Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 41                     Fallegri húð á örskammri stundu? Þriggja þrepa kerfið frá Clinique. w w w .c lin iq ue .c om www.lyfja.is 100% ilmefnalaust Ráðgjafi Clinique verður í Lyfju kl. 14-18: Í dag LYFJU Lágmúla. Á morgun LYFJU Smáratorgi. Föstudag LYFJU Laugavegi. Laugardag LYFJU Smáralind. Auðveld leið fyrir allar konur sem vilja öðlast heilbrigða og bjarta húð: þriggja þrepa kerfið frá Clinique. 100% ilmefnalaust svo allar húð- gerðir - líka þær viðkvæmustu geta fengið hinn þekkta Clinique ljóma. Vertu velkomin í húðgreiningu hjá ráðgjafa Clinique, þar sem þú getur fengið þriggja þrepa kerfið í Clinique í kynningarstærðum, sniðið að þínum þörfum. Snyrtitaska með: Facial soap 28 g: Hreinsar á mildan hátt Clarifying Lotion 2, 30 ml.: Fjarlægir dauðar húðfrumur Dramatically Different Moisturizing Lotion, 15 ml.: Mýkir og gefur raka Meðan birgðir endast. Kr. 783. (raunvirði kr. 1.894) Clinique 100% án ilmefna. Í HAUST hefur Dansskóli Jóns Péturs og Köru sitt 14. starfsár. Í vetur verður sem fyrr boðið upp á námskeið í barnadönsum, sam- kvæmisdönsum, gömlu dönsunum, tjútti, mambói og salsa fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna. Einnig verða kenndir nýjustu tískudansarnir og dans ársins. Fyrir yngstu nemendurna 4 til 5 ára er boðið upp á dans, söng og leik og þessu fléttað saman við tónlist svo börnin fái útrás fyrir þá miklu hreyfiþörf sem þau hafa auk þess að þroska sam- skipti þeirra á milli. Hjá eldri börnum og unglingum er boðið upp á námskeið í sam- kvæmisdönsum og nýjustu tísku- dönsunum. Fyrir fullorðna verður boðið upp á námskeið í samkvæm- isdönsum. Á námskeiðinu fyrir byrjendur eru kenndir suður- amerískir dansar sem nýtast á dansleikjum s.s. jive, cha cha cha, mambó og salsa ásamt tjútti og fleiri dönsum. Í framhaldshópum barna, ung- linga og fullorðinna er haldið áfram að byggja upp dansinn á þeim grunni sem fyrir er og bætt inn fleiri dönsum og sporum. Einnig munu verða merkjapróf Dansráðs Íslands sem er mörgum hvatning í dansinum. Fyrir utan almenna dans- kennslu stendur skólinn fyrir jóla- og vordansleikjum ásamt nemendasýningu þar sem allir barna- og unglingahópar ásamt nokkrum fullorðinshópum koma fram. Samhliða danskennslu í Reykja- vík fara kennarar á vegum Dans- skóla Jóns Péturs og Köru víða út á land með dansnámskeið. Eru námskeiðin haldin í samstarfi við skóla- og bæjaryfirvöld og eru dansnámskeiðin m.a. hluti af for- varnarstarfi skólanna. Innritun á dansnámskeið skól- ans stendur yfir daglega frá kl. 12–19 í síma eða með tölvupósti dans@dansskoli.is. Kennsla hefst mánudaginn 9. september. Dansskóli Jóns Péturs og Köru hefur starf STARFSEMI Mæðrastyrksnefnd- ar Reykjavíkur hefst að nýju eftir sumarleyfi 4. september 2002. Sá tími sem opið er hjá nefndinni hef- ur verið lengdur um eina klukku- stund á miðvikudögum. Opið verð- ur alla miðvikudaga frá kl. 14 til 18 á Sólvallagötu 48, 101 Reykja- vík. Sem fyrr eru það nokkur fyr- irtæki sem gera nefndinni kleift að starfa með þeim hætti sem verið hefur síðustu misserin. Þau fyr- irtæki sem gefa nefndinni matvæli vikuleg eru: Mjólkursamsalan, Myllan-Brauð. Ömmubakstur og Viðskiptanetið. Eiga þessi fyrir- tæki þakkir skildar. Þá hefur fyr- irtækið Toppskórinn ákveðið að gefa Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur allan þann skófatnað sem til fellur hjá fyrirtækinu eftir útsölur og mun það koma skjólstæðingum nefndarinnar til góða. „Stuðningur fyrirtækjanna eflir starf Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur,“ segir í fréttatil- kynningu. Vetrarstarf Mæðra- styrksnefndar að hefjast UNGMENNASAMBAND Borgar- fjarðar efnir til næstsíðustu kvöld- göngunnar í sumar fimmtudags- kvöldið 5. september klukkan 19.30. Markmiðið er að fara í góðan göngu- túr fyrir svefninn og fræðast í leið- inni um skógræktarsvæði Járn- blendisins á Grundartanga. Umsjónarmaður göngunnar er Sig- rún Pálsdóttir. Gert er ráð fyrir að hittast við Mörk sem er uppi í hlíð- inni til móts við afleggjarann að Grundartanga. Gengið um Grundartanga BRÚARHLAUPIÐ á Selfossi fer fram laugardaginn 7. sept- ember nk. og er það í tólfta sinn sem hlaupið fer fram. Keppt er í eftirtöldum vega- lengdum: 2,5 km, 5 km, 10 km og hálfmaraþon hlaupi, allt með tímatöku. Einnig er keppt í 5 km og 12 km hjólreiðum. Keppt er í eftirtöldum aldursflokkum beggja kynja: 12 ára og yngri, 13–17 ára, 18–39 ára, 40–49 ára, 50–59 ára og 60 ára og eldri, þessi aldursskipting á við í öllum vegalengdum. Keppni í hjólreið- um hefst klukkan 13. Keppni í háfmaraþoni hefst klukkan 13.30 en í öðrum vegalengdum klukkan 14. Allir hlauparar hefja keppni á Ölfusárbrú. Í ár er keppni í hálf- maraþoni, einnig Meistaramót Íslands í þeirri vegalengd. Allir keppendur fá stuttermabol við skráningu og verðlaunapening við komu í mark. Skráningar í hlaupið fara fram í Kjarnanum á Selfossi föstudaginn 6. september, frá kl. 14 til 19. Einnig er hægt að skrá sig að morgni hlaupadags frá klukkan 9–12 í Tryggvaskála á Selfossi. Skráning fer einnig fram á netsíðunni hlaup.is. Skráningargjald er 1000 kr. og 500 kr. fyrir 12 ára og yngri, óháð vegalengd. Afhending keppnisnúmera fer fram í Tryggvaskála á Sel- fossi að morgni hlaupadags frá klukkan 9–12. Brúarhlaup þreytt í 12. sinn á Selfossi MIÐVIKUDAGINN 4. september kl. 12.15 heldur dr. Martin Scheinin, lagaprófessor við háskólann í Åbo í Finnlandi, opinn fyrirlestur um störf mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Erindið er flutt á ensku og ber það yfirskriftina „The Human Rights Committee – Trends and Developments“. Mannréttindanefndin starfar sam- kvæmt samningi Sameinuðu þjóð- anna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966. Hún hefur eftirlit með framkvæmd samningsins og tek- ur m.a. til meðferðar kærur einstak- linga á hendur aðildarríkjum um meint brot á samningnum. Dr. Martin Scheinin er prófessor í stjórnskipunarrétti og þjóðarrétti við Háskólann í Åbo í Finnlandi og jafn- framt forstöðumaður finnsku mann- réttindastofnunarinnar Hann hefur setið í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1997. Hann hefur jafnframt ritað fjölda fræðigreina á sviði mannréttinda, einkum um að- ferðir til þess að framfylgja alþjóð- legum mannréttindasamningum, réttindi frumbyggja og minnihluta- hópa, um beitingu samningsákvæða um efnahagsleg og félagsleg réttindi og um mannréttindi og líftækni. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Lögbergi. Hann er öllum opinn með- an húsrúm leyfir. Fyrirlestur um mannrétt- indanefnd SÞ RÁÐSTEFNA um Ísrael og Palest- ínu, framtíð og friðarhorfur, verður haldin í dag, miðvikudaginn 4. sept- ember kl. 16–19, í safnaðarheimili Grensáskirkju. Ávörp flytja: Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra: Friðarhorfur og framtíðarsýn, Karl Sigurbjörnsson biskup: Heljarslóð í landinu helga, Steinunn Jóhannesdóttir rithöfund- ur: Íslam í pólitískum ógöngum, Svala Jónsdóttir fjölmiðlafræðingur: Harðlínustefnur í Ísrael. Eftir kaffihlé flytja ávörp: Aðal- steinn Þorvaldsson guðfræðingur Óli Tynes fréttamaður, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, formaður mann- réttindanefndar Lútherska heims- sambandsins, og Ómar Kristjánsson framkvæmdastjóri. Eftir hvert inn- legg er gert ráð fyrir fyrirspurnum frá ráðstefnugestum. Fundarstjóri er Einar Karl Har- aldsson, stjórnarformaður Hjálpar- starfs kirkjunnar. Ráðstefna um ástandið í Palestínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.