína í húsið.
Telur þú að starfsemi óperu og sin-
fóníuhljómsveitar sé samræmanleg í
einu húsi?
?Ég held að hönnun-
in sem slík sé vel mögu-
leg, en möguleikann á
samnýtingu verða
menn frekar að meta út
frá því hvernig húsið
verður notað. Ef sin-
fónían er með tónleika-
vertíð sem kallar á
miklar æfingar og stíft
tónleikahald, finnst
mér ekki ólíklegt að
erfitt verði að koma þar
einnig við óperuflutn-
ingi. Ef um aðeins fáar
óperuuppsetningar
væri að ræða gæti
þetta tvennt þó gengið
saman. Mín reynsla er hins vegar sú
að það þurfi virkilega að helga sig óp-
eruuppsetningum og að skipuleggja
dagskrána með margra ára fyrir-
vara. Þannig er Liceu fyrst og fremst
óperuhús, og er það alveg ljóst hvaða
starfsemi hefur þar forgang, þ.e. óp-
eruflutningur. Óperan er númer eitt í
húsinu, og er allri skipulagningu hag-
að út frá því
?stigveldi? ef svo
mætti að orði
komast. En
þetta er auðvelt
fyrir mig að
segja því Barce-
lona vantaði ekki
sinfóníu- eða
kammertón-
leikasali. Það
vantaði óperu,
og þá óperu sem
er í lifandi
tengslum við
samtímann og á
sér framtíð.
Þannig höfðum
við engan áhuga
á að skapa
óþarfa sam-
keppni við önnur
hús í borginni með tónleikasalnum
okkar. Enda er hann nýttur fyrir ým-
is sértæk verkefni, og t.d. tónleika
sem tengjast á einhvern hátt óperun-
um sem eru í gangi, t.d. hvað varðar
tímabilið í tónlistarsögunni. Aukaað-
staðan er þannig fyrst og fremst
hugsuð fyrir fræðslustarfsemi og til
þess að auka nýtingu á húsinu. Við
vorum t.d. nýlega með Bjarkartón-
leika, þeir féllu skipulagslega, list-
rænt og tónlistarlega vel að húsinu.? 
Þegar Matabosch er spurður
hvernig hann telji að ráðstefnuhald
muni samræmast listrænni starfsemi
tónleikahússins, segir hann í raun
sama eiga við, nauðsynlegt sé að
skipuleggja nýtingu hússins fyrir-
fram, jafnvel setja upp einhvers kon-
ar áætlun um hversu margir tón-
leikanir verði, hvernig tónleikaárið er
byggt upp o.s.frv. ?Það var nýlega
reist tónlistar- og ráðstefnumiðstöð í
Bilbao á Spáni og hefur sú starfsemi
gengið vel, enda fylgir sá kostur fjöl-
nota starfsemi að þar má samnýta að-
stöðu og ýmsa rekstrarþætti. En í
tónleika- og ráðstefnuhúsinu í Bilbao
eru tónleikar líka tiltölulega fáir.
Hvað þetta varðar grunar mig að það
þyrfti einnig að vera mjög skýrt frá
upphafi, hvað hefði forgang í aðal-
rými hússins, tónleikadagskráin eða
ráðstefnuhald. Í Liceu eru aðeins
ráðstefnur ef það er laust pláss í dag-
skránni. Ef ekki, er engin ráðstefna
haldin. Þetta er eitthvað sem er alveg
á hreinu.?
Tryggja þarf 
pólitíska samstöðu
? Nú er bygging viðamikils tón-
leikahúss stór fjárfesting. Hvers
konar rekstrarform telur þú farsæl-
ast fyrir menningarstarfsemi á borð
við óperu- eða hljómleikahús?
?Með því að skipuleggja nýtingu
hússins á raunhæfan hátt er sterkur
rekstrargrundvöllur tryggður og
möguleikar hússins til að vaxa list-
rænt sömuleiðis. En bygging húss á
borð við tónlistar- og ráðstefnuhúsið
ykkar, eða Liceu óperan er gríðar-
stór fjárfesting. Okkar reynsla er sú
að það er ekki hægt að fá nægilegt
einkafé inn í slíka framkvæmd og
rekstur, til þess er hún einfaldlega of
viðamikil. Ef til vill væri rekstur
byggður á fyrirtækjastuðningi
mögulegur í landi þar sem skattalög-
in umbuna vel fyrirtækjum fyrir að
leggja fé í menningarstarfsemi, en
svo er ekki á Spáni. Fyrsta skrefið í
endurnýjun Liceu-óperunnnar var
því að færa starfsemina úr einkaeign
yfir í það að verða opinber stofnun. Í
því sambandi var mjög mikilvægt að
þau ólíku pólitísku öfl sem komu að
framkvæmdinni, þ.e. borgarstjórn
Barcelona, Katalóníustjórn og ríkis-
stjórn Spánar, gerðu með sér skýra
samþykkt um sameiginlegan póli-
tískan vilja. Þar fara með stjórnar-
taumana aðilar úr andstæðum póli-
tískum fylkingum, vinstri og hægri,
og var þetta skref algjört grundvall-
aratriði til þess að framkvæmdin og
rekstur hússins yrði ekki að pólitísku
bitbeini. 
? Hvernig er rekstri Liceu-óper-
unnar síðan háttað?
Rekstri Liceu-óperunnar er háttað
svo að tæplega helmingur eða um
46% rekstrarfjárins kemur frá hinu
opinbera, en á móti öflum við tekna í
gegnum miðasölu og með framlagi
styrktaraðila. Framlag bæði hins op-
inbera og einkaaðila er byggt á
grunni samstarfssamnings, þar sem
mótaður hefur verið ákveðinn rammi
í listrænni stefnu hússins og menn-
ingarlegu hlutverki þess. Þetta fyr-
irkomulag tryggir báðum aðilum
ákveðið öryggi, styrktaraðilar vita í
hvað er verið að leggja peningana og
við höfum nægilegt og stöðugt fjár-
magn til að geta haldið uppi metn-
aðarfullri starfsemi, gert áætlanir
fram í tímann og haldið listrænu
sjálfstæði.
En ég held að eitt mikilvægasta at-
riðið, sem gerir okkur kleift að reka
farsæla menningarstofnun sé það að
tryggja velvild og skilning almenn-
ings á mikilvægi þeirrar starfsemi
sem þar fer fram. Ef menningar-
stofnun setur mark sitt á borgarlífið
og auðgar það bæði í menningarlegu
og hagrænu tilliti, sjá einkaaðilar
jafnframt ástæðu til að styðja hana.
Þetta er nokkuð sem við höfum lagt
mikla áherslu á í listrænni stefnu Lic-
eu-óperunnar. Og ef menn vilja
byggja upp lifandi og blómstrandi
stofnun, er auðvitað mikilvægt að
nýta þá kosti sem fyrir eru í umhverf-
inu. Tilvera menningarstofnunar
byggist alltaf á samspili þeirrar
starfsemi sem þar er rekin og því um-
hverfi og þeirri sögu sem hún er stað-
sett innan. Því myndi ég aldrei ráð-
leggja neinum að fara sömu leiðir og
við gerðum í Liceu-óperunni, þó svo
að margar spurninganna sem taka
þarf afstöðu til séu þær sömu. Það
verkefni sem þið standið frammi fyr-
ir nú við að byggja tónlistarhús er
gríðarlega spennandi og hefur mögu-
leika á að verða mjög jákvætt afl fyr-
ir höfuðborg ykkar og menningarlíf,?
segir Joan Matabosch að lokum.
Samspil starfsemi, 
umhverfis og sögu
Um síðustu helgi kom hingað til lands Joan
Matabosch, óperustjóri Liceu-óperunnar í
Barcelona. Hann flutti fyrirlestur um
reynslu sína af rekstri hússins og tók þátt í
umræðum um væntanlegt tónlistar- og ráð-
stefnuhús í Reykjavík. Heiða Jóhannsdóttir
ræddi við Matabosch um uppbyggingu far-
sællar menningarstofnunar. 
Joan Matabosch 
heida@mbl.is
?
?Eitt mikilvæg-
asta atriðið, sem
gerir okkur kleift að
reka farsæla menn-
ingarstofnun, er að
tryggja velvild og
skilning almennings
á mikilvægi þeirrar
starfsemi sem þar
fer fram,? segir Joan
Matabosch óperu-
stjóri í Barcelona.
?
Íslenskar konur
? ævisögur er í
samantekt Ragn-
hildar Richter
sem einnig ritaði
inngang. Í bók-
inni er safn ævi-
sagna átján ís-
lenskra kvenna.
Ragnhildur hefur
valið kaflana úr
hverju verki og raðað saman í læsi-
lega heild sem gefur mynd af aðal-
persónunni, samtíma hennar og
lífsviðhorfi. Bókin spannar nánast
alla tuttugustu öldina; elsta frá-
sögnin birtist fyrst á prenti árið
1906, sú yngsta kom út haustið
2000. Þannig gefur bókin þver-
skurð af ævisagnaritun íslenskra
kvenna og endurspeglar marg-
breytilegt lífshlaup þeirra.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 749 bls., prentuð í Odda
hf.
Kápu hannaði Margrét E. Lax-
ness en mynd á kápu tók Olga
Pálsdóttir. Verð: 5.990 kr.
Frásagnir
DRENGJAKÓR Neskirkju (áður
Drengjakór Laugarneskirkju) er
nú að hefja sitt þrettánda starfsár
og eru nokkur pláss laus í kórn-
um. Drengirnir skulu vera fæddir
1994 eða eldri. Æfingar eru tvisv-
ar í viku, á mánudögum og mið-
vikudögum kl. 17?19 báða dagana.
Kórinn hefur starfað í Nes-
kirkju í eitt ár og er eini drengja-
kórinn sem starfar reglulega við
kirkju á Íslandi.
Einnig kemur kórinn fram í
kirkjunni einu sinni í mánuði og
syngur þá við messu. Kórinn
ferðast árlega og heldur tónleika
bæði hér heima og erlendis, og nú
í sumar fór kórinn til Danmerkur. 
Söngstjóri kórsins er Friðrik S.
Kristinsson og undirleikari Lenka
Mátéova.
Vantar
raddir í
drengjakór
TÓNLISTARHÓPURINN Norður-
ljós heldur tónleika í Hafnarborg kl.
20 í kvöld. Norðurljós samanstendur
af Christine Pryhn (fiðla), Fredrik
Waage (selló), Joachim Olsson (pí-
anó) og Asger Henriksen (klarinet).
Á dagskrá verða verk eftir Ludwig
van Beethoven, Carsten Bo Eriksen,
Johannes Brams og Paul Hindemith.
Norðurljós
í Hafnar-
borg
Ljóð 1980?1995
nefnist ljóðsa-
safn Einars Más
Guðmundssonar
og hefur að
geyma fimm áður
útkomnar ljóða-
bækur Einars
Más: Sendi-
sveinninn er ein-
mana og Er nokkur í Kórónafötum
hér inni? sem út komu árið 1980. Í
kjölfarið kom út bókin Róbinson
Krúsó snýr aftur. Árið 1991 sendi
Einar Már frá sér ljóðabókina Klett-
ur í hafi og 1995 Í auga óreiðunnar.
Skafti Þ. Halldórsson bókmennta-
fræðingur ritar inngang um ljóð Ein-
ars Más. 
Einar Már hefur ennfremur sent
frá sér margar skáldsögur sem
þýddar hafa verið á fjölmörg tungu-
mál. 
Útgefandi er Mál og menning. 
Bókin er 336 bls., prentuð hjá
Odda hf. Mynd á kápu er hluti af
verkinu Structures 1977 eftir Sig-
urð Guðmundsson. Kápu hannaði
Margrét E. Laxness. Verð: 4.690 kr. 
Ljóð
???
???
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52