Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						UMRÆÐAN
32 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á SKÖMMUM tíma
hefur verið vegið að
tveimur af helstu nátt-
úruperlum þessa lands.
Kárahnjúkavirkjun
skal reist og Þjórsár-
verum fórnað á altari
stóriðjustefnu ríkis-
stjórnarinnar. Hvaða
augum munu komandi
kynslóðir líta þessi
náttúruspjöll, ef af
þeim verður? Verður
litið á þau sem óhjá-
kvæmilegan fórnar-
kostnað til að halda
efnahagslífinu gang-
andi um nokkurt skeið,
varnaraðgerðir vegna byggðarösk-
unar eða verða þessi ónauðsynlegu
inngrip og náttúruspjöll fordæmd
sem stórfelldustu og um leið skamm-
sýnislegustu mistök allra tíma? Ég
tel að hið síðastnefnda verði ofan á
og það meðal þjóðarinnar allrar inn-
an fárra ára eftir að framkvæmdum
linnir, þensluáhrifin dvína, eftir
standa óbætanleg náttúruspjöll og
hliðarverkanir framkvæmdanna
koma í ljós.
Sjálfbærar virkjanir?
Eitt áróðursbragðið hjá talsmönn-
um stóriðjustefnunnar er sífellt tal
um að Kárahnjúkavirkjun og Norð-
lingaölduveita séu þættir í sjálfbærri
raforkuframleiðslu. Okkur beri að
leggja okkar af mörkum og draga úr
mengun frá álverum sem nota raf-
magn framleitt með kolum. Þetta er
göfugt markmið, en stenst ekki kröf-
ur um sjálfbæra þróun þó að raf-
orkuframleiðsla með stórum vatns-
aflsvirkjunum sé að mestu laus við
loftmengun ef frá er talið metangas
sem myndast í jurtaleifum á botni
uppistöðulóna. Raforkuframleiðsla
sem stendur undir nafni sem sjálf-
bær gæti byggst á virkjunum sem
nýta bergvatnsár eða rennslisvirkj-
unum í jökulám að því tilskildu að
náttúran njóti ætíð vafans og ekki
verði unnin óafturkræf náttúruspjöll
með framkvæmdunum. 
Álframleiðsla krefst mikillar og
stöðugrar raforku og því verður að
byggja raforkuframleiðsluna á virkj-
unum með miklum
uppistöðulónum svo
orkuframleiðslan sé
jöfn. Þegar jökulfljót
eru beisluð, t.d. til að
uppfylla þarfir áliðnað-
arins, þá sest aurfram-
burður þeirra í lónin og
fyllir þau með tíman-
um. Lónin munu sam-
kvæmt áætlun fyllast á
nokkrum áratugum og
verða að lokum ónot-
hæf. Þannig er gengið á
höfuðstól náttúrunnar
og því verða þessar
virkjanir aldrei sjálf-
bærar. Er stóriðju-
draumurinn fórnanna virði? Getum
við leyft okkur að meta að jöfnu
úreldingu álvera, virkjana og nátt-
úruperlna þessa lands á nokkrum
áratugum?
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, lét þá
skoðun í ljósi í Kastljóssþætti hinn
13. ágúst sl. að virkjanir og uppi-
stöðulón væru eins og hver önnur
mannvirki ? hefðu sinn endingar-
tíma og þyrftu endurnýjunar við. 
Það hefur til þessa þótt sjálfsagt
að mannvirkjum sé vel við haldið og
þau endurbætt eftir kröfum tímans,
en erum við ekki farin að setja okkur
í sæti skaparans þegar við umgöng-
umst náttúruauðlindir þessa lands
eins og hvert annað mannanna verk? 
Velferð til framtíðar ? sjálfs-
blekking umhverfisráðherra
Ríkisstjórnin hefur samþykkt og
kynnt nýja stefnumörkun Íslands
um sjálfbæra þróun til 2020 undir
kjörorðunum ?Velferð til framtíðar?.
Heimsráðstefna Sameinuðu þjóð-
anna um umhverfi og þróun, sem
haldin var í Ríó árið 1992 markaði
tímamót á margan hátt og nú stend-
ur yfir í Jóhannesarborg í Afríku
önnur sambærileg ráðstefna. Þang-
að munu fulltrúar ríkisstjórnarinnar
fara til að kynna hina nýju íslensku
umhverfisáætlun eða Dagskrá 21.
aldar. Er ekki nokkur þversögn í því
fólgin að kynna metnaðarfulla um-
hverfisáætlun á sama tíma og við
stöndum frammi fyrir svo stórtæk-
um umhverfisspjöllum?
Velferð okkar kemur aldrei til
með að byggja á stórtækri álfram-
leiðslu og álver munu ekki treysta
byggð um landið. Álframleiðsla er
ekki sjálfbær, allra síst hér langt
norður í Atlantshafi. Hvernig væri
að við Íslendingar horfðum til þeirr-
ar vetnisvæðingar sem nú er að líta
dagsins ljós og settum okkur þau
markmið að nýta vatnsorkuna til
þeirra nota í framtíðinni? Virkjan-
legt vatnsafl er takmörkuð auðlind
og verulega á hana gengið ef farið
verður að óskum ríkisstjórnarinnar
og álframleiðenda.
Í yfirlýsingu frá Alcoa kemur fram
að Kárahnjúkavirkjun sé einn besti
vatnsaflsvirkjanakosturinn sem fyr-
ir hendi sé nokkurs staðar í heim-
inum. Vekur þessi yfirlýsing engan
ugg hjá þeim ráðamönnum, sem
standa eiga vörð um hagsmuni okkar
Íslendinga, hvort heldur er fjárhags-
lega eða út frá náttúruverndarsjón-
armiðum? Alcoa ber Kárahnjúka-
virkjun saman við virkjanakosti í
þróunarríkjunum og finnst hún
standa upp úr. Síðan hvenær varð
það okkur kappsmál að bjóða lægra
verð og betri aðgang að náttúruauð-
lindum en þróunaríkin hafa orðið að
gera út úr fátækt og sárri neyð? 
Til marks um ákafann og dóm-
greindarleysið sem nú ræður för þá
er ráðist í undirbúningsframkvæmd-
ir vegna Kárahnjúkavirkjunar áður
en gengið er frá samningum um raf-
orkuverð ? þvert ofan í gefin fyrir-
heit ? og fleiri þáttum sem skipta
einnig miklu máli fyrir næstu kyn-
slóðir. Varla munu forstjórar Alcoa
þurfa að kvarta undan erfiðum
samningalotum við íslenska ráða-
menn.
Mannanna verk og
sjálfbærir orkugjafar
Þuríður Backman
Höfundur er þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar ? græns framboðs. 
Umhverfismál
Er stóriðjudraumurinn,
spyr Þuríður Backman,
fórnanna virði?
ÞAÐ virðast vera
gleymdir þeir tímar
þegar vald, fjármagn,
ráðstöfun gjaldeyris og
margþætt stjórnsýsla
sogaðist til þéttbýlis-
ins, einkum höfuðborg-
arinnar.
Þaðan var svo þess-
um gæðum meira og
minna miðstýrt og olli
það erfiðleikum hjá
þeim sem fjær bjuggu
enda allar samgöngur
frumstæðar, dýrar og
afkastalitlar. Þetta
hefti mjög framfara-
getu í dreifbýlinu, höf-
uðborgin naut aftur á móti nálægð-
arinnar við fjármagnið og
stjórnsýsluvaldið. 
Búferlaflutningar til höfuðborgar-
innar og nágrennis urðu því miklir
og ört vaxandi. 
Nú er svo komið að meirihluti
þjóðarinnar er með búsetu í Reykja-
vík og nágrannabyggðum.
Breytt þjóðfélag
Þjóðfélagið er gjörbreytt. Fá-
mennið í dreifbýlinu veldur því að
íbúar þess þurfa að sætta sig við
bæði fábrotnari og dýrari þjónustu
en þéttbýlið. Þetta var þó reynt að
jafna nokkuð. Ýmsar stofnanir
reyndu að jafna þjónustuverð yfir
stærri svæði. Þó þótti oft ekki nóg að
gert í þeim efnum.
Nú er öldin önnur. Í stað frelsis
hefur óheft markaðshyggja tekið
völdin. Nú þarf allt að skila sem
mestum arði mælt frá sjónarhóli
hvers fyrirtækis. En það tryggir oft
ekki heildar- eða langtímahagsmuni.
Gefi ákveðin þjónusta eða þjónustu-
svæði ekki nægan gróða þá er ein-
faldlega dregið úr þjónustunni. Má
þar m.a. nefna fjármálaþjónustu við
dreifbýlið. 
Sparisjóðirnir hafa verið þýðing-
armiklir fyrir byggðarlögin. Þeir
hafa varðveitt nokkurt fé í heimahér-
aði og veitt þjónustu af náinni þekk-
ingu á fólki og byggðarlagi. Þannig
getur sparisjóðurinn skipt sköpum í
velferð og framförum hinna dreifðu
byggða þótt hann geti ekki státað af
stórfeldum gróða. 
Það er skilyrði góðrar samkeppni
að framleiðendur þurfi ekki að vera
fjárhagslega bundnir söluaðilum.
Breyttir tímar
Nú er málum þannig háttað að
bankar og sparisjóðir hafa eflst.
Bankarnir reka nú
mjög harða ágóða-
stefnu sem leiðir til
þess að þeir draga úr
þjónustu á þeim stöð-
um sem ekki skila
nægilegri arðsemi.
Þetta lendir mjög á
dreifðum byggðum.
Þær verða því útundan
í fjármálaþjónustu og
fleiru. Það ýtir undir
fólksflutninga til þétt-
býlisins. Hin óhefta
markaðshyggja getur
því orðið til tjóns til
lengri tíma litið.
Þá gætu sparisjóð-
irnir komið til hjálpar. Þeir þurfa því
að eflast og vera þannig byggðir upp
að þeir séu fjármálaleg kjölfesta í
hverri byggð. Það gæti gerst með því
að það sé opið að gerast stofnfjáreig-
andi. Slíka hluti á ekki að vera hægt
að framselja. Aðeins viðkomandi
sparisjóður má innleysa stofnfjár-
hluti eftir settum reglum. 
Enginn má fara með atkvæði
nema fyrir einn hlut. Hlutirnir eru
áhættufé og má ávaxta þá með allt að
tvö prósent hærri vöxtum en lang-
tíma sparifé. 
Verði sparisjóður lagður niður
skal uppsafnað eigið fé renna til
menningarverkefna í byggðarlaginu
samkvæmt ákvörðun stofnfjáreig-
enda.
Forðast brask
Með þessu móti ætti að vera hægt
að forðast óþarfa tortryggni og
brask. Það ætti líka að koma í veg
fyrir að stjórnarmenn freistuðust til
að fara út í fjármálabrask með spari-
sjóðina eins og nú virðist stefna í og
þeir eyðileggi þannig sjálfa sig innan
frá. Yfirverð á stofnfjáreign kemur
ekki til greina.
Þetta er stórt mál í byggðaþróun
því ekki verður komist hjá að móta
þá stefnu hér innanlands. Að ætla að
láta erlenda aðila sem geta orðið ráð-
andi afl í bankakerfinu móta hana að
sínum hætti er bæði lágkúrulegt og
hættulegt.
Sparisjóðirnir
og landsbyggðin
Páll V. Daníelsson
Fjármál
Yfirverð á stofnfjár-
eign, segir Páll V. 
Daníelsson, kemur 
ekki til greina.
Höfundur er viðskiptafræðingur. 
FYRIR rúmum tíu
árum var sett bann í
Evrópu á innflutning
bifreiða með olíuakríl-
lökkum og krafist var
af bifreiðaframleiðend-
um að nota umhverfis-
vænni lökk eða vatns-
þynnanleg lökk á
bifreiðar sem fluttar
voru inn. Síðan þessi
eiturefni voru tekin úr
lökkunum hafa menn
glímt við margháttuð
vandamál. Þessi lökk
reynast einfaldlega of
gljúp og loka yfirborð-
inu ekki nægilega vel.
Umhirða bílalakka í dag er því með
öðrum hætti en áður var. Dæmi eru
um nokkurra mánaða bíla sem eru
farnir að láta verulega á sjá, lakkið
orðið afar matt og oft reynist vera
hvít slikja á yfirborðinu. Í flestum
tilfellum er orsökin þvottakústar
þvottaplananna eða sjálfvirku
þvottastöðvarnar.
Bökunartíminn
Framleiðsla bifreiða er sífellt að
verða hraðari og framleiðendur hafa
í æ ríkari mæli reynt að stytta bök-
unartíma lakkanna. Til þess að þetta
sé hægt verður að auka þurrefnis-
innihaldið. Því fylgir sú hætta að
hárfínar rispur myndist á yfirborði
lakksins, svokallaðar míkrórispur,
og er því mjög nauðsynlegt að um-
hirða þess sé rétt. Við höfum oft tek-
ið eftir því að tuskan
sem við bónum með
verður lituð af lakkinu.
Þetta eru merki þess
að bökun lakksins er of
lítil. Okkar ráð er að
pólera lakkið vel því
núningurinn myndar
hitann sem upphaflega
vantaði upp á og herðir
því lakkið. Nýjasta af-
urð framleiðenda er
lakk sem kallast Auto
Acril RM+ og virðist
það bæta töluvert
hersluna í yfirborðinu.
Umhirðan
Með réttri umhirðu geta vatns-
lökkin verið endingarbetri en gömlu
lökkin. Til að svo sé, þarf að gæta vel
að eftirfarandi.
L50098 Þrífið bílinn oft með leysiefna-
litlum efnum. Í hreinsibónum er
mikið af leysiefnum sem matta lakk-
ið.
L50098 Látið tjöruhreinsinn ekki liggja
lengi á bílnum og alls ekki að nudda
lakkið með honum, heldur skolið
fljótt af með vatni. Endurtakið frek-
ar tjöruhreinsunina á þeim blettum
sem erfiðastir eru.
L50098 Notið helst ekki sjálfvirku bíla-
þvottastöðvarnar heldur þvoið sjálf
með svampi og sápu eða notið bón-
stöðvar þar sem þekking er til stað-
ar.
Bílakaup eru næstmesta fjárfest-
ing heimilanna og það er óþarfi að
láta bílinn tapa verðgildi sínu of
fljótt. Mikilvægt er fyrir bifreiðaeig-
endur að gera sér grein fyrir því að
ekki er nægjanlegt að bóna bílinn
einungis fyrstu mánuðina eða yfir
sumartímann, heldur er nauðsynlegt
að halda bónhúðinni við, allt árið um
kring.
Töfraefnin
Á seinustu árum hafa komið fram
ýmis ?töfraefni? í lakkvörnum sem
sölumenn þeirra fullyrða að endist í
marga mánuði eða jafnvel nokkur ár.
Einn reyndi að selja mér efni sem
hann sagði endast jafnlengi og bif-
reiðin. Skrum af þessu tagi er þess-
um sölumönnum til skammar en
verst er þó að fjöldi fólks trúir þessu.
Þessi efni eru flest bandarísk, fram-
leidd fyrir allt önnur lökk en við not-
um og menn trúa í blindni öllu sem
misheiðarlegir sölumenn þessara
framleiðenda segja. Reyndin er sú
að þessi efni hafa alls ekki staðið
undir væntingum og hefur nú dregið
mikið úr notkun þeirra. Við höfum
prófað flest efnin en ekkert þeirra
hefur staðið undir þeim væntingum
eða fullyrðingum sem sölumenn
þeirra hafa lofað. Nú er svo komið að
við erum afar vandlátir á hvaða efni
við tökum til prófunar.
Lakkskemmdir
Tjara sem situr á bifreiðinni litar
lakkið samtímis því að hún skemmir
herslu þess. Litur bifreiðarinnar hef-
ur líka mikið að segja. Sumir hreinir
litir (ekki sanseraðir litir) eru við-
kvæmari fyrir skemmdum vegna
þess að í mörgum tilfellum er þurr-
efnainnihald þess meira. Ef míkrór-
ispur eru komnar í lakkið er ráðlegt
að massa eða pólera lakkið með fín-
um massa fyrir gamalt lakk en látið
kunnáttumann um það, því auðvelt
er að skemma meira með röngum
efnum eða rangri meðhöndlun. 
Niðurlag
Ástæðan fyrir þessum skrifum er
að á þessa bónstöð koma mjög oft
nýlegar bifreiðar með afar illa farin
eða stórskemmd lökk sem ekki er
hægt að bóna upp, heldur þarf að
massa eða pólera með ærnum til-
kostnaði. Slíkum tjónum er auðveld-
lega hægt að komast hjá og spara þá
fjármuni sem aðgerðum þessum
fylgja. Allt og sumt sem þarf er að
hugsa vel um bifreiðina sína. Það
skilar sér í endursölu. Nóg er nú
samt.
Um gæði bílalakka og umhirðu
Jósef Kristjánsson
Bílaþrif
Allt og sumt sem þarf,
segir Jósef Kristjáns-
son, er að hugsa vel um
bifreiðina sína.
Höfundur rekur bónstöðina Hjá
Jobba.
Skólavörðustíg 21, sími 551 4050.
Viskustykki
Til í níu munstrum
Viltu léttast 
um 1-4 kíló á viku
Símar 557 5446 og 892 1739

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52