Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 35
?
Sigurður Krist-
mundsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
ágúst 1931. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
25. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
mundur Árnason og
Guðfinna Magnús-
dóttir. Bróðir Sig-
urðar er Árni, f. 11.
nóvember 1937, og
fósturbróðir hans er
Sveinn Valgeir Jóns-
son, f. 25. mars 1943.
Sigurður kvæntist 8. mars
1953 Gíslínu Ingólfsdóttur, f. 14.
júlí 1933. Foreldrar hennar voru
Ingólfur V. Árnason og Halldóra
Geirfinnsdóttir. Börn Sigurðar
og Gíslínu eru: 1) Ingólfur, f. 2.
ágúst 1953, kvæntur Maríu Erlu
Másdóttur. Börn þeirra eru Ing-
ólfur Már, f. 11. apríl 1973,
Snævar Darri, f. 22. desember
1979, og Kara, f. 22. nóvember
1989. 2) Hrönn, f. 21. desember
1955, gift Cenan Pulak. Börn
þeirra eru Kenan Erik, f. 27. apr-
íl 1989, og Selma
Dilek, f. 21. október
1994. Þau eru bú-
sett í Bandaríkjun-
um. 3) Guðfinnur, f.
3. september 1957,
kvæntur Birgit Ole-
sen. Börn þeirra eru
Jeanette Kristin, f.
7. maí 1988, og
Bjarki, f. 29. apríl
1992. Þau eru bú-
sett í Noregi. 4)
Dóra Kristín, f. 24.
febrúar 1959, gift
Guðmundi Erni
Gunnarssyni. Börn
þeirra eru Friðrik, f. 21. janúar
1983, Sigurður Orri, f. 3. ágúst
1989, og Hilda Hrönn, f. 16. októ-
ber 1991.
Sigurður stundaði sjómennsku
frá 14 ára aldri en um tvítugt
sneri hann sér að bílamálun og
stofnaði fljótlega eigið bílamál-
unarfyrirtæki í Kópavogi sem
hann rak allt þar til hann lét af
störfum fyrir níu árum.
Útför Sigurðar verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Sigurður Kristmundsson, tengda-
faðir minn, og tengdamóðir mín,
Gíslína Ingólfsdóttir (Lína), komu á
legg fjórum myndarlegum börnum
og fyrstu kynni mín af Sigurði voru
þegar ég, aðeins fimmtán ára gömul
(hann 36), birtist í dyragættinni hjá
þeim hjónum með eldri syninum.
Sigurður vildi, að vonum, kynnast
mér og ganga sem fyrst úr skugga
um að ég væri sú rétta fyrir soninn.
Skemmst er frá því að segja að mér
var einstaklega vel tekið og Lína tók
fljótlega upp á því að keyra mig milli
sveitarfélaga svo ég gæti heimsótt
þau sem oftast. Og þótt ung væri var
mér iðulega boðið í matarveislurnar
góðu á heimili þeirra; með allri fjöl-
skyldunni. Mér er sérstaklega minn-
isstætt hve heimilið var fallegt og
hvað börnin voru alltaf fín.
Sigurður var alla tíð mjög sann-
gjarn og ljúfur í minn garð og hvergi
voru hnökrar á samskiptum okkar.
Það var til að mynda lítið mál að
biðja um afnot af sumarbústaðnum í
sveitinni eða sumarhúsinu á Spáni;
ekki nema sjálfsagt. Og drengirnir
okkar voru ætíð velkomnir til þeirra
hjóna þegar við, unga fólkið, þurft-
um að bregða okkur af bæ og dóttir
okkar á margar góðar minningar um
samverustundir með afa sínum í
sumarbústaðnum.
Sigurður var sérlega vinnusamur
og duglegur alla sína tíð og einstak-
lega þolinmóður og skapprúður.
Helsta áhugamál hans var að búa
sem best í haginn fyrir fjölskylduna;
Línu sína og börnin.
Sigurði þótti ekki nema sjálfsagt
að byggja aukahús við sumarbústað-
inn svo börnin og fjölskyldur þeirra
gætu sem hæglegast verið með þeim
hjónum í sveitinni. Og fyrir barna-
börnin byggði hann stóran leikvöll.
Þær eru ófáar ánægjustundirnar
sem við höfum átt í sveitinni. Þar
hafa börn og barnabörn haldið
kvöldvökur með leiksýningum og
skemmtunum af ýmsu tagi sem afi
og amma tóku fullan þátt í. Og þegar
Sigurður keypti sumarhúsið á Spáni
gekk hann fyrst úr skugga um að þar
væri nóg pláss fyrir börnin, tengda-
börnin og barnabörnin. Slík var um-
hyggja hans. Eftir sitja minningarn-
ar, nú þegar Sigurður er farinn, og
ylja okkur um ókomna framtíð.
Ég er afar þakklát fyrir hlýhug
hans og traust í minn garð. Og sam-
skipti öll.
Ég sendi tengdamóður minni mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur. 
María Erla Másdóttir.
Ég og Siggi kynntumst fyrir 15
árum. Ég hafði verið svo lánsamur
að ná í yngstu dótturina og þegar að
því kom að hitta pabba hennar fór
ekki hjá því að ég kviði því aðeins.
En sá kvíði var óþarfur. Við náðum
strax mjög vel saman, fórum að
spjalla um verkstæðið og samskiptin
við tryggingafélögin, ég var jú að
vinna hjá einu. Ísinn var brotinn og
öll þessi ár spjölluðum við mikið
saman um allt milli himins og jarðar.
Fljótlega kom að því að ég kynnt-
ist verkstæðisrekstri Sigga betur er
ég tók að mér að sjá um launavinnslu
fyrir verkstæðið. Verkstæðið Úði
var til húsa í húsnæði við Skemmu-
veg í Kópavogi sem hann hafði sjálf-
ur byggt og gekk reksturinn vel.
Þarna kynntist ég persónueinkenn-
um Sigga vel. Hann gerði miklar
kröfur til þess að sú vinna sem Úði
skilaði frá sér væri fyrsta flokks.
Hann lagði mikla áherslu á að vel
væri gengið um verkstæðið og strák-
arnir fengu ekki að fara heim á
kvöldin fyrr en búið var að ganga frá
verkfærunum og sópa. Á þessum
tíma var hann sjálfur hættur að mála
bílana en einbeitti sér frekar að
rekstrinum, fylgdist með vinnu-
brögðum strákanna, náði í varahluti
og keypti inn. Á kvöldin og um helg-
ar handskrifaði hann reikningana,
hann vildi hafa það þannig, sagðist
taka verkið endanlega út við reikn-
ingagerðina. Síðan fór hann með
reikningana í tryggingafélögin í stað
þess að senda þá í pósti, vildi hafa
þetta persónulegt. Siggi var akkúrat
maður, vildi gera alla hluti mjög tím-
anlega, greiða sína reikninga á rétt-
um tíma o.þ.h. Ef fyrir kom að ég
skilaði ekki af mér launaseðlunum á
fimmtudagskvöldi var hann ekki í
rónni á föstudeginum fyrr en ég kom
til hans með seðlana.
Siggi hafði unnið við bílamálunina
í á fjórða áratug og unnið mikið við
alls konar aðstæður og ekki farið
sérlega vel með sig, á þessum tíma
reykti hann mikið og hann var orð-
inn allt of þungur svo heilsan var því
ekki alltaf upp á það besta. Hann tók
því þá ákvörðun að selja verkstæðið
og hætta að vinna. Hann ákvað að
skipta um gír, sagðist ætla að njóta
áranna sem hann ætti eftir með fjöl-
skyldunni, börnunum og barnabörn-
unum.
Og ef Siggi tók eitthvað í sig fylgdi
hann því alltaf eftir. Hann hætti að
reykja, nokkuð sem fáir hefðu trúað
að honum tækist að gera, fór að
stunda léttar æfingar í ræktinni og
breytti matarvenjunum. Árangurinn
lét ekki á sér standa. Kílóin runnu af
honum og heilsan batnaði.
Þau hjónin, Siggi og Lína, keyptu
sumarbústað á Laugarvatni fyrir 15
árum. Til að fjölskyldan gæti öll gist
í einu ákváðu þau að byggja annan
bústað við hliðina. Svo þar reis nýtt
hús og stór pallur með leiktækjum
fyrir barnabörnin. Fjölskyldan safn-
aðist oft saman í Ösp og alltaf þegar
Hrönn og Finni, sem búsett eru er-
lendis, komu heim með fjölskyldur
sínar. Þá var oft kátt í höllinni, hver
fjölskylda með sitt skemmtiatriði og
barnabörnin með leikrit og dansat-
riði. Sérstaklega fannst barnabörn-
unum mikið til þess koma þegar afi
og amma sýndu leikrit, þá voru mikil
tilþrif í gangi og komu í ljós duldir
hæfileikar hjá afa og ömmu sem ekki
margir utan fjölskyldunnar vissu
um.
Afi og amma nutu þess þegar fjöl-
skyldan kom svona saman. Fyrir
fjórum árum buðu þau allri fjöl-
skyldunni með sér til Spánar. Allir
komu saman og áttu frábært sum-
arfrí í sól og blíðu, sérstaklega var
það skemmtilegt þegar fjölskyldan
fór saman út að borða, þá lagði hún
viðkomandi veitingastað undir sig.
Siggi var mikill sóldýrkandi, gat
setið tímunum saman úti í sólinni og
slappað af. Hann og Lína fóru því
mikið til suðlægari landa og fóru í
mörg ár til Kanaríeyja. Allan þann
tíma talaði hann mikið um að kaupa
sér sumarhús á Spáni. Hann hafði
átt þann draum lengi að eiga sitt eig-
ið hús sem þau gætu dvalið í nokkra
mánuði á ári. Þau létu drauminn
rætast fyrir tveimur árum þegar þau
keyptu nýtt, glæsilegt hús við Torre-
vieja. Þangað höfðu þau farið nokkr-
um sinnum og voru á leið þangað til
að dvelja næstu mánuðina en honum
var ekki ætlað að fara þá ferð.
Siggi vildi hafa röð og reglu á hlut-
unum. Hann var alltaf að breyta og
betrumbæta í kringum sig. Eftir að
hann keypti sumarbústaðinn var
hann alltaf að lagfæra og snyrta í
kringum hann, sumarhúsið á Spáni
var ekki fyrr risið en hann var búinn
að láta byggja geymslu við það svo
hægt væri að geyma áhöld, húsgögn
og verkfæri á vísum stað. Hann stóð
iðulega á stuttbuxunum, ber að ofan,
með garðslönguna og vökvaði trén í
Öspinni eða þvoði stéttina við sum-
arhúsið. Svo ekki sé minnst á bílana
hans. Þeir voru alltaf eins og sýning-
arbílar, hreinir og stífbónaðir. Við
minnstu óhreinindi var Siggi kominn
með kústinn og vaskaskinnið á loft.
Þannig skilaði hann bílunum líka af
sér þegar hann rak verkstæðið.
Eftir að Siggi hætti með verk-
stæðið keypti hann sér tölvu í fyrsta
sinn. Það hafði aldrei komið til þess
meðan hann var í rekstrinum. Það er
töluvert átak fyrir menn að taka
tölvu í notkun á sjötugsaldri. Hann
dreif sig á tölvunámskeið og lærði að
nota tölvuna og sérstaklega inter-
netið. Hann notaði síðan tölvuna til
að fylgjast með fréttum og því hvað
var að gerast á fjármálamörkuðun-
um. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á
fjármálamarkaðnum. Hann var einn
af frumherjunum í Sparisjóði Kópa-
vogs og tryggur viðskiptavinur
sparisjóðsins alla tíð.
En fjölskyldan var honum dýr-
mætust, Lína, konan sem gekk með
honum gegnum súrt og sætt, börnin
og barnabörnin. Þessi síðustu ár not-
aði hann til að njóta þess að vera með
fjölskyldunni, sérstaklega hafði
hann tíma fyrir barnabörnin. Hann
var mikill afi. Hann naut þess að
spila við þau yngri og oftast voru ein-
hver verðlaun í boði. Þá fannst hon-
um gaman að geta aðstoðað elstu
barnabörnin við bílakaup og bílavið-
gerðir.
Nú er Siggi farinn í sitt síðasta
ferðalag.
Við eigum ekki eftir að sitja oftar
yfir kaffibolla í góðlátlegum rökræð-
um um stjórnun landsins og rekstur
fyrirtækja sem og um lífið og til-
veruna. Þess mun ég sakna. Ég er
þakklátur fyrir að hafa kynnst hon-
um og þakklátur fyrir allar samveru-
stundirnar.
Í minningunni situr hláturmildur,
hjartahlýr og örlátur maður. Hans
verður sárt saknað.
Guðmundur.
Elsku afi. Takk fyrir allar stund-
irnar sem við áttum saman. Allar
ferðirnar sem við fórum saman upp í
Ösp, þar sem við lékum vinnumenn
og gróðursettum tré. Á eftir fékk ég
?kaffisopa? hjá þér. Þú varst líka
alltaf tilbúinn að fara með mér á
handboltaleiki með Stjörnunni, þar
sem Ragga var að spila. Við fórum
saman á fullt af leikjum. Þú komst
alltaf á píanótónleika hjá mér, sem
mér þykir ótrúlega vænt um. Við fór-
um oft í bíltúr á Kaffivagninn og
fengum okkur kleinu og kók eða
kaffi. Við horfðum á bátana í höfn-
inni og á meðan sagðir þú mér sögur
af þér þegar þú varst sjómaður. Þú
varst alltaf tilbúinn að skutla mér,
hvert sem ég var að fara, ég þurfti
bara að hringja og biðja um bíltúr.
Við fórum saman til útlanda nokkr-
um sinnum, tvisvar til Kanarí, ég fór
einn með ykkur til Noregs þegar ég
var níu ára og svo fórum við tvisvar
saman til Spánar. Ég fór með ykkur
ömmu í sumarhúsið á Spáni í fyrra
og þar gerðum við margt saman, fór-
um í sólbað eða vinnuna eins og þú
kallaðir það og margt fleira. Þú
kenndir mér að spila þegar ég var lít-
ill og við höfum spilað hundruð spila.
Við höfum líka spilað billjarð oft, það
kenndir þú mér líka.
Elsku afi, þú hefur kennt mér
ótrúlega margt á þessum 13 yndis-
legu árum. Elsku afi, ég mun alltaf
sakna þín.
Takk fyrir allt.
Þinn nafni, 
Sigurður Orri.
Elsku afi. Takk fyrir allar stund-
irnar sem við áttum saman og allt
sem þú gerðir fyrir mig. Við fórum
mjög oft saman í sumarhúsin ykkar
ömmu og skemmtum okkur vel þar.
Við spiluðum ótal spil hvenær og
hvar sem er, úti á Spáni, heima í
Heiðarhjalla og uppi í Ösp. Allir
kossarnir sem ég gaf þér eru þúsund
talsins og mér þykir svo vænt um þá.
Mér fannst svo gaman að gera reikn-
inga og senda í umslagi til þín og
biðja þig að skrifa undir þá. Þú skrif-
aðir alltaf undir og lékst með mér í
skrifstofuleik. Ég og Orri gistum
mjög oft hjá ykkur ömmu og þá sváf-
um við vinkonurnar, eins og þú kall-
aðir okkur ömmu, alltaf saman og þið
nafnarnir. Við leigðum líka stundum
spólur og horfðum á öll saman fyrir
háttinn. Ég man svo vel eftir því þeg-
ar þú varst alltaf að bóna bílinn þinn
og gera hann fínan inni í bílskúr og
hann er engum bílum líkur, alltaf
hreinn og fínn. Ég á eftir að sakna
þín mjög mikið en ég man alltaf
minningarnar mínar. Mér þykir svo
vænt um þig og ég veit að þú munt
alltaf vera með mér.
Ástarkveðjur og þúsund kossar,
þín, 
Hilda Hrönn.
Ég var tíu ára gamall, þegar ég sá
Sigga fyrst, að sumarlagi árið 1952.
Hann var unnusti Línu systur minn-
ar og kom í heimsókn til Akureyrar,
á heimili foreldra okkar, að Fjólu-
götu 6.
Hann var ættaður að sunnan, og
ég man vel, hve myndarlegur mér
þótti hann og vel til fara. Hárið
glansaði af brilljantíni og hann ilm-
aði af ekta Old Spice rakspíra. Það
þótti fínt í þá daga. Hann stundaði
sjóinn, var háseti á togara, sem sigldi
með aflann og seldi í erlendum höfn-
um. Ennþá á ég leikföng, sem hann
keypti í siglingunum og gaf mér,
leikföng, sem fengust bara í útlönd-
um og voru hinar mestu gersemar í
augum leikfélaganna. Mér er minn-
isstætt, hve vænn hann var við mig,
enda var Siggi afar barngóður mað-
ur.
Siggi og Lína giftu sig og settust
að í Kópavogi. Fljótlega hætti hann á
sjónum og fór að vinna í landi, og
brátt helgaði hann sig bílamálun,
sem varð hans ævistarf upp frá því.
Hann stofnaði sitt eigið verkstæði,
þótti með afbrigðum vandvirkur og
var eftirsóttur.
Eftir nokkurra ára búsetu í Kópa-
vogi flutti fjölskyldan suður í Garða-
bæ í nýtt einbýlishús. Þá voru börnin
orðin fjögur, Ingólfur, Hrönn, Guð-
finnur og Dóra Kristín, öll mann-
vænleg og hafa þau ávallt verið mér
afar kær. Þegar börnin voru farin að
heiman og að því kom að Sigga og
Línu fannst tímabært að minnka við
sig fluttu þau í notalega íbúð í Kópa-
vogi.
Það leið að ævikvöldi og Siggi
hægði ferðina, sjúkdómar höfðu gert
vart við sig. Sem betur fór átti hann
mörg ár við góða líðan, þar sem hann
gat notið lífsins og ávaxta erfiðis
fyrri tíma, ýmist í sumarbústaðnum
við Laugarvatn eða í húsinu á Spáni.
Fyrst og síðast var hugur hans hjá
fjölskyldunni, að búa í haginn og sjá
velferð hennar sem best borgið.
En svo kom kallið. Sunnudaginn
25. ágúst sl. hringdi síminn um há-
degisbil, ég átti við hann örstutt
samtal, það voru okkar síðustu orða-
skipti. Bráðainnlögn á sjúkrahús,
nokkrum mínútum síðar var hann
allur.
Nú við leiðarlok kveð ég minn
kæra vin og þakka samfylgdina.
Systur minni og börnum, frænd-
systkinum mínum og fjölskyldum
þeirra, votta ég og fjölskylda mín
okkar dýpstu samúð.
Haukur Heiðar Ingólfsson.
Enginn veit sinn næsta dag. Þetta
sannast svo sannarlega er ég kveð
vin minn Sigurð Kristmundsson.
Hann hringdi í mig laugardaginn 24.
ágúst sl. Tilefnið var að óska mér
heilla með merkisafmæli. Mér var
mjög brugðið er ég heyrði andláts-
fregn hans. Dáinn daginn eftir. Svo
eru örlögin er okkur eru sköpuð.
Leiðir okkar Sigurðar lágu saman
fyrir um 40 árum er ég var í þeim
geira bifreiðatrygginga er sneri að
uppgjöri bifreiðatjóna. Fljótt tókst
með okkur góður kunningsskapur og
var húmorinn allsráðandi. Sigurður
var ekki allra, en hjá þeim er hann
vildi hafa tjáskipti við féllu málin í
góðan farveg.
Sigurður var einn mesti fagmaður
hér á landi í sínu fagi. Þau voru mörg
meistaraverkin er sáust á götum höf-
uðborgarinnar. Sigurður var gjörvi-
menni, stæltur og styrkur. Gat verið
þungur á brún en undir leyndist góð-
látleg kímni.
Nú er að leiðarlokum er komið
kveð ég góðan og tryggan vin.
Í guðs friði votta ég öllum ástvin-
um samúð.
Magnús J. Tulinius.
SIGURÐUR 
KRISTMUNDSSON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52