Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
?
Unnur Símonar
fæddist í Reykja-
vík 5. júlí 1926. Hún
lést á líknardeild
Landakotsspítala 27.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Símon Bjarna-
son, verkamaður í
Reykjavík, f. 21.9.
1897, d. 11.10. 1981,
og Laufey Guð-
mundsdóttir, hús-
freyja í Reykjavík, f.
9.6. 1900, d. 12.9.
1936. Bróðir Unnar
var Agnar Bragi, f.
12.3. 1929, d. 27.1. 1971. 1946
giftist Unnur Agnari Kristjáns-
syni. Þau skildu. Börn þeirra eru:
1) Kristján Jóhann, f. 4.7. 1946.
Fyrri kona hans var Ásta Guð-
mundsdóttir. Dætur þeirra eru: a)
Sigríður, maki Sigríkur Jónsson,
dætur þeirra Bryndís og Rikka;
b) Unnur Helga, maki Sigurður
Gunnarsson, sonur þeirra Gunn-
ar, dóttir Unnar Helgu og Harðar
Bragasonar Ásta Sigríður. Krist-
ján og Ásta skildu.
Seinni kona Krist-
jáns er Andrea G.
Guðnadóttir, f. 9.12.
1950, börn þeirra
eru Kristján Jóhann,
unnusta hans
Gemma Garcia; Þor-
valdur Símon og
Margrét Sesselja. 2)
Leifur, f. 12.4. 1948,
d. 27.9. 2001, kona
hans Margrét Kolka
Haraldsdóttir. Börn
þeirra : a) Margrét
Perla Kolka, maki
Hlöðver Hlöðvers-
son, dætur þeirra Hekla Kolka og
Margrét Kolka; b) Haraldur Agn-
ar, unnusta hans Lilja Guðmunds-
dóttir; c) Unnur Kolka og d)
Kristján Páll.
3) Agatha, f. 4.5. 1957. Synir
hennar og Guðlaugs Þórs Ás-
geirssonar eru a) Bjartur og b)
Hlynur.
Útför Unnar verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Mig langar að skrifa nokkur
kveðjuorð til tengdamóður minnar
Unnar sem nú er látin. Okkar leiðir
hafa legið saman í yfir 33 ár og á
þeim tíma myndast á milli okkar
traust og innileg vinátta.
Unnur var mikil fjölskyldumann-
eskja, hún tók innilegan þátt í öllum
sorgum og ekki síður gleði okkar
allra. Hún var alltaf mætt þegar eitt-
hvað stóð til, tilbúin að rétta hjálp-
arhönd. Í fjölmörgum fjölskylduboð-
um, afmælum, skírnum, fermingum
og þess háttar lagði hún oftar en ekki
sitt af mörkum, hinar glæsilegustu
tertur, skonsur og pönnukökur, sem
hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá
barnabörnunum. Þá eru ótalin öll
skiptin sem hún flutti inn á okkar
heimili og tók það yfir meðan við vor-
um á ferðalagi, án hennar hefðum við
ekki getað ferðast eins mikið og við
gerðum. Hún var sjálf gestgjafi af
guðs náð og hafði mjög gaman af því
að fá fólk í heimsókn til sín. Hún átti
glæsilegt heimili sem hún hugsaði
alltaf mjög vel um. Þegar gesti bar
að garði var ekkert til sparað, en tek-
ið á móti öllum eins og höfðingjum.
Hún var mikil selskapsmanneskja,
naut sín vel innan um fólk og hafði
gaman af að kynnast nýju fólki. Hún
var glæsileg kona, alltaf vel og
smekklega búin og tilhöfð.
Unnur var mjög lifandi persóna,
hún kunni vel að meta það sem lífið
hefur upp á að bjóða. Hún hafði yndi
af ferðalögum, og þær eru ófáar ferð-
irnar sem hún fór með okkur hjón-
unum. Hún hafði jafnmikla ánægju
af öllum þessum ferðum, hvort sem
þær voru lengri ferðir til útlanda eða
styttri ferðir innanlands. Hún hafði
nefnilega jafn gaman af því að skoða
íslenska náttúru og að koma til er-
lendra stórborga. Hún naut þess líka
vel þegar vel var gert við hana í mat
og drykk. Undanfarin ár var það orð-
in hefð að hún fór með okkur og vina-
fólki í svokallaðar frúarferðir á
sumrin. Þá var leitast við að kanna
nýjar slóðir, aldrei farið tvisvar á
sama stað. Í einni þessara ferða
komst hún upp á Snæfellsjökul í
dásamlegu veðri. Það varð henni
ógleymanleg upplifun sem hún
minntist oft á. Þessar ferðir voru
henni nefnilega til ánægju löngu eftir
að heim var komið, því að það fólst
svo mikil gleði í því að rifja þær upp.
Þegar við hjónin vorum á ferðalagi
var það orðin hefð að hafa reglulega
samband við hana á leiðinni, því að
hún ferðaðist með okkur í huganum
þótt hún sæti sjálf heima, og tók
þannig þátt í þeim á sinn hátt.
Unnur var vinmörg kona, hún átti
stóran hóp af vinkonum sem hún
sinnti af alúð. Hún fylgdist grannt
með lífi vina sinna og þeirra fólki, og
tók þátt í þeirra erfiðleikum þegar
þeir komu upp á og reyndi eftir getu
að rétta hjálparhönd. Það kom best í
ljós í veikindum hennar hversu vel
hún hafði ræktað þennan vinskap. Þá
komust færri að en vildu til að rétta
henni hjálparhönd, og ég held hún
hafi sjálf verið hálfhissa að finna hve
stór hópur fólks fylgdist með líðan
hennar og vildi leggja sitt af mörkum
til aðstoðar. Ég vil nota tækifærið og
þakka vinkonum hennar fyrir ómet-
anlegan stuðning og alla hjálpina á
þessum síðustu erfiðu mánuðum.
Tæplega tvítug og nýgift fluttist
Unnur að Hringbraut 32. Þau urðu
56 árin hennar í þessu húsi, sem
tengdafaðir hennar byggði yfir fjöl-
skylduna. Nú hefur síðasti fjöl-
skyldumeðlimurinn kvatt Hring-
brautina, og ég veit að bæði vinum og
vandamönnum á eftir að þykja tóm-
legt að keyra þar fram hjá og geta
ekki lengur litið þar inn í kaffi.
Ég treysti því að núna sé Unnur
komin í góðan félagsskap Leifs síns
og allra þeirra vina og ættingja sem
á undan voru gengnir. Guð geymi
góða tengdamóður mína.
Margrét Kolka Haraldsdóttir.
Unnur amma Símonar er dáin. Í
mínum huga og margra annarra hét
hún Unnur amma. Ömmuhlutverkið
var líka hlutverk sem amma var
mjög góð í og stolt af, enda voru það
ekki einungis barnabörnin hennar
sem kölluðu hana ömmu. Amma var
stór og mjög mikilvæg persóna í
mínu lífi eins og annarra í fjölskyld-
unni. Fyrir utan öll þau skipti sem
hún flutti inn á heimilið og passaði
okkur þegar foreldrarnir voru á
ferðalögum voru þau ófá skiptin sem
eitthvert barnabarnið spurði hvort
það mætti koma heim með ömmu að
gista. Og ekki bara þau litlu. Frá því
að ég man eftir mér og fram til ung-
lingsára, þegar við hjónin kynnt-
umst, var það það skemmtilegasta
sem ég vissi að eyða helginni með
ömmu. Í dag sé ég hvað þetta er sér-
stakt. Ég geri mér líka grein fyrir
því í dag sem fullorðin manneskja að
það var ekki bara hversu mikið hún
dekraði og stjanaði við mig ? en hún
var sérfræðingur á því sviði. Nei, það
var ekki síst vegna þess að hún kom
fram við mig eins og jafningja. Hún
var ekki að gera eitthvað fyrir mig,
heldur vorum við að gera eitthvað
saman. Við létum hana líka oft heyra
hversu ánægð við værum með karl-
mannsleysið á heimilinu ? það væri
svo gott pláss fyrir okkur.
Við nutum ekki síður félagsskapar
hennar eftir að við komumst á full-
orðinsárin. Ekki löngu eftir að
Hlöbbi kom inn í fjölskylduna urðu
þau mjög góðir félagar og hún var
ekki síðri sem tengdaamma. Hún átti
afskaplega fallegt heimili og var ein-
staklega gestrisin. Hún vissi alltaf
hvað myndi slá í gegn hjá hverjum og
einum og var með smekk og sérþarf-
ir á hreinu. Amma var mikil stemmn-
ingsmanneskja og hafði gaman af því
að hafa fallegt í kringum sig og njóta
matar og drykkjar og var mjög góð-
ur félagsskapur. Hún var mikið jóla-
barn og var það ómissandi hluti af
jólastemmningunni að koma í jóla-
boð til ömmu og gæða sér á svína-
steik og heimalöguðum ís innan um
allt jólaskrautið og stóra jólatréð.
Amma var mjög sterkur persónu-
leiki og var með einstaklega
skemmtilegan húmor. Hún var mjög
ung í anda enda fannst manni aldrei
amma vera gömul. Hún var alltaf
mjög vel til höfð og hugguleg og
ímyndin um gráhærðu ömmuna í
ruggustólnum átti ekki við um hana.
Hún hefði valið bíltúr í fallegum og
kraftmiklum Jagúar eða horfa á góða
spennumynd fram yfir útsaum og
prjónaskap.
Amma gaf mikið af sér, vissi alltaf
hvað var að gerast í okkar lífi og tók
virkan þátt í jafnt gleði sem sorgum.
Hún var alltaf með tíðarandann á
hreinu og vissi hvað væri vinsælt hjá
hverjum aldurshópi. Það var yndis-
legt að upplifa börnin okkar upp-
götva krókódílinn í kjallaranum,
pönnukökurnar, dótakassann og
fleiri stórmerkilega hluti sem Unnur
amma gat töfrað fram, og við nutum
sjálf sem börn.
Við erum afar þakklát fyrir að
hafa átt Unni ömmu að og eigum allt-
af eftir að sakna hennar sárt. Nú
þegar hún hefur sameinast pabba og
öllum þeim sem hún hafði misst og
saknað bíða hennar eflaust mörg
verkefni sem ferðaengill. Guð geymi
Unni ömmu.
Perla, Hlöðver og dætur.
Vinkona mín Unnur Símonar er
látin eftir erfið veikindi. Unnur var
ógleymanleg kona, glæsileg og góð.
Hún lýsti upp hvar sem hún kom.
Hún var sá besti vinur sem ég hef
nokkru sinni átt. Hvort sem það var í
gleði eða sorg var nærvera hennar
svo góð. Við höfum verið vinkonur í
50 ár og aldrei borið skugga á þá vin-
áttu.
Börnum sínum, barnabörnum og
ættingjum var hún ómetanlegur vin-
ur og félagi. Unnur varð fyrir þeirri
miklu sorg að missa son sinn Leif
fyrir tæpu ári og var það henni afar
erfitt.
Fyrir nokkrum árum dvöldum sín-
um við saman í Lúxemborg í mán-
aðartíma, einnig fórum við til
Brugge í nokkra daga. Það var
ógleymanlegur tími enda ekki hægt
að hafa betri ferðafélaga.
Það verða ekki fleiri ferðir farnar
yfir Tjarnargötuna en við hittumst
nær daglega. Það verður mikið tóm
sem hún skilur eftir, en hún er nú
komin á betri stað, umvafin ættingj-
um og laus við allar þjáningar.
Hafðu þökk fyrir vináttu þína og
égbið Guð að blessa alla ástvini þína.
Veru sæl, kæra vinkona. Guð
blessi þig og minningu þína.
Hverju sem ár
og ókomnir dagar
að mér víkja
er ekkert betra
en eiga vini
sem aldrei svíkja.
(Davíð Stefánsson.)
Sigrún Björnsdóttir (Dúa).
Fyrir bráðum tuttugu árum fór ég
í ferðalag með vinum mínum eftir
stúdentspróf. Um tíma á þessu
ferðalagi dvaldi ég á samyrkjubúi í
Ísrael og fékk örfá bréf að heiman.
Eitt af þessum bréfum kom frá Unni
Sím og innihélt móðurlegar kveðjur
og dollara sem komu sér vel. Þannig
hefur Unnur verið hluti af lífi mínu í
hartnær 40 ár. Hún bjó hinum megin
við götuna og maður sá hana nær
daglega tilsýndar eða í kaffi hjá
mömmu. Hún var besta vinkona
móður minnar og fjölskylduvinur.
Alltaf þegar ég átti erindi til Unnar
var einhverju gaukað að mér með
hressilegu spjalli. Í fyrstu voru það
smákökur og sælgæti og seinna þeg-
ar ég hafði aldur til var það bíllinn.
Hún átti sjálfskiptan bíl og einu fyr-
irmælin sem ég fékk var að setja
hann í park að notkun lokinni. Því
gleymdi ég oft og gerði hún óspart
grín að því. Þess vegna verður mér
alltaf hugsað til Unnar þegar ég ek
sjálfskiptum bílum. Unnur var falleg
kona og glæsileg bæði í framkomu og
fasi. Það sem mér er þó minni-
stæðast er þó léttleikinn og smitandi
hlátur sem einkenndi hana alla tíð.
Elsku Unnur, allir í Tjarnargötu
47 eiga um þig minningar, um vin-
áttu og hjartahlýju. Manni finnst nú
skrýtið að sjá þig ekki lengur til-
sýndar í Tjarnargötunni eða í kaffi
hjá mömmu. Það er með miklum
söknuði sem ég kveð þig, elsku Unn-
ur mín. Aðstandendum votta ég sam-
úð mína.
Ingólfur Björnsson.
Unnur vinkona okkar var glæsileg
kona, smekkleg og fáguð. Fagurlega
skreytt heimili hennar við Hring-
brautina bar þess vott, þar sem hvar-
vetna mátti sjá fínlegan smekk hús-
móðurinnar á því gamalgróna
menningarheimili. Þar höfum við átt
margar notalegar stundir. Fyrir þær
erum við þakklátar og þá takmarka-
lausu hlýju og gestrisni, sem hún
ávallt sýndi okkur.
Við sem þetta ritum kynntumst
Unni á sjöunda áratugnum í Vin-
ahjálp, sem stofnað var til styrktar
veikum börnum. Auk þess höfum við
verið nágrannar í þessa áratugi og
samvera okkar því meiri.
Í hverri viku hittumst við í handa-
vinnu og lokatakmarkið var jólabas-
ar, sem haldinn var ár hvert.
Unnur var börnum sínum góð
móðir, sem við getum borið vitni um,
ást og umhyggja fyrir þeim, svo og
barnabörnunum var hennar mark-
mið, sem hún rækti framar öðru.
Fyrir nokkrum mánuðum upp-
götvaðist sá sjúkdómur, sem ókleift
reyndist að uppræta, þrátt fyrir að
hún gengist undir lyfjameðferðir.
Hún talaði lítið um veikindi sín og
aldrei að fyrra bragði. Í þau fáu
skipti, sem hún ræddi þau við okkur,
veittum við því athygli, hve hún var
yfirveguð, og hvílíku sálarþreki hún
bjó yfir, að af mátti draga lærdóm.
Heilsu hennar fór verulega hnign-
andi síðustu vikurnar og talaði hún
þá um að hún væri orðin þreytt. Son-
armissir á síðastliðnu ári hafði og
sett mark sitt á hana.
Dauðinn kemur alltaf óvænt, en
augljóst var að hans yrði ekki langt
að bíða. Umhyggja fjölskyldunnar í
veikindum hennar er verð aðdáunar.
Unnur kvaddi þetta jarðneska líf
þriðjudaginn 27. ágúst sl. Við sökn-
um sárt okkar góðu vinkonu. Inni-
lega samúð vottum við aðstandend-
um hennar.
Megi hún vera á Guðs vegum.
Guðfinna og Áslaug.
Frú Unnur Símonar er látin. Það
kom svo sem ekki á óvart í ljósi þess
sem á undan var gengið, en engu að
síður jafn erfitt að kyngja því. Ekki
síst vegna þess að aðeins eru liðnir
um ellefu mánuðir síðan sonur henn-
ar og vinur minn mætti dauða sínum
með fágætri reisn. Ef ekki hefði ver-
ið fyrir þann vinskap hefði ég ekki
kynnst Unni, hefðarfrú í ríki sínu við
Hringbraut, þar sem hún ól upp
börnin sín þrjú. Í sex ár, meðan á
skólavist í Verslunarskólanum stóð,
var ég með annan fótinn á Hring-
braut. Þegar horft er til baka verður
Unnur að teljast með ólíkindum þol-
inmóð gagnvart rápi vinanna, sem
gjarnan hópuðust í kringum bræð-
urna í kjallaranum.
Ekki fór hjá því að oft var farið
upp til hennar, kannski til að hvíla
sig frá reykjarsvælunni niðri, en oft-
ast vegna þeirrar frumhvatar að fá
eitthvað í gogginn. Alltaf var manni
vel tekið og sjaldan varð ég var við
pirring hjá henni, þótt óhjákvæmi-
lega hljóti hegðun sjálfhverfra ung-
menna að hafa gefið til þess mörg til-
efni. Sérstaklega held ég að fram af
henni hafi verið gengið, þegar sár-
svangir næturhrafnar fóru um eld-
húsið og eirðu engu. Átti það ekki
síst við um ýmiss konar afganga af
veislumat. Þegar fram liðu stundir
hvarflaði að mér, að stundum hefði
hún hreinlega eldað meira en til stóð
af því að hún reiknaði með þessu
göltri. En það var svo sem engin til-
viljun að manni yrði oft hugsað til
eldhússins vegna þess hve hún eldaði
góðan mat. Svínakóteletturnar með
raspi voru goðsögn á þessum tíma.
Viðmót Unnar var jafnan jákvætt
og hún talaði við okkur eins og jafn-
ingja. Ekki leið því á löngu þar til
manni fór að þykja vænt um þessa
elskulegu frú. Ég var staddur á
heimili hennar þegar fréttin barst
um að tengdafaðir hennar væri lát-
inn, en hann bjó á næstu hæð fyrir
ofan hana. Það var um svipað leyti
sem ég áttaði mig á hve tengsl mín
við fólkið í þessu húsi voru sterk.
Að loknu stúdentsprófi skildi leiðir
og við Unnur hittumst ekki oft. Hins
vegar, þá sjaldan að við hittumst, var
eins og við hefðum sést síðast daginn
áður og tækjum upp spjallið þar sem
frá var horfið. Þegar aldurinn færð-
ist yfir okkur öll voru teknar upp
svokallaðar ?frúarferðir?, þar sem
þrjú pör, þéttur kjarni, bauð móður
minni og Unni með í sumarferðir,
þar sem tilteknir landshlutar voru
teknir til nánari skoðunar. Ríkuleg
veisluföng vörðuðu venjulega leiðina
og gáfu hugtakinu nesti nýja merk-
ingu. Svona ferðir áttu vel við Unni
og hún lék við hvern sinn fingur.
Lengi vel framan af vori leyfði mað-
ur sér að vona að hún yrði þátttak-
andi í einni slíkri ferð í viðbót, þrátt
fyrir erfið veikindi. Úr því varð því
miður ekki og það varð hlutskipti
undirritaðs að fylgjast með dauða-
stríði hennar úr fjarlægð.
Um leið og þessi yndislega mann-
eskja er kvödd samhryggist ég inni-
lega hennar nánustu, sem hafa misst
mikið.
Evald Sæmundsen.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Okkur langar að minnast vinkonu
okkar Unnar Símonar, sem hefur
verið kölluð burt frá okkur alltof,
alltof fljótt. En vegir guðs eru órann-
sakanlegir og við ráðum ekki hvaða
leiðir hann velur eða erum sátt. Að
skrifa um Unni er ekkert áhlaupa-
verk. Kannske bezt að nota hennar
eigin uppáhaldshlýyrði, sem við höf-
um fyrir löngu gert að okkar eigin og
segja, ?hún var engum lík?.
Hún var fölskvalaus, góð og gjöful
manneskja sem vildi öllum gott gera.
Ef eitthvað bjátaði á var hún tilbúin
að hjálpa og styðja viðkomandi, og
var oftar en ekki mætt óbeðin. Lífið
fór á stundum um hana ómjúkum
höndum, en hún kvartaði aldrei og
lagði engum illt til. Þegar viðgerðin á
húsinu hennar tafðist úr hófi, sögð-
um við eitthvað ljótt, því ekki gerði
hún það, það var ekki hennar eðli.
Ástúð, tryggð og umhyggja Unnar
eru mannkostir sem endurspeglast
vel í afkomendum hennar. Unnur var
falleg kona og smekkleg. Alltaf vel til
höfð, svona alvöru dama. Lengi vel
ætlaði hún aldrei að fara í gallabux-
ur, sagði að þetta væri ekki fatnaður
fyrir yfirlætislausar dömur á óræð-
um aldri, en eftir miklar fortölur
tókst að telja hana á að kaupa sér
einar og há stígvél að auki. Hún átti
glæsilegt heimili, þar sem gestrisni
og hlýtt vinarþel réð ríkjum, og allir
voru ævinlega velkomnir. Og svo
hafði Unnur einstaka kímnigáfu sem
geislaði af henni, en grínið var alltaf
á hana sjálfa, ekki á aðra. Fyrir ca 30
árum vorum við búnar að gantast
með og eiðsvarnar að skrifa langa og
tregafulla minningargrein um þá
okkar sem fyrst hyrfi héðan. Okkur
óraði ekki fyrir því að sú stund kæmi
alltof fljótt, ætluðum allar að verða
svolítið eilífar og leiðinlegar gamlar
kerlingar. Við vottum ástvinum
hennar dýpstu samúð. Blessuð sé
minning góðrar vinkonu.
Oddný og Þorgerður.
UNNUR 
SÍMONAR 
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) ? vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd ? eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52