Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						42 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF 
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík L50098 Sími 569 1100
L50098 Símbréf 569 1329 L50098 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
EINS og kunnugt er hafa skatt-
leysismörk stöðugt verið að færast
niður frá því staðgreiðsla skatta var
tekin upp 1988 og eru nú 67 þúsund
kr. á mánuði, en ættu að vera vera
94 þús. kr. eða 39% hærri en þau
eru. Ástæða þessa ranglætis liggur
í því að persónufrádráttur hefur
ekki fylgt verðþóuninni frá 1988. Sú
aukna skattbyrði og skert lífskjör
sem af þessu leiðir hefur harðast
komið niður á láglaunafólki, m.a.
eldri borgurum. Þetta óréttlæti
hefur því staðið í 14 ár, því ber nú-
verandi ríkisstjórn höfuðábyrgð á
ástandinu, einnig hefur ómarkviss
stefna og aðgerðarleysi ASÍ og
BSRB við sína viðsemjendur verið
lítt traustvekjandi. Skattleysis-
mörkin er veigamikill hluti af kjara-
baráttu og ættu því ávallt að sitja í
fyrirrúmi þegar samið er um laun
og kjör.
Biðlund eldri borgara og annars
láglaunafóks er löngu þrotin, þá
verðum við að leita leiða sem eftir
er tekið og verða ekki sniðgengnar
af stjórnvöldum. Samstaða lág-
launafólks getur myndað tugþús-
unda breiðfylkingu og henni verður
að beita á pólitískum vettvangi.
Landssamband félaga eldri borg-
ara ætti að leiða svona starf og
vinna að stofnun landssambands
láglaunafólks sem byði fram í öllum
kjördæmum í komandi alþingis-
kosningum. Við höfum nægan tíma
til að vinna að þessu mannúðarmáli
og málstaðurinn er skýr, mann-
sæmandi laun, að eyða sárri fátækt,
tryggja að laun fylgi verðþróuninni
á hverjum tíma og síðast en ekki
síst að aldrað fólk sé virt af verkum
sínum fyrir land og þjóð. Við þurf-
um að styrkja sjálfsvirðinu og sjálf-
stjórn, örlög okkar gangvart vald-
höfum á hverjum tíma eru ekki
sjálfgefin eins og að reka fé í rétt.
Ef við gerum ekki neitt erum við
að svíkja okkur sjálfa og aðra, það
er meira en nóg að láta ríkisstjórn-
ina o.fl. hlunnfara okkur í 14 ár.
Það þarf hörku og hugrekki,
staðfestu og dómgreind til að leiða
svona mál, þó að ekki sé nema að
settu marki. Það hafa ýmsir reynt
m.a. fyrir öryrkja og eldri borgara
að vekja stjórnmálamenn til vitund-
ar um hin bágu kjör umbjóðenda
sinna sem skipta tugþúsundum
manna. Allir viðurkenna í orði að
ekki sé hægt að lifa af 70?80 þús.
kr. á mánuði, en ekkert gerist og
stöðugt fjölgar þeim sem leita að-
stoðar hjálparstofnana. Ríkis-
stjórnin, einkanlega þó forsætisráð-
herra, talar um góðæri og að við
séum 5. ríkasta þjóð veraldar, en
hvaða einkunn er hann að gefa
sjálfum sér í meðferð fjármuna til
þeirra sem minnst mega sín, fall-
einkunn heitir það, Davíð Oddsson.
Það sem þú vilt ekki að þér sé gert,
skaltu ekki öðrum gera svo vísað sé
til orða Konfúsíusar. Alltof mörgum
stendur á sama um fátækt og eymd
annarra svo lengi sem það ekki
tengist þeim sjálfum, þetta er eitt
stærsta vandamál samtíðarinnar og
hér í okkar litla landi fer sá hópur
stækkandi ár frá ári. Það er eins og
manni finnist stundum að stór hóp-
ur aldraðra, öryrkja o.fl. sé fórn-
arlömb óskilgreindra kringum-
stæðna í þjóðfélaginu og þar skulu
þeir bara vera. Að reyna að firra sig
ábyrgð gagnvart þessu fólki með
aðgerðaleysi og stundum hroka
virðist vera sterk vísbending um
andlega sturlun. Kannski hefur
þessi taumlausa græðgi sem svo
einkennir stjórnsýsluna í dag
slökkt á mannlegum dyggðum og
gert menn að andlausum bréfber-
um vélmenna.
Aldraðir hafa mikla og víðtæka
lífsreynslu að baki, við vorum stór-
an hluta síðustu aldar að byggja
upp það þjóðfélag sem við búum við
í dag. Þó svo að við notum ekki orf
og ljá kunnum við að brýna svo bíti
vel. Stöndum saman, við höfum
verk að vinna.
KRISTJÁN PÉTURSSON,
fyrrv. deildarstj.
Kjör eldri 
borgara o.fl.
Frá Kristjáni Péturssyni:
BÚNAÐARBANKINN Verðbréf
fór inn á hættulegar brautir í nýleg-
um hálffimm fréttum. Þar bentu
þeir á að markaðsverð sjávarút-
vegsfyrirtækja í Kauphöll Íslands
er helmingi lægra en markaðsverð
þess kvóta sem þessi fyrirtæki hafa.
Á mannamáli þýðir það að fyrirtæk-
in eru svo illa rekin að það borgar
sig að leggja þau niður og selja
kvótann og gerist sambærilegt iðu-
lega á virkum fjármálamörkuðum.
Búnaðarbankanum Verðbréfum
fannst þó rétt að benda á að um
?jaðarverð? væri að ræða, og lítil
viðskipti á bak við þau. Samkvæmt
þessu mætti skilja að ekki sé hægt
að finna markaðsverð á kvóta nema
að hann verði seldur allur í einu
lagi. Þarna er þó kvótinn sér á báti.
Daglega birtir Búnaðarbankinn
Verðbréf ?jaðarverð? ýmissa verð-
bréfa og kallar það verð óhikað
markaðsverð.
Það væri Búnaðarbankanum
Verðbréfum til sóma að stíga skref-
ið til fulls og benda fjárfestum á þau
miklu gróðatækifæri sem felast í
því að kaupa, og svo leggja niður
sjávarútvegsfyrirtæki. Er það ekki
einmitt hlutverk hálf fimm frétta?
Að upplýsa fjárfesta um kauptæki-
færi?
GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON,
Laugalind 1, Kópavogi.
Búnaðarbankinn 
Verðbréf
Frá Guðmundi Erni Jónssyni:

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52