Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 45
DAGBÓK
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700.
Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18.
Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (6?9
ára) kl. 14.10 koma saman í fyrsta sinn
á nýju starfsári. Jóhanna G. Ólafsdóttir
og Jóhanna Kristín Steinsdóttir leiða
starfið. TTT-fundur (10?12 ára) kl.
16.15. Fyrsti fundur vetrarins. Mennta-
skólanemarnir Andri Bjarnason og Þor-
kell Sigurbjörnsson leiða starfið ásamt
Sigurbirni Þorkelssyni, framkvæmda-
stjóra safnaðarins og Bjarna Karlssyni,
sóknarpresti. (Sjá síðu 650 í Texta-
varpi).
Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank
M. Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja. Hádegistíð kl. 12.
Tíðagjörð þar sem textar Biblíunnar eru
sungnir og íhugaðir í bæn og lofgjörð til
drottins. Helstu þættir þessa helgihalds
kynntir og æfðir í upphafi stundarinnar,
sem tekur u.þ.b. 20 mínútur. Verið hjart-
anlega velkomin.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
eftir stundina.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartan-
lega velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna-
efnum í kirkjunni í síma 567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í
sumar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl.
10?12. 
Bessastaðasókn: Foreldramorgnar á
vegum kirkjunnar í Haukshúsum hvern
miðvikudag kl. 10-12. Foreldrar vel-
komnir með börn sín. Fræðsla mánaðar-
lega. Spjallað og spekúlerað yfir kaffi-
eða kakóbolla. Leikföng fyrir börnin.
Dagskrá liggur frammi. Hvetjum fólk til
að mæta. Sóknarnefnd.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós-
broti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10?12. 
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn-
ar í dag kl. 10?12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20
Anglow-fundur í Safnaðarheimilinu.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar
í síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð.
Allt ungt fólk velkomið.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl.
10 í safnaðarheimili. Opið hús, kaffi og
spjall. Mætum vel á fyrsta mömmumorg-
un vetrarins. Allir foreldrar velkomnir
með börn sín.
Safnaðarstarf
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
MEYJA
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert gefinn fyrir skipulag
og kannt að notfæra þér það.
Það auk tækniþekkingar
þinnar gerir þig mjög af-
kastamikinn. Trúðu á sjálfan
þig því árið framundan er
engu líkt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) L48506
Umræður um lífsgildi og
framtíðardrauma eru
skemmtilegar í dag. Aðrir
verða hissa þegar þeir komast
að því að þú ert í raun frjór og
djarfur.
Naut
(20. apríl - 20. maí) L48507
Þér tekst vel upp við að vé-
fengja yfirmann eða annað yf-
irvald í dag. Treystu innsæi
þínu í sambandi við hvað er
raunverulega á seyði.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) L65168
Sköpunargáfa þín er í há-
marki. Notaðu tækifærin sem
þú færð til að vinna við listir
eða í sambandi við að
skemmta börnum því þú hefur
margt að bjóða.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) L65169
Dagurinn er góður í að leggja
stund á list, trúmál, ljóð, tón-
list eða dulræn málefni. Þú
kannt vel að meta fegurð hlut-
anna í dag.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) L48510
Þetta er kjörinn dagur til að
ræða við einhvern. Þú skilur
aðra vel og getur þar af leið-
andi sett þig í spor þeirra.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) L65171
Allt byrjar með einni hugsun.
Það sem þú heldur að séu dag-
draumar gætu í raun orðið að
nýrri leið til að þéna peninga.
Vog
(23. sept. - 22. okt.) L65172
Þú hefur ánægju af samskipt-
um við ungmenni og börn í
dag. Þér finnst auðvelt að
horfa á heiminn með augum
þeirra og skilja hann.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.) L65173
Flótti og umræður um að
komast á brott frá öllu amstr-
inu höfða til þín í dag. Raun-
veruleikinn er of þungbær og
þig langar að fá frí frá skyld-
um.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) L65174
Allir þurfa að láta sig dreyma
við og við og hafðu því ekki
áhyggjur af dagdraumum þín-
um. Taktu smá frí frá hvers-
dagsleikanum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) L65162
Samræður við mikilvægar
manneskjur geta leitt eitthvað
af sér í dag. Þú ert næmur fyr-
ir því hvað er í gangi í kring-
um þig og veist við hverju er
búist frá þér.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.) L65163
Taktu þér tíma í að njóta
menningar eins og tónlistar,
listasafna eða bókabúða. Þig
hungrar eftir að læra meira
um heiminn í dag.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars) L65164
Aðrir eru tilbúnir að gefa þér
góð ráð í dag. Þótt að þú sért
ekki sammála þeim þakkaðu
fyrir velvild í þinn garð og við-
leitni.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
LJÓÐABRÉF
Sittu heil með háan fald við heiðan boga,
vor og ljós um völl og haga,
vatnahljóð og langa daga.
Nú kemst ekki nóttin lengra en neðst í dalinn,
meðan blessuð sumarsólin
sveigir fyrir norðurpólinn.
Fuglinn syngur blí blí blí um bláa geiminn,
niðar foss við nýju blómin ?
nú er öllu létt um róminn.
Móður sinnar örmum í þeir alla daga
og á kvöldin kveða mega
kvæðin beztu, sem þeir eiga.
Allt má komast í þinn faðm, sem er á vængjum,
syngja á túnum, syngja á engjum
sumarljóð á hvellum strengjum.
???
Þorsteinn Erlingsson
Árnað heilla
70
ÁRA afmæli. Í dag,
miðvikudaginn 4.
september, verður 70 ára
Guðmundur Einarsson, sjó-
maður, Háaleitisbraut 56.
Eiginkona hans er Margrét
Sigurðardóttir. Þau dvelja
með fjölskyldu sinni á Krít á
afmælisdaginn.
70
ÁRA afmæli. Í dag,
miðvikudaginn 4.
september, er sjötug Sigur-
björg Pétursdóttir, Gyðu-
felli 16, Reykjavík.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 2.820 kr. til styrktar Rauða
krossi Íslands. Þær heita Unnur Ýr Ólafsdóttir, Ásta Fann-
ey Edvardsdóttir og Áslaug María Agnarsdóttir.
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3
Bg7 4. e4 d6 5. f4 0-0 6. Rf3
c5 7. dxc5 Da5 8. Bd3 Dxc5
9. De2 Rc6 10. Be3 Da5 11.
0-0 Be6 12. a3 Hfc8 13. b4
Dd8 14. Hac1 Rg4 15. Bd2
a5 16. b5 Rd4 17. Rxd4
Bxd4+ 18. Kh1 Rf6 19.
Ra4 b6 20. h3 Hab8 21. Bb1
Rh5 22. Kh2 Dc7 23. g4 Rf6
24. Dd3 Bc5 25.
f5 
Staðan kom
upp á Skákþingi
Íslands, lands-
liðsflokki, sem
lauk fyrir
skömmu á Sel-
tjarnarnesi.
Sævar Bjarna-
son (2.264)
hafði svart gegn
Helga Áss Grét-
arssyni (2.505).
25. ? d5+?
Svartur gat
a.m.k. náð jöfnu
tafli eftir 25. ?
Bxc4! 26. Hxc4 d5+ 27. Bf4
dxc4 28. Bxc7 cxd3 29.
Bxb8 Hxb8 30. Rxc5 bxc5
31. Bxd3 Hd8 32. Hf3!. Eft-
ir textaleikinn vinnur hvít-
ur peð og stuttu síðar skák-
ina. 26. Bf4 Bd6 27. Bxd6
Dxd6+ 28. Dg3 Dxg3+ 29.
Kxg3 gxf5 30. exd5 Bd7
31. gxf5 Kh8 32. Bd3
Hg8+ 33. Kh2 Hg5 34.
Hce1! Hbg8 35. Hg1 Bxf5
36. Hxg5 Hxg5 37. Bxf5
Hxf5 38. Hxe7 Hf3 39.
Rxb6 og svartur gafst upp. 
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót og fleira lesendum
sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á netfang-
ið ritstj @mbl.is. 
Einnig að skrifa :
Árnað heilla, 
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
SABINE Auken er senni-
lega þekktasta bridskona
heims um þessar mundir.
Hún er þýsk og spilar sem
slík í þýska landsliðinu, en
er gift danska spilaranum
Jens Auken og saman urðu
þau í þriðja sæti í para-
keppninni í Montreal í
Kanada. Sabine tók síðan
þátt í sveitakeppni kvenna
um McConnell-bikarinn, en
féll þar út í átta liða úrslit-
um. Í fyrstu umferð
McConnell-keppninnar tók
Sabine upp þessi fallegu
spil:
Norður
?ÁK5
??
?KDG864
?ÁKD9
Í AV voru bandarísku
konurnar Cheri Weinstock
og Jo Anne Casen, en
makker Sabine í suður var
Pony Nehmert. Vestur var
gjafari og vakti á þremur
hjörtum. Enginn á hættu:
Vestur Norður Austur Suður
3 hjörtu Dobl 4 hjörtu Dobl
Pass ???
Sabine doblaði þrjú
hjörtu til úttektar og aust-
ur lyfti hindrandi í fjögur,
sem Pony Nehmert dobl-
aði. Hvað myndi lesandinn
segja í sporum Sabine? 
Fyrst þarf að huga að
doblinu á fjórum hjörtum.
Er það hrein sekt eða til-
boð um framhald? Nú til
dags nota flestir keppnis-
spilarar dobl á fjórum
hjörtum meira til sóknar en
varnar, og er áherslan þá
oftast á spaðalitnum. Ef
doblið lofar styrk til hliðar
við hjartað er ekki að sjá
að makker geti átt fyrir
dobli nema vera með tíg-
ulás og líklega spaðadrottn-
ingu. Sabine taldi það
öruggt og stökk beint í sjö
tígla. 
Spil makkers stóðu eng-
an veginn undir vænting-
um: 
Norður
?ÁK5
??
?KDG864
?ÁKD9
Suður
?D1073
?KDG10
?972
?63
Það er hart að þurfa að
passa fjögur hjörtu með
suðurspilin, en líklega er
það hin ?rétta? sögn. 
Kannski furðar lesandinn
sig á því hvers vegna Sab-
ine spurði ekki um ása áður
en hún tók stóra stökkið,
en hún átti einfaldlega ekki
kost á ásaspurningu ? fjög-
ur grönd hefði verið til út-
tektar í stöðunni.
Svona er bridslífið á
toppnum.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Hlutavelta
KIRKJUSTARF
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Haustið í
Búdapest
frá kr. 28.450
með Heimsferðum
Búdapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evrópu og það undrar
engan sem hefur kynnst þessari heillandi borg. Drottning Dónár,
hjarta Evrópu eru nöfn við hæfi. Ungverjar eru orðlagðir fyrir
gestrisni og hér er auðvelt að lifa í veislu í mat og drykk, á milli
þess sem maður kynnist ólíkum andlitum borgarinnar, en Ung-
verjaland var í þjóðbraut milli austur- og vestur-Evrópu og
menningararfurinn ber því vitni.
Beint flug fimmtud. og mánud. í október
8.000 kr. afsláttur
Ef þú bókar í ferð frá mánud. til fimmtud. fyrir 15. sept.
getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt.
Verð kr. 28.450
Flugsæti til Búdapest 14. okt. með
8.000 kr. afslætti ef bókað er fyrir 
15. sept. Gildir frá mánud. til fimmtud. 
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari
heillandi borg. Í boði eru mjög góð 3ja, 4ra og 5 stjörnu hótel og
spennandi kynnisferðir um borgina með íslenskum fararstjórum
Heimsferða.
Verð kr. 37.750
Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í
herbergi á Tulip Hotel, 14. okt. með
8.000 kr. afslætti. 
Í DAG, 4. september, hefjast á nýj-
an leik kyrrðarstundir í Graf-
arvogskirkju, kl. 12, með alt-
arisgöngu og fyrirbænum. Boðið er
upp léttan hádegisverð að kyrrð-
arstund lokinni. Allir velkomnir.
Foreldramorgnarnir hefjast á ný í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 5.
september nk. kl. 10 fyrir hádegi. Fyrirlestrar verða fluttir í vetur.
Skemmtilegar og uppbyggjandi samverustundir. Kaffisopi og djús.
Kyrrðarstundir
og foreldramorgnar
í Grafarvogskirkju
Morgunblaðið/Jim Smart

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52