Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
IV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
segist vera ánægð með þá fram-
kvæmdaáætlun sem samþykkt verð-
ur á leiðtogafundi Sameinuðu þjóð-
anna um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg,
en fundinum lýkur í dag. Hún segist hafa trú
á því að fundarins verði minnst fyrir að þar
hafi verið teknar mikilvægar ákvarðanir sem
varða bætt lífsskilyrði íbúa jarðar.
Siv sagði að á fundinum hefði komið fram
að mikil þörf væri á að kynna betur fyrir fólki
hvað væri átt við með hugtakinu sjálfbær þró-
un. Með aukinni fræðslu væri hægt að fá fleiri
til að tileinka sér þá hugmyndafræði sem að
baki hugtakinu lægi. Skoðanakönnun sem
Gallup gerð á Íslandi í ágúst sýndi að 57,2%
vissi frekar lítið eða ekkert um hugtakið sjálf-
bæra þróun. 33,4% vissi mikið eða frekar mik-
ið um hvað það snerist. Siv sagði að þetta
sýndi að fræðslu um þetta væri þörf, en ár-
angur hefði þó náðst því fyrir einu ári hefðu
hlutföllin verið 63,3%, sem vissu lítið eða ekk-
ert, en 29,9% sem vissu mikið eða frekar mik-
ið um hvað hugtakið þýddi.
?Mér finnst mjög mikilvæg sú áhersla sem
er lögð í framkvæmdaáætluninni á endurnýj-
anlega orku. Þetta hefur mikið gildi varðandi
loftslagsmálin. Mér finnst einnig mikilvægt
að það skuli hafi náðst samstaða um að fækka
um helming til ársins 2015 þeim sem ekki
hafa aðgang að hreinlætisaðstöðu. Þetta eru í
dag um 2,4 milljarðar manna. Þetta markmið
er ekki að finna í aldamótayfirlýsingunni svo-
kölluðu. Þar er einungis talað um að fækka
um helming fram til 2015 þeim sem ekki hafa
aðgang að hreinu drykkjarvatni.
Eitt af stærstu vandamálum heimsins er
að fólk hefur ekki aðgang að hreinlætisað-
stöðu. Opin skolpræsi eru gróðrarstía sjúk-
dóma. Gífurlega mörg börn deyja árlega
vegna skorts á hreinlætisaðstöðu.?
Ákall um að auka
markaðsaðgang
Siv sagðist einnig fagna því að áherslur Ís-
lands varðandi hafið hefðu náð inn í fram-
kvæmdaáætlunina. Þetta ætti vonandi eftir
að hafa mikla þýðingu.
?Það er líka að finna í framkvæmdaáætl-
uninni ákall um að þjóðir heims minnki
markaðshindrandir fyrir vörur frá þróunar-
löndunum. Okkar markaður er opinn fyrir
vörur frá þróunarríkjunum nema landbún-
aðarvörur vegna heilbrigðismála, en það eru
margar þjóðir sem hindra að vörur þróun-
arríkjan
verður 
miklu m
þróuna
takast m
ar mark
Siv s
mikill á
unni se
viss um
kvæmd
um, á e
meiri en
heldni u
mönnum
fram. É
fyrir þr
verið um
fram á s
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ráðgast við samningamenn í
íslensku sendinefndinni, þá Þóri Ibsen og Halldór Þorgeirsson, á
fundinum um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.
Frá fundi Sivjar Friðleifsdót
hannesson, Halldór Þorgeirss
í baksvipinn á Þóri Ibsen, K
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra á lei
Kynna þ
betur hug
sjálfbær þ
GRÆNLENSKA sveitarstjórn-
arsambandið heldur um þessar
mundir ársfund sinn á Hótel Örk og
mun fundurinn standa til 6. sept-
ember næstkomandi. Um 50 græn-
lenskir sveitarstjórnarmenn eru
staddir hér á landi af því tilefni. Þá
hefur Grænlandsnefnd Sambands
íslenska sveitarfélaga skipulagt á
sama tíma ráðstefnu um sveit-
arfélögin og atvinnulífið með þátt-
töku innlendra og erlendra fyrirles-
ara.
Við setningu þingsins í gær héldu
Jens Lars Fleischer, formaður
Grænlenska sveitarstjórnar-
sambandsins, Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, og Þórir
Sveinsson, formaður Grænlands-
nefndarinnar, stutt erindi. Auk ann-
arra fyrirlesara ræddi Bjarki Jó-
hannesson hjá Byggðastofnun
meðal annars um landsbyggð-
arþróun og hlutverk Byggðastofn-
unar og Þórir Sveinsson ræddi um
stjórnunarhætti í íslenskum sveit-
arstjórnum. 
Að sögn Jens Lars Fleischer er
ársfundur Grænlenska sveitar-
stjórnarsambandsins haldinn á Ís-
landi svo Grænlendingar fái aflað
hugmynda um starf sveitarstjórna
hér á landi og hvernig starfsemi og
samstarf þeirra er byggt upp. Hann
nefnir sérstaklega í því sambandi
samstarf sveitarstjórna og ríkis.
Dagskrá fundarins er þéttskipuð
en grænlensku sveitarstjórn-
armennirnir halda héðan af landi
brott á laugardag.
Fleischer segir að margt áhuga-
vert megi finna í dagskránni og þar
á meðal sé áhugavert að fræðast
um hlutverk sveitarstjórna í at-
vinnulífi og atvinnusköpun og
hvernig horfir til í þeim ef
landi í náinni framtíð, þar 
samvinnu við ríkisvaldið.
Í gær heimsóttu grænle
fundargestirnir Heilsuhæl
Hveragerði og Mjólkurbú 
manna á Selfossi. Þá var li
heimsókn hjá SG-einingah
Selfossi og sjávarútvegsfy
inu Portland í Þorlákshöfn
Rætt um samstarf tv
sveitarfélaga við Disk
Fleischer segir að byrja
ræða um og stefnt sé að þv
þjónustu sem sveitarstjórn
innt af hendi yfir á hendur
aðila.
Hann segir að jafnvel sé
samstarf sveitarfélaga í þe
Ársfundur Grænlenska sveitarstjórnarsamban
Kynna sér
starfsemi
sveitar-
stjórna
hér á landi
Jens Lars Fleischer, formaður Grænlenska sveitarstjórnarsam
ins, og Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi félagsmálará
Grænlands, voru á meðal fundargesta á Hótel Örk í gær
ÞAÐ SEM Á FÓLK ER LAGT
SAMKOMULAG Í 
JÓHANNESARBORG
N
áðst hefur samkomulag um
alla þætti nýrrar fram-
kvæmdaáætlunar um sjálf-
bæra þróun á ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, sem nú stendur yfir í Jó-
hannesarborg í Suður-Afríku og lýkur
í dag. Síðasta atriðið, sem samið var
um, var samkomulag um orkukafla
framkvæmdaáætlunar fundarins um
sjálfbæra þróun. Í þeim kafla er kveð-
ið á um að auka skuli verulega hlut
endurnýjanlegrar orku í orkubúskap
heimsins. Engin töluleg markmið voru
hins vegar sett um hlut endurnýjan-
legrar orku og hafði það legið í loftinu
að sú yrði niðurstaðan. Brasilía, Evr-
ópusambandið, Ísland, Noregur, Sviss
og Nýja-Sjáland studdu tillögu um að
sett yrðu í framkvæmdaáætlunina
töluleg markmið um að hlutfall end-
urnýjanlegrar orku í orkubúskap jarð-
ar yrði aukið úr 13 af hundraði í 15 af
hundraði fram til ársins 2010 og iðn-
ríkin settu sér það markmið að auka
hlut slíkra orkugjafa um tvö prósentu-
stig. Bandaríkin, Kanada og þróunar-
löndin lögðust gegn þessari tillögu.
Hermt er að hart hafi verið barist bak
við tjöldin og harkan hafi borið vitni
þeirri spennu, sem ríkt hafi milli
Bandaríkjanna og Evrópu í þessum
efnum allt frá því að George Bush
Bandaríkjaforseti hafnaði Kyoto-bók-
uninni um að takmarka losun svokall-
aðra gróðurhúsalofttegunda.
Mannkynið losar árlega um sex
milljarða tonna af kolefnum við
brennslu jarðefnaeldsneytis. Engu að
síður er talið að um tveir milljarðar
manna búi án rafmagns á okkar dög-
um. Ljóst er að eftir því sem fleiri ríki
iðnvæðast og mannkyninu fjölgar
eykst orkuþörfin. Olíulindir heims
munu ekki renna út á morgun, en þær
eru heldur ekki ótakmarkaðar. Spurn-
ingin er hvað muni leysa þá orkugjafa,
sem nú eru mest notaðir, af hólmi.
Ríkisstjórn Íslands miðar við að hér
á landi verði staðið við skuldbindingar
gagnvart Kyoto-bókuninni fyrir tíma-
bilið 2008 til 2012, en það þýðir að los-
un yrði innan við 3.200 tonn af kol-
tvíoxíðsígildi að meðaltali á þeim tíma.
Í ljósi þess aðgangs, sem er hér á landi
að endurnýjanlegri orku, er auðveld-
ara að ná þeim markmiðum en víða
annars staðar og þá má ekki gleyma
hinu svokallaða íslenska ákvæði, sem
kveður á um að koltvíoxíðútstreymi
frá nýrri stóriðju eftir árið 1990 megi
vera allt að 1.600 þ. tonn árlega að
meðaltali árin 2008?2012.
Annars staðar í heiminum þar sem
ekki er fyrir að fara jarðhita eða
vatnsföllum, sem hægt er að virkja, er
mun erfiðara að skipta yfir í endurnýj-
anlega orkugjafa. Í þeim ríkjum þarf
að horfa til sólar og vinds í orkuleit og
þeir kostir eru í það minnsta enn sem
komið er mun dýrari, en jarðefnaelds-
neyti. 
Í þróunarríkjunum er með réttu
bent á að það felist tvískinnungur í því
hjá iðnríkjunum að ætla nú að neita
þeim um aðgang að þeim ódýru orku-
gjöfum, sem lögðu grunninn að vel-
megun þeirra. Bent er á að það sé ekki
hlutverk þróunarríkjanna að hreinsa
til eftir Vesturlönd. Bjørn Lomborg,
forstöðumaður Dönsku umhverfis-
matsstofnunarinnar, bendir á það í
grein, sem birtist í Morgunblaðinu á
laugardag, að áætlaður kostnaður við
Kyoto-bókunina sé bilinu 150?350
milljarðar dollara árlega. Þá tölu megi
bera saman við árleg framlög til þró-
unaraðstoðar í heiminum, en þau nemi
um 50 milljörðum dollara. Hann segir
að fyrir sömu upphæð og Kyoto kosti á
hverju ári mætti leysa alvarlegasta
vandamál heimsbyggðarinnar og
tryggja hverju einasta mannsbarni
hreint vatn. Það eitt og sér myndi
bjarga tveimur milljónum mannslífa á
ári og koma í veg fyrir að 500 milljónir
manna sýktust alvarlega.
Lomborg er umdeildur, en það má
heldur ekki horfa fram hjá greiningu
hans. Andstæðingar þess að sett verði
töluleg markmið og tímasetningar
mega heldur ekki komast upp með að
nota slík rök til að beina athygli frá
hinum efnahagslegu hagsmunum, sem
að baki liggja. 
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í ávarpi sínu í Jóhannesarborg á
mánudag að hann teldi að nýting end-
urnýtanlegrar orku og tækniframfarir
byðu nú upp á tækifæri, sem ekki hefðu
boðist áður, og þau bæri að grípa.
Skammtímahagsmunir mega ekki
verða til þess að koma í veg fyrir það.
S
tundum skiljum við ekki hvað á
sumt fólk er lagt. Við skiljum
heldur ekki hvað það fólk, sem verður
fyrir því að þurfa að axla þyngri byrð-
ar en aðrir, sýnir mikinn innri styrk í
þeirri eldraun, sem það verður að
ganga í gegnum. 
Þetta á við um þá þriggja barna ein-
stæðu móður, sem lenti í bílslysi, með
þremur börnum sínum fyrir nokkrum
vikum og liggur nú lömuð á endurhæf-
ingardeild. Henni er sagt að lömun
fyrir neðan brjóst verði varanleg.
Þau umskipti, sem á einu andartaki
hafa orðið í lífi þessarar einstæðu
móður, barna hennar og ættingja eru
meiri og erfiðari en orð geta lýst. Dag-
leg vandamál í lífi fólks verða lítilvæg,
þegar staðið er frammi fyrir svo ör-
lagaríkri breytingu á stöðu og högum.
Þótt íslenzkt velferðarkerfi sé að
mörgu leyti gott er ljóst að það leysir
ekki vanda þeirra, sem horfast í augu
við nýja og erfiðari tilveru sem þessa.
Það er einn af kostum okkar fá-
menna þjóðfélags, að örlög þessarar
einstæðu móður og barna hennar
þriggja og annarra þeirra, sem lenda í
svo óvæntum mótbyr í lífinu, fara ekki
fram hjá okkur.
Samhugur þjóðarinnar kemur til sög-
unnar og bætir við því sem til þarf til þess
að Kristín Inga Brynjarsdóttir og börn
hennar þrjú geti tekizt á við þau alvar-
legu og erfiðu vandamál, sem við þeim
blasa án þess að þurfa að hafa daglegar
fjárhagsáhyggjur. Vonandi sýnir þjóðin
þennan samhug í verki næstu daga.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52