Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 37
1. flokkur/tölt
1. Sigurður Sigurðarsson, Herði, á Hyllingu frá Kimbastöðum, 7,13/7,56
2. Birna Káradóttir, Smára, á Kviku frá Egilsstaðakoti, 7,10/7,37
3. Sigurður Sæmundsson, Geysi, á Esjari frá Holtsmúla, 6,80/6,85
4. Hallgrímur Birkisson, Geysi, á Birki frá Sléttabóli, 6,37/6,58
5. Elín Ó. Þórisdóttir, Smára, á Þór frá Sperðli, 6,17/6,38
Fjórgangur
1. Birna Káradóttir, Smára, á Kviku frá Egilsstaðakoti, 6,93/7,12
2. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Hyllingu frá Kimbastöðum, 6,90/7,02
3. Sigurður Ó Kristinsson, Sleipni, á Straumi frá Kirkjubæ, 6,07/6,77
4. Hallgrímur Birkisson, Geysi, á Birki frá Sléttabóli, 6,17/6,59
5. Ólafur Þórisson, Geysi, á Sölva frá Hólavatni, 5,80/6,28
Fimmgangur
1. Sigurður Sæmundsson, Geysi, á Esjari frá Holtsmúla, 6,70/6,83
2. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Gylli frá Keflavík, 6,23/6,52
3. Sigurður Ó. Kristinsson, Sleipni, á Hamri frá Háholti, 6,37/6,32
4. Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Herði, á Sörla frá Dalbæ, 
5. Hallgrímur Birkisson, Geysi, á Gormi frá Grímsstöðum, 5,90/6,07
Gæðingaskeið
1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Fölva frá Hafsteinsstöðum, 8,97
2. Sigurður Sæmundsson, Geysi, á Esjari frá Holtsmúla, 7,93
3. Guðmundur Guðmundsson, Geysi, á Heru frá Halldórsstöðum, 6,67
4. Friðþjófur Ö. Vignisson, Geysi, á Glym frá Kirkjubæ, 6,59
5. Hallgrímur Birkisson, Geysi, á Gormi frá Grímsstöðum, 4,62
2. flokkur/tölt
1. Róbert G. Einarsson, Geysi, á Guðna frá Heiðarbrún, 6,40/6,62
2. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, á Amal frá Húsavík, 6,00/6,58
3. Hannes Sigurjónsson, Fáki, á Gildra frá Reykjavík, 6,13/6,33
4. Hulda G. Geirsdóttir, Gusti, á Mjölni frá Hofi í Öræfum, 5,93/6,24
5. Rakel Róbertsdóttir, Geysi, á Svarta Pétri frá Hreiðri, 5,83/6,12
Fjórgangur
1. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, á Stiku frá Kirkjubæ, 6,30/6,44 
2. Róbert G. Einarsson, Geysi, á Guðna frá Heiðarbrún, 5,97/6,20
3. Hannes Sigurjónsson, Fáki, á Tangó frá Hvestu, 6,07/6,07
4. Hulda G. Geirsdóttir, Gusti, á Mjölni frá Hofi í Öræfum, 5,90/6,07
5. Rakel Róbertsdóttir, Geysi, á Svarta Pétri frá Hreiðri, 5,90/5,99
Fimmgangur
1. Sóley Margeirsdóttir, Mána, á Prúð frá Kotströnd, 5,60/5,92
2. Rakel Róbertsdóttir, Geysi, á Magna frá Búlandi, 5,57/5,69
3. Jóhannes Kjartansson, Sleipni, á Hugin frá Herríðarhóli, 5,33/5,55
4. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, á Erpi frá Prestbakka, 5,27/5,23
Gæðingaskeið
1. Sóley Margeirsdóttir, Mána, á Prúð frá Kotströnd, 5,88
2. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, á Erpi frá Prestbakka, 3,58
3. Jóhannes Kjartansson, Sleipni, á Hugin frá Herríðarhóli, 3,58
4. Rakel Róbertsdóttir, Geysi, á Magna frá Búlandi, 3,25
Unglingar/tölt
1. Helga B. Helgadóttir, Geysi, á Kliðju frá Litlu-Tungu, 6,57/6,68
2. Rósa Eiríksdóttir, Geysi, á Snæ frá Suðurhlíð, 6,10/6,63
3. Elín H. Sigurðardóttir, Geysi, á Alþýðu frá Varmalæk, 6,43/6,49
4. Katla Gísladóttir, Geysi, á Úlfi frá Hjaltastöðum, 6,13/6,43
5. Camilla P. Sigurðardóttir, Mána, á Oliver frá Austurkoti, 6,90/0,00
Fjórgangur
1. Camilla P. Sigurðardóttir, Mána, á Oliver frá Austurkoti, 6,90/6,81
2. Elín H. Sigurðardóttir, Geysi, á Sæli f. Holtsmúla, 6,47/6,70
3. Helga B. Helgadóttir, Geysi, á Kliðju frá Litlu-Tungu, 6,33/6,66
4. Jóhanna Þ. Magnúsdóttir, Geysi, á Nös frá Hrólfsstaðahelli, 6,03/6,42
5. Rósa Eiríksdóttir, Geysi, á Snæ frá Suðurhlíð, 5,80/6,35
6. Hekla Hermundsdóttir, Geysi, á Gyrði frá Svínhaga, 5,80/6,17
Fimmgangur
1. Camilla P. Sigurðardóttir, Mána, á Njálu frá Arnarhóli, 5,73
2. Elín H. Sigurðardóttir, Geysi, á Alþýðu frá Varmalæk, 5,20
3. Katla Gísladóttir, Geysi, á Pjakk frá Varmalæk, 4,23
Börn/tölt
1. Rakel N. Kristinsdóttir, Geysi, á Vígari frá Skarði, 6,43/6,65
2. Hekla K. Kristinsdóttir, Geysi, á Þráni frá Sigtúni, 6,33/6,59
3. Viktoría Sigurðardóttir, Mána, á Skafli frá Norðurhvammi, 6,20/6,35
4. Lóa D. Smáradóttir, Geysi, á Gyllingu frá Kirkjubæ, 5,83/6,09
5. Margrét L. Margeirsdóttir, Mána, á Hyl frá Sandgerði, 5,63/5,96
Fjórgangur
1. Hekla K. Kristinsdóttir, Geysi, á Þráni frá Sigtúni, 6,27/6,43
2. Viktoría Sigurðardóttir, Mána, á Svarti frá Síðu, 6,37/6,38
3. Rakel N. Kristinsdóttir, Geysi, á Vígari frá Skarði, 6,10/6,23
4. Margrét L. Margeirsdóttir, Mána, á Hyl frá Sandgerði, 6,10/5,98
5. Lóa D. Smáradóttir, Geysi, á Gyllingu frá Kirkjubæ, 5,87/5,97
Úrslit í Opnu íþróttamóti Geysis á Gaddstaðaflötum 31. ágúst 2002
MÖRGUM hefur þótt ársþingin snú-
ast meira og minna um þvarg um
keppnisreglur fram og til baka og
undra sig yfir því að þessi vitleysa
skuli aldrei enda taka. Og víst er um
það að þróun keppninnar er eins og
sagan endalausa enda þurfa reglurn-
ar ávallt að taka mið af getu knapa og
hæfileikum hesta. Hestamenn eru lík-
legast og loksins að vakna upp við
þann vonda draum að óstöðvandi full-
komnunarárátta þeirra hefur gengið
mjög á þolinmæði áhorfenda. Virðast
þeir nú loksins hafa uppgötvað og við-
urkennt að hestakeppni á Íslandi er
ekki áhorfendavæn og fráleitt sniðin
að sjónvarpi. Fyrirkomulag gæðinga-
keppninnar er til dæmis afar þung-
lamalegt á margan hátt og hún óað-
gengileg fyrir þá sem ekki þekkja
reglurnar til hlítar.
Tekið á einkunnaflóðinu
Eftir landsmótið var skipuð fimm
manna nefnd á vegum Landssam-
bands hestamannafélaga sem á að
skila tillögum til úrbóta á þeim van-
köntum sem fram kom á gæðinga-
keppni mótsins. Þar er helst að nefna
þá miklu einkunnaupptalningu sem
drap alla stemningu í dróma talna-
flóðs. Í því sambandi er rétt að nefna
nokkra einkunnaliði gæðingakeppn-
innar. Í keppni A- og B-flokksgæð-
inga og ungmenna eru gefnar sér-
stakar einkunnir fyrir vilja annars
vegar og hins vegar fyrir fegurð í reið.
Báðir þessir þættir hafa þótt ákaflega
mikilvægir í upplagi hesta eigi þeir að
standa undir því nafni að kallast gæð-
ingar. Oft hafa komið fram hugmynd-
ir um að fella beri þessa liði inn í ein-
kunnir gangtegundanna og sama
gildir um ásetu og stjórnun sem gefið
er sérstaklega fyrir í bæði barna- og
unglingaflokki. Þykir mörgum orðið
tímabært að fella þessi atriði inn í
gangtegundaeinkunnir. Og talandi
um keppni barna þá hafa lengi verið
háværar raddir þess efnis að fyrir
löngu sé orðið tímabært að breyta
keppni í barnaflokki þar sem börnin
geta valið að ríða annaðhvort tölt eða
brokk og síðan hleypt á fulla ferð á
stökki auk þess sem fet er sýnt. Sá
mikli fjöldi barna, sem leggja stund á
keppni í dag, ræður vel við að sýna
bæði tölt og brokk og eins og þau
reyndar gera í fjórgangi sem flokkast
undir hinar svokölluðu hestaíþróttir.
Síðan kastar tólfunum þegar komið er
í úrslit, þá stilla krakkarnir sér upp á
einum stað á vellinum og hleypa eitt
af öðru á annarri langhliðinni á fullri
ferð á stökki. Þetta atriði úrslita hjá
börnunum þykir mörgum afar hvim-
leitt atriði fyrir utan hvað það getur
tafið dagskrá móta. Ætla mætti að
þau börn sem leggja stund á keppni
ráði vel við svipað verkefni og ung-
lingarnir glíma við og því um hreina
tímaskekkju að ræða. Þessi atriði sem
hér eru nefnd hafa oftsinnis komið
upp í umræðunni og sum hver verið
tekin fyrir á fundum og ársþingum.
Hestamenn sem þekktir eru að
fullkomnunaráráttu og íhaldssemi
hafa ávallt hafnað að breyta í þessa
veru og eins og komið er á daginn
hafa áhorfendur aldrei átt sér neina
málsvara að því er virðist við mótun
og þróun keppnisgreina hesta-
mennskunnar. Þar hefur leiðarljósið
ávallt verið að huga að hasgmunum
knapanna og hestsins þannig að mat-
ið verði helst fullkomið. Að þessu þró-
unarstarfi hafa dómarar einnig komið
en áhorfendurnir eða mótsgestirnir
sem hvorki dæma né taka þátt í
keppninni setið hjá, hvorki verið
spurðir né látið í sér heyra að eigin
frumkvæði að því er virðist.
Nú um stundir er sjónvarpið einnig
mikið í umræðunni og virðist sem
hestamenn hafi alltaf haldið og
kannski talið sjálfsagt að sjónvarpið
myndi laga sig að langlokum hesta-
mótanna, íslenski hesturinn og hans
mikli glæsileiki sjái um að halda fólki
við skjáinn meðan þulin eru upp
hundruð einkunna og beðið og beðið
eftir að eitthvað gerist. En nú
virðist sem hestamenn, í það
minnsta sumir hverjir, hafi
uppgötvað sjónvarpið á nýj-
an hátt og farið að skilja eðli
þess og eiginleika og hvaða
lögmálum það lýtur. 
Það er skemmst frá því að
segja að þegar þetta er skrif-
að hefur þessi nefnd ekki
verið kölluð saman af for-
manni hennar en hins vegar
hafa þrír nefndarmanna hist
óformlega og rætt þessi mál.
Enn er því tími til stefnu fyr-
ir nefndina að skila innihalds-
góðum tillögum sem færa
hestamenn í enn betri takt
við nútímann en þeir hafa
verið í.
Er tími FIPO 
á næsta leiti?
En svo vikið sé að íþróttakeppninni
þá virðist sú umræða að taka upp hér
á landi hinar alþjóðlegu FIPO-reglur
sem keppt er eftir á heimsmeistara-
mótum og fleiri mótum ekki dauð þótt
tillaga um slíkt hafi verið felld fyrir
tveimur árum. Raunar eru þeir býsna
margir sem eru sannfærðir um að
FIPO-reglur verði teknar upp hér á
landi, þetta sé aðeins tímaspursmál.
Reyndar segir svo reglum ÍSÍ að
keppt skuli eftir alþjóðlegum reglum í
keppni á vegum sérsambanda innan
vébanda þess. Almennt virðast menn
nokkuð sáttir við þessar alþjóðlegu
reglur þótt vissulega séu þar nokkur
atriði sem erfitt gæti reynst að inn-
leiða hér á landi og má nefna að leyfð
hámarksþyngd hófhlífa er þar 300
grömm í stað 250 gramma í íslensku
reglunum. Þá þykir nokkuð víst að
einfalt vægi á hægu tölti í töltkeppni í
FIPO muni ganga illa í Íslendinga
sem flestir hverjir vilji hafa tvöfalt
vægi. Að sögn sérfræðinga er vanda-
laust að samþykkja þessar reglur
með þeim fyrirvara að hámarksþyngd
hófhlífa verði einungis 250 grömm
hérlendis og vægi hæga töltsins verði
áfram tvöfalt. Þá hefur einnig verið
nefnt að með því að taka upp FIPO-
reglurnar ráða Íslendingar ekki leng-
ur einir ferðinni um allar breytingar á
keppnisreglum heldur þarf slíkt að
fara í gegnum alþjóðlega umræðu og
afgreiðslu. Sjálfsagt þykir ýmsum
stór kostur að losna við allt reglu-
gerðaþvargið af þingunum hér á landi
eða það myndi stórminnka. Einar
Ragnarsson, dómari og stjórnarmað-
ur í LH, hefur þrisvar talað fyrir upp-
töku FIPO hér á landi og segir að ef
reynt verði eina ferðina enn verði lagt
til að einungis verði keppt samkvæmt
reglunum í 1. og meistaraflokki.
Lífseigir gamlir draugar
Annað sem lýtur að íþróttakeppn-
inni og má nefna hér er að illa gengur
að losna við gamla drauga og er þá átt
við að í niðurstöðum móta er verið að
dragnast með gamla stigakerfið. Fyr-
ir allnokkrum árum var tekinn upp
nýr dómskali frá 0 til 10 í stað 0 til 15
þar sem allt var umreiknað í hin svo-
kölluðu stig. Enn í dag er víða verið að
gefa upp einkunnir í gæðingaskeiði
samkvæmt gamla skalanum og sömu-
leiðis þegar getið er um samanlagðan
sigurvegara móta. Svo mætti spyrja
hvort Íslensk tvíkeppni og skeiðtví-
keppni hefði ekki gengið sér til húðar
og tímabært að fara að dæmi vina
okkar erlendis og hætta með þessa
titla sem lítið er spáð í. 
Annað sem vert er að leiða hugann
að þegar styttist í ársþing LH er að
nú verða þingin framvegis haldin ann-
að hvert ár og er þá eðli málsins sam-
kvæmt sjálfhætt að tala um ársþing
en þess í stað kallað landsþing. 
Brekkudómar-
ar fullsaddir á
einkunnaflóði
Senn líður að lokum keppnistímabils hesta-
manna og við taka þing og fundahöld þar
sem keppnisreglur verða til umfjöllunar
ásamt ýmsu öðru. Valdimar Kristinsson fer
hér yfir það sem líklegt þykir að verði tekið
fyrir á ársþingi LH í október.
Morgunblaðið/Vakri
Breytingar á gæðingakeppninni liggja í loftinu eftir að
landsmótsgestir fengu sig fullsadda á yfirdrifinni einkunna-
súpu samkvæmt reglum um gæðingakeppnina.
Morgunblaðið/Vakri
Fegurð og fimi íslenska hestsins nýtur sín í gæðingakeppninni en það er margt í
formi keppninnar sem gerir hana óaðgengilega fyrir áhorfendur og sjónvarp. Hér
tekur Atli Guðmundsson gæðingshryssuna Gígju frá Auðsholtshjáleigu til kostanna. 
Styttist í ársþing Landssam-
bands hestamanna

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52